Logn blíða og hæð yfir þúfunni, og eftir veðurkortinu þá ætti það að haldast fram yfir miðnætti á morgun en lengra nær spáin ekki ;).
Gærdagurinn var skásti dagurinn síðan við komum á hattinn en það bilaði ekkert stórt í gær og við gátum varið að veiðum allan síðasta sólarhring. Ekki skemmdi það að veiðin var ágæt á okkar mælikvarða. Aftur á móti hefur veiðin í dag verið lök en veðrið því betra.
Í kvöld ætlum við svo að sigla yfir á annað svæði og reina að taka kvótann sem við eigum þar, ef við gerum það ekki þá lokast hann inni í þrjá mánuði, en það svæði lokast 31mars og er lokað í þrjá mánuði. Andvari hefur verið að skrattast hérna með okkur í austurkantinum, og get ég ekki séð annað en að það sé þó nokkuð af rækju á ferðinni hérna á hattinum það okkur vantar bara almennilegt skip til að geta tekið á þessu af einhverju viti ;).
Við erum bara eins og léttabátur innan um öll þessi stóru skip, en það eru 4 svona lítil skip á hattinum núna Andvari, Erla, Eyborg og Sonar en hitt eru allt einhverjir dasar sem gætu tekið okkur í davíður.
Vonandi er sumarið að koma og þessar eilífu brælur að láta undan góða veðrinu, mér finnst eins og við eigum það skilið að fá sumarið.
Ekki slapp Nonni við kyndinguna í dag frekar en fyrri daginn, en ég sé ekki annað ráð en að við fáum nýjan brennara á kyndinguna svo að við þurfum ekki að bæta við manni (kyndara) en það á víst að tilheyra fortíðinni sú starfstign, að vísu hefur Nonni ósjálfrátt sogast inn í kyndarastarfið en vonandi tekst okkur að losa hann undan þeirri kvöð, það er víst af nógu öðru að taka hérna um borð og ég er viss um að hann yrði fegin ef þessu kyndingarstússi færi að linna ;þ.
Það er orðið stutt eftir af þessari rispu og ekki nema sex dagar þangað til við verðum í landi ;).
Læt þetta duga í dag.
Bið himnaföðurinn að líta til með ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi