..::Það má lengi lifa í voninni::..
Í gær fylltist maður bjartsýni þegar smá oggu pínu veiðivottur gerði sig heimakomin til okkar, maður hélt í fávisku sinni að nú væri þessu reiðuleysistímabili að ljúka rétt eins og önnur óværa sem gengur yfir, svona eins og ísöldin sem hvarf og allt yrði gott á ný.
En því miður var þetta sýnishorn frekar eins og dauðakippur í nýskotinni skepnu. Dagurinn í dag hefur farið í að horfa brostnum augum á Scanmar apperatið í von um að það gefi til kynna að nú sé búið að fanga nokkrar rækjupöddur í vörpuna, en það er eins og að bíða eftir stætó sem hætti að ganga fyrir mörgum árum.
Þetta er því miður farið að hljóma eins og léleg bíómynd, maður bíður og bíður eftir að eitthvað gerist, en svo gerist ekki neitt.
Einhverstaðar var skrifað: "þegar hlutirnir eru orðnir svo slæmir að maður trúir því ekki að þeir geti orðið verri, þá eru þeir líklega að byrja að skána", á þessum tímapunkti finnst mér þessar rækjuveiðar á þessari hundaþúfu standa núna. Samkvæmt þeirri speki þá er ekkert annað til ráða en að setja sig í stellingar og bíða eftir að rækjuholfskeflan hvolfist yfir okkur :) með tilheyrandi gleði og hamingju. Já það má lengi lifa í voninni, enda er ansi lítið eftir þegar hún yfirgefur mann.
Og nú er bara að setja sig í bjartsýnisgírinn og henda sér út í djúpu laugina, og halda áfram að ransaka hafsbotninn með endurnýjuðum vonum og bjartsýni á morgun...............
Í gær fylltist maður bjartsýni þegar smá oggu pínu veiðivottur gerði sig heimakomin til okkar, maður hélt í fávisku sinni að nú væri þessu reiðuleysistímabili að ljúka rétt eins og önnur óværa sem gengur yfir, svona eins og ísöldin sem hvarf og allt yrði gott á ný.
En því miður var þetta sýnishorn frekar eins og dauðakippur í nýskotinni skepnu. Dagurinn í dag hefur farið í að horfa brostnum augum á Scanmar apperatið í von um að það gefi til kynna að nú sé búið að fanga nokkrar rækjupöddur í vörpuna, en það er eins og að bíða eftir stætó sem hætti að ganga fyrir mörgum árum.
Þetta er því miður farið að hljóma eins og léleg bíómynd, maður bíður og bíður eftir að eitthvað gerist, en svo gerist ekki neitt.
Einhverstaðar var skrifað: "þegar hlutirnir eru orðnir svo slæmir að maður trúir því ekki að þeir geti orðið verri, þá eru þeir líklega að byrja að skána", á þessum tímapunkti finnst mér þessar rækjuveiðar á þessari hundaþúfu standa núna. Samkvæmt þeirri speki þá er ekkert annað til ráða en að setja sig í stellingar og bíða eftir að rækjuholfskeflan hvolfist yfir okkur :) með tilheyrandi gleði og hamingju. Já það má lengi lifa í voninni, enda er ansi lítið eftir þegar hún yfirgefur mann.
Og nú er bara að setja sig í bjartsýnisgírinn og henda sér út í djúpu laugina, og halda áfram að ransaka hafsbotninn með endurnýjuðum vonum og bjartsýni á morgun...............
Ummæli