..::Lifðu fyrir daginn í dag::..
Núið! er það ekki það sem allt snýst um? Ekki þíðir neitt að amast yfir gærdeginum því hann er liðinn og kemur aldrei aftur, um hann fær maður engu breitt.
Og morgundagurinn hvar er hann? og hvernig verður hann?, ég sé enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því sem ekki er ókomið ;). Og hvað er þá eftir?
Jú! dagurinn í dag, og þar er allt að gerast og að honum ætti maður að beita athygli sinni. Í stað þess að velta sér upp úr fortíðinni eða láta sig dreima um ókomna framtíð.
Lifa einn dag í einu og njóta þess að vera til ;).
Já þetta er speki dagsins, henni er troðið niður á blað á ekki ómerkari degi en Föstudeginum 13, dagsetningu sem oft hefur verið tengd hryllingi og viðbjóði bæði í kvikmyndum og bókum. En ég hef nú ekki séð neina ástæðu til þess að ætla að föstudagur sé eitthvað verri þótt hann beri upp á 13 en sitt sýnist hverjum um töluna þrettán, og hjátrúin og bábyljurnar láta ekki að sér hæða :):).
Það er að koma enn ein helgin og ég ætla að vona ykkar vegna að hún toppi þá síðustu. LIFUM LÍFINU á meðan við getum............................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi