Laugardagur 7.ágúst 2004
..::Það er víst í dag::..
Eitthvað varð mér fótaskortur á sannleikanum í gær eða þannig, en ég færði víst Fiskidaginn fram um einn dag :). Það er víst í dag sem þessi merkishátíð fer fram á Dalvík.
Óttalegt basl er á þeim félögum á dollunni þessa dagana, það virðist allt ganga á afturfótunum hjá þeim verslingunum, já hún er sorgarsaga saga dollunnar :(:(.
Hér er bongóblíða og 18°C hiti í dag og skartar veðrið sínu fegursta, sannkallað baðstrandarveður fyrir flaggarann sem notaði tækifærið og grillaði sig uppi á brúarþaki lungað úr deginum. Ég held að þetta endi með því að karlræfillinn verði eins og rúsína. Rúsínur eru nú ekker sérlega fallegar en samt góðar á bragðið.
Kannski skiptir litlu hvernig umbúðirnar eru ef innihaldið er gott. Samt skil ég nú ekki hvaða hvatir draga menn út í svona ofursóldýrkun, en það er margt sem maður ekki skilur í þessari veröld.
Þetta verður ekki mikið lengra í dag, ég vona að allir hafi skemmt sér vel á fiskideginum, og til þeirra sem ekki höfðu aðstæður til að koma núna verða bara reina að koma næst :):).
..::Það er víst í dag::..
Eitthvað varð mér fótaskortur á sannleikanum í gær eða þannig, en ég færði víst Fiskidaginn fram um einn dag :). Það er víst í dag sem þessi merkishátíð fer fram á Dalvík.
Óttalegt basl er á þeim félögum á dollunni þessa dagana, það virðist allt ganga á afturfótunum hjá þeim verslingunum, já hún er sorgarsaga saga dollunnar :(:(.
Hér er bongóblíða og 18°C hiti í dag og skartar veðrið sínu fegursta, sannkallað baðstrandarveður fyrir flaggarann sem notaði tækifærið og grillaði sig uppi á brúarþaki lungað úr deginum. Ég held að þetta endi með því að karlræfillinn verði eins og rúsína. Rúsínur eru nú ekker sérlega fallegar en samt góðar á bragðið.
Kannski skiptir litlu hvernig umbúðirnar eru ef innihaldið er gott. Samt skil ég nú ekki hvaða hvatir draga menn út í svona ofursóldýrkun, en það er margt sem maður ekki skilur í þessari veröld.
Þetta verður ekki mikið lengra í dag, ég vona að allir hafi skemmt sér vel á fiskideginum, og til þeirra sem ekki höfðu aðstæður til að koma núna verða bara reina að koma næst :):).
Ummæli