..::Svo sem ekkert::..
Það er ekki mikið að segja eða um að vera hjá okkur þennan daginn, vestan vindskælingur og ekkert sólbaðsveður fyrir Rúsínuna.
Ég er aftur komin á matseðilinn "Fastir liðir! Ala Jóli" svo að það breytist fátt.
Og það er fámennt hér í hjá okkur, aðeins séð eitt fiskiskip "Kappen" sem er færeyskur en annars hafa bara runnið einhverjar ofurlangar fraktdósir fram hjá.
Og ekker lát er á baslinu hjá Hrafni og félögum á dollunni, en nú virðist sem að höfuðmótorinn hjá þeim sé allur að liðast í sundur. ætlar þetta engan enda að taka hjá þeim?, ég vona samt að þeir þurfi ekki að róa til hafnar á Newfie.
Þeir hafa kannski sprengt dolluna á því að draga þennan heim um daginn, annað eins hefur nú komið fyrir þó að það sé jú algengara að sleðahundar og önnur dráttardýr spengi sig ef of mikið er á þau lagt.
Og nú flykkjast þau glæsifleyin á þúfuna, Atlas er mættur aftur eftir spilhafaríið og öllum að óvörum þá birtist Arnarborgin líka, en það kom öllum hér virkilega á óvart.
Þetta er flemmish í dag..............................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi