..::Svo bregðast krosstré sem...::...
Það sem aldrei hefur komið fyrir áður, getur alltaf komið fyrir aftur.
Í kvöld mætti Rúsínan að vanda til þess að leisa mig af í mat, ekki get ég nú sagt að það fylgi mikil tilhlökkun þessum matarferðum mínum, og ekki þarf fjörugt ímyndunarafl til þess að giska á hvað Jóli færir mér, tvær til þrjár lúbarðar svínasneiðar og steiktar kartöflur tvisvar á dag frá upphafi veiðferðar til enda.
En kraftaverkin gerast og þegar ég lallaði raunarmæddur á vit svínasneiðanna í kvöld brá svo við að vinnslustjórinn Reynir var þar á fullu við að djúpsteikja rækjur laukhringi og annað góðgæti. Jóli spurði samt til öryggis hvort ég vildi ekki lúbarðar svínasneiðar og steiktar kartöflur sem hann var með tilbúið handa mér, ég afþakkaði gott boð eins kurteislega og ég gat og sagðist ætla að fá mér rækjur hjá Reyni, ég er ekki frá því að Jóli hafir verið hissa á þessu bjánalega uppátæki mínu, að ég skyldi vilja breita út frá þeim vana sem hann í góðmennsku sinni hefur troðið á mig í hvern einasta matmálstíma síðan ég sá hann fyrst, kannski hefur honum þótt þetta bölvað vanþakklæti.
En ég hélt mínu striki og gúffaði í mig djúpsteiktum rækjum ala Reynir Sig við eldamensku :). Á eftir þakkaði ég Reyni fyrir mig og staulaðist útbelgdur af rækjum í gegn um eldhúsið á leið minni upp, þar stóð Jóli karlinn og starði á mig brostnum augum eins og hundur sem skammaður hefur verið af húsbónda sínum.
Í huga mínum sagði ég "Jóli ég ætlaði ekki að gera þetta en mig langaði bara svo í eitthvað annað"......
Og annað ekki minna merkilegt við þennan dag er að í dag á Pabbi afmæli, ég hringdi til þess að óska honum til hamingju með áfangann.
Þá frétti ég að Guð hefði hækkað aðeins á termóinu yfir Íslandi í dag, það set ég í beint samband við afmæli Pabba, hvaða önnur ástæða hefði svo sem átt að vera fyrir því að gera þennan dag svona góðan?.
Ég segi enn og aftur "Til hamingju með daginn Pabbi!" ég vona að frammhald dagsins hafi verið eins gott og sá partur sem búin var þegar ég talaði við þig í morgun, "hibb húrrey fyrir afmælisdeginum PABBI!.. Verst að geta ekki verið að endurtaka afmælishátíðina sem við áttum 1998 á Narrow bátnum, en kannski eigum við eftir að endurtaka það "enginn veit fyrr en allt í einu" eins og kerlingin orðaði það.
Og þetta verður að duga ykkur í dag.............

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi