Dagurinn byrjaði á því að ég skutlaðist upp í Klukkurima og náði í Bryndísi (konu Viðars) og dæturnar þeirra og keyrði svo um borð en hún tók svo bílinn ;).
Ég var svo að brasa með Leifa í morgun í að sannreyna kaplana í þrýstiskynjarana fyrir spilin og gekk það þokkalega, við notuðum gemsana í samskiptin en það þurfti náttúrulega að hringja hjá mér aldrei þessu vant svo að það var á tali þegar Leifi ætlaði að ná sambandi og svo slokknaði á símanum hjá mér ;(. En þetta hafðist fyrir rest. Ég tengdi svo margumrædda sjálfstýringu með nýjum köplum svo að nú á hún að vera í sama ástandi og áður ;) nema á nýjum og betri stað, svo færði ég GPS tækin og tók til í brúnni. Ekki veitti nú af því, það var allt á kafi í sagi og rusli.
Kosturinn kom í dag en hann var óskaplega raunarmæddur rafsuðumaðurinn með þetta matarstúss enda var karlgreyið nú ekki ráðin sem kokkur þó að hann hafi lent í þessu verki. Annars var ekkert tekið fram hvað hann átti að rafsjóða og við erum ekki með gas svo allur maturinn er rafsoðin ;), en nú er björt framtíð framundan fyrir rafsuðumanninn því að kokkurinn kemur í kvöld ásamt tveim öðrum Lettum svo að nú fjölgar aðeins í áhöfninni.
Það var ansi mikið af mannskap um borð í morgun og mikið í gangi þó að mér fyndist þetta vera svona svipað og með tómatsósuna (fyrst kemur ekkert en svo kemur allt) nema með öfugum formerkjum. Kl 15:00 voru allir farnir í land og komin helgi í Reykjavík.
Við Jón og Leifi vorum svo að stússast um borð til 17:30 en þá skutlaði Jón mér heim í Stangarholtið.
Fór ég í að taka mig til fyrir flugið. Ég bið svo himnaföðurinn um að aðstoða Flugleiðir um að halda áætlun svo að ég þurfi ekki að húka uppi á flugvelli í allt kvöld með tilheyrandi leiðindum og skúffelsi.
Ætli ég láti þetta ekki gott heita í dag.....................................
Bið Guð og gæfuna um að fylgja ykkur um ranghala lífsins.
<°(())>< Hörður ><(())°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi