Einn dagurinn enn að kvöldi komin.
Ég náði að tengja alla snákasúpuna í nýju plotter tölvuna setja upp MaxSea og koma öllu af stað ;). Leifi var á fullu í autoinu í allan dag og miðar því verki jafnt og þétt.
Og ekki má gleyma því að MarStar forritið kom í morgun svo að nú erum við komnir með emil og er það erla@sjor.it.is
Seinnipartinn var svo farið í að opna ferskvatnskælinn fyrir höfuðmótorinn en borið hafði á leka á kælikerfinu, kælirinn átti að vera nýupptekin svo að vélstjórinn átti ekki von á neinu surprice en langaði samt að útiloka kælinn. Þegar loksins lokið náðist af þá varð helmingurinn af stýringunni á lokinu eftir inni í kælinum og nokkuð ljóst var að þessi kælir hafði ekki verið opnaður árum ef ekki öldum saman og þarf hann einhverrar aðhlynningar áður en hann fer saman aftur, en sem betur fer kom þetta upp núna en ekki út í sjó.
Ekki lét vinnslulínan sjá sig í dag frekar en fyrri daginn og er þetta orðið frekar fúlt svo ekki sé meira sagt, en vonandi fer eitthvað að gerast í því á morgun...
Læt þetta duga í dag.
><((Hörður))°>
Ég náði að tengja alla snákasúpuna í nýju plotter tölvuna setja upp MaxSea og koma öllu af stað ;). Leifi var á fullu í autoinu í allan dag og miðar því verki jafnt og þétt.
Og ekki má gleyma því að MarStar forritið kom í morgun svo að nú erum við komnir með emil og er það erla@sjor.it.is
Seinnipartinn var svo farið í að opna ferskvatnskælinn fyrir höfuðmótorinn en borið hafði á leka á kælikerfinu, kælirinn átti að vera nýupptekin svo að vélstjórinn átti ekki von á neinu surprice en langaði samt að útiloka kælinn. Þegar loksins lokið náðist af þá varð helmingurinn af stýringunni á lokinu eftir inni í kælinum og nokkuð ljóst var að þessi kælir hafði ekki verið opnaður árum ef ekki öldum saman og þarf hann einhverrar aðhlynningar áður en hann fer saman aftur, en sem betur fer kom þetta upp núna en ekki út í sjó.
Ekki lét vinnslulínan sjá sig í dag frekar en fyrri daginn og er þetta orðið frekar fúlt svo ekki sé meira sagt, en vonandi fer eitthvað að gerast í því á morgun...
Læt þetta duga í dag.
><((Hörður))°>
Ummæli