Hæ hæ. Þorrablótið í gærkvöldi tókst rosalega vel og var mikið gaman hjá okkur :). Maturinn var mjög fínn fyrir utan pungana sem voru alls ekki nógu súrir :(.
Í morgun byrjuðum við svo daginn á að horfa á Svamp Sveinsson en það er með því betra barnaefni sem ég hef séð, uppfullt af góðum húmor.
Um ellefuleitið skutlaðist ég svo með Einar og Hilmar í sjoppuna því að laugardagsnammið var enn í peningaformi og því þurfti að umbreyta yfir í bland í poka.
Eftir hádegið ætlaði ég að kippa tveimur örmum úr afturgaflinum á hjólinu en þegar á hólminn kom þá gat ég bara losað annan partinn því að á hinn þurfti 17mm fastalykil og sá sem ég átti var ekki nógu góður, og ekki gekk að nota topplyklasettið því að eini toppurinn sem vantar í settið er 17mm fyrir utan það að þetta var svo þröngt að ekki var hægt að koma toppi að, en þessu verð ég að kippa í liðinn við tækifæri. Það sem ég var að spá í með þessu var að hækka ásetuna á hjólinu en til þess þarf ég að lengja þessa arma, og ætlaði ég að nýta mér gæjana sem eru að vinna á millidekkinu til að sjóða þetta fyrir mig, en það verður bara að bíða til vors.
Nú svo mætti Svala mamma Hilmars og klippti mig, já þetta er engin smá þjónusta maður fær bara klipparann heim í eldhús og það á Sunnudegi ;) núna er maður fær í flestan sjó nýklipptur og fínn.
Ég á svo flug suður kl 20:50 í kvöld og þá tekur alvaran við................það spáir víst kolvitlausu veðri á morgun svo að ekki væri álitlegt að eiga flug á morgun.
Þetta verður að duga í bili.............
<°((Hörður))><

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi