Ætli ég verði ekki að byrja bloggið á að tilkynna dauðsfallið í fjölskyldunni.
Aumingja Stuart hamsturinn hans Einars varð bráðkvaddur í gærdag og flögrar hann nú um með hinum hamstra englunum, blessuð sé minning hans.
Og ekki byrjaði þessi dagurinn glæsilega hjá mér. Vaknaði við síman kl 09 en þá hafði ég sofið yfir mig, en það var ekki til skaða enda var ég komin um borð 10min seinna.
Leifi var í víraflækjunni inni í púltinu framm að hádegi og ég var eitthvað að reyna að hjálpa honum en það var svo mikill gestagangur og ónæði að það fór allt út um læri og maga hjá mér. Það voru mættir menn í vinnsluna og þar var allt í syngjandi sveiflu í dag þó að lítil mynd sé komin á þetta ennþá.
Og mál dagsins var að ég reif mig upp úr volæðinu og fór í að teikna upp tengingarnar í sjálfstýringuna merkti svo allt upp aftengdi draslið skrúfaði hana niður. Færði hana svo á betri stað og skrúfaði hana svo upp ;). Og nú er ekkert annað eftir en að útbúa nýja kapla og tengja draslið aftur.
Í kvöld liggur svo fyrir að fara í Nexus og kaupa eitthvað handa Einari Má því að síðustu dagar hafa verið honum erfiðir, fyrst brotnaði gríman af einum Lord of the Rings kallinum svo dó Stuart og i dag brotnaði boginn hans Faramirs. (Einn af Lord of the Rings köllunum). Svo að hvert áfallið hefur rekið annað hjá grislingnum mínum, en vonandi getum ég eitthvað minkað sorgina með nýjum kalli.
Jæja nú er klukkan orðin hálfsjö og ég enn um borð svo nú fer að líða að því að tussist heim. Læt þetta nægja í dag.
Vona að englar Guðs vaki yfir ykkur.
<°(())>< Hörður ><(())°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi