Svaf frekar illa í nótt og var vaknaður kl 07:30. Fór beint í textavarpið og kíkti á flugið. Jú þar var allt á áætlun og fyrsta flug kl 08:30 ég bustaði tanngarðana sturtaði í mig einu vatnsglasi og hringdi á Taxa og brunaði út á völl. Þar náði ég í fyrstu vél og fórum við í loftið á réttum tíma, auðvitað var sama lesefnið í sætisvasanum og verið hefur frá áramótum ;) við lentum svo á Akureyri kl 09:15 en þar þurfti ég að bíða til 10 eftir Brynju en hún sótti mig vegna þess að Guðný var í nuddi.
Ég var svo komin heim rétt fyrir ellefu loksins loksins......
Dagurinn fór svo í ýmislegt stúss, ég kippti linkunum úr afturgafflinum á hjólinu enda búin að nálgast 17mm fastalykil og svo var stórafmæli hjá Ninnu systur Guðnýar þar sem við fórum og tróðum okkur út af tertum og kræsingum ;).
Einar og Hilmar voru svo á flakki á milli Ægisgötunnar og Goðabrautar og endaði það með því að þeir fóru með Svölu fram á Bakka í kvöld að horfa á valið fyrir Eurovision og hitta hundinn, ég ætla svo að renna eftir þeim seinna í kvöld.
Hjördís er að fara eitthvað út í kvöld með vinkonu sinni svo að við verðum ein og yfirgefin í kotinu fram eftir kvöldi.
Læt þetta duga í dag.
Bið Guð almáttugan um að passa ykkur hvar sem þið eruð.
<°(())>< Hörður ><(())°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi