Það er mikið búið að gerast hjá okkur í dag þó svo að ekki hafi ég lagt í sjálfstýringuna enn, en ég er búin að taka fyrir hana gatið svo að nú styttist í flutninginn.
Ég setti upp tölvuna fyrir autotrollið í dag, það var nokkuð bras en ég þurfti að fella krossviðarplötu yfir gat í innréttingunni og taka svo gat í plötuna sem tölvan féll í, þetta var fúskað saman og leit bara nokkuð vel út á eftir þó að ég segi sjálfur frá ;).
Svo setti ég upp skjáinn fyrir autoið og brasaði hitt og þetta.
Í dag var svo byrjað að koma upp norðmönnunum í toggálgann fyrir togblakkirnar og klárast það verk vonandi á morgun, en mesta skúffelsi dagsins var þegar að vinnslulínu hönnuðurinn taldi að hann hefði hlaupið á sig í gær og ætti enga möguleika á að klára þetta í næstu viku, Jeesuus hvað er eiginlega í gangi en ég en reyndi jafnframt að anda með nefinu og missa mig ekki upp á snúning ;), seinna leystist þetta svo með því að við fáum aðra til að setja línuna niður og tengja glussa og sjólagnir en hinir sjá um að smíða og þá ætti þetta að nást saman í vikulok næstu viku. Það er eins gott því annars gefa sig líklega einhverjar límingar ;)........................
En í lok dagsins var svo flokkarinn ásamt móttökuböndunum og einhverju fleira komið niður á millidekk svo að loksins loksins var einhver hreyfing þar og vonandi verður kraftur í þessu þangað til að dótið verður klárt.
Að öðru leiti var dagurinn býsna góður og skyldi nokk eftir sig á endanum ;).
Ég læt þetta vera nóg af þvaðri í dag.
Guð geymi ykkur hvar sem þið eruð.
<°((Hörður)><

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi