Djöfull var hvasst í morgun það verður engu logið þó að Reykvíkingar tali um vindgang, meira segja sveitamanninum að norðan/austan fannst nóg um ;). En það hefur samt aldrei blásið svo mikið að ekki lygni aftur og seinnipartinn var komið ágætisveður.
Á morgun á svo að vera einhver vestan fræsingur svo að þessu er ekki alveg lokið.
Leifi var á fullu í autoinu í dag og er að koma mynd á það, ég var settur sem handlangari og snattari í kring um Leifa ásamt því að ég var í að setja upp nýju plotter tölvuna í hjáverkum, en á eftir að fíniséra það verk örlítið. það felst aðallega í að koma snákasúpunni snyrtilega fyrir og apperatinu af stað.
Svo er ég að safna kjarki til að færa sjáflstýringuna en mér hryllir við ormunum úr henni. Þá þyrfti að aftengja og lengja, það er eins og kjarkurinn minki með árunum, kannast ekki einhver við það? eða er ég einn um þessa tilfinningu?
Þeir ætluðu að koma frá Radíómiðun og setja upp Marstar fyrir emil samskiptin en því var frestað til morguns.
Hrafn kom aðeins og leit við en var alveg á báðum áttum hvort hann ætti að þora um borð því landgangurinn lét svo ófriðlega og var ansi tæpur, ég græjaði mig upp í kuldagalla og hnýtti landganginn við bryggjukantinn og afstýrði hættuástandinu með stæl.
Fór svo með Bossinum að líta á vinnslulínuna (endalausu) en allri niðursetningu var frestað vegna veðurs í dag, á þessum tímapunkti var ákveðið að fara alla leið og klára línuna með pompi og prakt en þessu fylgir því miður seinkun og talaði vinnslulínu spekúlantinn um að ef vel gengi þá væri hann að horfa á þarnæstu helgi. Þetta var ekki það sem ég vildi heyra en ljósu punktarnir eru þeir að þá verður línan fullklár, ég kemst kannski heim einu sinni áður en farið verður og það eru meiri líkur á að fá skaplegt veður.
Jamm það er alltaf ljós einhverstaðar ef vel er leitað ;).
Sævar Ólafs stórkapteinn úr Sandgerði og minn gamli læriföður kom og kíkti á mig í dag, mikið þótti mér vænt um að fá hann í heimsókn, verst var hvað ég hafði takmarkaðan tíma til að honum en handlangara starfið kallaði ;).
Ég var svo að brasa um borð til sjö í kvöld en þá gafst ég upp og fór heim til litlu systur sem dekrar við mig á alla kanta, það hefði líklega þótt frekar óvenjuleg framkoma við ómaga fyrr á öldinni ;).
Læt þetta duga í dag...........................................................
Guð geymi ykkur hvar sem þið eruð.
><((Hörður))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi