Dagurinn byrjaði á því að Jón sótti mig og brunuðum við á bláa Súbbanum um borð.
Morguninn fór svo í ýmislegt stúss og reddingar .
Gaukurinn frá R.S var að vinna í uppsetningunni á radadarnum í dag og gekk það þokkalega þó að það sé ekki búið, klárast kanski á morgun.
Svo kom maður frá Scanmar til að líta á Scanmar skjáinn. Scanmar móttakarinn var bilaður ásamt því að þar þurfti að uppfæra forritið í honum, hann tók einhver prentbretti og kapal og fór með það til aðhlynningar.
Einnig fékk ég mann til að kíkja á Sjálfstýringuna ;( og stýrisvísinn, hann var eldsnöggur að finna út úr sjálfstýringunni (þurfti að víxla tveim endum 6 og 9) og þá virkaði hún "ÚBBS". En stýrisvísinn ætlar hann að koma og laga á morgun ásamt því að laga fyrir mig GPS útgangana en það er allt í tómu bulli og vitleisu.
Eftir hádegið fór ég og herti norðmanninn fyrir nýju stb togblökkina, ég þurfti að sitja uppi á gálganum og spyrna rörtönginni með fætinum til að ná þessu og var með afbrygðum faglegur við þetta. Ég ætlaði svo að fara í hinn norðmanninn en hann var mun stífari og svo gat ég ekki setið við það svo að ég frestaði því til morguns.
Það var rífandi gangur á millidekkinu í dag og nú er komin smá mynd á þetta. Mynd sem verður smátt og smátt skýrari, ég held að þetta verði helvíti flott fyrir rest.
Jón fyllti á frystikerfið í dag og svo var keyrt frost á lausfrysti og lest. Ég gat ekki heyrt annað en að Jón hafi verið nokkuð sáttur við þá prufu.
Um hálf sjö kom svo Bjössi og náði í mig og við fórum yfir í Hafnafjörð og sóttum Skódan, á honum sigldi ég svo seglum þöndum yfir í Stangarholtið.
Eftir þessa prufukeyrslu kemur mér ekkert á óvart að freðmýraskessurnar séu vöðvastæltar því að það þarf að taka Á stýrishjólinu í Skóda ef maður vill að eitthvað gerist ;). En hvaða helvítis væl er þetta. Þetta virðist vera fínasti vagn og meira að segja sambyggða útvarps og kassettutækið svínvirkaði þ.e.a.s útvarpið ég verð að játa að ég prufaði ekki kassettutækið.
Á leiðinni úr firðinum varð ég vitni að dauðaslysi. Einhver ólukkukráka hafði lent í því að keyra yfir svartan kött á milli Hafnafjarðar og Kópavogs ;(.
Svo verður maður bara að vona að veðrið verði til friðs á morgun svo að maður komist norður á réttum tíma..
Ætli þetta verði ekki að duga í dag.
Megi Guð og gæfan fylgja ykkur um lífsins ólgusjó.
<°{{}}>< Hörður ><{{}}°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi