Vaknaði kl 08 en fór ekki fram úr bælinu fyrr en 08:30 Viðar sótti mig og keyrði mig um borð í dolluna.
Eftir morgunsopann byrjaði ég að aðstoða Leifa í Autoinu og var farið í að tengja teljarana og finna réttu endana uppi í brú.
Það var allt á fullu á millidekkinu í dag, en mér finnist vera vandræðagangur á þessari vinnslulínu en það er nú kannski vitleysa í mér.
Eftir hádegið var svo Scantrol autoið ræst með pompi og prakt og kom þessi fína mynd á skjáinn ;) það er allt á réttri leið sýnist mér en einhverjar fínpússun er samt eftir áður en við getum farið að prófa, vonandi gerist það á morgun.
Kiddi kom seinnipartinn og var eitthvað að spá í spilin varðandi vinnsluna og það sem að því batteríi snýr, Nonni var á fullu í allan dag eins og venjulega ;).
Þeir virðast vera nokkuð góðir þessir kallar sem komu á föstudaginn og erum við komnir með suðumann sem virðist við fyrstu sýn vera nokkuð klár að sjóða.
Kokkurinn var sveittur við kabyssuna í allan dag og það má segja honum til hróss að engin dó eftir hádegisverðinn og ekki myndaðist biðröð á salernið ;).
Ég var að bardúsa um borð til átta í kvöld en þá skutlaði Viðar mér heim.
Á morgun stendur svo til að ég fái Skoda bifreið til umráða í ferðalögin milli Stangarholts og Ægisgarðs, vonast til að borgarbúar geti haldið aftur af hrifningunni :).
Þetta er nú það helsta sem á daginn dreif hjá mér.
Hættur í dag ................................................................
Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur.
><(())°> Hörður <°(())><

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi