Við Einar vöknuðum kl 08:30 0g kúrðum þangað til Svampur Sveinsson byrjaði í sjónvarpinu. Horfðum svo á hann, fljótlega birtist Hilmar og þeir fóru að leika sér með Lord of the Rings kallana. Ég drattaðist fram og hitaði kaffi og ristaði brauð á línuna. Það var sól og blíða með 9°C hita á Dalvíkinni en samkvæmt veðurspánni þá er kolvitlaust hvassviðri um allt land og mér sýnist á textavarpinu að allt flug liggi niðri í augnablikinu en þetta á víst að ganga niður í kvöld.
Ég get ekki sagt að ég hafi orðið hissa enda virðast forlögin haga því þannig að ef ég á flug þá er allt í fári, seinkanir eða aflýsing ;(.
Hvað um það maður stjórnar ekki veðrinu og verður að láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað í henni veröld.
Ég græjaði Vöflur í kaffitímanum og gengu þær ágætlega út. Strákarnir eru búnir að vera úti að leika í mest allan dag enda er nú veðrið til þess á Dalvík.
Hjördís fór með skólanum í bíó inn á Akureyri en það var búið að fresta því tvisvar áður vegna veðurs, það er svipuð lukka hjá henni í bíóferðunum og mér í fluginu ;).
Núna bíð ég eftir að heyra frá flugfélaginu um frestun eða aflýsingu á fluginu í kvöld, það gerist sjálfsagt fyrr en seinna ;).
Það er búið að vera mikið fjör hjá snjósleðastrákunum en þeir eru búnir að koma sér upp æfingabraut í bænum og eru á fullu við að æfa sig þessa dagana, þetta vekur mikla eftirtekt og er flott framatak hjá þeim. Í sumar verður vonandi kláruð mótorkrossbrautin á hálsinum rétt fyrir utan bæinn en það er örlítil hreyfing í mótorsportinu hérna á staðnum. Vonandi sjá bæjaryfirvöld sér fært að styðja við bakið á því, en vinna ekki gegn því eins og virðist vera stefnan í nágrannabæjarfélaginu.
Læt þetta duga í dag............
Guð geymi ykkur hvar sem þið kunnið að vera.
><(())°> Hörður <°(())><

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi