..::P38 er ekki skriðdreki! Bara sparsl::..
Rólegheita dagur hjá mér og mínum. Einar gisti hjá Sæþór síðustu nótt svo að við vorum bara ein í kotinu og kúrðum fram eftir morgni og slepptum barnaefninu þennan daginn :).
Það var sannkallaður Sunnudagur svona letidagur, en það duttu inn nokkrir í kaffisopa, fyrst komu Ingunn og Kalli en svo kom Ella og Gunnar, Gunnar fékk að horfa á Tímon og Púmba og steinsofnaði yfir bullinu í þeim félögum, hann var agalega krúttlegur þar sem hann svaf og saug á sér þumalinn og náttúrulega varð hann fyrir linsunni :).
Í hádeginu mætti grislingurinn okkar úr útlegðinni, hann var eitthvað að basla á hjólabrettinu og í körfubolta fram undir fimm en þá var enn ein afmælisveislan :), flott fyrir Einar hann er búin að lenda í tveim afmælisveislum um helgina.
Ég notaði daginn og skipti um stýri á hjólinu, sló undir glænýju Renthal stýri sem ég keypti í útlandinu um daginn, svo sullaði ég P38 saman eftir leiðbeiningum á dósinni og smurði því svo í skemmdina á tanknum á hjólinu, smyrja bíða pússa, smyrja bíða pússa, smyrja bíða pússa, og á endanum var þetta bara dillandi gott :).
Svo á ég eftir að matta tankinn grunna og sprauta, en það kemur allt í rúligheden það þýðir ekker að hrökkva upp af standinum í þessum efnum.
Óli tengdó og hans foreldrar mættu í seinnipartinn en hann er að flytja inneftir og á að byrja í skólanum á morgun, þau eru sem sagt bæði flutt Hjördís og Óli og nú erum við bara þrjú uhuhuhu :(, en svona er gangur lífsins og allt í einu fljúga ungarnir úr hreiðrinu.
Þar sem Einar var úttroðin af tertum og kom ekki fyrr en eftir átta.
Þá höfðum við léttmeti að eigin vali í kvöld, ég fíraði upp í grillinu og bakaði mér kartöflur, glimrandi fínt en húsfrúin var í einhverju hollara...
Annað gerðist ekki hjá okkur í dag...

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi