..::Eins og tussa breidd á klett::..
Þetta er nánast lýsingin á líðan minni þegar ég komst til meðvitundar í morgun, þessi fjárans flensudrulla sem að ég var að vonast til að yfirgæfi mig í nótt virtist hafa vaxið og dafnað og var tvíefld í morgun, beinverkir hiti og viðbjóður.
Ég krafsaði mig á lappir um tíu og reyndi að fara að gera eitthvað í tölvumálunum hennar Ingunnar, en akkúrat þegar ég var að lufsast af stað mætti Fíi, ég renndi kaffi á könnuna og áttum við ágætis spjall. Eftir kaffisopann skutlaði Fíi mér með tölvuna til Kalla og Ingunnar, þar var allt sett á fullt í Router reddingum og hringdi ég í Árna Finns sem leiddi mig í allan sannleikann um þessi verkfæri sem á ensku eru köllu Router en á Íslensku Beinir, Árni var nokkuð fljótur að átta sig á því að meinið lægi í því að líklega væri Beinirinn ekki rétt uppsettur þ.e.a.s ekki rétt notendanafn og lykilorð eða tengingin væri ekki komin á. Þá var komið að þjónustuveri Símans 8007000, þar var mér vísað hægri vinstri þangað til ég hitti á mann sem gat gefið mér þær upplýsingar sem mig vantaði.
Nú virkaði Beinirinn og Internetið, jibbý!, nú tók við hreinsun á Ad og spyware rusli sem veslings tölvan var full af, en í gærkvöldi var ég búin að losa hana við þrettán vírusa sem í henni voru. Þessi hundahreinsun gekk svona upp og niður en hafðist fyrir rest.
Og nú þegar allt var nánast klárt, þá var endahnykkurinn eftir “uppfærsla á Windows, service pack2” það gekk eins og í lygasögu og nú heimtaði tölvan endursetningu(restart), eftir endursetninguna þá vantaði networks connection í fjárans tölvuna svo að við komumst hvorki lönd né strönd, þetta kallar á einhverja viðgerð á Windows XP, en ég var alveg búin að fá nóg af þessu tölvubulli enda klukkan að verða fjögur svo að ég ákvað að láta staðar numið að sinni.
Stefnan var sett heim á leið með viðkomu hjá Ninnu þar sem þurfti að húkka tölvunni hennar í samband en hún var að koma úr viðgerð að sunnan, það var létt verk og löðurmannslegt að pota þessu kaplarusli í vélina, því miður virðist eitthvað hafa gerst í flutningnum eða ?? því að tölvan vildi ekki þekkja vinnsluminnið, ég prufaði að kippa tölvunni í sundur losa minniskubbana og festa þá aftur en það gerði ekkert gagn :(.
Þar sem ég var komin með æluna upp í háls af tölvum þennan daginn, þakkaði ég fyrir mig og skreið heim.
Fyrst maður var komin heim þá var upplagt að gera eitthvað ;), ég smellti mér í skúrinn, reif framdemparana undan hjólinu, skrúfaði þá í sundur og skipti um olíu á þeim, í leiðinni notaði ég tækifærið og skipti um gúmmíhosurnar sem ég fékk nýjar að sunnan í gær, dillandi góður endir á frekar döprum degi.
Svo skreið ég í bælið og kveikti á imbanum enda var ég alveg að drepast ofan í klofið á mér, og fátt betra í stöðunni annað en að liggja lamaður uppi í rúmi og gapa á kassann :).
Foreldrar mínir yfirgáfu klakann í dag og héldu suður í hlýjuna eins og farfuglarnir, mikið hefði verið gott að geta verið á leið suður um höf, burt frá öllu bulli í frí með sól og sumaril.
En þetta er orðið ágætt í dag?.........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi