..::Alltaf eitthvað í gangi::..
Nýr dagur og ný viðfangsefni ;), ég var ekki alveg sáttur við endalokin í tölvumálum gærdagsins svo að ég ákvað að reyna að stöðva ógæfuhjólið með óvæntu útspili.
Okkar gamla talvar sem þjónað hafði okkur svo dyggilega í áraraðir stóð hérna heima og safnaði ryki, en klár til að taka við LAN kapli og tengjast Router, það var náttúrulega ekkert annað í stöðunni en að ferja gripinn niður eftir til tengdó og setja hana upp.
Ég hringdi í Kalla og bauð honum í kaffi þar sem ég viðraði þessa snilldar hugmynd, honum leist ágætlega á svo að það var svifið í að kaupa netkapal meðan ég kippti draslinu saman og tróð því í Súbban, tölvunni og tölvuborðinu og öllum pakkanum.
Það var fljótlegt að koma þessu upp og tengja, en en ekki virkaði netið :(:(, ARRG!.
Árni var það fyrsta sem upp kom í huga minn og ég hringdi í hann, hann sannfærði mig um að meinið lægi í Routernum, eftir smá justeringu kom í ljós að bölvaður Routersfj... hafði verið frosin, og með smápikki á lyklaborðinu var hann þíddur upp.
Alveg dillandi gott, gamli tölvuhólkurinn malaði eins og Farmal Kubb úti á túni á fögrum sumardegi, og ekki spillti það gleðinni að nú ruddist læravélin(Laptop) hennar Inngunnar af stað og endurheimti þann fíldómskraft sem hún hafði haft fyrir kynnin við service pack2 :). Þetta hjómar bara nokkuð vel, en það var jú einn smá hængur á þessari hamingju minni, þráðlausa sambandið við Routerinn var algjört flopp og virkaði ekki rassgat. En eftir því sem ég tala við fleiri um þráðlausa Routera þá virðast flestir hafa átt í vandræðum með þá og margir búnir að leggja þráðlausa pakkann niður og keyra á kapli.
Einhvern vegin spýttist dagurinn út í loftið og áður en ég vissi af var komið kvöld og við á leið inn á Akureyri á kennarafund í VMA, það var ansi gaman eftir ræðu skólameistara sem að mínu mati var full löng í annan endann, en þegar hún var frá þá var þetta jellygood eins og Newfi mundi orða það.
Svartur kvöldhimininn skartaði sínu fegursta á leiðinni út á Dalvík, himininn logaði í Norðurljósum sem er alveg einstök upplifun að verða vitni af.............
Já og meðan ég man, flensan er að gefast upp á mér hehe, ég er bara allur að koma til! Þetta verða lokaorðin í dag.........yfir og út.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi