..::Hvar var ég?::..
Hefur aldrei poppað upp í huga ykkar, hvar verð eftir akkúrat ár? Þetta dettur stundum inn í hausinn á mér en því miður held ég ekkert bókhald yfir það svo að betra væri kannski að snúa þessu við og segja, hvar var ég?
Áður en ég fór að bulla þetta blogg þá hélt ég stundum dagbók þar sem ég skrifaði eitthvað um það sem á daginn dreif, misjafnlega mikið samt:
17 sept 1992. Stýrimaður á Náttfara HF 185.
Staður Nýjagrunn, skrifað:
Verið á sama, þokkaleg veiði.
17 sept 1998. Skipstjóri á Cape Ice skráður í Litháen, heimahöfn Klaipeda.
Staður Flæmingja grunn, skifað:
Verið NA úr kassanum á 170fm og var aflinn mjög lélegur og rækjan alveg hrikalega léleg, aflinn var lélegur í gær en hann er enn verri í dag, þó hélt ég að það væri ekki hægt.
Kippt suður að kapli í nótt.
17 sept 1999. Enn skipstjóri á sama skipi.
Staður Flæmingja grunn, skrifað:
Dregið suður í nótt 140fm 1.6t í morgun. Flosi og Ingvar komu í heimsókn úr Tahkuna í dag. Það er komin algjör blíða. Verið að skarka á svipuðu og í nótt, þokkalegt nudd en léleg rækja, sáum upp á 113fm grynnst. SW-2m/s
17 sept 2000. Er að taka við skipstjórn á Kopu skráður í Eistlandi heimahöfn Tallin.
Staður Dalvík, skrifað:
Verið heima í dag, er að byrja að taka mig til og sigta eitthvað af ónýtu russli úr leppunum sem ég var með á Cape Ice.
Hafði samband við þá á Kopu og lét vita að ég tæki við skipinu þegar það kæmi í land.
17 sept 2001. Skipstjóri á Víking skráðum í Rússlandi heimahöfn Arkangelsk.
Staður Barentshaf, skrifað:
Verið á veiðum í Rússazone.
Já svona lítur þetta út :).......................
Einhvertímann fyrir langa löngu setti ég inn tjáningar kerfi á bloggið, það er undir hverri færslu (Láttu það vaða!) á þennan hlekk á að klikka ef maður hefur eitthvað að segja, þetta var ekki sett þarna sem skraut ;).
Ég tek eftir því að það tikkar alltaf inn á teljarann en það hefur aldrei neinn neina skoðun á einu né neinu sem ég segi. Mér finnst það frekar súrt að fá aldrei nein viðbrögð!.
En þetta er kannski eins og með símsvara eða talhólf, stór hluti Íslendinga skellir á eftir að píptónninn heyrist.
Kjarkmikil þjóð sem byggir þetta harðgera land!.
Hefur aldrei poppað upp í huga ykkar, hvar verð eftir akkúrat ár? Þetta dettur stundum inn í hausinn á mér en því miður held ég ekkert bókhald yfir það svo að betra væri kannski að snúa þessu við og segja, hvar var ég?
Áður en ég fór að bulla þetta blogg þá hélt ég stundum dagbók þar sem ég skrifaði eitthvað um það sem á daginn dreif, misjafnlega mikið samt:
17 sept 1992. Stýrimaður á Náttfara HF 185.
Staður Nýjagrunn, skrifað:
Verið á sama, þokkaleg veiði.
17 sept 1998. Skipstjóri á Cape Ice skráður í Litháen, heimahöfn Klaipeda.
Staður Flæmingja grunn, skifað:
Verið NA úr kassanum á 170fm og var aflinn mjög lélegur og rækjan alveg hrikalega léleg, aflinn var lélegur í gær en hann er enn verri í dag, þó hélt ég að það væri ekki hægt.
Kippt suður að kapli í nótt.
17 sept 1999. Enn skipstjóri á sama skipi.
Staður Flæmingja grunn, skrifað:
Dregið suður í nótt 140fm 1.6t í morgun. Flosi og Ingvar komu í heimsókn úr Tahkuna í dag. Það er komin algjör blíða. Verið að skarka á svipuðu og í nótt, þokkalegt nudd en léleg rækja, sáum upp á 113fm grynnst. SW-2m/s
17 sept 2000. Er að taka við skipstjórn á Kopu skráður í Eistlandi heimahöfn Tallin.
Staður Dalvík, skrifað:
Verið heima í dag, er að byrja að taka mig til og sigta eitthvað af ónýtu russli úr leppunum sem ég var með á Cape Ice.
Hafði samband við þá á Kopu og lét vita að ég tæki við skipinu þegar það kæmi í land.
17 sept 2001. Skipstjóri á Víking skráðum í Rússlandi heimahöfn Arkangelsk.
Staður Barentshaf, skrifað:
Verið á veiðum í Rússazone.
Já svona lítur þetta út :).......................
Einhvertímann fyrir langa löngu setti ég inn tjáningar kerfi á bloggið, það er undir hverri færslu (Láttu það vaða!) á þennan hlekk á að klikka ef maður hefur eitthvað að segja, þetta var ekki sett þarna sem skraut ;).
Ég tek eftir því að það tikkar alltaf inn á teljarann en það hefur aldrei neinn neina skoðun á einu né neinu sem ég segi. Mér finnst það frekar súrt að fá aldrei nein viðbrögð!.
En þetta er kannski eins og með símsvara eða talhólf, stór hluti Íslendinga skellir á eftir að píptónninn heyrist.
Kjarkmikil þjóð sem byggir þetta harðgera land!.
Ummæli