þriðji hluti:
Í vélinni var svo boðið upp á kaldan Kjúkling með kartöflusalati og heitt brauð, bara reglulega gott þótt mér hafi ekki litist á bakkann þegar hann mætti.
Við lentum svo í Keflavík upp úr níu um kvöldið, og það gekk ágætlega að tæma vélina því flest allir farþegarnir biðu hoknir á ganginum milli sætanna tilbúnir að ryðjast af stað um leið og opnað yrði :).
Við vorum fljót í gegn um flughöfnina enda barst maður með straumnum inn í tollbúðina á methraða, þar þurfti maður aðeins að bægslast áfram til að sleppa út að töskubandinu.
Við tókum okkur svo bílaleigubíl sem tók korter að finna á ísilögðu bílaplaninu, ekki beint spennandi að standa í því í fjögurra stiga frosti á bolnum, en það hafðist að finna bílinn og þegar búið var að skafa af rúðunum brunuðum við niður í Garð til Pabba og Mömmu.
Það var tekið vel á móti okkur þar og við fórum ekki svöng í rúmið :).

Mynd dagsins er tekin í Garðinum hjá mömmu og pabba, þegar tíndi sonurinn og hans eiginkona eru loksins lent heilu og höldnu.

Þetta verður þá ekki lengra í dag.
Munið að vera góð við hvort annað og enga óþolinmæði, þetta kemur allt með kalda vatninu :).

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi