..::13febrúar í þremur hlutum::..
Flugið til Íslands gekk bara vel þrátt fyrir ansi mikinn hristing á köflum, við fórum á bílaleigubílnum út á völl og vorum sem betur fer tímanlega í því áður en Íslendinga holskeflan skall á innritunarhliðinu, hún kom rétt á hæla okkar svo við sluppum með skrekkinn. Svo var ekkert annað að gera en að snöfla um flugstöðina og skoða í búðir, hungrið sótti svo að og ég taldi ráðlegra að éta eitthvað áður en við færum í flugið því maður veit aldrei hvernig flugvélakjúklingurinn bragðast ;). Við fundum einhvern veitingarstað þar sem ég fékk mér Spænksa Pælu með rækjum skeljum og öllu því sem í henni á að vera, frúin fékk sér salat enda lítið fyrir þessa framandi fiskrétti. Svanur og Gabríella borðuðu með okkur en þau áttu svo flug til London svo þau svifu á braut æfintýranna snögglega eftir matinn.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi