..::Snjóbretti::.
Það verður víst að standa sig í stykkinu og henda inn nokkrum línum svona rétt til að sína að maður sé ofan moldu. Annars er það nú einhvernvegin þannig að ég er alltaf latari við að sinna þessu bloggi þegar ég er heima í fríi hvað sem veldur því :).
Fimmtudagurinn var tekin í ró hjá mér, Guðný fór í vinnu um morguninn og Einar í skólann svo að ég sat einn eftir í kotinu og vissi ekki neitt hvað ég átti af mér að gera, en tölvan bjargaði mér út úr því og eyddi ég allt of miklum tíma á þvæling um netið.
Einar Már fór á snjóbretti strax eftir skóla og rétt kom heim í kvöldmat og var svo rokin aftur upp í fjall, ég sótti hann og vini hans klukkan hálfellefu í kvöld.

Þá er þetta komið í dag.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi