Annar hluti :)
Það var ekki búið að gefa út hvaða hlið við færum í svo enn var bið, fljótlega kom þá hlið A26 upp á skjáinn og þá tróðst Íslendingahjörðin í átt að hliðinu eins og dýrahjörð sem flýr skógareld, merkilegt hvernig þetta er með Íslendinga og óþolinmæði, við brottfararhliðið myndaðist svo fjórföld röð þótt aðeins væri einn inngangur og ekki byrjað að tékka út í vél, þarna stóð svo öll hjörðin eins og sauðfé á leið til slátrunar í klukkutíma, það var samt nóg af sætum og engin ástæða til að híma þarna. Við sátum bara róleg og fylgdumst með Mörlandanum þar sem hann reyndi að flýta fyrir brottför vélarinnar með því að standa í fjórfaldri röð í rúman klukkutíma, ég segi bara Guði sé lof að þetta fólk var ekki með bílflautur því þá hefði það sjálfsagt flautað og flautað svona eins og þegar fólki finnst umferðin ekki ganga nógu vel við umferðarljós í höfuðborg óþolinmæðinnar.
En á endanum komust svo allir út í vél og hún spýttist í loftið og brunaði í átt til Íslands.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi