..::MMS WAP::..
Í dag eyddi ég dágóðum tíma í tölvunni í að finna út hvernig ég setti upp gprs og wap í símana okkar, en Guðný fékk send einhver mms skilaboð í símann sinn um daginn og hann var ekki uppsettur fyrir það, ég er nú bara þannig gerður að ég verð nánast alltaf að komast að því hvernig þau tæki sem ég er að vinna með virki og helst verð ég að kunna skil á öllum þeim möguleikum sem þau hafa upp á að bjóða, þarna var komið eitthvað nýtt og ég þurfti að finna út úr því. Þetta var ekki mikið mál með símann hjá Guðnýu, það þurfti bara að gefa upp símatýpuna á netinu og símanúmerið og þá kom þetta sjálfkrafa í símann, svo þurfti bara að senda ein mms skilaboð og þá var allt virkt. En þetta var ekki svona einfalt með minn síma, hann var ekki inni í þessum fínu skrám á netinu og þurfti því að forritast handvirkt hehe, það hafðist á endanum og virkaði dillandi fínt, ég get meira að segja farið á netið í símanum via WAP en mér finnst það nú ekkert virka neitt svakalega vel, en ég kann á þessu skil og veit hvernig þetta virkar, oft nægir það mér hehe. Við skruppum svo aðeins inn á Akureyris í gær og fórum í bleika grísinn (Bónus) en það var komin tími á að byrgja heimilið upp af matföngum.
Seinnipartinn fór ég svo aðeins niður á verkstæði og hjálpaði Rúnari aðeins við að skipta um pakkdósir í ventlalokinu á hjólinu hans, svo brunaði ég á fáknum heim á eftir og mætti beint í kvöldmatinn ;).

Mynd dagsins er af Hjördísi þar sem hún er að frumstilla Mp4 spilarann sinn, þessi tækjagen hafa greinilega gengið í erfðir ;).

Þá er þetta komið í dag.
Vona að þið hafið

Ummæli

Hörður Hólm sagði…
Það er eitthvað BILAÐ í þessu kerfi, get ekki sett inn myndir og það gengur illa að moka þessu inn :(
Nafnlaus sagði…
Velkominn heim á klakann.
Bara að kvitta fyrir lesturinn. Geri það allt of sjaldan, en reyni að fylgjast með.
Nafnlaus sagði…
Takk fyrir það félagi, það er ekki amalegt að koma hingað heim í sumarblíðuna.
Ég var að vonast til að það yrði eitthvað frost svo maður kæmist einhvern hjarntúr eða ístúr á hjólinu. Hjólið stendur á nöglunum niðri í skúr og allar götur marauðar hérna.
Nafnlaus sagði…
Já ekki vantar takkaáhugann í Hólmarana,ég er hinsvegar ekki með þessa áráttu,finnst best að fikta´ekki neitt ´´i þessu takkadóti

Vinsælar færslur af þessu bloggi