20. Nov 2003

..:Kaldi:..
Fimmtudagurinn tuttugasti nóvember heilsaði okkur með norðvestan kaldafílu og ég sem var svo glaður með veðurkortið sem ég tók í gærkvöldi. Á því korti var þessi líka ógnar hæðarhlussa útflött yfir allan Flæmska Hattinn og varla nokkur þrýstilína sjáanleg, en því miður gekk ekki kortið eftir.

Við félagarnir drógum okkur norður í alla nótt og erum á norðurendanum ásamt Andvara, Otto, Atlas og einhverjum örðum galeiðum, aflinn hefur ekkert skánað og er bara lélegt á línuna.
Hér eru menn hljóðir og varla heyrist stuna né hósti í talstöð, ef einhver lætur í sér heyra þá er það grátur og volæði.
Djísus kræst com on þetta getur ekki verið svona slæmt?....... eða hvað?
En við lifum í voninni og trúum því statt og stöðugt að þetta lagist bráðlega ;).
“Þegar hlutirnir eru orðnir svo slæmir að maður heldur að þeir geti ekki orði verri, þá eru þeir líklega að verða betri” ;) þetta las ég einhvertímann og fannst ansi mikið til þessara orða koma. Það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt ef maður vill ,).

Það er örugglega mikið fjör inni á Newfie í dag því að leiguvélin með verslunaróðu Íslendingana lenti þar í morgun. Gárungarnir segja að það séu bara þrír hátíðisdagar í Newfie, Jólin-Halloween-og dagurinn sem verslunaróðu Íslendingarnir koma á ;).
Það væri nú samt ekkert að því að vera Íslendingur í St.Johns í kvöld sjálfsagt er mikið um að vera og mikið fjör. Þar sem þetta er orðin árlegur viðburður þá leggja heimamenn mikið á sig til að gera dvölina fyrir Íslendingana sem ánægjulegasta, og var víða búið að hengja upp á öldurhúsum skilti sem báru áletrunina“Velkomnir Íslendingar-velcome Iclanders”.
Fyrir ykkur sem föst eruð orðin í þessum verslunarferðum þá er þetta möguleiki sem vert er að skoða.

Er þetta ekki orðið ágætt í dag........................

Bið Góða kallinn uppi á himnunum að fylgjast með ykkur og passa upp á að þig gerið engar vitleysu....
Og munið að hugsa fallega um allt og alla, það sem frá ykkur fer kemur til baka........

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi