21. Nov 2003

..::Bankarán::..
Það er alltaf verið að tala um bankarán í fréttunum, einhverja dópista og vesalinga sem eru eitthvað að sprikla en hirtir jafnóðum.
En var ekki stærsta bankaránið framið í gær? og það rán komast menn upp með enda voru bankaræningjarnir ekkert að reina að fela gjörðir sínar.
Það er algjör hneisa að tveir yfirmenn í Búnaðarbankanum fái að kaupa hlutabréf á undirverði, einhverju gengi sem var á bréfunum í sumar. Það er ekki riðið við einteyming í Íslensku bankakerfi, það er víst ábyggilegt.
Væri ekki nær að lækka vexti og kostnað sem hinn almenni neitandi þarf að punga út?
Fyrstu níu mánuði ársins skiluðu Íslenskar bankastofnanir tólf miljarða hagnaði! Er ekki eitthvað orðið bogið við þetta kerfi? Ég segi nú eins og Ragnar Reykás ma ma ma ma skilur þetta ekki.
Svo tala menn um spillinguna í Rússlandi ég held að við ættum að líta okkur nær í þeim efnum
En nóg um spillinguna á Íslandi það er ekki hollt fyrir blóðþrýstingin að hugsa um hvernig þetta er orðið.............

Hérna á hattinum er bongóblíða í dag og líður dósin átakalaust áfram eftir haffletinum með trolldrusluna í rassgatinu.
Ekki hefur veiðin skánað neitt sem heitið getur og lepja flestir dauðan úr skel.
Meira segja skítaIdol gengið hefur hægt um sig í blíðunni, það er ekkert fjör í þessu hjá þeim nema það sé hægt að rappa þessu út um allt ;).
Ásetningurinn virðis samt vera sá að hvergi verði hægt að stíga niður fæti fyrir fuglaskít! ;). Furðulegt innræti í þessum fuglaskömmum.

Jæja þá styttist víst í mat hjá mér svo að ég læt þetta duga í dag.

Bið Guð almáttugan að líta til með ykkur ;).

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi