..::Engla tár::..
Í morgun grétu englar himins flóðu tárin um allt, skoluðu burt fuglaskír og skildu allt skipið eftir tandurhreint ;).
En sem betur fer þá stóð þetta ekki lengi yfir englarnir tóku þeir gleði sína á ný hættu að gráta og lægðu vindinn sem táraflóðinu fylgdi ;).
Núna er nánast vindlaust og þokusuddi liggur yfir, skyggnið er hundrað metrar eða svo og maður er einn í heiminum(þokunni) sér bara næstu skip í blindflugstækinu ;).

Veiðarnar ha hvar er eiginlega verið að spyrja um það? Ekki leiðinlegar spurningar takk! En fyrst þið endilega viljið vita það þá er þetta svona náskrap drullunag og rólegt yfir þessu en tussast. Svo mörg eru þau orð um veiðina á Flæmska hattinum.

Loksins loksins er komið internetsamband við heimili mitt á ný ;) á endanum kom í ljós að þeir hjá símanum höfðu fuckað upp einhverju hjá sér sem olli því að ekki var hægt að fara á netið í viku ;(.

Hvernig er það lumar ekki einhver á bröndurum handa mér hérna í útlegðinni?
Og til að fullkomna frekjuna þá vil ég alls ekki fá annað en texta ;).

Þetta verður að duga í dag..................

Vonast til að þið hafið verið Guði þóknanleg í dag sem aðra daga, ef ekki þá vitið þið að Guð fyrirgefur allt ;Þ.

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi