24. Nov 2003

..::Útrýming::..
Ég tók tvö kvöld í mæða myndina “Dansar við Úlfa” í gegn um DVD spilarann :).
Þetta er alveg frábær mynd og boðskapurinn fallegur.
Maður áttar sig á því að það hefur ekkert breyst hjá Bandaríkjamönnum síðan þeir murkuðu lífið úr vesalings Indíánunum forðum daga.
Núna eru það bara Írakar er ekki Indíánar. Á undan Írökunum voru það Víetnamar, og sjálfsagt eru það miklu fleiri sem hafa orðið fyrir barðinu á þeim en ég kann ekki að nefna þá sögu.......
En ef sagan er skoðuð þá hafa Bandaríkjamenn aldrei barist í eigin landi, fyrir utan stríðið milli Suður og Norðurríkjanna sem ég flokka frekar undir innbyrðis deilur.
Þegar Bandarískir innflytjendur murkuðu lífið úr Indíánunum þá var tala fallina Indíána mun hærri en tala fallina Gyðinga hjá Þjóðverjum þegar þeir reyndu að útrýma Gyðingum í seinni heimstyrjöldinni. Þetta er sorgleg staðreynd, sem aldrei er minnst á.......

Annars er lítið að frétta héðan af hattinum, veðrið er gott en veiðin hefur ekkert lagast. Dauði og djöfull eins og það er orðað á góðri Íslensku ;).
En nú hlýtur þetta að fara að koma upp aftur, það getur varla hangið í þessari ördeiðu öllu lengur..

Þetta er nú það helsta þenna daginn.............;););););)

Bið fyrir ykkur í kvöld þegar ég verð búin að draga yfir mig sængina ;).
Gangið á Guðsvegum.

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi