25 Nov 2003

..::Drulludd::..
Í gær dag var smá veiðivottur hérna á norðurhorninu, ekki mikið en samt það skásta sem við höfum séð í túrnum ;).
Við vorum hérna ásamt Otto Atlas Napoleon og Hogifoss.
Þegar ég vaknaði í morgun þá var þröngt á þingi, þetta var bara eins og í fótboltanum þegar einhver skorar, það hrúgast öll kjóran yfir ræfillinn ;).
Í dag er svo flotinn búin að blóðrunka bleyðunni og á ég ekki von á stóru hér á morgun eða seinnipartsholið í dag ;(.
Annað áhyggjuefni er að helv smárækjan virðist vera að flæða niður kanntinn og eru menn að fá 215stk/kg niður á 280fm dýpi sem er alveg nýmóðins hér á Hattinum, venjulega hefur mátt fá æta rækju neðan við 2000fm en svona er Hatturinn í dag ;(.
Veðrið er alveg frábært svo ekki þarf að kvarta yfir því og kokkurinn galdrar fram eitthvað nýtt á hverjum degi.
Hann var með eitthvað sniðsel klukkan hálf tólf og klukkan tvo galdraði hann fram pitsur í gríð og erg. Já maður safnar líklega ekki aurum þessa dagana en það verður sífellt meiri eign í mér ;) þ.e.a.s maður getur ekki annað en stækkað hjá svona kokk.
Já ég verð bara að játa það að viljastyrkurinn er ekki meiri en svo að maður er stoppaður eins og grís 18tíma á sólarhring.

Jæja hvernig skyldi svo ganga með fínu ADSL tenginguna okkar heima, það virðist ætla að verða klúður aldarinnar og fyndist mér rétt að þeir felldu niður fyrsta mánaðargjaldið fyrir öll leiðindin og umstangið sem þetta er búið að valda Guðnýu.
En það verður sjálfsagt gjaldfært í topp eins og annað í þessu okurþjóðfélagi sem við búum í ;( .
En ekki þíðir að grenja eins og ljón yfir þessu það er víst nógur vællinn samt ;).

Þetta er það helsta í dag.

Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin í veröldinni..

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi