..::Hvalreki::..

Það var aldeilis hvalreki á fjöru mína öll e-malin sem biðu mín í pósthólfinu í morgun ;). Guðný sendi mér nokkra brandara, Hanna Dóra sendir mér afrit af blogginu sínu og ættmóður blogginu ásamt fréttum af baggalút.is
Nú veit ég allt sem hefur gerst í fjölskyldunni undanfarið ;);Þ;P...........

Aflinn er frekar rýr þennan daginn en það þíðir sjálfsagt ekkert annað en að bíta á jaxlinn og vona það besta.
Um miðjan daginn renndum við upp að Eyborginni hentum línu á milli og kipptum um borð til okkar pakka sem við tökum með okkur í land fyrir þá.
Þetta gekk eins og í sögu og vorum við snöggir að redda þessu.

Ansi fannst mér hann flottur gjörningurinn hjá Eskju.
Losa sig við alla dragbítapakkann yfir á Húsavík og taka svo af þeim skásta skipið ;).
Já þeir Eskfirðingar fá í hendurnar hörkufínt einstaklega velviðhaldið skip.
Þeir gerast sjálfsagt ekki betri ísfisktogararnir á Íslandsmiðum;).
Svo verður spennandi að sjá hvaða nafn nýja skipið fær?
En þetta kemur sjálfsagt illa við áhöfnina á Ask. Þegar Húsvíkingar keyptu fyrirtækið þá lofuðu þeir öllum áhafnarmeðlimum plássi áfram og útgerðarminnstur yrði óbreitt.
Ég hef heyrt um menn sem höfnuðu plássum annarstaðar til að halda áfram í sínu gamla plássi. En loforðin entust ekki fyrsta túrinn og nú sitja þessi menn uppi plásslausir ;(.
Já þau eru stundum lítilsvirði loforðin, og mætti halda að þjóðfélagið í heild væri farið að taka upp taktík stjórnmálamannanna, þ.e.a.s lofa og lofa en ætla sér ekki að standa við það ;(. Og talandi um stjórnmálamenn, fannst ykkur ekki kostulegt að heyra í ráðherranum í hádegisfréttunum?. Þessum þarna sem var að ræða um Öryrkjamálið, veslingurinn er ótalandi á Íslensku, það hafa sjálfsagt fleiri tekið eftir því hvernig þetta bögglaðist allt uppí honum og kom svo allt öfugt og snúið út mannræflinum, sussum svei.

Hér er einna litla Jólasögu sem ég fékk í morgun, ég verð að deila henni með ykkur ;).

Jólasaga!
Ekki fyrir löngu, á mælikvarða jólanna, kom uppá svolítið vandamál.
Jólasveinarnir voru flestir komnir til byggða að sinna sínum uppáhalds erindum.
Í helli sveinanna voru hins vegar veikindi og kertasníkir sem síðastur kemur á aðfangadag gekk illa að fá aðstoð við að undirbúa sig til ferðar. Það styttist í að sveinki þyrfti að drífa sig af stað, og hann var orðinn frekar stressaður.
Grýla kom í heimsókn sem hafði ekki önnur áhrif en að stressa sveinka enn meira upp. Hinir bræðurnir höfðu tekið vélsleðana sem voru í lagi og sá síðasti var bilaður. Hreindýrin voru uppi við Kárahnjúka og hreindýrasleðinn hafði ekki fengið neitt viðhald í 17 ár.
Með nokkur farlama hreindýr, fyrir sleðanum, sem ekki nenntu í burt vegna elli,
fór sveinki að hlaða á sleðann sem brast undan þunganum og allt fór út um allt. Kertasníkir æddi inn til að fá sér hálfkaffi (viskí og kaffi). Hann komst að því að einhver hafði drukkið viskíið og ekkert annað var til.
Kaffibollinn fór í gólfið og brotnaði þannig að brotin fóru um allt gólf.
Þegar hann ætlaði að sópa sá hann að mýsnar höfðu nagað hárin af kústinum.
Þá er bankað á hellisdyrnar, í brjáluðu skapi strunsar sveinki til dyra.
Fyrir utan stendur engill með jólatré. "Hvar vilt þú að ég setji tréð?"
Spyr Engillinn.

Þetta er það helsta af okkur vesalingunum í dag.

Vonandi strá Guðs englar yfir ykkur hamingju og gleðiryki ;).

<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi