..::Faraldsfótur::. Það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi verið á ferðinni undanfarið ;).
Síðastliðinn fimmtudag brunuðum við Hjördís suður til Reykjavíkur og vorum komin í bæinn um sjöleitið um kvöldið.
Kvöldinu eyddi ég í fundarhald og gisti svo nóttina hjá litlu systur ;). Fyrripartinum af föstudeginum eyddi ég svo í útréttingar og spádóma, en brunaði svo norður seinnipartinn og var komin til Dalvíkur klukkan 7:30 á föstudagskvöld.
Bjarki Fannar var í helgarheimsókn hjá okkur og hann og Einar Már voru búnir að hertaka plássið mitt í hjónarúminu ;).
Klukkan 08:00 á laugardagsmorgun var ég svo komin á lappir og farin að búa mig undir ferðalag austur á Eskifjörð.
Klukkan 08:30 brunaði ég svo af stað austur í blíðuveðri, á fjöllunum var örlítil hálka snjóföl yfir öllu og keyrði ég fram á Hreindýrahóp sem var að kroppa við veginn, þar stoppaði ég og smellti nokkrum myndum af dýrunum en hélt svo áfram.
Ég var komin niður á Eskifjörð klukkan 11:30 og þá passaði til að hele fa...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Parket::..
Jæja þá gef ég mér loksins tíma til að hripa einhverjar línur niður, en ég hef ekki sinnt blogginu að neinu viti undanfarið ;(.
Ég var búin að koma vélfáknum í stand og gangsetja mótorinn en hef ekki enn fundið nennt að hjóla neitt, enda er farið að vera helvíti kalt. Í morgun þegar ég leit á mælinn þá var –1°C oj oj.
Maður verður bara að biðja Guð um að ekki fari að snjóa það yrði algjört disaster ;(.
Það er svo sem búið að vera nóg annað að gera og er búið að leggja smelluparket á fjögur herbergi ;). En eins og allir vita þá er viðhald og endurbætur á þessum húskofum “endless story” ;).
En þetta er helvíti flott núna og er ég mjög sáttur við hvernig þetta kom út, það fór að vísu um mann þegar öll parketbúntin lágu frammi í stofu ósnert, en með góðri hjálp frá Sigtrygg þá sprautaðist þetta á gólfin á mettíma.
Og situr Erlan föst. En síðustu fréttir af henni voru þær að hún liggur enn í slippnum í St.Johns og nú eru menn að gera sér vonir um að hún fari niðu...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Home::..
Síðastliðinn mánudagsmorgun yfirgaf ég Erluna í dokkinni og lagði af stað heim í frí. Vegna væntanlegs fellibyls flýttum við fluginu til Halifax og fengum einnig fluginu til Boston breitt svo að stoppið í Halifax var lítið.
Í Boston þurftum við svo að bíða í 7klst ;( það var lítið að gera annað en að vafra um í flugstöðinni. Við Júri fengum okkur að éta og fengum brimsalta súpu og kjúklingafingur á eftir, svo var hangið og beðið eftir brottförinni.
Þegar við komum út í vél var súpuhelvítið farið að segja til sín og þorstinn var eins og maður hefði verið tíndur í eyðimörkinni í viku ;), en það var sem betur fer nóg af vatni í vélinni ;).
Flugið heim gekk einstaklega vel og vorum við ekki nema 3:50min frá Boston til Keflavíkur.
Ég tók svo rútuna í bæinn og fékk Magga til að’ sækja mig upp á Loftleiðir, ég fundaði svo aðeins með Magga og Viðari fram undir hádegi.
Klukkan 13:00 var ég svo komin út á Reykjavíkurflugvöll tilbúin í síðasta áfangann, þá þurftu þeir endilega...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Stuck::..
Við erum enn stuck i dokkinni og ekki sér í mikla ljósglætu enn, þó er rétt farið að skíma og okkur dettur í hug að dollan verði klár í næstu viku, krossið alla útlimi fyrir okkur. En það verður að leita eftir ljósu punktunum og ljósavélin verður sem ný eftir slippinn, það er búið að fjarlægja gríðarinnar býsn af riði og mála heilt helvíti svo að dollan er farin að líta nokkuð vel út.
Svo er búið af framkvæma allskyns rafmagns og loftnetavinnu ,) þetta er það jákvæða en svo er það stýrissápuóperan sem er frekar negatíf ;(. En vonandi fer þetta nú að hafast í gegn 7-9-13 knok knok ;).
Það er náttúrulega allt á fullu hérna í dokkinni og hér heyrist ekki mannsins mál fyrir hávaða og maður þarf að kafa sand og ryk upp í hné þegar maður fer frá borði, en það þarf svo sem ekki að kvarta yfir vinnubrögðunum hjá slippnum hérna og get ég ekki séð annað en að þeir séu nokkur góðir í því sem þeir eru að gera.
En það vill loða við okkur Íslendingana að halda því fram að allt sé m...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::15ára::..
Elsku Hjördís til hamingju með daginn ;);););););););););););););)
Í dag er litla stelpan mín orðin 15ára. Mikið rosalega líður tíminn hratt, mér finnst svo stutt síðan við stóðum saman niður á bryggju og hentum snuðinu hennar í höfnina ;).
Ég vildi mikið gefa fyrir það að geta verið heima í dag en það ræðst víst ekki við það frekar en annað í þessari veröld.
Ég er búin að vera að drepast úr flensu undanfarna daga svo að bloggið hefur legið niðri, en núna er ég að ná að rífa þetta úr mér ;).
Þar sem ég verð ákaflega sjaldan veikur (7-9-13) þá verð ég fjandanum verri þegar svona ólög ríða yfir mig, og satt best að segja þá var ég eins og tussa breidd á klett alla fyrrinótt og gærdaginn, en á endanum druslaðist ég upp í apótek og fékk einhverjar töflur við sóttinni.......
Stýrið og stamminn eru mætt en því miður höfðu þeir stytt stamman of mikið samkvæmt teikningu sem var greinilega ekki rétt ;(, þetta kemur til með að lengja slippveruna 2daga aukalega “Shit happens”....
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Slippur::..
Um hádegisbilið í gær var byrjað að undirbúa slipptökuna og vorum við komnir í lyftuna um tvöleitið.
Það gekk frekar rólega að stilla dallinn af og var kafari heillengi að troða einhverju spýtnarusli á milli sleðans og dollunnar.
Á endanum var svo dallurinn hífður upp í lyftunni, svo mætti jarðýta með dráttarbeisli og dró okkur inn á slippsvæðið. Þetta er helvíti flott og var okkur trillað lengst frá skipalyftunni.
Þegar búið var að stilla dollunni upp komu þeir með landganginn og við spóluðum niður til að skoða, ekkert stýri á dollunni en að öðru leiti var skrokkurinn í ágætisstandi. Slippararnir byrjuðu svo staks að háþrýsti þvo botninn og undirbúa botnmálun.
Í gærkvöldi var svo farið í heimsókn til Jeffs Simms og sogið upp úr nokkrum ölflöskum áður en við skruppum út á lífið ;).
Það var svo byrjað að rústbanka og berja klukkan átta í morgun en ég svaf þetta allt af mér og fór ekki fram úr bælinu fyrr en eftir hádegi ;).
Mér skilst svo að stýrið leggi af stað...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Færsla::..
Í gær vorum við dregnir yfir að slippstöðinni og vonandi fer skipið upp í dag.
Ef allt gengur að óskum þá ætti stýrið að koma frá Íslandi á laugardaginn ;).
Útgerðarmaðurinn mætti seinnipartinn í gær til að taka á þessu púlsinn og sjá um lausu endana í öllu þessu brasi og koma öllu heim og saman.
Karlarnir eru úti að rústberja og skrapa og er hávaðinn af þessari vinnu þeirra alveg ótrúlegur, það er bara eins og maður sé lokaður inni í járndollu sem fjöldi manns keppist við að berja að utan, bang bong bang!!!!!!!!.
Ég fór í að setja upp aukaskjá fyrir autotrollið í gær og tókst það vonum framar, nú getur maður séð allar upplýsingarnar frá autoinu við hífingarpúltið sem er hinn mesti munur. Þetta var svo sem ekki mikið mál en það þurfti að koma köplunum undir brúna og leggja þá aftureftir og upp í skjáinn.
Það er alltaf verið að endurbæta þetta eitthvað og smátt og smátt sígum við upp brekkuna löngu og hálu ;).
Veðrið er búið að vera alveg frábært síðan við komum í ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Stóri sannleikur::..
Í morgun mættu kafararnir gallvaskir og köfuðu í rassgatið á Erlu ;) þeir voru með neðansjávarmyndavél og tóku upp á myndband það sem fyrir augun bar.
Það sem kom i ljós var ekki mjög aðlaðandi, stýrisblaðið var horfið með öllu.
Svo virðist sem að hælboltinn hafi dottið úr og svo hefur flangsinn á stýrinu brotnað ;( og blaðkan spýst af.
Mér segir svo hugur að einhver handvömm hafi verið í síðustu ásetningu því að þetta er bara búið að vera í notkun í 7mánuði, já þetta eru ekki meðmæli með Íslenskum slipptökum ;(. Þar sem allt á að vera mest og best.
Hvað um það nú verður allt sett á fullt í að koma skipinu í samt lag og vonandi tekur þetta fljótt af.
Nú erum við búnir að setja mannskapinn á fullt í að rústberja og mála og vonandi verður dollan orðin glansandi fín eftir smá tíma ;).
Það beit mig eða stakk einhver flugutussa í höndina og er ég allur rauður og bólginn eftir helv... kvikindið og ekki mjög lipur á lyklaborðinu þessa stundina.
Þetta er nú þ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..:Safe in harbour::..
Loksins erum við búnir að meika það í land! og það stýrisvana, en þetta gekk nú samt vonum framar og erum við svolítið ánægðir með að hafa meikað alla þessa leið á rokkhoppernum ;).
Það er heitt í dag og maður er alveg að bráðna í allri þessari sól og hita.
Í fyrramálið á svo að kafa í rassgatið á dollunni og þá kemur stórisannleikurinn í ljós.
Þeir völdu okkur náttúrulega besta staðinn í allri höfninni til að liggja á, þ.e.a.s kafaranna vegna. En einhverjum metrum aftan við skipið þá spýtist út afrennslið úr holræsakerfi 300.000manna samfélags, “góðan daginn” það mætti bjóða mér að kafa í því sulli ;) oj ö (kúgast).
En ég er bara að gefast upp úr hita og verð að yfirgefa ykkur með þessari línu.
En ég las einn helvíti góðan í morgun sem ég verð að deila með ykkur............
..::A masked fuck::..
A couple was due to go to their family’s masked fancy dress party.
The wife got terrible headache and told her husband to go alone.
He protested, but she ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Bið::..
Hafið þið einhvertímann tekið eftir því að líf okkar einkennist af endalausri bið, það er alltaf verið að bíða eftir einhverju.
Það er sama hvar maður drepur niður niðurstaðan er alltaf bið og gæti ég endalaust talið upp þessa hluti, núna erum við t.d að bíða eftir því að þessu stími verðið lokið, ég er að bíða eftir matnum, stefnubreytingu og að vaktin verði búin o.s.f.v.
En hvað um alla þessa bið sendum hana afturfyrir og komum að ferðalaginu.
Já það er búið að ganga á ýmsu á landleiðinni og virðist það alltaf vera okkur í óhag, staumar og vindar breytast jafnóðum og maður telur sig vera búin að finna endanlega lausn á stjórnunarvandamáli dollunnar ;), og þá verður að breyta afstöðu þyngd og fl.
Maður á í fullu fangi við að hugsa upp ný ráð við utanaðkomandi orsökum sem hrekja okkur út af stefnunni ;(.
Það er kannski verið að reyna að brjóta mann niður með öllu þessu mótlæti en þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu, og ég skal koma þessari dollu að landi hjálpa...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Stjórnlaus::..
Í gær var ég svo yfirkeyrður af verkefnum að ég hafði hvorki tíma né orku til að standa í bloggi ;).
Það sem að var, var að stýrisbúnaður skipsins varð óvirkur, annaðhvort datt stýrið af eða stamminn og eða flangs gaf sig ;(.
Þá voru góð ráð af skornum skammti, en þar sem ekki kom til greina að láta þetta beygja sig þá var farið í að útbúa neyðarstýri úr hopparalengjum sem svo var stjórnað með togvindunum.
Vegna veðurs og strauma gekk það ekki sem skyldi og varð ferilinn eftir okkur all strautlegur og stefnan var nær New York heldur en Newfy ;(. Þá var prufað að nota annan hlerann og lengjurnar, það gekk en var ekki nógu gott heldur.
Á endanum var trollið notað og gekk það þokkalega þangað til í morgun að straumar og veður höfnuðu þessari aðferð okkar ,(.
Einnig var fyrirsjáanlegt að kanadíska strandgæslan leifði okkur ekki að nota trollið sem stýri í lögsögunni, svo að við sáum okkar sæng útbreidda í að finna upp nýjar aðferðir til að stjórna dósinni og var b...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
10.09.2003
..::Straumur::..
Í dag erum við komnir í austurkantinn og hér er bullandi straumur og vindsperringur og erfitt að eiga við þetta, ofan á þetta bætist svo lítil veiði ;(.
Ekki veit ég hvort þetta blogg mitt skilar sér á leiðarenda því að svo virðist vera sem að það sé allur gangur á því hvort e-mail komist á leiðarenda upp á síðkastið.
En við erum sprækir hérna og okkur líður ágætlega þrátt fyrir fréttaþurrðina.
Aflinn mætti samt vera meiri og veðrið betra en það er nú eins og það er ;).
Læt þetta duga í dag.....
Smá smurning á skemmtilegurnar.........
One day a little girl goes up to her mom and asks her how old she is.
"That's not something adults like to tell," her mother replies.Then the little girl asks her mother how much she weighs.
"That's not something adults like to talk about, honey" she replies."How come you and daddy got a divorce?" the little girl asks.
"We don't like to talk about that either, ho...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
09.09.2003
..::Rækjusalat::..
Nú er það svart ;) ég rétt næ að fiska í rækjusalatið hjá kokknum ,).
Kokkurinn útbjó þetta fína rækjusalat í dag, vélstjórinn sagði mér svo seinna að hann hefði verið komin út á hálan ís þegar hann ætlaði að fá sér af salatinu, kokkurinn kom sótillur og sagði honum að þetta salat væri eingöngu handa skipstjóranum og aðrir ættu að láta það í friði ;). Já það er vandlifað í þessari veröld en skilaboðin voru skýr og ég held satt best að segja að flestir hafi gaman af þessari vitleysu í kokknum.
Ekki urðu væntingarnar með skekkjunemann að veruleika en einhverra hluta vegna þá virkaði þetta alveg þveröfugt við það sem það átti að gera ;(, en við því er lítið að gera.
Það er farið að kræla á haustinu og logndögunum er greinilega að fækka, í dag er ágætisveður en smá norðan golukaldi.
Í dag var fyrsti dagurinn hjá Guðnýu í skólanum ,) og ef mer er ekki farið að förlast þeim meir þá á Telma systir mín afmæli í dag ;) “til hamingju með daginn Telma”.
Í kv...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
08.09.2003
..::Bræla::..
Það var bara drullubræla á þúfunni í morgun þegar við mættum svo að við dokuðum aðeins við með að hósta druslunni út meðan mesti gusturinn hjaðnaði.
Ekki var aflinn úr fyrra halinu merkilegur en þetta virðist samt allt virka og ekki var annað að sjá annað en að autotrolli og skekkjunemanum kæmi bara ágætlega saman ;).
En því miður þá framleiðir þessi búnaður ekki rækju svo að það þarf að hafa aðeins fyrir þessu ;).
Seinnipartinn er svo allur blástur bak og burt og komið fínasta veður ;).
Að öðru leiti er þetta svipað og aðrir dagar, hefur sínar sorgir og gleði ;).
Við erum samt bjartsýnir á framtíðina og ætlum ekkert að leggjast í volæði á fyrsta degi ;).
Drífum okkur frekar í skemmtilegurnar!..................
Kýr bónda eins austanfjalls hafði rifið kviðinn illa a girðingu og hann hringdi í dýralækni, sá var upptekinn og sagði bónda að setja grisju á sárið og hann myndi lita til hans seinna. Bóndi sagðist ekki eiga neina grisju, þá sagði dýralæ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vinna::..
Fyrsti dagur í seinni hálfleik einkennist af vinnu og aftur vinnu ;) en dekkenglarnir mínir eru búnir að vera kófsveittir í trollinu í allan dag og er þetta allt á réttri leið ;).
Já hægt og bítandi seiglumst við upp brekkuna bröttu og á endanum ætlum við okkur að komast alla leiðina upp, en þetta flokkast kannski ekki undir skemmtigöngu og oft erum við búnir að detta og renna á rassgatinu einhvern spotta til baka, en það er á gönguplaninu að gefast ekki upp og á endanum ætlum við okkur að ná alla leiðina upp ;). Það liggur fyrir okkur nokkuð spennandi verkefni sem felst í því að í þessum túr ætlum við að prófa skekkju og straumhraðanema frá Scanmar, en nýja Scantrol autotrollið getur unnið sjálfvirkt eftir upplýsingum frá þessum nema og spennandi verður að sjá hvernig þetta plummar sig saman.
Þetta virkar þannig að neminn sendir upplýsingar um straum inn í trollið ásamt upplýsingum um hliðarstraum, svo á autoið að passa upp á að halda trollinu réttu í sjónum, burtséð ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Flognir::..
Jæja þá erum við flognir af stað aftur en við slepptum í gærkvöldi og gusuðumst af stað.
Í dag er þokusuddi og smá goluskratti en yfir okkur vofa einhverjar leifar af fellibil sem eiga víst að ganga yfir fljótlega, vonandi verður eitthvað minna úr þessu veðri.
Hvað um það haustið er greinilega á leiðinni og sumarið á hröðu undanhaldi.
Læt þetta duga núna.
Bið Guðs engla að flögra yfir ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Basl::..
Ekki ætlar það að ganga þrautalaust að fá í skipið, það eru hver mistökin ofan á önnur sem lengja þetta hjá okkur.
Ekki vantar að það er nóg af rækjunni en þá gengur alls ekki neitt að koma henni í gegn og allt gengur á afturfótunum.
En það verður ekki farið í land fyrr dollan verður full svo einfalt er það, arrg..
Það væri gaman að vita hvað við höfum gert almættinu til að eiga þennan bullshit skilið sínkt og heilagt.
Og ekki bætir úr skák að nú er farið að blása á okkur svo líklega liggur fyrir að pjakka á móti einhverjum kaldaskít á landleiðinni ;).
Maður verður samt að reina að vera jákvæður og leita að einhverjum ljósum punktum, það þarf það mikla jákvæðni í þetta verkefni að maður yrði sennilega dæmdur geðveikur ef þetta yrði rannsakað eitthvað nánar..
En vonandi vaknar maður upp úr þessari martröð einhvern daginn og þá verður gaman að lifa, er ekki sagt að maður kunni svo miklu betur að njóta góðu stundanna ef maður hefur mætt einhverju mótlæti?.
Ég er búin ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..:::)::..
Það má segja að veðrið hafi skartað sýnu besta í dag en það er búið að vera glampandi sól og hafflöturinn eins og spegill ;).
Veiðarnar ha humm svona la la ;). Veru okkar á hattinum er lokið þennan túrinn er lokið. Nú göslast dollan áfram á öllu sem hún á í átt að næsta veiðisvæði sem liggur rétt utan 200sjómílna lögsögu Kanadamanna og nefnist 3L, þar ætlum við að eyða síðasta veiðidegi þessarar ferðar og freista þess fylla dolluna ;) God help us ;)..
Áðan þegar trollið kom inn hafði sjófuglsungi sem ég kann ekki að nefna fest í belgnum og greinilega hálfdrukknað, ég fór niður á dekk og losaði veslinginn úr trollinu og fór með hann upp í sólina og bakaði hann aðeins. Hann var ósköp blautur og dasaður litla greyið en virtist óbrotin og í lagi. Þegar hann var búin að fá almenna læknisskoðun hjá mér þá sleppti ég honum og var ekki annað að sjá en að hann ætlaði að plumma sig ;), það gefur manni alveg ótrúlega mikið að geta hjálpað öðrum og það þar ekki endilega að vera manns...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kaldaskítur::..
Það er búið að vera leiðindaveður á okkur seinnipartinn í dag og eftir allt góða veðrið þá fokkum við þetta undir kaldaskít ;).
Veiðin hefur lítið lagast hjá okkur og alltaf herðist á snörunni sem maður hangir í en við lifum enn í voninni ;) “það hlýtur að vera ungi einhverstaðar ;)”.
Hannes og Juri eru búnir að vera sveittir yfir suðupottinum og flokkaranum seinnipartinn en þessar græjur þurftu víst einhverja aðhlynningu og alúð.
Eftir því sem mér skilst á kollegum mínum á hinum skipunum þá eru flestir á flótta undan smárækjunni sem virðist vera að flæða yfir allt ;(.
En þá er bara að setja í bjartsýnisgírinn og nú treystum við á að allt verði orðið gott þegar við komum út í næsta túr ;) það er alveg með ólíkindum hvað maður drífur í bjartsýnisgírnum, mér finnst að þetta ætti að vera staðalbúnaður í hverju skipi ;).
Í kvöld hágrétu englar himinsins yfir okkur, var það eins og hellt væri úr fötu yfir strákana mína þegar þeir voru að taka trollið og voru þeir ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Heimsókn::..
Bongóblíða á okkur í dag og kæfandi hiti innanskips eins og undanfarnar vikur.
Strákarnir á Eyborginni komu í heimsókn til okkar í dag og skiptumst við á einhverju sjónvarpsefni og lygasögum ;).
Það er sama svækjan í vélinni á Eyborgu að sögn vélstjórans þar. 34-40°C og ekki verandi þar niðri ;). Eyborg er að fara af stað í land í kvöld og verður í Bay Roberts á mánudag.
Veiðin er léleg þennan daginn eins og undanfarna daga “eyngull í reyf” heitir það víst á Færeysku ;).
Það verður að taka vel á og mikið að breytast ef okkur á að takast að fylla holuna í þessum túr ;) en það er samt ekki tímabært að gefa upp vonina og við trúum því enn að það sé hægt að sarga það sem uppá vantar áður en yfir líkur ;).
En hvað um það, það verður að taka þessa túra líka.
Var í skeytasambandi við Sigga nágranna í dag en hann er á leið á Grænland á grálúðuveiðar og átti sólarhring eftir á miðin.
Það er farið að verða lítið inni í brandarabankanum okkar og fer hann fljótlega á ha...