..::Heimsókn::..
Bongóblíða á okkur í dag og kæfandi hiti innanskips eins og undanfarnar vikur.
Strákarnir á Eyborginni komu í heimsókn til okkar í dag og skiptumst við á einhverju sjónvarpsefni og lygasögum ;).
Það er sama svækjan í vélinni á Eyborgu að sögn vélstjórans þar. 34-40°C og ekki verandi þar niðri ;). Eyborg er að fara af stað í land í kvöld og verður í Bay Roberts á mánudag.
Veiðin er léleg þennan daginn eins og undanfarna daga “eyngull í reyf” heitir það víst á Færeysku ;).
Það verður að taka vel á og mikið að breytast ef okkur á að takast að fylla holuna í þessum túr ;) en það er samt ekki tímabært að gefa upp vonina og við trúum því enn að það sé hægt að sarga það sem uppá vantar áður en yfir líkur ;).
En hvað um það, það verður að taka þessa túra líka.
Var í skeytasambandi við Sigga nágranna í dag en hann er á leið á Grænland á grálúðuveiðar og átti sólarhring eftir á miðin.
Það er farið að verða lítið inni í brandarabankanum okkar og fer hann fljótlega á ha...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Tregt::..
Það er illa tregt hjá okkur þennan daginn, ekkert virðist vera í boði nema eitursmátt rusl sem engin vill kaupa, eða fiska nema Norðmenn.
En það er víst fátt annað til ráða en að bíta á jaxlinn og vona að þetta skáni, annars sé ég nú ekki hvernig framtíð rækjuveiða á Flæmska verður ef Norðmenn halda uppteknum hætti við smárækjuna, þetta eru svo hrikalega afkastamikil skip, þeir hafa verið að vippa upp 35-40tonnum af smárækju á dag þegar best lætur.
Já það eru ansi margir rækjueinstaklingar í þessum tölum, sjálfsagt hefur þessi mikla sókn Norðmanna í smárækjuna slæm áhrif á framtíð þessara veiða hérna.
Eftir því sem Gróa á leiti hermir þá láta Norðmenn sér ekki nægja það svæði sem opið er á hattinum. Heldur liggja þeir inni í hólfinu sem lokað er á þeim forsendum að vermda smárækjuna.
En það þarf ekki að kvarta yfir veðrinu það er blíða upp á hvern dag og hitinn fullmikill, en það styttist óðfluga í að haustið láti til sín taka.
Kokkurinn er alltaf orðið með rækj...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Taka tvö::..
Ég var búin að skrifa þvílíka bjartsýnis bloggið áðan en fyrir einhverja meinloku þá lokaði ég því og gleymdi að vista “Puff” allt horfið.
Það var ekki hægt annað en að brosa yfir þessu og þetta ætti að kenna manni þótt þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir ;).
En það þíðir ekkert að væla yfir því og ekkert ráð annað en að byrja aftur ;).
Það er suðaustangola sólarglenna og steikjandi hiti á okkur í dag, persónulega hefur mér fundist hitinn fullmikill þennan túrinn, sjávarhitinn 16-20°C og loftrakin mikill, þetta er eins og í gufubaði, sauna ala Flemmis ;).
Aumingja vélaliðið mitt er alveg að bráðna, ég hef heyrt tölur frá 37°C og upp úr þegar heitast er í mótorhúsinu og verkstæðinu.
Það er eitthvað að fjölga skipunum hérna hjá okkur á vestursvæðinu og er það aðallega Norsk skip, það er sjálfsagt eitthvað minna hjá þeim í hnerriduftinu í austurkantinum núna, þeir eru búnir að vera þar undanfarið og hefur ekki nægt þeim svæðið sem opið er því að sög...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vinir::..
Stundum heldur maður að maður eigi vini, svo kemst maður að því að þeir sem maður hélt að væru vinir mans snúast gegn manni og gera manni allt sem þeir geta til miska. Oftar en ekki eru þessir falsvinir að þessu til að upphefja sjálfan sig á kostnað þess sem í sakleysi sýnu hélt að hann ætti trúan vin.
Já maður verður að fara varlega í heimi mannvonsku og illsku, stundum breytist lítill sætur selkópur í rottu sem nagar og bítur.
Í mínu tilfelli hef ég fyrirhitt nokkra falsvini á lífsleiðinni og ekki riðið feitum hesti frá þeim vinskap. Það getur verið erfitt að þekkja þá úr hópi hinna raunverulega vina, samt er það nú einhvern vegin þannig að falsvinirnir eru ekki til staðar þegar eitthvað bjátar á eða maður þarf raunverulega á þeim að halda.
Ég er ekki í skapi til að skrifa meira í dag.
Bið Guð og hans englahirð að passa ykkur fyrir falsvinum og loddurum.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Truth::..
Sannleikurinn er ekki alltaf það sem fólk vil heyra því er ver og miður, sumir vilja frekar ljúga að sjálfum sér og öðrum og lifa svo í einhverjum blekkingum um að lífið og tilveruna. Heiðarleiki í samskiptum og viðskiptum virðist löngu horfin út í buskann og keppist hver um annan þveran að klífa upp metorðastigann eftir bakinu á náunganum. Í viðskiptum hika menn ekki við að drulla yfir náungann ef þeir hafa einhverja von um að hagnast á því og þá skiptir engu hvor það er vinur systkini eða náunginn í næsta húsi. En nóg um heiðarleika, í bókinni góðu segir að allir uppskeri eins og þeir séu búnir að sá!.
Ég ansi hræddur um að sumir verði fúlir á uppskeruhátíðinni ,).
Þar síðustu nótt dreymdi mig undarlegan draum, ég var á siglingu með einhverjum öðrum á gúmmíbát, þetta var einhverstaðar nálægt ís og hélt ég að ég hefði séð pínulítinn selkóp. Ég teygði mig eftir honum og greip aftan í hann, þá snéri hann sér við, ég sé í sama mund að þetta er ekki selkópur heldur ROT...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Extra Small::..
Í morgun komum við til baka á hattinn aftur, það var bunandi straumur.
Þessi veslingur sem við erum að göslast á átti öngva möguleika á að halda stefnu svo við hröktumst út á hyldýpi súrir og svekktir.
Ekki dugði það okkur til að fá þó hið minnsta almennilega rækju sem yfirleitt heldur sig á dýpinu, nei magnið var svipað og hjá hinum sem voru grynnra en það taldi 40stk/kg hærra hjá okkur????? Já þetta er búið að vera svona hjá okkur undanfarið við virðumst alltaf fá mun smærri rækju en hin skipin og erum við algjörlega á gati yfir því, það meikan engan sens en svona er þetta bara,”Shit happens all the time on Erla”.
Maður grætur í hljóði yfir þessu bulli og er alveg ráðalaus, það verður bara að grípa orðtiltæki á lofti sem Steinríkur flaggari notar við öll tækifæri “what can i do!”.
Í gærkvöldi pillaði ég slatta af rækju og sullaði saman í rækjusalat. Georgíumaðurinn blóðheiti fylgdist grannt með og var yfir sig ánægður með framtak mitt ;).
Í dag spreytti ha...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Weakness::..
Lífið í dósinni gengur sinn vanagang og ekki þarf að kvarta yfir veiðinni þennan daginn ;).
Það er búið að vera þoka á okkur í allan dag og var hún svo svört á tímabili að ég hélt að við þyrftum að keyra í rassgatið á Eyborginni til að sjá hana þegar við sóttum til þeirra þrjú karton af líkkistunöglum, en það gekk dillandi vel og voru þiggjendurnir ægilega glaðir yfir því að geta haldið áfram að drepa sig í rólegheitunum á þessum óþverra.
Það sem hæst ber í dag af þeim sóttum er hrjá þessa dollu er að mér finnst hún vera farin að þreytast mikið og mæðist hún mjög ef á eftir henni er rekið, er nú svo komið að frekar dregur af henni ef of mikið er rekið á eftir henni, heldur en að hún bæti við sig.
Hefur henni förlast mikið síðan í vor og er ég nú orðin áhyggjufullur um að hún verði fljótlega það þróttlítil og sjúk að hún hafi ekki þrek til þess að draga á eftir sér drusluna, en vonandi fær hún nú einhverjar pillur við þessari sýkingu og jafnar sig.
Það hlýtur að ve...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Frétta leysi::..
Þar sem ekki hefur náðst útvarp hjá okkur í tvo daga þá erum við óupplýstir um framvindu umhverfisslyssins hroðalega á Neskaupstað og Hvalveiðanna.
Hvernig er þetta með hvalkjötið er landinn ekki farin að grilla? Ég vona bara ykkar vegna sem svo vel búið að geta nálgast hvalkjöt að þið séuð búin að grípa eitthvað á grillið. Svo er hrefnukjöt í raspi náttúrulega snilld, ég hlakka til að komast heim og gúffa í mig raspað hrefnukjöt með rabbaraarasultu soðnum jarðeplum og baunasalati.
Það er grautfúlt að ekki skuli nást útvarp nema endrum og eins hjá okkur en vonandi lagast það í næsta túr..
Seinnipartinn í dag fór vindinn að lægja og núna er komið fínasta veður, smá slampandi en vindlaust.
Ekki þarf að fjölyrða um veiðina en hún hefur ekkert skánað en við lifum í voninni, það verður að halda okkur á floti ;).
Í kvöld er svo meiningin að skipta um veiðisvæði og freista gæfunnar á nýjum slóðum, hvort gæfa fylgir þeirri för verður svo að koma í ljós seinna en hv...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sveiflur::..
Það eru sveiflur í þessari blessuðu veiði ein og veðrinu, en þessi drottins dagur verður víst að flokkast undir niðursveiflu ;(.
Í dag er norðvestan golukaldi á hundaþúfunni en hlítt, sjórinn er 17°C og hitinn er ekki að hjálpa okkur þessa dagana, afköst frystikerfisins verða mun minni fyrir vikið og hráefnið er viðkvæmara og þolir illa bið í vinnslusölum dollunnar.
Hanna Dóra litla systir sendi mér svolítinn fréttapistil í gærkvöldi sem að ég hafði ansi gaman af honum, en helmingurinn var á færeysku og skyldu félagar mínir ekkert hvernig ég fór að því að klóra mig í gegn um þetta, en það var ekki snúið enda eru þessi mál mjög lík.
Ekki náðust fréttirnar í dag á stuttbylgjunni en við heyrðum af laxaveislunni á Norðfirði í gær, ég átta mig ekki á þessum látum, menn eru búnir að vera að missa eldislax úr kvíum í fleiri ár og það væri undarlegt kynferði ef ekki hefði orðið einhver blöndun á þessum stofnum fyrr.
Ég skil heldur ekki þessa hreinræktunaráráttu, þetta e...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Leti::..
Sól og blíða í dag og veiðin þokkaleg aldrei þessu vant ;), vegna leti þá ætla ég ekki að hafa þetta mikið lengra í dag.........
Eitthvað á skemmtilegurnar á ég samt.
A zoo acquired a very rare species of gorilla. Within a few weeks, the
gorilla, a female, became very horny, and difficult to handle.
Upon examination, a veterinarian determined the problem: she was in heat.
What to do? There was no male of this species available. While reflecting
on their problem, the zoo administrators noticed Burl, an employee
responsible for cleaning the animals' cages.
Now Burl was rumored to possess ample ability to satisfy any female, and he
wasn't very bright. So the zoo administrators thought they might entice Burl
to satisfy the female gorilla.
They approached him with a proposition: would he be willing to screw the
gorilla for $500?
Burl: I might be interested. Let me think it over.
He entered the zoo administrators' office the following day.
Burl: ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Engill::..
Leitt þykir mér að þurfa að tilkynna dauðsfall farþegans okkar en nú er litla krílið orðið að engli og svífur um í sölum Guðs.
Ég fékk afnot af hans jarðnesku vængjum og bjó mér til engil úr þeim, það er alveg ægilega krúttlegt ;).
Veðrið í dag er ljómandi fínt eftir tveggja daga afgust ;) nú er logn og þokan lögst yfir eins og teppi.
Ekki lifnar neitt yfir veiðunum og er þessi dagurinn með versta móti veiðilega séð, en maður huggar sig við að það er ekkert skárra hjá hinum, “eyngull í reif!”.
Hvað um það þessi túrinn styttist með hverjum deginum, ætli við lokum þessu ekki í fyrstu vikunni af september, þá verður eldsneytið á þrotum, ekki þarf maður að hafa áhyggjur af plássleysinu í lestinni því þar er nóg pláss, og færum við létt með að bæta við okkur afköstum annarar svona dollu.
Það er með endemum að heyra bullið út af þessum Hrefnuveiðum í fréttunum, en ég er ég er jafn stoltur af því að við skyldum loksins hafa þor til að byrja hvalveiðar eins og ég var óánæ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
18.08.2003..::Coral::..
Maður verðu að segja kórall í stað þess að bölva eins og Svampur Sveins ;).
Það volgnar heldur á okkur og fór yfirborðshitinn upp í 19,5°C í gærkvöldi, við kipptum svo vestar í nótt og erum að skrattast vestur undir línu með Eyborginni.
Auðvitað er bras á okkur, bölvaðir hlerarnir duttu saman þegar ég byrjaði að hífa í dag og tók það okkur um tvo tíma að koma þessu í rétt horf aftur.
Ekki veit ég hvað er að hlaupa í þessa hlera en þetta er í annað skiptið sem þetta gerist í túrnum ,(, ég breytti stillingunni á þeim í það horf sem ég var með þá áður, en þeir voru búnir að auka í þeim skverin meðan ég var í burtu, vonandi verður það til bóta.
Annars kæmi mér ekki á óvart þótt þessir garmar væru að syngja síðustu sónertuna í lífshlaupi sínu.
Það fjölgaði aðeins hjá okkur í gærkvöldi en þá náðum við einhverjum smáfugli, mér fannst að þetta væri Svala eða einhver Svölutegund en Hannes vildi hafa þetta Finku, hvaða tegund sem þetta nú er gistir hún í körfu hér...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Spretta::..
Það er ekki hægt að segja annað en að við höfum fengið á kjaftinn í gærkvöldi, en það slitnaði hjá okkur efrigrandari í köstun í gærkvöldi og druslan flettist frá toppvæng og nánast aftur að rist. Djísus kræst ég hélt að þetta væri ekki hægt en þetta reyndist samt möguleiki, enda man þessi fúadræsa tímana tvenna ,).
Þegar við vorum svo búnir að koma tuskunum inn gátum við farið að spá í eftirleiknum, þetta leit fáránlega illa út og sá ég sæng mína útbreidda með að morgundagurinn væri fokin og megnið af manskapnum yrðu eins og girðingarlykkjur yfir druslunni. En það er ekki alltaf allt sem það sýnist og vorum við tiltölulega fljótir að rússka þetta saman, eina sem endurnýja þurfti var fremsti hliðarvængurinn en hann var allur í döðlum og ekki séns að ljúga hann saman.
Maður verðu að segja eins og kerlingin “þetta gat verið verra ;)”.
Klukkan sex í morgun lagði svo druslan af stað í hafið eina ferðina enn öll stöguð og rimpuð ,). Já þetta fór fram úr mínum björtustu v...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Slepja::..
Vorum í gullrækjunni í nótt og slapp það fyrir horn, en það lagaðist lítið þegar dagaði og þurfti ég að hífa ertir 5:20min en þá náðum við ekki lengur að skvera drusluna fyrir slepjuánetjun, aflinn var líka í minnsta lagi og var stefnan sett grynnra og kastað fyrir ofan slepjudrulluna, oj barasta ;)...........
Mínar fréttir af veiðum á bleyðunni eru slæmar og virðist vera einhver veiðidoði yfir þessu öllu saman, en vonandi lagast það fljótlega.
Ég ákvað að taka til í brúnni og fór í að fjarlægja ónýt tæki, miðunarstöð og gamlan furuno plotter, seinniparturinn fór svo í að skoða innviði þessara tækja og spaðaði ég þetta alveg í frumeindir áður en ég kom þessu í endurvinnsluna ;).
Hannes er búin að vera á fullu við að græja eitthvað rafmagnsdót og svo er hann að undirbúa uppsetninguna á gestastólnum í brúnna, en nú hefur gamli skipstjórastóllinn fengið það hlutverk að halda við sitjandann á þeim gestum sem koma í brúnna.
Það eina sem upp á vantaði var fóturinn undir g...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Dýpið::..
Þar sem að blessuð smárækjan er illseljanleg ákváðum við félagarnir að reina fyrir okkur á dýpra vatni í nótt og dag.
Annar ljósmótorinn tók einhverja sótt síðastliðna nótt svo að það þurfti að draga fram á morgun áður en hægt var að kanna árangur næturrannsóknanna, ekki hefði nú þurft að vera með neinn asa því að eftirtekjan var 500kg.
Ekki var nein uppgjöf sýnileg og gusuðum við okkur enn dýpra og drógum sex klukkustundir, eftirtekjan var rýr í kílógrömmum en rækjan var af rétti stærð.
Já þetta er vandratað, ef magnið er þolanlegt þá er það bara hnerriduft sem upp kemur, en ef stærðin er í lagi þá er magnið ekkert , og ofan á þetta allt bætist svo bullandi skelveiki ;( æ æ ó ó!.
En það þýðir ekkert að vera með neitt væl yfir þessu og maður verður að reina að taka þessu mannalega og míga standandi ;).
Fraktskipin hafa brunað hérna fram hjá okkur í dag og það væri lygi ef ekki hefði komið upp í huga manns að það hafi verið bölvuð vitleysa að taka ekki farmanninn á s...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rifið::.
Lítið í nótt og rifið í dag, þetta er uppskriftin að þessum drottinsdegi og hún hljómar ekki mjög gómsæt ;(, en það tók ekki langan tíma að ljúga þetta saman og vonandi heldur þetta þangað til það fer ;).
Svo rifnaði druslan enn meira þegar verið var að hífa hana klára til köstunar eftir viðgerðina fínu, já það er sjaldnast ein báran stök í þessu basli.
En einhvernvegin lufsast þetta áfram á lyginni hjá okkur ;).
Ekki fréttir maður nokkurn skapaðan hlut af klakanum útvarpið næst svo illa að það gengur á með éljum og áhlaupum þessar fáu mínútur sem sent er út á stuttbylgjunni, ekki hjálpar það okkur í fréttaröflunninni að loftnetið sem bera á boðskapinn í viðtækið hefur nú fengið syndaaflausn og dánarvottorð.
Sem sagt okkar ástkæri rafeindarvirki og altmuligman hefur fellt dauðadóm yfir þessu loftneti, og í framhaldi af dómnum var lögð inn pöntun á nýju loftneti, nú verður svo bara að leggjast á bæn um að pöntunin skili sér til nufy áður en við tökum land þar næst.
En...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Smulla::..
Ætli maður verði ekki að klóra niður eitthvað um atburði dagsins ;), það er búið að vera algjör smulla hjá okkur í dag og sólin hefur bakað niður.
Veiðin hefur verið svona la la, en svo virðist sem að seinna dagholið ætli að svíkja okkur og gefa okkur langt nef ,(.
Palli er búin að vera sveittur í eldhúsinu með Georgíumanninum og göldruðu þeir fram í sameiningu djúpsteikta ýsu súrsæta sósu og franskar, það smakkaðist fínt hjá þeim félögum.............................
Ekki slapp ég nú samt ekki við svínasneiðina og linnti kokkurinn ekki látum fyrr en ég fór með eina sneið. Hann var meira segja hissa á því að ég skildi ætla að borða fisk.
Ef það er eitthvað til í því sem sagt er að maður sé það sem maður étur þá styttist í að ég verði svín, kannski finnst einhverjum að ég hafi alltaf verið svín ;).
Annars er allt við það sama hérna hjá okkur “sofa éta vinna” sama rútan dag eftir dag með smá surprice uppákomum frá skútunni.
Þar sem ég er að verða uppiskroppa með b...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Foggy::..
Það liggur þoka yfir þúfunni í dag og hálfgerð værð yfir öllu, veiðin er róleg hjá okkur og lítið að frétta af öðrum skipum.
En það þíðir sjálfsag lítið að leggjast í barlóm og sjálfsvorkun það hefur engum hjálpað hingað til ;). Svo að við brosum framan í heiminn og bíðum eftir að fá hið sama til baka frá honum.
Þetta er nú það helsta sem ég hef til málana að leggja í dag, ekki mikið en viðleitni samt.
Hér er svo einn fyrir brosvöðvana:
Bóndinn við konu sina:-Mikil skelfing er að sjá þig manneskja.
Þú ert öll a þvervegin. Þú minnir mig a Rúllubaggavél.
Um kvöldið þegar tau eru háttuð vill bóndi lata vel að konu sinni
en hún bregst hin versta við.
-Hvað er nú að þér? Ertu dauð úr öllum æðum manneskja?
Konan:-Nei nei. Mér finnst bara ekki taka því að starta heilli Rúllubaggavél fyrir eitt STRÁ....
Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur og passa ykkur fyrir öllu vondu og ljótu.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sixty five::..
Það markverðasta við þennan drottins dag er að í dag er pabbi sextíu og fimm ára og óska ég honum hér með til lukku með daginn.
En svo við snúum okkur nú að alvörunni þá held ég að ég geti staðfest að dagurinn í dag er ekki fiskidagurinn mikli, og verð ég að bregða fyrir mig færeyskunni til að lýsa ástandinu “eyngull í reif”.
En veðrið er gott og við höfum nóg að bíta og brenna.
Vélstjórunum berast sífellt fleiri og fleiri þrautir til úrlausnar og sýnist mér að það sé aðal hamingjuefni skútunnar ef hún getur haldið þeim kófsveittum og örvæntingarfullum ;), smekklegt innræti það, en við erum víst misjafnlega innréttuð.
Sólin hefur bakað niður í allan dag og áhöfnin hefur þurft að hlaupa um í logninu til að ná nógu súrefni úr andrúmsloftinu, já þetta er þriðji góðviðrisdagurinn sem heiðrar okkur með nærveru sinni í röð.
Nú er ég uppiskroppa með enskunámsefni svo að ég smelli inn nokkrum vögguvísum í staðinn ,)..............
Fljóð er vissu komu karls
kvað við...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Djísus kræst::..
Þokkaleg veiði hjá okkur í gær.
Veiðivíman entist samt ekki lengi því að skútan tók bilunarsóttina í gærkvöldi og fór þá spilkerfið að leka lífsvökva sínum, var allt gert sem í vélstjóranna valdi var hægt til að stöðva blæðinguna en það gekk hægt. Á endanum hafði öll nóttin og morguninn farið í bras við að skítmixa þetta saman, og þá var loksins hægt að kasta druslunni ;).
Eitthvað er nú rólegra yfir veiðinni í dag og skipaflotinn sem hér var í gær er nú dreifður um allan sjó í leit að rækjutussunni “ÚBBS!” þetta var kannski óviðeigandi.
En það er ekki allt alslæmt því að veðrið í gær og dag hefur verið frábært og slær það aðeins á vonbrigðin yfir þessum eilífu bilunum.
Djísus kræst ég er ekki enn búin að ná mér yfir fínu sænginni minni sem ég hafði svo mikið fyrir að velja í Reykjavík síðastliðin vetur, hún var búin að veita mér yl og hlýju á köldustu dögum vetrarins, og oft var það eina sem maður beið eftir að komast undir sæng eftir eitthvert brasævintýrið ...