..:: Köttur út í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri::..
Jæja loksins loksins erum við lagðir af stað í land, enda er þetta er orðið ágætt í bili.
Það er einhver kaldaskítur á okkur og það mætt ganga örlítið betur, en vonandi verðum við ekki mikið of seinir í höfn :). Það spáir einhverri brælu á okkur á morgun, norðvestan og síðan vestan 8-9 á beufort. Þessi veðurófriður ætlar að fylgja okkur alla leið í land, það á ekki að sleppa af okkur takinu fyrr en í fulla hnefana :). En við erum orðnir sigggrónir fyrir brælum og látum þetta ekki setja okkur út af laginu :).
Annað er ekki í spilunum hjá okkur í dag.
Eigum við ekki að bæta við einni broshrukku?
Jónas póstburðarmaður var að hætta að bera út póst í gamla hverfinu Sínu. Honum til mikillar gleði, var tekið á móti honum i hverju húsi og honum þakkað fyrir góð þjónustu síðustu árin. Jafnvel voru honum gefnar gjafir i stöku húsi. Þegar hann kom að húsi einu kom húsfreyjan á móti honum, hún bauð honum inn og inn í sv...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sipp og hoj::..
Þegar ég vaknaði í morgun var allt hljótt í dollunni, hovedmotoren var dauður en þegar Strumpurinn var búin aðstrjúka honum og klappa í fimm klukkustundir þá hrökk mótorinn af stað og hefur malað síðan 6-11-14.
Það er nú alveg á mörkunum að það sé skriftfært í dollunni í dag, blíðuveður en þung alda.
VélaStrumpurinn varð eitthvað þreyttur á veltingnum og ákvað að dæla olíu milli einhvera tanka, ekki veit ég hvað gerðist, hvort dollunni kítlar svona agalega? Allavega höfðu þessir tilburðir Strumpsins þveröfug áhrif. Þegar ég var alveg búin að fá mig fullsaddan af látunum fór ég og bað háttvirtan Strump um að leiðrétta þessi mistök hið snarasta.
Þeir sátu allir rauðeygðir og svekktir í borðsalnum englarnir mínir, enda getur engin sofið í þessum hamagangi. En það þarf svo sem ekki að fjölyrða meira um þetta :).
Annað kvöld ætlum við að snúa rassgatinu í þetta vindblásna hundsrassgat og þeysast í átt að landi.
En verðum við ekki að grafa einn upp fyri...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Styttist hratt núna::..
Það er frekar lítið að segja héðan í dag, veðrið er til friðs og það virðist sem þeim sé að fjölga góðviðrisdögunum. Kannski er vorið að koma? Annars er það nú vaninn hérna að mestu lætin séu úr þessu í endaðan febrúar :).
Við eigum eftir tvo veiðidaga áður en langþráð landstím tekur við, það hefur verið smá vonarneisti í þessari veiði hérna síðustu daga svo það eru einhverja blikur á lofti um betri tíð með blóm í haga. Kannski drýpur smjör af hverju strái áður en langt um líður :).
Flugáætlunin okkar Tona er komin í loftið og er það enn og aftur í gegn um Bandaríkin :(, St.Johns - Halifax Halifax- Boston og Boston Keflavík og gert er ráð fyrir að FI 632 lendi í Keflavík klukkan 06:40 Fimmtudaginn fjórða mars.
Það mætti halda að þessar rækjupöddur hérna ynnu hjá Íslenska ríkinu, þær eru bara við frá 9-5 :(, það er ekki beint gott að eiga við þetta :).
Verð ég ekki að gramsa upp einn fyrir brosvöðvana?:
France and the USA
A French man is ha...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Galtóm fata::..
Það hefur verið margt nýtt að hugsa um síðan í gærkvöldi, ekki mátti hausinn á mér nú við því en vonandi hefst að vinna út úr þessu eins og öðru. Ruslafatan mín var orðin kúffull og ég hellti náttúrulega úr henni yfir þann sem síst átti það skilið, en við því er ekkert að gera og maður verður að lifa með mistökunum. "Sá sem aldrei gerir mistök gerir aldrei neitt!" :) en nú er fatan galtóm svo hægt er að byrja að safna í hana aftur.
Ég er búin að gefa ljósgjafanum dánarvottorðið fyrir þessa veiðiferðina, en strumpurinn er eitthvað að reina að mæla og spá.
Ég er eiginlega galtómur í dag og hef lítið til málanna að leggja.
Bið Guð að geima ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Verkfall ljósgjafans::..
Héðan er lítið að frétta þennan daginn, ljósgjafinn er enn í verkfalli og veslings vélStrumpurinn er að verða uppiskroppa með hugmyndir um hvað eigi að athuga næst. Maggi er búin að vera honum innanhandar í þessu veseni og haft milligöngu til hinna mestu rafmagnsfræðinga, en þrátt fyrir allt þá er engin lausn á vandamálinu fundin :(.
En ég get ekkert gert og maður reynir bara að lifa með þessu, meira er ekki hægt að gera. Við Kiddi höfum verið með DVD sýningar eftir vaktina síðastliðin kvöld og reikna ég með að við höldum því áfram næstu kvöld eða meðan efnið endist :). Það er ágætis tilbreyting að gleyma þessu eilífa basli yfir einni mynd eða svo. Í gærkvöldi byrjuðum við á seríu með Indíána Jones, hann var ekki í vandræðum með að leysa vandamálin, spennandi verður að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur í kvöld.
En ætli maður verði ekki að gramsa aðeins i skemmtilegunum og athuga hvort ekki megi klístra einhverju broslegu á skjáinn :).
Fyrrver...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Syndauppgjörið endalausa::..
Það er hvorki hægt að hlægja eða gráta yfir þessu lengur, bilanir og vesen virðast vera orðnir fastir liðir hjá okkur.
Alla útleiðina var veslings Strumpurinn að berjast við bilanir og enn sér ekki neitt fyrir endann á þeirri bilanarunu, þegar einn hluturinn lufsast af stað þá stoppar sá næsti. Nýjasta uppákoman er að annar ljósmótorinn hætti skyndilega að framleiða handa okkur rafmagn, það eitt og sér gerir það að verkum að dósin er hálflömuð af orkuskorti :(.
Ekki veit ég hvað við höfum gert af okkur til að verðskulda þessa helreið en sjálfsagt kemur það í ljós síðar, en þessa dagana hlýtur að grynnka hratt á því sem maður á óuppgert við þann sem öllu ræður.
En maður er að verða búin að fá nóg af þessu bulli í bili, vonandi fer þessu bilanaveseni að linna. Eina ljósglætan í öllu þessu myrkri er að við eigum löndun fyrsta mars, á það hálmstrá hengir maður geðheilsuna og góða skapið :).
En það þíðir víst ekkert að vera með einhverja skeif...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Konudagurinn?::..
Ef ég er ekki orðin algalin þá er konudagurinn í dag, í tilefni þess óska ég öllu kvenkyns til hamingju með daginn.
Af okkur er lítið að frétta annað en að við erum byrjaðir að berjast í rækjuslagnum aftur, ekki er annað að heyra en það hafi lítið breyst í fjarveru okkar og veiðin er í lámarki :(. En veðrið er gott svo að það þarf ekki að kvarta yfir því, og bráðliðug dósin er hin rólegasta í dag.
Hérna er svo einn ágætur í tilefni dagsins:
Einu sinni lenti kvenkyns heilasella á einhvern furðulegan hátt og af einhverjum furðulegum ástæðum inn í höfuð karlmanns Hún synti um heilasvæðið og litaðist um taugaóstyrk, en þarna var ekki nokkur hræða. Halló kallaði hún en ekkert svar "er einhver hérna?" ekkert svar, hún fór að verða hrædd og kallaði hærra og hærra en ekkert svar barst. Nú var kvenkynsheilasellan orðin logandi hrædd og gargaði af öllum lífs og sálarkröftum "halló er einhver hérna?" Þá heyrði hún rödd sem barst langt að ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Lipurtá með kláðamaur::..
Það er ekki hægt að segja annað en að dollan hafi verið frelsinu fengin eftir að hafa þurft að liggja þæg og góð við bryggjuna í tvo daga, hún leifði okkur alveg að finna það að hún ætti inni smá hreyfingu og ólmaðist eins hún væri með kláðamaur um leið og hún slapp út fyrir St.Francis. Það var mikil gleðin fyrir dolluna að sleppa út úr lygnum flóanum, mér finnst að hún megi spara aðeins við sig lipurðina, en hún ræður bara ekki við þetta blessunin:).
Það er ekki tekið út með sældinni að vera vélaStrumpur á þessari dollu! Seinnipartinn í gær þegar Strumpurinn var að huga að nýlæknuðu frystikerfinu neitaði önnur frystipressan að fara af stað, hún gaf sig ekki með það fyrr en eftir hádegi í dag. Á þeim tímapunkti var veslings Strumpurinn orðin rauðeygður og vonleysissvipur geislaði af þreytulegri ásjónu hans, vandamálið virðist hafa legið í einhverjum vír sem dollan var búin að skaka og hrista úr sambandi í hamingjulátunum yfir því að vera sloppin frá ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Veðurtepptir í St.Johns::..
Gærdagurinn gekk þokkalega fyrir sig, við byrjuðum á því að taka olíu og um leið var gert við frystikerfið. Vonandi verður frystikerfið til friðs 6-11-14 bank bank.
Það spáði kolvitlausu veðri og það leit ekki vel út með flugið hjá nýja vélstjóranum, verðuútlit var slæmt og hann átti ekki að lenda fyrr en á miðnætti að staðar tíma.
Upp úr hádegi skruppum við Kiddi yfir til St.Johns til að hitta umboðsmanninn okkar og versla aðeins, það var ágætis veður á leiðinni en smá skafrenningur á köflum. Ekkert sem maður hafði ekki séð áður og þetta hefði ekki þótt mikið á Íslandi :). Þegar við vorum búnir að hitta umbann skruppum við til North Atlantic Marine en þeir sjá okkur fyrir öllum varahlutum í veiðarfæri og þessháttar, þar voru okkur gefnar þessar fínu flíspeysur merktar fyrirtækinu.
Svo fórum við og keyptum okkur lesefni og nokkrar DVD myndir, nú var okkur ekkert að vanbúnaði að halda til baka og lögðum við í hann. Við vorum rétt komnir upp á ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sjúklingurinn er lagstur að bryggju::..
Jæja þá er fársjúk dollan komin í land, við bundum klukkan tíu að staðartíma í morgun. Strumpurinn fann lekan í morgun svo að hægt var að ganga beint í að gera við hann og aðra leka á frystikerfinu, en ein pípa þurfti að fara yfir til St.Johns í endurhæfingu og kemur hún aftur í fyrramálið.
Ég skrapp yfir í Arnarborgu í morgun og kom MaxSea plotternum á lappirnar fyrir þá og setti upp kortin, það var létt verk og löðurmannslegt og frítt eins og öll aðstoð sem ég hef veitt þeirri ólukkudós.
Í fyrramálið verður svo pumpað einum bíl af olíu á dolluna og frystikerfið fyllt af freoni og keyrt upp, þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði að sigla. En það þarf að bíða eftir vélstjóra sem kemur út seinnipart á morgun.
Svo eru þeir að spá á okkur einhverju fárviðri svo að það gæti verið að við dokuðum aðeins við meðan mesti blásturinn gengi yfir.
Ég skrapp í mollið og fyllti á sælgætisbyrgðirnar fyrir stubbinn, svo strumpurinn ætti að hafa ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skák og mát::..
Hún mátaði mann alveg í gær dollan þegar frystikerfið fór allt úr lagi, strumpurinn er búin að liggja yfir því síðan snemma í gær en vandinn finnst ekki. Um hádegisbilið í dag hjökkuðum við svo af stað í land með öngulinn í rassgatinu, það er ekkert sem finnst út úr þessu og ekkert annað til ráða en landstím :(.
Mér var hugsað til litlu systir minnar í hitanum á Spáni þegar við vorum að norpa í gauðrifnum safngripnum á dekkinu seinnipartinn í gær, allt kolfrosið og ógeðslegt. En það er með það eins og allt annað, það hafðist saman fyrir rest og nú eru þessar dillandi fínu fyrstu spólur í undirbyrðinu. Já helvísk druslan þurfti endilega að rifna eina ferðina enn, en þetta er víst sjarminn við þetta og manni finnst ekki mikið til þessa rifrilda koma þegar maður spólar til baka í minninu og horfir á fyrstu túranna sem ég fór til sjós. Annar túrinn sem ég fór til sjós var um borð í Hólmanesinu, við vorum á gaurunum svokölluðu og það var rifið í hverju einast holi,...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kalt::..
Hann er kaldur á okkur í dag -7°C og létt ísing, það er bara einn hitarúða í framkantinum brúnni svo að það er bara útsýni út um einn glugga. En inni er hlítt og gott og engu yfir að kvarta :).
Strumparnir voru búnir að ná að snúa föstu dælunni með kúbeini,og svo hamaðist vélgæslustrumpurinn á kúbeininu í alla nótt. Það á að setja mótorinn við í kvöld og sjá til hvort hann getur ekki rifið þetta af stað, ég reikna með að þeir félagar signi yfir dælugarminn og fari með tólf maríubænir hvor áður en flugeldasýningin hefst. Ég bíð spenntur eftir niðurstöðunni :).
Það er ekkert gaman að vera vélaStrumpur á dollunni í dag, ekki nóg með að þessi dælufjandi sé að hrekkja þá heldur er frystikerfið í einhverju stríðnisstuði líka og gerir allt sem það getur til að gera þeim lífið leitt :(.
Systir mín sendi mér nokkra brandara í morgun, það er alltaf úr meiru og meiru að moða til að hengja á bloggið :). En hér kemur sá sem mér fannst bestur:
Íri, Englendingur og Skoti sit...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Klofblautir dekkenglar::..
Það er alveg brennt fyrir að ég geti komið einhverju á blað þennan Guðsvolaða laugardag, en verður maður ekki að reina að troða einhverjum stöfum á þetta blogg er það ekki?
VélaStrumparnir eru að basla við einhverja lensidælu sem hætti að snúast í byrjun túrs, þeir reyndu eitthvað að stauta í þessu þegar hún stoppaði en gáfust fljótlega upp við það og settu málið í salt. Seinna var bætt á hana olíu með von um að hún losnaði með tíð og tíma, en við síðustu athugun var engin breyting á ástandi dælunnar "hún var enn kolföst", ekki kemst meiri olía á dælugarminn svo að greinilegt er að frekari aðgerða er þörf ef hún á að snúast aftur. Nú held ég að það standi til að beita hugarorkunni og andlegum þvingunum með von um að það dugi til að koma helvískri pumpunni af stað :). Þangað til einhver lausn finnst í þessu dælumáli verða dekkenglarnir mínir að standa klofblautir í vinnslunni, en það er ljós í myrkri þeirra að viðveran á millidekkinu hefur ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Endapunkturinn fundinn::..
Í gær var smá veiðivottur sem fyllti mann bjartsýni en það varð svo ekki neitt úr því og það er bara ræfill hjá okkur í dag, allt komið í sama farið :( Já það fer að verða fátt sem kemur manni á óvart í þessari vitleysu hérna, maður getur verið nokkuð viss um að maður fær öngulinn á kaf í rassgatið þegar maður opnar augun á morgnanna.
En það þíðir ekkert að súta það þetta er bara svona, túrinn styttist óðfluga og yfirvélStrumpurinn tilkynnti mér hátíðlega í gær að vélasamstæður dollunnar hljóðnuðu vegna næringarskorts föstudaginn 27febrúar. Ætli það verði ekki betra að vera búin að binda dósina áður en sú stund rennur upp?. Samkvænt þessari spá Strumpsins þá eru ekki eftir nema 12-13 dagar, svona eftir því hvernig á málið er litið. Það væri haugalýgi ef ég segði að ég hefði tárast yfir þessum fréttum, innst inni var þetta mikill léttir. Það er alltaf erfitt að koma með lélegan túr að landi en það verður bara að horfast á við þá staðreynd og taka því...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
13. febrúar 2004
..::Angóru auga::..
Þær voru sjokkerandi fréttirnar í hádeginu í dag, "morð á Neskaupstað" ég hélt í fávisku minni að þetta væri fyrsta apríl gabb en við nánari athugun var bara 13febrúar, enda var þetta ekki í anda aprílgabba. Þetta var eitthvað svo óraunverulegt, en þetta er Ísland í dag og ekkert sem ég get við því gert :(.
Það er búið að kyngja niður snjó síðan í gærkvöldi, eða réttara sagt gengið á með éljum. Enn er þó fært á alla helstu staði dollunnar, og ekki þurfti að moka mig út í morgun :). Ef það væri ekki þessi snjókoma þá væri líklega fínasti þurrkur í dag, svona vinnukonusvali eins og kerlingin orðaði það. Á nútímamáli er bara sagt 15-20m/s það er allt sem segja þarf :)
Rækjupöddunum snjóar ekki niður á botninn í dag frekar en aðra daga og gengur þetta "spakliga" fyrir sig eins og þeir segja Færeyingarnir. Ég veit ekki hvaða vörpungur hentaði best til þessara pödduveiða þessa dagana á Flemish, en þetta antik sem við erum að ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Afmæli kokksins::..
Það er rólegur dagur hjá okkur í dag, vestan kaldi en ekkert til að vera að væla yfir. Siggi á Taurus kom og sótti kostinn í gærkvöldi, þetta komst yfir í fimm ferðum í tuðrunni hjá þeim og gekk alveg dillandi enda veðrið með því besta sem sést hefur á þessu ári.
Kokkurinn á afmæli í dag og var hinn kátasti með daginn, ég var búin að setja afmælisdaga allrar áhafnarinnar inn í minnistöfluna í tölvunni svo það poppar upp á skjáinn þegar einhver á afmæli. Þannig að hér um borð tekst engum að halda afmælinu sínu leyndu. Á miðnætti var prentað út blað sem á stóð "Happy birtday Vadim" og hengt upp í eldhúsinu svo þessi viðburður færi nú ekki fram hjá neinum. Ég er ekki frá því að kokkurinn hafi stækkað um einhverja sentimetra í nótt
:) og í tilefni dagsins bakaði afmælisbarnið snúða handa gestum og gangandi.
Ég spjallaði aðeins við stýrimanninn á Artic Viking áðan, hann vill kenna þessum þrálátu vestanáttum um aflabrestinn á bleyðunni "hesar ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Blíða með Bjéi::..
Í dag er BLÍÐA með stóru Bjéi, að öðru leiti er ekkert breitt.
En blíðan ein og sér gerir það að verkum að allir brosa hringinn og eru
hinir ánægðustu með lífið um borð í dollunni.
Það eru aftur á móti engin teikn á lofti um að rækjuveiðarnar séu á uppleið
hérna á hattinum og enn dregur úr því litla sem verið hefur, ekki veit ég
hvert þetta er að þróast en það er langur vegur frá því að hér ríki
bjartsýni hjá mönnum um framtíð veiðanna hérna. En þetta kemur allt í ljós
með tíð og tíma.
Ekki man ég hvort þið voruð búin að lesa þennan en hann stendur alltaf fyrir
sýnu svo ég dembi honum á ykkur :).
Two old ladies were chatting one day. They were talking about this and that
and the subject finally got around to sex. The first old lady said she
enjoyed sex now just as much as ever. The second old lady was surprised and
asked her what her secret was. The first old lady said when she hears her
husband pulling the car into the garage she hurri...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Endurtek::..
Endurtekning, þetta er sífelld endurtekning á því sama hjá mér, endalaus
bræla sem engan enda ætlar að taka. Ég hélt bara að þetta væri ekki hægt og
það hlytu að koma einhverjir góðir kaflar inn á milli, en aldeilis ekki
þetta helv.... virðist endalaust :(.
Þetta er tíðindalítið hjá okkur og gengur lífið hér um borð helst út á að
halda sér föstum með kjafti og klóm. Svo poppar upp eitt og eitt vandamál
sem þörf er á að leysa, það nýjasta var að það sprakk ofn í brúnni og
fosslak, þá var gott að vélastrumpurinn var lærður pípari svo fljótlegt var
að blinda lagnirnar, í framhaldinu sveif kolrústaður ofngarmurinn í hafið og
endaði á 262m dýpi í Breidd 47°14.9N Lengd 045°334W ef einhver hefði áhuga á
að nýta sér málminn :).
Og enn bíða kostbrettin fjögur á dekkinu. Matvælin sem við tókum með okkur
út fyrir Ontiku, hún fór heim og þá átti Eldborg að hirða góssið, Eldborg
bilaði og fór í land í gær svo Taurus er komin á lista yfir þá sem ágirnast
góssið. E...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vatnslaust!::..
Í gærkvöldi hafði veðurguðinn blásið mestu vonskunni úr sér og gerði þá þokkalegasta veður, en hún valt maður minn lifandi. Það má segja að dósin hafi sýnt á sér nýja hlið í gær hvað velting varðar, því hún sló öll fyrri met og þóttist maður góður að ná að halda sér þegar verstu aríurnar gengu yfir, en allt tekur enda og þetta veltuæði var að rjátla af dósinni í morgun.
Þegar ég vaknaði í morgun var norðvestan gola og kafaldssnjókoma. Það var eins og það hefði verið breitt hvítt teppi yfir dolluna og allt var svo hreint og fínt á að líta, það eina sem skyggði á morgungleðina var að dósin var nánast á hliðinni. :(.
Anton æðstistrumpur æddi um allt í leit að opnum krana, annar vatnstankurinn var galtómur og það stefndi í að vantið úr hinum tanknum hyrfi sömu leið ef vandamálið fyndist ekki. En strumpurinn fann vandamálið fyrir rest og gat stöðvað rennslið ;), samstarfsmaður hans úr mótorhúsinu hafði verið að bæta vatni á höfuðmótorinn og gert það fyrir næstu ár...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Dansi dansi dollan mín::..
Hún rúllaði og skoppaði í nótt, og klukkan 07:00 gafst ég upp á að reina að skorða mig í fletinu og druslaðist fram úr. Við vorum rétt nýbúnir að hífa og vantaði tvær fyrstu spólurnar í safngripinn. Það var ekkert annað í stöðunni en að galla sig og fara að gera við drusluna :). Kiddi og trollmeistarinn voru með mér í þessu og svo var flaggarinn nýttur í að setja í nálar, þetta gekk prýðilega og var allt komið saman klappað og klárt klukkan 10:30. Við eigum alltaf klárar fyrstur tvær spólurnar svo að það er fljótlegt að henda þessu í, en mér þótti þetta eitthvað skrítið þegar ég var að sauma netið í. Þetta var samansett úr hinum og þessum renningum og partur var eins og það hefði rekið á fjöru fyrir margt löngu, þessi spólusnið eru á könnu trollmeistarana og í þeirra verkahring að eiga þetta klárt. Ég fer að spyrja Kidda hvort þetta sé úr einhverjum afgöngum, hann brosir og bendir á netið sem var allt í þornuðum þara og sagði, við fengum þetta upp með ...