Föstudagur 6.ágúst 2004
..::Fellibylur::..
Það var adeins smá veiðivottur hjá okkur í gær og í dag en hún er smá blessunin.
Hitinn er svipaður og verið hefur svo að maður er eins og sveittur grís alla daga, það brunaði fram hjá okkur fellibylur í morgun en við urðum lítið varir við hann þótt aðeins hafi blásið. En það hefur sennilega verið bölvaður ruddi aðeins sunnar því að það reif upp haugasjó.
Ég er búin að vera að brasa í Inmarsat-C tækinu í dag, það horfði orði illa fyrir skóglendi veraldar ef ekki hefði verið hægt að stemma stigu við pappírsausturinn sem græjan bunaði út úr sér nánast viðstöðulaust, Á endanum fann ég þetta fína forrit sem er arftaki gamla náttúruskelfisins og heitir "Thrane & Thrane easyMail 1.6", þegar búið var að stilla þetta forrit eftir kúnstarinnar reglun þá horfir betur fyrir regnskógunum :) ásamt því að allt viðmót og vinna er mun notendavænni en gamla Capsatforritið sem var að gera mig brjál.
Fiskidagurinn mikli, er að ég held á Dal...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Upp & niður::..
Það er ósköp fátæklegt og lítið um þennan dag að segja, maður rúntar um með trolldrusluna í rassgatinu og vonar að það takist að klófesta einhverjar rækjupöddur.
En það er með rækjuveiðarnar eins og fiskveiðar, þetta gengur upp og niður og svo óheppilega vill til á þessari bleyðunni að nú er þetta "NIÐUR" en ekki "UPP".
Það er sumar á hattinum og yfirborðshitinn á sjónum er 16-18°C, hér lyggur þokan meira og minna yfir öllu eins og teppi, rök hitasvækjan er kæfandi og maður er rennsveittur frá morgni til kvölds. Kannski væru þetta kjöraðstæður fyrir asmasjúka ellilífeyrisþega :).
Athugandi fyrir ferðaþjónustuna að huga að því, "hressandi ferð á Flæmska Hattinn":):) einhvern vegi þannig gæti þetta litið út í auglýsingarbæklingnum. En ekki meira um það.
Klukkan tifar áfram á sama gamla hraðanum og dagarnir líða einn af öðrum, hver með sínum uppákomum og viðfangsefnum...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Suðurkantur::..
Erum í suðurkannti að rembast við að snara einhverjar rækupöddur með dapurlegum árangri. Ljósi punkturinn þennan daginn er veðrið, sól og sumarblíða.
Flaggarinn hefur sofið uppi á brú í allan dag, hann mætti rauður eins og tómatur rétt áðan til að leysa mig af í mat, ég vona að karlgreyið fái ekki sólsting.
Annað er ekki að frétta.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Minn tími mun koma!::..
Frekar lágt á manni risið í dag, allt í tómu basli og veseni, fast rifið slitið og á tímabili voru bæði trollin á sjúkrahúsinu. Já það er ekki hægt að segja að ógæfuhjólið snúist manni í vil þessa dagana, en það hítur að koma að því. Maður verður bara að gera orð Jóhönnu að sínum og segja og meina "minn tími mun koma!"
Það er lítið annað að segja, aflinn er í samræmi við brasið á okkur, en þetta er keimlíkt út um alla þúfu, lítið um að vera og dollurnar dreifðar um megnið af þúfunni, og allir eru að leita að rækjunni sem ekki vill láta veiða sig, kannski er hún í sumarfríi hver veit?
En hér er einn glænýr :):):):)
Palli litli spurði mömmu sína af hverju brúðin væri í hvítum kjól í brúðkaupinu?
Mamma hans sagði að það væri af því að þær væru hreinar meyjar.
Ekki skildi Palli litli alveg svarið svo að hann ákvað að spyrja pabba sinn sömu spurningar. Nú eins og þú veist Palli minn þá eru öll heimilistæki hvít!........svaraði pabbi hans...:)
K...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rykmý::..
Litið að segja um þennan dag, og ekkert í boði nema rækjupöddur á stærð við rykmý.
Skipin eru dreifð um allan Hatt en engin hefur fundið rækjukökkinn enn :(.
Já gæðum lífsins er misskipt þessa dagana, en vonandi rætist úr þessu áður en langt um líður
Vona að helgin hafi verið ánæguleg hjá ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Pakkaafgreiðsla & Eldskírn::..
Kiddi frændi kom á tuðrunni og sótti blaðapokann sinn og einhverja varahluti fyrir Borgina í gærkvöldi, ég var búin að lofa Kidda að mæta með kassa af KIT KAT súkkulaði en það var svo freistandi að ég var búin að éta allt nema eitt stykki áður en hann kom :), hann fékk þó eitt stykki svo að þetta voru ekki tóm svik ;).
Kiddi stoppaði stutt við síðuna hjá okkur en við réttum dótið niður til þeirra og með það voru þeir horfnir út í sortann.
Það er aldeilis eldskírnin sem maður fær núna með því að hitta beint í þessa ördeiðu, ekki hjálpar manni að það er búið að vera tómt bras á þessu hjá mér síðan við mættum á þúfuna. En maður lifir í voninni um að þetta skáni lagist þegar líður á túrinn :) er ekki sagt að fall sé faraheill eða hvað?
Vona að heilladísin fari að strá yfir okkur öll hamingju og gæfu.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Laugardagur 31.7.2004
..::Stillingaratriði::..
Jæja þá erum við Janis flaggari búnir að æfa okkur aðeins með flottroll :), köstuðum klukkan fjögur í nótt og hífðum klukkan tíu, það var búið að vera eitthvað ástand á þessu hjá karlinum, trollið sat illa og vildi helst ekki vera í botni, gapti eins og þarstarungi sem bíður eftir æti án nokkurrar skýringar.
Við vorum búnir að ausa á þetta vír, komnir hundrað faðma fram yfir tvöfalt en alltaf var þetta eins og flugdreki og rétt tillti í botninn, humm hvað er eiginlega í gangi hugsaði ég og kippti dræsunni upp eftir stuttan drátt og fórum við Reynir vinnsla yfir trollið og hlerana en fundum ekkert að, helst að hlerarnir voru lítið dregnir. Gerðum smávægilega breytingu og skutum dræsunni í kolgrænt djúpið aftur, en allt var við sama, djö maður djö.
Mig grunaði að autotrollið væri að telja vitlaust út svo að ég gramsaði eftir bæklingnum, þegar hann var fundin fann ég þær stærðir sem áttu við í uppsetningu autotrollsins og fór yfir þær,...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Heldur hitnar undir og yfir okkur :)::..
Bongóblíða með sól og hita. Það hefur verið að smá hitna siðustu daga og nú er maður komin í þessa heitu röku veðráttu sem yfirleitt hangir yfir þúfunni á þessum árstíma. Þokan hefur ekki sést enn, en hennar er sjálfsagt skammt að bíða.
Þegar þetta er skrifað erum við að síga upp austurkanntinn á þúfunni með stefnuna suðvestur og ekki stendur til að slá af fyrr en suðvestan á þúfunni. Fyrsta skipið sem við sáum var Spanjóli sem var að rembast við Grálúðu á 580fm norðaustan á hattinum, honum til fylgdar var eitt NAFO eftirlitsskip og virtist fara vel á með þeim félögum ;).
Flest rækjuskipin eru vestan á hattinum en rækjukvikindið er smátt og lítið af henni þessa dagana :(, einhver skip skönnuðu norðurendan með afleitum árangri í gær, litill afli og svart af tamíladrullu.
Það litla sem ég hef heyrt er grátur og gnístan tanna og menn keppast við að harma sitt hlutskipti, þetta er nóg um flæmsku sívæluna í bili.
En einn að lokum fyrir skemm...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Spámaður::..
Ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að hreppa brælur á leiðinni niður á hatt á þessum árstíma, þá hefði ég brosað og lagt lítin trúnað í þá svartsýnisSpá. En öllum að óvörum er þetta raunin :(.
Í gærkvöldi var komin drullubræla af suðvestan svo ég mátti gefa eftir af framdrifi skútunnar og keyra spakliga á mót veðrinu, þessi drullugustur lá svo yfir okkur í alla nótt og fór ekki að ganga niður að neinu viti fyrr en í morgun. Núna seinnipartinn er svo komið þokkalegt veður og ferðahraðinn orðin ásættanlegur.
Það er ekki hægt annað en að dást að því hvað útsendingar ríkisútvarpsins nást langt á FM 89,1 það er þokkalegt samband á því enn 920sml suðvestur úr Reykjanesi, að vísu er aðeins farið að bera á smá surgi með en samt heyrist þetta ótrúlega vel, ég hélt í fávisku minni að þetta rétt næðist næst ströndum landsins. Það væri ekki slæmt ef NMT og eða GSM sambandið hefði þessa langdrægni :):).
Og ekki eru þær upplífgandi fréttirnar af þúfunni, skid og ingenti...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Gengið á hafinu::..
Þetta er ósköp andlaust hérna hjá okkur á leiðinni niðurúr eins og einhver orðaði það.
Dekkenglarnir tóku veiðarfærið og gegnumlýstu það frá a-ö í dag, það ku vera í besta standi eftir yfirhalið svo ekki verður hægt að kenna því um ef illa gengur :).
Rækjuflokkunarmaskínurnar voru að renna saman en það er verið að leggja lokahönd á þann verkþátt í dag og ég tel að því sé lokið í þessum töluðu orðum.
Fátæklegar fréttir bárust mér af hattinum, Hrafn arftaki minn á Dollunni(Erlu) orðaði þetta svona í fréttaskeyti sem hann sendi mér í morgun "ekki er hægt að segja að við séum að kafna úr afla! Ef maður reinir að fá rækju sem telst undir 300stk/kg þá fær maður lítið".
Við mættum Atlas í gærkvöldi en Jói Gunn var á heimleið með bilað togspil, hann var ekkert frekar á bjartsýnisbrókunum en Hrafn, tjáði mér að hann hefði fengið algjört hnerriduft á norðausturhorni hattþúfunnar og orðið svo um að hann keyrði í fjórar klst til að komast sem lengst frá óþve...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Bara blíða::..
Jæja þá er komið þokkalegt veður á okkur, þ.e.a.s hafflöturinn er orðin ágætlega sléttur, hægur vestsuðvestan andvari svo nú rennur dósin áfram á blússandi ferð, það mætti samt vera aðeins heitara en þessar 12°C sem okkur eru úthlutaðar núna, en það er víst ekki hægt að fá allt í einu ;).
Við erum smátt og smátt að yfirgefa hina björtu heimskautanótt sem einkennir Ísland á þessum árstíma, mikill munur á hverju kvöldinu sem líður, ætli það verði ekki bleksvartsvart myrkur á okkur í kvöld?.
Blessaðir dekkenglarnir eru að leggja síðustu hönd á málingarvinnuna á millidekkinu og er gólfið orðið glansandi og fínt, önnur englahjörð standsetti hlerana og lásuðu saman vírum og keðjum í þeim eftir kúnstarinnar reglum. Já það er í mörg horn að líta og alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera. Í gær þrifu þeir skipið hátt og lágt eftir landleguna :).
Ég hef lítið heyrt af Hattinum en skylst að það sé frekar rólegt yfir veiðinni og pöddurnar eru víst frekar fjöldalegar ef þæ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hvar er sumarið?::..
Ég hélt að það væri sumar en veðrið samræmist samt ekki þeirri árstíð :(, það er bræluskítur á okkur beint í nefið og gengur rólega á móti þessum garra.
11°C hiti og 18sml eftir að 200sml landhelgismörkunum klukkan 19:00.
Það er svo sem ekkert meira um þetta að segja.
Vona að veðrið leiki við ykkur :):)...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Siglum seglum þöndum::..
Í gær lallaði ég yfir í suðurbæjarlaugina, synti nokkrar ferðir dormaði í pottinum skellti mér í gufuna og bakaði mig dágóða stund á sólbekk í blíðunni.
Þegar ég kom svo um borð aftur var búið að fresta öllum tilraunum til morguns :(.
Í gærkvöldi fékk ég mér svo langa kvöltgöngi í blíðunni og virti skipin í höfninni fyrir mér, það er mikil umferð í þessari höfn og margvísleg skip sem sækja þjónustu til Hafnarfjarðar enda er þar ein besta hafnaþjónusta sem klakinn bíður uppá.
Ég þjófstartaði svo aðeins á blaðapokanum frá mömmu áður en ég sveif á vit draumalandsins.
Sunnudagur til sælu.
Vaknaði klukkan átta í morgun en kúrði svo þangað til að ég heyrði aðalvélina fara í gang. Klukkan tíu renndum við svo út úr höfninni í fyrstu prufu dagsins, það gekk þokkalega og nú voru menn sáttari við gripinn, búið var að binda upp úr tólf.
Það þurfti að fínstilla einn strokk og taka svo aðra prufu. Slepptum klukkan tvö í prufu tvö þennann daginn ;), nú voru allir ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Fínisering og styllingar::..
Flaug suður á fimmtudagskvöld, Gunni sótti mig út á völl og keyrði mig yfir í Hafnarfjörð með smá stoppi á Kentucky Fried þar sem við gúffuðum í okkur nokkrum kjúklingabitum. Þegar ég kom um borð var orðið ljóst að það yrði ekki farið í prufutúr fyrr en á föstudagsmorgun, svo ég kúrði um borð.
Föstudagur.
Vaknaði á vinnutíma en þá var allt á fullu í mótorhúsinu, vélin var gangsett og rétt fyrir hádegi skriðum við út úr höfninni í prufutúrinn, það gekk ágætlega í þessum prufutúr og vorum við komnir aftur í höfn um hálf þrjú, en ekki voru vélaspesíalistarnir alveg sáttir með vélina svo að ákveðið var að fara í að stylla hana betur og frekari prufutöku frestað til morguns.
Djeeesus nú grétu englarnir og var vatnsflóðið eins og sturtað væri úr fötu, viðbrigði fyrir mig úr blíðunni fyrir norðan :).
Nonni sótti mig og fór ég með honum að koma sjónvarpi í viðgerð en svo fórum við í Smáralindina þar sem ég keypti mér drykkjarkönnu úr stáli og eitthva...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Úti að hjóla::..
Sparkaði hjólinu í gang eftir hádegið og renndi inn á Akureyri, þar fyllti ég af eldsneyti og brunaði svo yfir Vaðlaheiðina, yfir gömlu brúna í Vaglaskógi og inn allan Fnjóskadal.
Frá Sörlastöðum liggur vegslóði(línuvegur) yfir í Barðárdal, þennan slóða fór ég í fyrra svo að ég þekkti leiðina ágætlega og renndi beint upp á heiðina, á heiðinni fór ég fram úr einum jeppa og keyrði svo fram á göngufólk sem var að lötra yfir.
Þegar ég átti stutt eftir niður af heiðinni hitti ég annan mótorhjólamann sem var að prufa þessa leið í fyrsta skipti, við stoppuðum stutta stund og spjölluðum en ég hélt svo áfram niður og endaði á Sandhaugum hjá Tóta og Ólu, þau voru að brasa í girðingum þegar ég kom, eða réttara sagt að klippa gaddavír úr jarðvegstætaranum, þegar það var búið var boðið upp á kaffi.
Óla galdraði fram ótrúlegt magn af bakkelsi á augabragði, ég tróð mig út af bakkelsi og þambaði kaffi með. Eftir kaffið fór ég að huga að heim...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kisi litli tíndur::.
Litli kisinn Ninnu og Gumma er tíndur, hann ráfaði eitthvert burt um helgina og hefur ekki skilað sér heim, þetta er bröndóttur kettlingur( fress ) með köflótta ól, hann er einhverstaðar á vafri á Dalvík og ef einhver hefur séð hann eða veit hvar krílið er niður komið þá vinsamlegast hafið samband.
Hékk heima í mest allan gærdaginn og fór lítið út úr húsi þó var veðrið þokkalegt.
Spjallaði aðeins við Jón vélstjóra og hélt hann að vélin í Otto færi í gang í dag eða kvöld, svo nú fer að styttast í að ég komist af stað aftur.
Það hefur gengið á með skúrum hérna á Dalvík í morgun og frekar fúlt veður :(.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hreint frábær helgi::..
Þá er hreint frábærri helgi lokið, ættarmót runnlinga á Sandhaugum í Barðárdal er án efa það alskemmtilegasta ættarmót sem ég hef komið á :).
Föstudagur.
Tókum saman dótið í bílinn og brunuðum sem leið lá á ættarmótssvæðið, þegar við lentum var staks tekið við að koma upp tjaldbúðum, veðrið var ágætt en smá rigningarúði. Það var létt verk að koma upp tjöldum og partíseglskúrnum :).
Svo fórum við í smá kynningarferð um bæinn þar sem dýrin voru skoðuð, það vantar ekkert upp á fjölbreytnina í þeim efnum sannkallaður húsdýragarður ;), Kýr, kálfar, heimalingar, svín, endur, hundar af öllum stærðum og gerðum, kanínur , kettir og hver veit hvað þetta heitir nú allt :):).
Fólkið var að tínast á svæðið allt kvöldið og partísseglskúrinn breyttist fljótlega í tjaldskemmu.
Laugardagur.
Helvíti var kalt í tjaldinu í nótt birr birr, maður var alveg að drepast ofan í klofið á sér fyrir kulda og vosbúð, svo að ég drattaðist út úr tjaldinu kl...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Heimtur úr Helju::..
Skrapp til Begga í morgun og var hann fljótur að rétta úr hryggnum á mér, nú snéri þetta víst allt út og suður en því var fljótreddað. á eftir var ég eins og nýhreinsaður hundur og til í hvað sem er, eða svona næstum það ;). Það er búið að vera svo heitt undanfarið að mig grunaði að nú væri orðið fært upp á Heljardalsheiði, svo að ég renndi hjólinu í gang og burraði af stað áleiðis inn Svarfaðardalinn, þegar innar dró sá ég að allur snjór var á bak og burt og sóttist ferðin upp heiðina þokkalega, en mikið hrikalega er þetta gróft, þetta er nánast eins og skáldið orðaði það “urð og grjót upp í mót” mest alla leiðina, snarbratt og grjótið mjög laust. Það er runnið burt allt fínna efnið úr veginum og eftir situr stórgrýti og hnullungar. Ekki hjálpaði mér ekki að afturdekkið er að verða búið ;). Á endanum hafði ég mig samt upp á heiðina rennsveittur móður og másandi, ég gaf mér góðan tíma til að kasta mæðinni í skúrræflinum þarna uppi og dundaði mér við að kvitt...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þorramatur framtíðarinnar::..
Það er búið að rigna á okkur í allan dag, ekkert úrhelli en rigning samt og rigningarspá næstu daga sem er ögn fúlt að mínu mati :( ég þoli ekki rigningu og finnst hún ekki góð :(. En hvað getur maður svo sem gert við rigningu? Ekkert annað en að hanga inni og vafra um óravíddir netsins í tölvunni, drekka kaffi borða og láta sér líða vel meðan rigningin lemur þakið með taktföstu dripi drop dripi drop dripi drop :).
Einar Már lét sig hafa það og þrusaði út í rigninguna á golfæfingu, en í bílnum á heimleiðinni kvartaði hann sáran við Ninnu yfir matarræðinu heima, “það er búin að vera ÞORRAMATUR í fleiri daga!” ég hló þegar ég heyrði þetta enda hefur reykt folaldakjöt ekki flokkast undir þorramat í mínum orðabókum hingað til, og svo var folaldakjötið bara í gær en ekki í fleiri daga, daginn áður var steiktur fiskur í raspi sem ég flokka enn síður undir þorramat ;);), en ungdómurinn leggur allt aðra skoðun á þetta en við gamla fólkið :). Ég hlakka til þ...