Færslur

Mynd
Mynd
..::Málverkur::.. Jæja þá er maður loksins búin að drullumalla þessari málingavinnu frá, það var ekki laust við að ég væri komin með málverk í hnakkann eftir allt þetta gláp upp í loftið. Já þetta er nánast allt sem ég hef afrekað í dag, ekki mikið á blaði en þó nokkuð í verki ;). That´s it for to day........ PS:Smá heilræði.
Mynd
..::Listamaður einn dag::.. Hvað er eiginlega lista maður? Ég er búin að vera að brasa með loftlista í allan dag, var ég þá listamaður í dag? hehe........ Það er ákaflega misjafnt hvaða skilning fólk leggur í hin eða þessi starfsheiti, t.d vissi ég um einn sem var búin að vinna lengi við timbursölu, hann var aldrei kallaður annað en ViðBjóðurinn. Og annar sem var afskaplega frjálslegur í vextinum, hann bjó í blokk og allir í blokkinni kölluðu hann Billa NáGranna . Já það er misjafnt hvaða merkingu orðin hafa og ekki alltaf sama meining bak við þau. En aftur að frauðlistunum, ég beið þolinmóður eftir bílnum innan af Akureyri í dag til að sækja listana og málinguna sem mig vantaði, listarnir komu en málningin ekki :(, hún kemur á morgun. En þar sem að listarnir voru komnir þá vantaði mig lím til að klístra þeim upp, það var jú til límkítti en það var engin stútur á túpunum, ég spurði hvort ekki ætti að vera stútur á þessum túpum? Jú en hann hefur ekki komið með þeim! Svo var sl...
..::Skítlega kalt::.. Það var skítlega kalt úti í morgun og krapasullið var víða frosið, maður rétt leit út um gluggann en settist svo fyrir framan tölvuna í hlýjunni. Það var allt orðið vitlaust út af þessu Sólbakssamningum og maður var spenntur að sjá hvað yrði úr því. Einhver pattstaða var á því máli samkvæmt fréttasíðu Moggans svo að ég fór í að útbúa fréttaskvettu á þá vini mína á hafinu, ég hef sérvalið ofan í þá það sem mér finnst markverðast í fréttum og mokað á þá via email. Og nú var komið að því að uppfylla vonir og þrár húsfreyjunnar um nýmálað stofuloft, en fyrst varð að rífa burt loftlistana sem fyrsti ábúandi kofans hafði sett upp af sínum einstaka myndarskap, þessir listar hafa alla tíð verið mér þyrnar í augum og nú vopnaðist ég skrúfjárni og litlu kúbeini, svo var ráðist á listana og þeir spændir niður allan hringinn í stofunni og holinu. Það var komið hádegi og ég ákvað að hafa kaffi tilbúið fyrir fyrirvinnuna þegar hún kæmi heim úr vinnunni, eftir hádegið sagaði...
Mynd
..::Nú er það svart!::.. Allt orðið hvítt!. Í morgun þegar ég opnaði glyrnurnar var allt orðið hvítt, vetur konungur er að læðast aftan að okkur með þessu sem mig langaði ekkert til að sjá fyrr en um Jól, en svona er þetta og landið er ekki kallað Klakinn fyrir ekki neitt :). Það rigndi heil ósköp hérna í gær, og það er orðið langt síðan ég hef séð svona vatnsveður, t.d var fína lávöruverslunin á Dalvík umflotin vatni innandyra þegar við áttum leið þar um í gær. Og ég væri ekki hissa þótt einhverjir fleiri hefðu þurft að ausa kofana sína. Í gærkvöldi breyttist svo þessi úrhellisrigning í slydduhríð sem buldi á okkur Dalvíkingum í nótt og skildi eftir sig alhvíta jörð í morgun..... That´s it for now....................
..::Helgarpakkinn::.. Sóttum grislingana inn á Akureyri á Föstudaginn, og nýttum ferðina og fórum aðeins í Hagkaup og fl. Laugardagurinn rann upp með mígandi rigningu, en þar sem það voru stóðréttir frammi á tungum þá geystumst við þangað, þar var ausandi rigning og varla hundi út sigandi, stoppuðum stutt á réttunum og ég tók enga mynd. Á þessum stóðréttadegi er hefð á einhverjum bæjum að vera með kjötsúpu fyrir gesti og gangandi, við kíktum aðeins við á Jarðbrú hjá Ellu og Dodda, Ella var með alveg glimrandi kjötsúpu sem rann ofan í mannskapinn eins og lygasaga. Eitthvað voru menn að frostverja sig og ég lenti í þeirri vitleysu ásamt örðum, það verður bara að segja að ég misreiknaði aðeins árstíðina og gerði ráð fyrir full mikilli frostvörn fyrir sjálfan mig, þetta uppátæki olli miklum höfuðdoða og athyglisbresti, en shit happens hehe. Á sunnudeginum var svo öll familien samankomin í djúpsteiktan fisk, á eftir var svo boðið upp á ostaköku, ekki slæmt,) en ég var samt örlítið sl...
..::Komið undan feldi::.. Svaf lítið í nótt og vaknaði snemma, það var smáverkefni sem ég þurfti að leysa sem rótaði aðeins upp í huga mínum og raskaði beuty blundinum, var það ekki kallað að liggja undir feldi á landnámsöld?,). En þetta er nú það sem gefur lífinu lit, smá vangaveltur út og suður ;). Ég byrjaði daginn á að leysa úr þessu máli, og þá gat ég farið að einbeita mér að næsta tíma í skóla lífsins. Í gegn um tíðina hefur maður áttað sig á að það er víst betra að taka eftir í tímum vera þægur og stilltur og reyna að leysa úr þeim verkefnum sem til manns koma, en ég er langt frá því að vera gallalaus og mér hefur nokkrum sinnum orðið fótaskortur á þessum gullreglum lífsins og lent í skammakrókinn fyrir vikið. En nú er nýtt upphaf með nýjum viðfangsefnum í farvatninu, verkefni sem ég er spenntur fyrir að taka þátt í ;)... That´s it for to day....................
..::Libby´s ketchup::.. Frekar rólegur dagur, sparkaði vélhestinum í gang og fékk mér smá rúnt, það er allt svo drullublautt að ég nennti ekki að fara langt, bara rétt að ná úr mér bensínhrollinum ;). Líf mitt er eins og Libby´s tómatsósa í glerflösku í dag, fyrst kemur ekkert en svo kemur allt, og einhvernvegin þarf maður að vinna sig út úr því, skýri það kannski seinna. That´s it for to day.......
Mynd
..::Bæjarfjallið sigrað::.. Þar sem maður var komin í þetta ægilega gönguform eftir ferðina upp að Nykurtjörn, þá ákvað ég að láta mig vaða á Bæjarfjallið í dag. Það hefur alltaf freistað mín að skottast þarna upp og njóta útsýnisins, þessi dagur virtist einmitt upplagður í þetta ferðalag. Hálfur kexpakki maltdós og hálfur líter af vatni fór í bakpokann ásamt myndavéilinni, svo var arkað af stað, þetta var assgoti bratt en sóttist þokkalega, og útsýnið var hreint út sagt frábært þegar upp var komið. Það tók mig rétt um tvo tíma að móast upp á hæsta tind, en ég var ekkert að æsa mig mikið og tók þessu með stóískri ró og naut útsýnisins og góða veðursins. Þegar ég var búin að maula upp úr kexpakkanum og svolgra í mig maltið, lét ég mig gossa beint fram af fjallinu og beina leið niður, það verður að segja að ég held að það hafi tekið meira á að fara niður en upp ;), en þetta nuddaði rosalega í hné og kálfa að nuddast niður snarbratta hlíðina. En allt tekur enda og var ég þrjá tíma og ...
Mynd
..::Nú þurfti að taka aðeins á ::.. Í dag var dagurinn kominn, dagurinn sem ég ætla að labba upp að Nykurtjörn. Ég fékk Einar Má Kalla og Jóa til að skottast þetta með mér, við tíndum saman eitthvað nesti í bakpokana gerðum tvær gamlar veiðistangir klárar og keyrðum svo fram að Steindyrum, þaðan var lagt í brekkurnar. Ég er ekki viss um að maður hefði verið svona æstur í þessa ferð ef maður hefði vitað hvað þetta var langt og bratt, en fyrst við vorum komnir af stað þá var ekki um það að ræða að stoppa. Það tók okkur tvo og hálfan tíma að hjakka upp að vatninu, þá fekk maður laun erfiðisins, veðrið var dásamlegt og umgjörð þessarar litlu tjarnar var hreint frábær. Ég græjaði stöngina kastaði og faaaasst, ekki byrjaði það berlega, spúnninn fastur og þar varð hann eftir, en það má ekki bogna eða brotna svo að við hnýttum annan spún á og héldum áfram, þetta gekk svona la la en ósköp voru þeir litlir fiskarnir sem þarna voru. Við eyddum dágóðum tíma við vatnið, borðuðum nestið og ren...
Mynd
..::Eins og uppstoppuð Önd::.. Litla/stóra prinsessan okkar hélt upp á afmælið sitt í dag, í tilefni þess var húsfrúin búin að galdra fram tertur, heita rétti og alls kyns góðgæti. Þetta varð suddalega gott hjá henni og var maður eins og uppstoppuð Önd þegar maður var búin að kíla kræsingunum í sig. Auðvitað var öll fjölskyldan og flestir vinirnir mættir til að taka þátt í þessum áfanga prinsessunnar með okkur. Þessi litla dama mætti í afmælisveisluna og fékk lánaða hárkollu hjá Einari Má, er hún ekki krúttleg ????????????????? Þar sem að borð svignuðu undan kræsingunum fundu allir eitthvað við sitt hæfi og ég held að engin hafi farið svangur heim :). Það fór megnið af deginum í veisluna og stúss í kring um hana, klukkan var orðin fimm þegar ég var loks fær um að keyra bílinn en þá vildu Hjördís og Óli komast inn á vist, svo ég skutlaði þeim inneftir................. Ég henti inn örfáum myndum, bætti þeim við í september albúmið . That´s it for to day.........
Mynd
..::Elsku Hjördís til hamingju með daginn::.. Í dag eru akkúrat sextán ár síðan frumburðurinn kom í heiminn. Tveim dögum áður en daman fæddist klemmdi ég mig illa á bílhurð, og daginn áður en hún fæddist varð að taka varð nöglina af baugfingri hægri handar, þarna hefði ég átt að hafa vit á að byðja um frí. En ég hafði ekki vit á því að byðja um frí og fór svo út á sjó um kvöldið. Ég var að byrja á Sænesinu og kunni ekki við að biðja um frí þótt að ég hafi verið löglega afsakaður út af fingrinum :(. Nóttina eftir að ég fór veiktist svo Guðný, og korter fyrir tíu um morguninn fæddist Hjördís, þá vorum við staddir austan við Horn á leiðinni vestur á grunnslóð. Hörður!! samtal við sigló gall í kallkerfinu um morguninn og ég fór upp í brú til að taka við samtalinu, það var Kalli tengdó sem færði mér fréttirnar, mér var fædd oggopínuponsulítil dóttir. Þarna var maður enn einu sinni langt í burtu frá öllu sem manni var kærast og í engri aðstöðu til að komast heim :( litla daman var orði...
..::Túrulú::.. Eiginlega ekkert að segja, í gær fór ég í Bjarmann til Valgarðs miðils sem var nánast nýtt fyrir mig, þar fékk ég smá pistil frá öfum mínum ;) Svo renndi ég út í Múla á hjólinu og skoðaði vegaskemmdirnar, það var allt á fullu við að gera við vegin út að göngum og gekk það bara nokkuð vel, ég ákvað að skella mér í gamla Múlaveginn og sjá hvort hann hefði orðið fyrir áföllum. Það verður líklega einhver tími þangað til hann opnast aftur ef það verður einhvertímann, vegurinn var mjög illa í sundur í einu gilinu og ekki sjáanlegt að það yrði létt verk að laga það. Ég komst ekki lengra en að þessari vegaskemmd svo að lítið er hægt að segja um hvernig restin af veginum fyrir Múlann er.... Í dag hefur verið fínasta veður eins og í gær, ég hjólaði einn hring í bænum í góða veðrinu á reiðhjólinu, svo fórum við inn á Akureyri að sækja Óla og versla, Hjördís ætlar ekki að koma fyrr en á morgun. Í kvöld ætlar Einar Már að elda og verður spennandi að sjá hvernig honum tekst ti...
..::Alvöru Kúreki eða.......::.. Rakst á þennan í gær og fannst hann svo góður að það var ekki hægt annað en að deila honum með ykkur ;);). Gamall kúreki í fullum skrúða kom inn á kránna sína og fór beint á barinn og pantaði sér viský. Þar sem hann situr og dreypir á drykknum sínum kemur ung og glæsileg kona og pantar sér drykk og spyr gamla kúrekan hvort hann sé alvöru kúreki? Hann segir, já það er ég og það hef ég verið alla mína ævi. Ég hef verið alla mína tíð á búgarðinum mínum, rekið kúahjarðir, verið á hestbaki, reist girðingar, já ég er alvöru kúreki segir hann. Eftir smá stund segir kúrekin við dömuna: Hvað ert þú? Ég hef aldrei verið á búgarði, svo ég er ekki kúreki sagði unga konan, en ég er lesbía. Ég eiði öllum mínum tíma að hugsa um kvennmenn, alveg frá því ég vakna á morgnanna, þegar ég fer í sturtu, þegar ég borða, þegar ég horfi á sjónvarpið og þegar ég er kominn í rúmið á kvöldin, hvað sem ég geri þá hugsa ég stöðugt um konur. Stuttu seinna fer unga konan og kúr...
Mynd
..::Bakkað að samningaborðinu::.. Skildi maður einhvertímann verða svo soltin í vinnu að maður væri tilbúin að láta ríða sér í rassgatið í skiptum fyrir vinnu? Ég efast um það!. En því miður virðist mannskepnan vera tilbúin að láta hafa sig út í hvað sem er ef hún verður nógu hungruð, og maður skildi aldrei segja aldrei. Það var t.d ekki neitt tiltökumál fyrir vissan útgerðarmann að röra heila togaraáhöfn hér norðanlands fyrir skömmu :(..... Það er sorglegt að horfa upp á hvað við mennirnir leggjumst lágt til þess að eyja einhvern möguleika á að hafa ofan í okkur og á, en nú er fyrsta vígið fallið og hvað kemur framtíðin til með að bera í skauti sér? Þarf sjómannsstéttin að setja í bakkgír til frambúðar, eða verður þetta einangrað tilfelli??????. Svo heppilega vildi til að ég rakst á mynd af áhöfninni þegar hún var nýbúin að skrifa undir samninginn, ekki er annað að sjá en að bæði áhöfn og útgerðarmaðurinn sé ánægðir með sitt hlutskipti :):). Þetta verður innlegg mitt til dags...
..::Nú fann ég að það kom!::.. Það er allsvakaleg rigning búin að vera hjá okkur síðan í gær, það hefur hreinlega gusast úr loftinu eins og í sturtu, ekki er þetta alveg lóðrétt ofankoma frekar en fyrridaginn og sér næðingurinn um að halda þessu sulli nánast láréttu :(. Þetta hefur haft í för með sér alls kyns hamfarir, t.d lokaðist vegurinn milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur í morgun vegna aurskriða, sjá frétt í mbl.is . Fyrir vestan töluðu þeir um að fjöllin væru að skríða fram undan vatnselgnum :(, ljótt ef vestfjarðaraðstoðin er öll að renna á haf út, hvað gera Vestfirðingar þá? En kannski er þetta bara Verst-fyrst :):). Ég hef lítið farið út í dag, bara setið inni og gónt út um gluggann á ógeðslega blauta haustdrulluna sem flæðir yfir okkur, þegar maður horfir út um eldhúsgluggann í átt að Framnesi blasir við kolldrullubrúnn sjórinn, allar lækjarsprænur hafa breyst í myndarlegar ár og velta kakóbrúnar niður fjallshlíðarnar og út í sjó , þetta hefur þær afleiðingar að sjórinn ...
..::Úrkoma & vindur::.. Skítaveður í allan dag, og hefur þessum fyrsta degi verkfalls grunnskólakennara verið eitt að mestu leiti innandyra. Gróf upp bók sem ég las fyrir mörgum árum og hafði þá mikil áhrif á mig, bókin heitir “ Býr Íslendingur hér ” og fjallar um fangavist Leifs Müllers í fangabúðum Nasizta í seinni heimstyrjöldinni, þetta er svakaleg lesning sem lætur engan eftir ósnortinn. Í gærkvöldi kíktum við aðeins á Ninnu, þar settist ég fyrir framan fársjúkan tölvugarminn og hætti ekki fyrr en ég stautaði honum af stað og í samband við veraldarvefinn :). Þetta var ekki ósvipað gamalli sláttuvél með Briggs&Stratton bensínmótor, vél sem búin er að standa úti allan veturinn, snjóa nokkrum sinnum í kaf og fá sinn skammt af Íslenskri veðráttu. Þessi vél er ekki mjög líkleg til að hrökkva í gang í fyrsta togi, en það segir samt ekki að hún sé ónýt, örlítið af Þórólfsúða(WD40) nýtt eldsneyti og þokkalegan skammt af þolinmæði og þá eru allar líkur á að það megi fá greyið ...
..::Haustið kemur::.. Dagurinn í dag gekk spakliga fyrir sig, buðum Ingunni og Kalla í læri í hádeginu, en svo var bara legið á meltunni og lífið tekið með stóískri ró. Það er að koma haust á Dalvik og englar himinsins hafa grátið í allan dag, gróðurinn smá gulnar og visnar og haustbúningurinn færist yfir hægt og bítandi. Það er ágætt að sitja inni í hlýjunni og horfa á regnið skvettast niður úr háloftunum, þetta er einn af þessum blautu köldu haustdögum sem maður þekkir svo vel. Keyrði Hjördísi og Óla inn á vist seinnipartinn, kíkti aðeins inn og skipti um kló á ísskápnum hjá þeim áður en ég hélt til baka. Í fréttunum á leiðinni heim gekk allt út á yfirvogandi kennaraverkfall grunnskólakennara, mætti segja mer að margir grislingarnir liggi á bæn og biðji almættið um verkfall, ég skil ágætlega þessa grislinga og hefði líklega sjálfur fagnað kennaraverkfalli á árum áður. Það hefði mátt flokka það undir nútíma hvalreka á fjörur lærdómsuppgefinna ungmenna. En ég sé nú ekki neina á...
..::Uppskeruhátíð og hálendisferð::.. Í gær fór ég og tók upp kartöfluræflana sem ég setti niður í sandkassann sem grislingarnir hættu að nota fyrir mörgum árum. Uppskeran kom mér á óvart og ef maður verður nettur á fóðrum ætti hún að duga nokkrum sinnum í matinn ;). Merkilegt nokk því ekki var vandað til útsæðisins eða bruðlað með áburðinn í þessa tilraun, kartöflurnar komu frá Brynju og fóru beint úr ísskápnum niður í jörðina, áburðurinn er ekki annar en sá sem kettirnir í nágrenninu dældu í sandkassann fyrir mörgum árum eða þangað til að ég gyrti yfir sandkassann með rækjuneti, það var það eina sem dugði, við vorum búin að reina allskyns húsráð frá vinum og vandamönnum til að losna við þessa kattaskítsáníðslu en það virkaði ekkert nema netið. Svo eru sumir að segja að kettir séu vitlausir, ég púffa á það, allavega hafa þeir vit á því að skíta allstaðar annarstaðar en í garðinum heima hjá sér!. Og dagurinn í dag, byrjuðum á heilun í Bjarmanum og svo var boðið til sláturveislu...
..::Hvar var ég?::.. Hefur aldrei poppað upp í huga ykkar, hvar verð eftir akkúrat ár? Þetta dettur stundum inn í hausinn á mér en því miður held ég ekkert bókhald yfir það svo að betra væri kannski að snúa þessu við og segja, hvar var ég? Áður en ég fór að bulla þetta blogg þá hélt ég stundum dagbók þar sem ég skrifaði eitthvað um það sem á daginn dreif, misjafnlega mikið samt: 17 sept 1992. Stýrimaður á Náttfara HF 185. Staður Nýjagrunn, skrifað: Verið á sama, þokkaleg veiði. 17 sept 1998. Skipstjóri á Cape Ice skráður í Litháen, heimahöfn Klaipeda. Staður Flæmingja grunn, skifað: Verið NA úr kassanum á 170fm og var aflinn mjög lélegur og rækjan alveg hrikalega léleg, aflinn var lélegur í gær en hann er enn verri í dag, þó hélt ég að það væri ekki hægt. Kippt suður að kapli í nótt. 17 sept 1999. Enn skipstjóri á sama skipi. Staður Flæmingja grunn, skrifað: Dregið suður í nótt 140fm 1.6t í morgun. Flosi og Ingvar komu í heimsókn úr Tahkuna í dag. Það er komin algjör...