Búin að liggja heima í vellystingum alllengi og er algjörlega búin að tapa tímaskyninu, það er alls ekki með það á hreinu hvað gerðist á hvaða degi síðan ég bloggaði síðast :), enda kannski ástæðulaust að tíunda það niður í skítinn hehe.
Það hefur svo sem ekki mikið gerst, kisi litli braggast vel er duglegur að borða og sefur mikið, hún hefur ekki neinn sérstakan svefnstað og kúrir bara hingað og þangað um húsið svo að oft hefur þurft að leita svolítið áður en hún kemur í leitirnar, í gær héldum við að hún hefði strokið úr vistinni og var ég komin út að leita, en þá fannst hún sofandi undir sjónvarpsskápnum :).
Jobbi vinur minn er með bátkrílið fyrir mig núna og er veðrið búið að vera einstaklega leiðinlegt á þeim undanfarið og erfitt að stunda þetta á þessum litlu bátum, en nú hyllir undir að hann komi til lands og þá sé ég mína sæng útbreidda, reikna með að fljúga suður á morgun og út annaðkvöld ef veðrið verður til friðs.
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
5 desember.
Guðný var að baka jólakökur þegar ég drattaðist fram úr í morgun svo að maður mætti beint í veisluna hehe, annars tók ég daginn með stóískri ró og lét ekkert setja mig úr þessu hæglætisjafnvægi sem mig einkenndi í dag..............
4 desember.
Byrjaði daginn í heilun í Bjarmanum en svo var það föndurdagurinn í skólanum, þar föndruðum við Guðný lítinn engil og tókst mér að klúðra á honum andlitinu, ekki einu sinni ekki tvisvar heldur þrisvar, og verður að segjast að enn ber þessi ræfilsengill þess merki að mér var falið að festa á hann andlit.
3 desember.
Var að stússa í bátnum í dag ásamt Snæbirni og vélstjóranum, höfuðlínustykkið mætti úr viðgerðinni og einnig var unnið í blökkinni.
Haddó sótti mig eftir hádegið og skutlaði mér í búð þar sem ég fjárfesti í flísasög, svo fengum við systkinin okkur að borða áður en ég fór aftur um borð.
Ómar Júlla kom svo um borð og skutlaði mér út á Reykjvíkurflugvöll, ég fer í fríið!!!
Fyrir norðan tók ég svo súbbann hans ka...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
21 Nóvember.
Komum í höfn klukkan 06:00, landað klukkan 9 og var búið að ísa og ganga frá klukkan 13:00, þá beið bíll á bryggjunni sem skutlaði okkur á Akureyri.
Nú verður tekið 48klst frí og fá karlarnir að blása fram á þriðjudagseftirmiðdag.
20 nóvember.
Verið að snudda á svipuðu, ásamt Sjöfn, Svaninum , Klakknum og Víði, rjátl veiði.
Seint í kvöld var trollið hysjað inn og haldið til Raufarhafnar.
19 nóvember.
Verið á svipuðu í nótt, drullubræla en smá rjátl, Sjöfn er komin hérna til okkar.
Í dag þegar við vorum að taka trollið flæktist leiðarinn á grandaraspilinu og klipptist í sundur, það tók dulitla stund að redda því en allt kom þetta með kalda vatninu.
18 nóvember
Verið á Rifsbankanum, norðan norðvestan skítabræla og lítið fiskirí.
17 nóvember.
Komin kaldafíla í nótt svo við renndum okkur inn á Rauf og hentum þessum fáu körum upp sem komin voru.
Aftur út á hádegi og haldið norður á Rifsbanka.
Kastað norðaustan við Kjölsen í kvöld og dregið norður.
...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Henti inn nokkrum myndum úr túrnum hérna..
Klikka hér til að skoða myndir
6 nóvember.
Klipping ala Svala klukkan ellefu en hárlubbinn var farin að valda mér óþægindum, svo fór drjúgur tími í að reina að redda sér háseta í næsta túr, hringdi ég út og suður og hafði þetta í gegn fyrir rest hehe. Svo er flug suður seinnipartinn og út í kvöld..........
5 nóvember.
Trollið komið inn um miðnætti vegna lokunarinnar, djö..... í síðasta halinu voru 4.5t af gröðustu Ýsu sem ég hef séð. Og svona til að krydda þetta aðeins þá gleymdist að loka mótökunni og fór mest allur aflinn út um allt millidekk :(, nú var þetta eins og á síðunni og gerðum við að upp úr dekkinu. Og svo stoppaði þvottakarið svo að það mátti tína allt upp úr því by hand, en þetta kom allt á endanum, ekki vandamál bara verkefni sem þurfti að leysa. Settum á fulla ferð inn til Reykjavíkur og vorum búnir að binda rétt fyrir átta. Lönduðum köruðum og ísuðum fyrir hádegi, svo var gefið frí fram á laugardagskvöld. Ég renndi...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
31 október.
Komum í land klukkan 04:00 í nótt og bundum framan við Faxa, byrjuðum að landa klukkan tíu í morgun og var því lokið klukkan tvö.
Gunni kom og sótti soðningu en Haddó var eitthvað busy og sá ég hana ekkert :(.
Flaug norður í klukkan 14:30. Guðný sótti mig á völlinn og brunuðum við heim.
Þetta verður samt stutt stopp því á morgun fer ég aftur af stað.
30 október.
Sama sagan í sladdanum í nótt, lítið og lélegt, kipptum austar í morgun. Tókum stutt tog en svo var kippt sunnar. Nudd í Ýsu í dag og klukkan 22:30 var búið að fá í allar dollurnar svo að sett var á fulla ferð inn til R.Víkur.
29 október.
Rólegt í sladdanum í nótt svo að við kipptum til baka í morgun og vorum að ráfa um norðan í Jökuldýpinu í dag, kipptum svo í sladdann í kvöld.
28 október.
Verið á sama í nótt, smá rjátl en samt vantar neistann í þetta. Einn guttinn klemmdi sig illa í morgun og þorði ég ekki annað en að hringja í gæslulækninn til að fá upplýsingar um hvernig ég ætti að bera mið að...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Styttist í brottför::..
Jæja þá dregur loks til tíðinda hjá mér, það er ekki enn búið að breyta fluginu mínu á morgun svo að ég geri ráð fyrir því að ég troðist inn í flyggvarann í fyrramálið og fljúgi suður á bóginn eins og farfuglarnir sem nú eru að yfirgefa mörlandann.
Dagurinn hefur verið eins og flestir aðrir dagar, ég lallaði til Gumma í morgun og flutti öll gömlu plottergögnin af floppy diskettunum yfir á cd, þetta var orðið á 60diskum þ.e.a.s fyrir Turbo, það þurfti að vingsa út það sem var eins og henda öðru, þetta tók minni tíma en ég átti von á en Kalla litla fannst þetta taka mun meiri tíma en mér ;), hann beið eftir tölvunni og spurði oft hvort ég væri ekki að verða búin :).
Þar sem ekkert floppy drif var í okkar tölvu þá þurfti ég að leita á náðir þeirra feðga með afnot af tölvu til þess að þessi flutningur yrði framkvæmanlegur.
Jú ég lét skipta um olíu á bílnum smyrja allt og yfirfara, en það hafði dregist aðeins fram yfir ráðlagða vegalengd milli olíuskipta.
...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Grunnlaun my ass::..
Og enn fæ ég smá aukatíma heima, en nú er búið að fresta fluginu mínu enn og aftur, það er miðvikudagsmorgun sem er á flugplani mínu þennan daginn ;).
Ekki get ég nú sagt að ég hafi tárast yfir því að fá einn dag í viðbót heima, en ég er samt komin það langt í ferlinu að ég er byrjaður að moka dótinu mínu í sjópokann.
Nú þarf maður að hafa sína eigin sæng og rúmföt, en það var allt skaffað á þeim útlendu skipum sem ég hef róið á undanfarin ár, sem var náttúrulega helv.... gott.
Maður þurfti ekki að vera að brasast með sæng kodda og rúmföt á milli alla tíð, en á móti kom að þetta voru oft ekki beysið sem maður hafði í bælinu.
Nú hefur maður aftur á móti allt í hendi sér en þarf að leggja út fyrir því sjálfur, já það er stundum talað um að Íslenskir sjómenn séu ofaldir á launum og fl, en í samanburðurinn við aðrar þjóðir er oft á tíðum ekki Íslenskum sjómönnum í vil, t.d. er yfirleitt skaffaður allur rúmfatnaður sængur og koddar ásamt gúmmígöllum stígvélum...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Okkur er ekki lengur treyst fyrir eldamennsku hehe::..
Byrjaði laugardaginn á heilun í Bjarmanum, á eftir settist ég niður og sötraði kaffi með fólkinu tók þátt í spjallinu, það er ótrúlega gott að koma þarna í þetta gamla vinalega hús og fá að vera innan um allt þetta góða fólk sem þangað kemur, laugardagarnir eru ekki samir ef ég kemst ekki í Bjarmann svo einfalt er það nú bara ;).
Svo var vinkona Guðnýar með einhverja snyrtivörukynningu, ég spennti á mig allan gallann rúllaði hjólinu í gang og fékk mér rúnt. Nonni var nýbúin að fá mótorinn í sitt hjól og renndi ég til hans og dró hann úr bælinu út að hjóla.
Við fórum fram allan Svarfaðadal og svo inn Skíðadal fram að Kóngstöðum, þar var orðin svolítill snjór á veginum og hált svo við snérum við.
Á bakaleiðinni spýttist aftari hlutinn af hljóðkútnum á hjólinu hans Nonna af, þessu fylgdi svo drjúgur skammtur af steinull sem hjólið hrækti úr sér, ég var á eftir og tíndu upp leifarnar af kútnum og svo bundum við þetta á hjólið,...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Málverkur::..
Jæja þá er maður loksins búin að drullumalla þessari málingavinnu frá, það var ekki laust við að ég væri komin með málverk í hnakkann eftir allt þetta gláp upp í loftið.
Já þetta er nánast allt sem ég hef afrekað í dag, ekki mikið á blaði en þó nokkuð í verki ;).
That´s it for to day........
PS:Smá heilræði.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Listamaður einn dag::..
Hvað er eiginlega lista maður? Ég er búin að vera að brasa með loftlista í allan dag, var ég þá listamaður í dag? hehe........
Það er ákaflega misjafnt hvaða skilning fólk leggur í hin eða þessi starfsheiti, t.d vissi ég um einn sem var búin að vinna lengi við timbursölu, hann var aldrei kallaður annað en ViðBjóðurinn.
Og annar sem var afskaplega frjálslegur í vextinum, hann bjó í blokk og allir í blokkinni kölluðu hann Billa NáGranna .
Já það er misjafnt hvaða merkingu orðin hafa og ekki alltaf sama meining bak við þau.
En aftur að frauðlistunum, ég beið þolinmóður eftir bílnum innan af Akureyri í dag til að sækja listana og málinguna sem mig vantaði, listarnir komu en málningin ekki :(, hún kemur á morgun. En þar sem að listarnir voru komnir þá vantaði mig lím til að klístra þeim upp, það var jú til límkítti en það var engin stútur á túpunum, ég spurði hvort ekki ætti að vera stútur á þessum túpum? Jú en hann hefur ekki komið með þeim! Svo var sl...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skítlega kalt::..
Það var skítlega kalt úti í morgun og krapasullið var víða frosið, maður rétt leit út um gluggann en settist svo fyrir framan tölvuna í hlýjunni.
Það var allt orðið vitlaust út af þessu Sólbakssamningum og maður var spenntur að sjá hvað yrði úr því. Einhver pattstaða var á því máli samkvæmt fréttasíðu Moggans svo að ég fór í að útbúa fréttaskvettu á þá vini mína á hafinu, ég hef sérvalið ofan í þá það sem mér finnst markverðast í fréttum og mokað á þá via email.
Og nú var komið að því að uppfylla vonir og þrár húsfreyjunnar um nýmálað stofuloft, en fyrst varð að rífa burt loftlistana sem fyrsti ábúandi kofans hafði sett upp af sínum einstaka myndarskap, þessir listar hafa alla tíð verið mér þyrnar í augum og nú vopnaðist ég skrúfjárni og litlu kúbeini, svo var ráðist á listana og þeir spændir niður allan hringinn í stofunni og holinu. Það var komið hádegi og ég ákvað að hafa kaffi tilbúið fyrir fyrirvinnuna þegar hún kæmi heim úr vinnunni, eftir hádegið sagaði...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Nú er það svart!::..
Allt orðið hvítt!. Í morgun þegar ég opnaði glyrnurnar var allt orðið hvítt, vetur konungur er að læðast aftan að okkur með þessu sem mig langaði ekkert til að sjá fyrr en um Jól, en svona er þetta og landið er ekki kallað Klakinn fyrir ekki neitt :).
Það rigndi heil ósköp hérna í gær, og það er orðið langt síðan ég hef séð svona vatnsveður, t.d var fína lávöruverslunin á Dalvík umflotin vatni innandyra þegar við áttum leið þar um í gær. Og ég væri ekki hissa þótt einhverjir fleiri hefðu þurft að ausa kofana sína. Í gærkvöldi breyttist svo þessi úrhellisrigning í slydduhríð sem buldi á okkur Dalvíkingum í nótt og skildi eftir sig alhvíta jörð í morgun.....
That´s it for now....................
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Helgarpakkinn::..
Sóttum grislingana inn á Akureyri á Föstudaginn, og nýttum ferðina og fórum aðeins í Hagkaup og fl.
Laugardagurinn rann upp með mígandi rigningu, en þar sem það voru stóðréttir frammi á tungum þá geystumst við þangað, þar var ausandi rigning og varla hundi út sigandi, stoppuðum stutt á réttunum og ég tók enga mynd.
Á þessum stóðréttadegi er hefð á einhverjum bæjum að vera með kjötsúpu fyrir gesti og gangandi, við kíktum aðeins við á Jarðbrú hjá Ellu og Dodda, Ella var með alveg glimrandi kjötsúpu sem rann ofan í mannskapinn eins og lygasaga.
Eitthvað voru menn að frostverja sig og ég lenti í þeirri vitleysu ásamt örðum, það verður bara að segja að ég misreiknaði aðeins árstíðina og gerði ráð fyrir full mikilli frostvörn fyrir sjálfan mig, þetta uppátæki olli miklum höfuðdoða og athyglisbresti, en shit happens hehe.
Á sunnudeginum var svo öll familien samankomin í djúpsteiktan fisk, á eftir var svo boðið upp á ostaköku, ekki slæmt,) en ég var samt örlítið sl...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Komið undan feldi::..
Svaf lítið í nótt og vaknaði snemma, það var smáverkefni sem ég þurfti að leysa sem rótaði aðeins upp í huga mínum og raskaði beuty blundinum, var það ekki kallað að liggja undir feldi á landnámsöld?,).
En þetta er nú það sem gefur lífinu lit, smá vangaveltur út og suður ;). Ég byrjaði daginn á að leysa úr þessu máli, og þá gat ég farið að einbeita mér að næsta tíma í skóla lífsins.
Í gegn um tíðina hefur maður áttað sig á að það er víst betra að taka eftir í tímum vera þægur og stilltur og reyna að leysa úr þeim verkefnum sem til manns koma, en ég er langt frá því að vera gallalaus og mér hefur nokkrum sinnum orðið fótaskortur á þessum gullreglum lífsins og lent í skammakrókinn fyrir vikið.
En nú er nýtt upphaf með nýjum viðfangsefnum í farvatninu, verkefni sem ég er spenntur fyrir að taka þátt í ;)...
That´s it for to day....................
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Libby´s ketchup::..
Frekar rólegur dagur, sparkaði vélhestinum í gang og fékk mér smá rúnt, það er allt svo drullublautt að ég nennti ekki að fara langt, bara rétt að ná úr mér bensínhrollinum ;).
Líf mitt er eins og Libby´s tómatsósa í glerflösku í dag, fyrst kemur ekkert en svo kemur allt, og einhvernvegin þarf maður að vinna sig út úr því, skýri það kannski seinna.
That´s it for to day.......
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Bæjarfjallið sigrað::..
Þar sem maður var komin í þetta ægilega gönguform eftir ferðina upp að Nykurtjörn, þá ákvað ég að láta mig vaða á Bæjarfjallið í dag. Það hefur alltaf freistað mín að skottast þarna upp og njóta útsýnisins, þessi dagur virtist einmitt upplagður í þetta ferðalag.
Hálfur kexpakki maltdós og hálfur líter af vatni fór í bakpokann ásamt myndavéilinni, svo var arkað af stað, þetta var assgoti bratt en sóttist þokkalega, og útsýnið var hreint út sagt frábært þegar upp var komið. Það tók mig rétt um tvo tíma að móast upp á hæsta tind, en ég var ekkert að æsa mig mikið og tók þessu með stóískri ró og naut útsýnisins og góða veðursins.
Þegar ég var búin að maula upp úr kexpakkanum og svolgra í mig maltið, lét ég mig gossa beint fram af fjallinu og beina leið niður, það verður að segja að ég held að það hafi tekið meira á að fara niður en upp ;), en þetta nuddaði rosalega í hné og kálfa að nuddast niður snarbratta hlíðina. En allt tekur enda og var ég þrjá tíma og ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Nú þurfti að taka aðeins á ::..
Í dag var dagurinn kominn, dagurinn sem ég ætla að labba upp að Nykurtjörn.
Ég fékk Einar Má Kalla og Jóa til að skottast þetta með mér, við tíndum saman eitthvað nesti í bakpokana gerðum tvær gamlar veiðistangir klárar og keyrðum svo fram að Steindyrum, þaðan var lagt í brekkurnar. Ég er ekki viss um að maður hefði verið svona æstur í þessa ferð ef maður hefði vitað hvað þetta var langt og bratt, en fyrst við vorum komnir af stað þá var ekki um það að ræða að stoppa.
Það tók okkur tvo og hálfan tíma að hjakka upp að vatninu, þá fekk maður laun erfiðisins, veðrið var dásamlegt og umgjörð þessarar litlu tjarnar var hreint frábær.
Ég græjaði stöngina kastaði og faaaasst, ekki byrjaði það berlega, spúnninn fastur og þar varð hann eftir, en það má ekki bogna eða brotna svo að við hnýttum annan spún á og héldum áfram, þetta gekk svona la la en ósköp voru þeir litlir fiskarnir sem þarna voru.
Við eyddum dágóðum tíma við vatnið, borðuðum nestið og ren...