Færslur

Mynd
..::Gleðileg Jól ;);)::.. Þá er Þorláksmessan fokin burt og þessi kemur aldrei aftur, ég saknaði Skötuveislunnar hjá Gunna og Dísu í dag. Við ætluðum að gera okkur dagamun í hádeginu í dag og hafa saltfisk, svo við tókum hann úr frosti í gærkvöldi og útvötnuðum fyrir daginn´í dag, það var sérstaklega rætt við kokkinn um að sjóða fyrir okkur saltfiskinn og kartöflur, auðvitað var þetta NO PROBLEM og ekki málið að hafa þetta klárt í hádeginu. Eitthvað hefur samt tungumálakunnáttan vafist fyrir honum því að í hádeginu var engin saltfiskur :(, en kokkurinn bugtaði sig allan og beygði og lofaði að hafa þetta klukkan sex í kvöld, menn voru misjafnlega sáttir við það því þá yrði einn af okkur mörlöndunum í koju, en svona var þetta bara og ekkert meira um það að segja. Klukkan sex var svo þessi dýrindis saltfiskur mættur á matarborðið með rjúkandi jarðeplum, það var að vísu hætt að rjúka úr veislunni þegar ég mætti 20mín of seint í veisluna og mínir menn búnir að éta og farnir, ég klóraði skra...
Mynd
..::Stúfur::.. Tíminn tætir alveg áfram og það eru bara að detta á jól, það er nú meiri hraðinn á þessu núna, en góðu punktarnir í því að tíminn líði svona hratt er náttúrulega það að maður verður komin heim fyrr en varir ;). Sveinki kom í nótt og færði mér Toblerone og skrifaði mér bréf sem ég hef ákveðið að hafa ekki eftir því ég geri ráð fyrir að þetta sé lesið af viðkvæmum sálum hehe, en karlanginn var eitthvað pirraður yfir vettlingamissinum, “grumpy old” man hefði það einhverstaðar verið orðað. En hann ætti að geta tekið gleði sína aftur í nótt því að ég set vettlinginn í sokkinn og þá kemst hann varla hjá því að finna hann. Annars er svo sem ekki mikið í fréttum annað en að veiðunum hérna svipar örlítið til Tómatsósu hellingum, fyrst kemur ekkert og svo kemur allt!, förum ekki nánar út í það ;). Það er náttúrulega alltaf sama góða veðrið hérna, en það fer um mann hrollur þegar maður heyrir hvernig veðrið hefur verið heima á Íslandi undanfarið. Það er nú alltaf verið að punda á r...
Mynd
..::Meija meija::.. Nú segir maður bara eins og litli frændi “meija meija” en ég er samt efins um að það virki, og satt best að segja þá er ég farin að stórefast um að Sveinki sé alsgáður á þessu heimshorna flakki sínu, þetta reddast kannski hjá honum í kvöld hérna í Afríku í hitanum , en hræddur er ég um að honum verði kalt á krumlunni á nyrsta parti hnattkúlunnar. Af eigin reynslu þá veit ég að það er skammgóður vermir að pissa á hendurnar á sér, þótt í minningunni hafi það verði gott meðan á því stóð ;), svo ég mæli frekar með að hann setji frekar höndina á einhvern heitan stað á Rúdolf . Karl greyið var eitthvað utan við sig þegar hann kom við hjá mér í nótt því hann gleymdi vettlingnum sínum, en sem betur er gleymdi hann ekki að gefa mér í skóinn. Að öðru leiti er ekki mikið að frétta, við færðum okkur sunnar í dag og er dagurinn búin að vera í lagi þótt ég hafi átt betri daga, en þetta hlýtur að vera allt framundan :). Látum þetta nægja í dag, vona að Guðs englar og hjálparsveina...
Mynd
..::Ég vildi::.. Ég vildi að alla daga væru jól, var einhverstaðar sungið, en ég held að ég geti nú ekki verið sammála því, alla vega ekki þessi jól. En ekki get ég sagt að það sé margt sem minnir á jólin hérna annað en jólasokkurinn fíni og svo jólapakkarnir mínir niðri í klefa. Við félagarnir erum ekki búnir að ákveða hvað við ætlum að borða á aðfangadagskvöld, en mig grunar að það verði Önd hjá okkur, annars spurði ég einn af mínum mönnum í fyrradag hvernig hann héldi að aðfangadagurinn yrði? Svarið var stutt og laggot “Bara eins og dagurinn í dag!”. En hvað sem því öllu líður þá fer ekki illa um okkur hérna, eins og sjá má á myndinni þar sem þeir félagar morra yfir fréttunum í sófunum. Eitthvað er Sveinki skárri í bakinu, því það voru tveir molar í sokknum í morgun, en spennan eykst og eykst, og það styttist óðfluga í aðfangadaginn sem ég held að karlræfillinn sé búin að vera spara sig fyrir. Og þá er þetta komið í dag, bið heilladísina að strá yfir ykkur ráðlögðum dagskammti af gl...
Mynd
..::Annar í útvarpi::.. Í dag var annar í útvarpi en þá lauk vélastjórinn við að tengja nýju fínu hátalarana inn á útvarpið, svo sat öll Íslendingahjörðin í sófanum á svipinn eins og garðrollur blindaðar í bílljósum og hlustuðum á fjögurfréttirnar á rás2, það eina sem skyggði á gleðina var þetta hörmulega slys á strandstaðnum sunnan við Sandgerði, en svona er lífið og það eina sem hægt er að ganga öruggur út frá í því er það að einn daginn þá kveður maður þetta tilverusvið og flytur yfir á það næsta. Annars hefur þessi dagurinn liðið án mikilla kvala hehe, og ekki hefur veltingurinn eða brælan verið að angra mann þennan daginn, en það er búið að vera eins og besta sumarveður hérna í allan dag, spegilslétt og fegursta veður, og ekki þarf að kvarta yfir því að maður sé einskipa hérna því það hefur verið mjög mikið af skipum og bátum á slóðinni í dag, þetta er eins og mý á mykjuskán eða þannig. Jólanissinn var ekkert betri í bakinu síðustu nótt, en hann burðaðist samt með einn tyggjópakka...
Mynd
..::Radio gaga::.. Það er alltaf verið að búa sér í haginn á þessu og ávallt nóg að gera, í dag var veslings vinnslustjórinn minn settur í það að koma upp aukahátölurum svo að betra væri að hlusta á útvarpið í sófasettinu í brúnni, þetta kostaði þvílíkt rifrildi en sem betur fer er Reynir líka lærður timburmaður svo hann var ekki lengi að rykkja þessu niður, saga göt fyrir hátalarana og smella þessu svo öllu saman. Halli vélstjóri var svo fengin í tengingar og lagnir ásamt rafvirkjanum, það var mesta furða hvað þetta gekk hratt fyrir sig, en það verður að játa að rafvirkinn kom lítið nálægt verkinu. Ég fékk svo aðeins að taka í lóðboltann því ég varð að komast aðeins með fingurna í þetta, það er jú bara Hólmarinn í mér “Hver hefur sinn djöful að draga!” hehe eða þannig :). Á myndinni er Reynir vinnslustjóri/timburmaður/mublusmiður að reka síðustu naglana í hátalaraverkið ógurlega :). Það voru ekki þungar byrgðar á Bjúgnasleiki þegar hann færði mér í sokkinn síðastliðna nótt, ekki það ...
Mynd
..::Jóla hvað::.. Ekki sveik Jólasveinninn mig þennan daginn svo að ég hef örugglega verið með eindæmum þægur ;), og Sveinki er greinilega ekkert tengdur Latabæjar genginu því hann splæsti á mig Prins Póló, ætli maður hefði ekki fengið gulrót frá íþróttaálfinum? Annars er þetta allt við það sama hérna á slóðum frumbyggjanna, það var suðaustan golukaldi í morgun og fram eftir degi en svo lagðist hann í logn með kvöldinu, það er nokkuð algengt hérna að það lygni með kvöldinu, ætli það sé ekki bara þannig víðast hvar í veröldinni þar sem land liggur að sjó. Eitthvað þarf maður svo að endurskoða það hvernig maður kemur spakmælum frá sér, en mér vafðist tunga um hönd í gær þegar ég sagði við vinnslustjórann minn, maður ríður ekki feitum gölt eftir þennan daginn! Hann horfði á mig stóreygður og sagði svo, á maður ekki að segja, maður flær ekki feitan gölt? What ever þá kom þetta svona frá mér og ekkert við því að gera, maður er bara ekki betur að sér í spakmælunum, og læt ég þetta vera punkt...
Mynd
..::Í skóinn(sokkinn)::.. Lukkulegur var ég í gær þegar ég fann þennan líka fína jólasokk niðri í klefa, ég var fljótur að drusla honum upp í brú og hengja hann upp í glugga í þeirri von að Jólasveinninn liti við hérna í nótt, og viti menn í morgun var komið bréf í sokkinn ásamt tannbursta tannkremi og súkkulaði. En bréfið hljóðaði svona: Halló minn kæri sokkaeigandi. Það var nú meira puðið að komast hingað í þessum ansans álbát, ekki beint fyrir gamla Jólasveina, en það tókst!! En ég verð að segja að mér kvíðir fyrir þessum dögum fram að jólum. (Gætirðu nokkuð kannski bara hætt við hann, þ.e.a.s árans sokkinn?) Þar sem reikna ekki með að þú verðir við þeirri bón þá verðum við að undirbúa það sem koma skal með þessari fyrstu sendingu, reikna með að þær næstu verði heldur sætari. Bestu kveðjur Jólasveinki Já það væsir ekki um mann hérna, meira að segja Jólasveinninn gleymdi mér ekki, nú verður maður sennilega vaknaður klukkan sex í fyrramálið til að kíkja í sokkinn hehe. En að öðru máli...
Mynd
..::Blíða::.. Það er búin að vera bongóblíða á okkur í allan dag og hafflöturinn spegilsléttur, ekki svo galið að damla hér um á sléttum sjó í 25°C hita, það voru oft erfiðir túrar hjá manni heima á Íslandsmiðum í desember hérna áður, stanslausar brælur veltingur og kuldi, en maður þekkti ekkert annað og gerði sig ánægðan með það. Undanfarið ár hefur maður augum litið ýmsar fisktegundir sem ég hafði aldrei áður séð og átti ekki von á að sjá “nokkurn tímann!” á meðfylgjandi mynd eru smá gullfiskar sem ég fann úti á dekki í dag þegar við innbyrtum trollið, mér fannst þeir þvílíkt krúttlegu svo ég ákvað að festa þá á filmu. Og þá verður þetta ekki lengra í dag, bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
..::Skeytingarleysi::.. Ég átti bágt með að trúa því hvað fólk er orðið ómerkilega skeytingarlaust. En þannig er að dóttir mín lenti í því að keyra á kött um daginn, greyið lá alblóðugur og illa lemstraður í götunni og hún gat lítið gert annað en að hringja í lögguna, löggan spurði hvort kisi væri merktur?, fyrst hann var ekki merktur þá væri þetta bara útigangköttur og hún skyldi bara láta hann liggja því þeir gerðu ekkert í þessu. Þetta þykir mér alveg með ólíkindum að hún skyldi fá þessi svör. Hún reyndi svo að hringja á nokkra aðra staði en engin var tilbúin að hjálpa henni neitt fyrst kötturinn var ekki merktur, henni var annaðhvort bent á að skilja hann eftir eða snúa hann úr hálsliðnum, maður segir bara eins og Ragnar Reykkás ma ma ma bara skilur þetta ekki. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef þetta hefði nú ekki verið köttur heldur maður, hefði þá löggan spurt, er hann merktur eða með skilríki? Ef hann væri ekki með nein skilríki nú þá væri þetta þá bara útigangsmaður se...
..::Tjah ha humm::.. Jæja þá er maður loksins komin um borð, og var ég frekar þrekaður eftir ferðalagið þegar ég var komin um borð, en það er bara þannig sem það er og ekkert við því að gera anað en að hvíla sig vel í nótt ;). Annars er ekki mikið að frétta héðan annað en að það er mikill munur að komast á netið og svo náttúrulega er símkerfið alveg dillandi. Læt þetta nægja núna.
..::Hvítt bómullarteppi::.. Í morgun þegar við vöknuðum var hvítt snjóteppi yfir öllu, þetta var eins og bómullarteppi og ofsalega fallegt hvernig snjórinn sat í trjánum. Ég brá myndavélinni á loft og smellt af nokkrum myndum sem nú eru komnar á myndasíðuna. Það var náttúrulega farið í heilun í Bjarmann (www.bjarminn.is) í morgun, það var frekar fátt hjá okkur í morgun enda sjálfsagt nóg að gera hjá flestum svona rétt fyrir jólin. Annars er ekki mikið að segja ég er að mana mig upp í að byrja að taka mig til en það gengur ekki vel, ég nenni engan vegin að fara að troða í töskurnar :(. Bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð niðurkomin.
..::Jólalegt::.. Það er orðið frekar jólalegt hérna á víkinni og gráhvít snjóslæða yfir öllu, víða er búið að skreyta og bærinn er að komast í jólabúninginn. Það er ekki hægt að segja annað en að það nagi mann aðeins í hrygginn að þurfa að kveðja svona korteri fyrir jól og halda suður á bóginn, maður er í engum takt við farfuglana því þeir eru löngu farnir hehe, en svona er þetta bara og ekkert við því að gera. Nú er búið að setja upp nýtt internetkerfi um borð hjá okkur svo við getum betur fylgst með því hvað er að gerast í veröldinni, ásamt því að geta hlustað á útvarpið yfir netið. Einnig er síminn tekin yfir netið og kostar það mig það sama að hringja héðan og um borð og innanlands, ásamt því að talgæðin eru eins og best verður á kosið. Við erum með íslenskt númer, svo það ætti ekki að vera mjög erfitt að vera í sambandi við sína símleiðis :). Nú svo er líka hægt að nýta sér Skype sem er náttúrulega frítt símkerfi. Í dag er svo fyrirhuguð fjölskylduferð til Akureyrar það sem lokah...
..::Jólatúrinn framundan::.. Jæja nú styttist hratt í að ég fari aftur á hafið, en núna á sunnudaginn flýg ég væntanlega suður ef veður leifir og svo út til Las Palmas á mánudagsmorgun. Já fríið er að verða búið og komið að þessum leiðindapunkti að þurfa að fara aftur, en maður verður bara að leita uppi ljósu punktana og hugsa jákvætt :), það verður þá bara styttra þangað til maður kemur heim næst. Ég hef aðeins verið að uppfæra hjá mér síðuna enda ekki vanþörf á, kóðinn var allur komin í döðlur og allt í steik :), ég er með hugmyndir um að fara að Blogga eitthvað aftur og áhvað að láta bloggið opnast inni í síðunni minni, hvað sem ykkur kann að finnast um það verðið þið bara að setja á kommentin hehe, ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því því það nennir yfirleitt engin að kommenta. Undanfarið hef ég líka eitt smá tíma í að koma Bjarma síðunni aðeins á lappirnar en það verður svo bara að koma í ljós hvernig það verður, en þið getið sjálf dæmt um það á www.bjarminn.is. Hafið það sv...
..::Ætli það sé ekki best að halda sig við það gamla ??::.. Er að reyna að uppfæra þetta bloggumhverfi aðeins með frekar döprum árangri. Setti myndir inn á myndasíðuna áðan.
Er fluttur, þetta kerfi var ekki alveg að gera sig. Nýtt heimilisfang er http://www.blog.central.is/hholm/
..::Komin heim::.. Jæja þá erum við komin heim frá Danmörku, ferðin var alveg frábær. Nýjar myndirúr ferðinni á myndasíðunni.
..::Danmörk forud::.. Jæja þá er komið að því að ég heilsi upp á litlu hafmeyjuna, en við erum á leið til Kaupmannahafnar þar sem eyða á 5dögum í vellystingum hehe, annars er ég spenntari fyrir tívolíinu en litlu hafmeyjunni. Ég hef bara komið einu sinni til Køben en það var bara á flugvöllinn :(. Við verðum svo bara að vona að Danskurinn hafi verið duglegri að læra Enskuna en ég Dönskuna forðum, svona just for clear communication :). Við feðgar tókum smá hjólasprett á sandium í kvöld, þar voru rörin snúin til fulls, Rúnar mætti svo á Dakarnum og sóthreinsaði hann hehe. Planið er þannig að við keyrum suður á morgun miðvikudag og fljúgum út á fimmtudagsmorgun, áætluð heimkoma verður svo að kvöldi 22. Jams that´s it for to now :). Bið alla góða vætti að vaka yfir ykkur meðan við verðum í úttlandinu.
..::Fiskidagshelgi::.. Súpukvöldið og fiskidagurinn voru hreint frábær og var stemmingin í bænum alveg meiriháttar. Við röltum um bæinn á föstudagskvöldið og fengum okkur súpu, ekki var annað að sjá en að allir væru himinlifandi með þetta framtak Dalvíkinga. Við vorum ekki með súpu í þetta skiptið, það villtist samt einn súpuþurfi upp á pallinn hjá mér í von um súpu, þar sem ég var ekki með súpu þá leisti ég málið með því að færa viðkomandi eitt bréf af bollasúpu ;), á fiskideginum hitti ég svo viðkomandi aftur sem sagði mér að bollasúpan hefði komið sér vel, hún var nýtt sem morgunmatur á fiskideginum. Nú fiskideginum eyddum við svo í að væflast um hátíðarsvæðið, þar rakst maður á ýmsa sem maður hefur ekki séð lengi. Annars fór þetta allt vel fram og ekki annað að heyra en að flestir væru ánægðir. Í gærkvöldi grillaði svo frúin grillpinna, eftir grillið sátum við svo á pallinum fram eftir kvöldi við ostaát og rauðvínsdrykkju, góðum degi var svo lokað með hreynt frábærri flugeldasýning...
Mynd
..:Fiskidagurinn:.. Jæja þá er fiskidagurinn að koma og allt á fullu á víkinni, við vorum engir eftirbátar annarra í því og settum allt á fullt í að græja pallinn fyrir fiskidag, það hafðist að klæða innrabyrgðið á veggjunum svo að það er allt klárt frá okkar hálfu. Setti inn nokkrar myndar af framkvæmdunum.