Færslur

Mynd
..::Til hamingju með komuna frænka::.. Bjarminn í morgun og svo bleiki grísinn eftir hádegi. Hjördís kom með okkur í bæinn og við notuðum tækifærið og skruppum aðeins upp á fæðingardeild til að kíkja á litlu frænku, hún er agalegt krútt. Tók nokkrar myndir og setti tvær af pínulitlu frænku á myndasíðuna. Í kvöld var ég svo orðin drulluslappur af kvefdrullu :(, þetta var nú það helsta sem við gerðum í dag. Bið þann sem öllu ræður og stjórnar að senda ykkur aukaskammt af ljósi, er það ekki sem allir geta nýtt sér??
..::Guggnaði undan farginu::.. Þetta er náttúrulega ekki hægt, og ekki er hægt að segja að þetta sé hratt ;). Dagurinn í dag var svo sem ágætur ég var að mestu leiti heimavið, en um miðjan daginn skrapp ég í smá heimsókn í Bjarmann, það var alveg frábært og var ég ekki svikinn af þeirri heimsókn, höfum ekki fleiri orð um það hérna, frekari upplýsingar fást í beinlínusambandi við mig sjálfan ;);). Það var alveg rosalega fallegt veður í morgun og svignuðu trén undan snjónum sem sest hafði á þau í nótt og morgun, ég ætlaði nú að taka myndir af þessu en var ð of værukær því um hádegisbil hvessti og þá fauk þetta allt af. Því miður var einhver þvottur á útisnúrunni, þvottur sem var sligaður undan snjófarginu. Vesalings útsölu Álsnúrurnar hölluðu undir flatt þegar það vindaði, þetta var náttúrulega bölvað drasl sem kostaði lítið, en ég var nú samt að vona að þetta dygði lengur. Þessi niðurstaða var ekki til að auka álit mitt á þessum auma málmi sem kallast ÁL, en álið á að bjarga öllu á mínu...
..::Pattstaða::.. Enn gerist ekki neitt (í atvinnumálunum).Þrátt fyrir að það sé ósköp notalegt að vera ómagi á framfæri konunnar þá langar mér til að leggja eitthvað til með mér sjálfur. Ég rakst á eina atvinnuauglýsingu í bæjarpóstinum í dag, enen það var ekki almennur vilji í fjölskyldunni fyrir því að ég myndi sækja um það starf, enda kannski ekki beint starf sem hentaði mér “afgreiðslustarf í blómabúðinni ;)”. Lét mig samt hafa það að hringja eitt símtal og skrá mig hjá enn einu fyrirtækinu, það var ekki mjög líklegt að ég kæmist þar að. En þetta er eins og með happdrættin, þar er víst engin leið að vinna nema að eiga miða ;);), ég lít á þessa skráningu sem eitthvað svipað “miði er möguleiki”. Ég fékk póst í dag sem innihélt eftirfarandi: Eitt orð Lýstu mér í einu - Bara einu orði! Sendu mér það svo (bara mér), sendu þetta svo til allra vini þína og sjáðu hvaða skrítnu hluti fólki finnst um þig Svaraðu þessu það er gaman ! Ykkur er velkomið að svara þessu á comment kerfinu, ég ...
..::Skreppitúr::.. Lítið sem ekkert að frétta hjá mér, skrapp suður í dag fór klukkan níu í morgun og var komin aftur heim klukkan níu í kvöld. Það var fínt að keyra, autt alla leiðina og ágætisveður, síst var þó veðrið fyrir sunnan enda stoppaði ég ekki lengur en ég þurfti þar. Rakst á þessa síðu áðan, “Barmasíðan!” nafnið hleypir kannski hugmyndafluginu af stað en ekki er allt sem sýnist :). Guð geimi ykkur............
..:.Fljúgandi hálka::.. Mánudagur, ekki mikið í fréttum af mér og eða mínum. Það er bullandi þíða og hrikalega hált í bænum, ég staulaðist á svellbunkunum niður í vinnu til Guðnýar í morgun og sótti bílinn. Rúllaði svo inn á Akureyri og náði í Hjördísi sem nennti ekki að hanga innfrá í allan dag og hringi því í pabba “viltu sækja mig?” hún er búin snemma á mánudögum og vill náttúrulega komast heim. Eftir bæjarferðina fór ég til Brynju og heflaði aðeins af svalahurðinni hjá henni og lagaði læsinguna sem var að detta af, þar sem ég hafði ekkert annað að gera þá var þetta fín tilbreyting ;);). Að öðru leiti var dagurinn hverjum öðrum líkur, þ.e.a.s fyrir utan hálkuna. Læt þetta nægja núna. Farið varlega og passið ykkur í hálkunni..............
Mynd
..::Smakkari::.. Dúndrandi blíða í dag og ég lét mig hafa það að sparka í gang og fá mér sveiflu á ísnum, stoppaði samt frekar stutt þar sem maður var allur í strengjum eftir gærdaginn ;), spændi einn hring í sveitinni áður en ég hætti og gekk frá gripnum inn í skúr. Og ekki hefur enn hlaupið á snærið hjá mér í atvinnumálum en ég örvænti samt ekki það hlýtur að detta eitthvað inn á endanum. Annars var ég að velta því fyrir mér að sækja um sem smakkari í nýju bjórverksmiðjunni sem rísa á inni á Árskógsströnd :):). That´s it for to day.............
Mynd
..::Ice Age::.. Byrjaði daginn á andlegri upplyftingu í Bjarmanum. Lét svo vaða á Ísinn í dag og var það heljarinnar fjör, spændi og spólaði út um alla Hrísatjörnina eins og ég ætti lífið að leysa, neglingin virkaði betur en ég átti von en er náttúrulega ekkert í líkingu við ísdekkin sem kosta 20-25.000kr stykkið, en ég gat vel við unað enda kostaði þetta mig ekki svo mikið kannski 2000kr plús vinnuna við að koma þessu í togleðurshringina ;). Það sem ég er ekki vanur svona ísreið þá tók það mann smátíma að ná upp áræðni og lagni til að þeysa spólandi um á fullu gasi, en þetta kom ;), það var þunnt snjólag yfir öllum ísnum og sumstaðar örlítið þykkri skellur sem gáfu meira grip, þetta gerði þetta aðeins erfiðara en þar sem ég var nýgræðingur í þessu þá fannst mér þetta í lagi :). Það komu svo tveir á á krossurum með þessu fínu dekk, þar var gripið. Þeir áttu ekki í neinum vandræðum með að prjóna þótt þeir væru á ísnum, en munurinn var líka sá að þeir voru með þessu fínu verksmiðjuísdekk...
Mynd
..::Kalt á toppnum::.. Föstudagur ;), einhvertímann kallaði maður þetta flöskudag en það er óralangt síðan hehe. Það var kalt hjá okkur -12°C um hádegi í gær en svo linaðist þetta eitthvað og var ekki nema -9°C í gærkvöldi þegar ég leit á mælinn. Eyddi megninu af deginum innandyra sparkaði samt smá í gang og fór og tók bensín á hjólið, það var ekki að finna annað en að járningin virkaði vel og var mesta furða hver jarðtengingin var ;). Ég staulaðist út og smellti mynd af Dalvíkinni í haustbúningnum sem hún skartar núna, þið getið séð þessar myndir hérna . Annars er ekki mikið að segja. Vona bara að þið eigið góða helgi, og bið þann sem öllu stjórnar að líta til með ykkur svo þið anið ekki út í einhverja ófæru ;););).
..::Mótorfákurinn járnaður og yfirgefna commenta kerfið::.. Þessa dagana reynir maður að finna sér eitthvað gáfulegt að gera, en einhverra hluta vegna er það svo alls ekkert gáfulegt þegar upp er staðið ;). Fór með Guðnýu í vinnuna með þá hugmynd í farteskinu að tjöruþvo dekkin á bílnum niðri á verkstæði, en þegar þangað var komið þá nennti ég ekki að fara í þennan tjöruþvott. Ég fór heim og náði í mótorhjólið, fékk far í gröfunni hjá Ragga, ég hef ekki verið farþegi í svona farartæki síðan pabbi vann hjá bænum í den tid, en þá var voða sport að fá að vera með í Gröfunni Heflinum eða Ýtunni :). Lúsaðist svo í hálkunni á hjólinu niður á verkstæði það sem átti að negla, þar var allt til alls og ekki til setunnar boðið bara að drulla sér í að byrja. Ég byrjaði á afturdekkinu, það er betra og það virtist ágætis æfingarþema, það þurfti að bora allt dekkið fyrst og svo var nöglunum spýtt í dekkið með þar til gerðri maskínu, þetta gekk alveg ljómandi og var búið að hrækja 220nöglum í afturdek...
..::Eitt á dag kemur skapinu í lag::.. Var frekar latur í morgun, en eftir hádegið draslaði ég mér niður í bæ og talaði við þjónustufulltrúann minn hjá Sjóvá varðandi trygginguna á hjólinu. Svo tókst mér að ota fyrrverandi vinnslustjóranum mínum í nýtt pláss, en þetta gengur allt út á að þekkja menn sem þekkja menn sem þekkja menn. Það virðist allar atvinnuráðningar fara eftir þessháttar leiðum þessa dagana. Vonandi á ég einhverstaðar hauk í horni sem getur bent á mig sem álitlegan kost :). Við fórum svo inn á Akureyri í verslunarleiðangur(Bónus) en notuðum tækifærið og fórum í Símann til að færa frúarsímann yfir til símans, ég notaði tækifærið og gerði það sem Árni Finns benti mér á að gera fyrir 6árum, þ.e.a.s endurnýja símakortið mitt og fá nýtt sem væri með meira símaskráarplássi og einhverju fleira, gamla kortið mitt var t.d vitlaust en það nýja hefur vit ;). Þetta er nú það helsta sem ég hef afrekað þennan daginn. Annað var það ekki þennan daginn. Bið himnaföðurinn að vaka yfir y...
..::Tíðindalaust::.. Það er svo sem ekki mikið að frétta, maður er jú eitthvað að reyna að skanna vinnumarkaðinn með von um eitthvað bitastætt. Á meðan reynir maður að láta eitthvað gott af sér leiða, t.d tengdi ég nýja eldavél og setti upp viftu fyrir Ninnu . Svo tókst mér að laga eldhúskappaljós hjá Brynju. Að öðru leiti hefur þetta verið frekar tíðindalítið.
..::Mánudagur til mæðu::.. Vaknaði snemma og keyrði Einar og Bjarka í skólann, svo fór ég og kíkti á nýja Kawasaki hjólið hans Péturs, það var helv.. flott og mikil græja, ég mátaði mig aðeins á því og fittaði afturendinn á mér ágætlega í hnakkinn, ekki skemmdi það fyrir að vita af 1500cub mótor milli lappanna :). Seinnipartinn í dag ég svo staðfestingu á að biðin væri á enda varðandi hvað yrði gert við skipið sem ég hef verið á. Það liggur ekkert annað fyrir en að leita að annarri vinnu, það er svo sem ekkert meira um þetta að segja annað en að vonandi finnur maður eitthvað að gera því ekki lifir maður á loftinu einu saman. Svo stíflaðist svo niðurfallið í þvottahúsinu, þetta var bara að breytast í hamingjudag... Við fórum í Húsasmiðjuna og keyptum einhvern baneitraðan stíflueyði sem ég gusaði í gatið, lét bara allan brúsann vaða. Ekki get ég nú mælt með þessu sem lyktbæti, því að það gaus upp hræðileg lykt. En stíflan var enn til staðar og vildi hvergi fara. Nú varð ég að kippa garð...
..::Hundahreinsun tölvunnar::.. Ég tók daginn í strauja tölvuna og setja hana upp aftur, en sem betur fer hef ég aðgang að miklum tölvuséníum sem alltaf eru boðin og búin til að aðstoða mig þegar allt er komið í flækju ;). Það fór megnið af deginum í þessa hundahreinsun á tölvunni, en það var ekki vanþörf á því, tölvan var að gliðna af drasli og orðin mjög hæg og sljó. Á endanum hafðist þetta þó tölvan aftur á lappirnar, þökk sé þjónustuenglunum mínum í tölvubransanum :).
..::Komin heim aftur::.. Það er orðin stund síðan ég bloggaði síðast, en þá var ég á leið suður og gerði ráð fyrir því að fara á sjó í framhaldinu, ég mætti í vinnu á mánudagsmorgun. Vikan fór svo í bið sem endaði með því að ákveðið var að ég hundskaðist heim aftur í enn meiri bið. Ég átti flug á föstudeginum en það var hólmaraheppni yfir þeim degi og var allt flug fellt niður vegna veðurs, hvað annað hehe. Ég fór til Haddó og dvaldi þar í góðu yfirlæti, það var gaman að sjá hvað litli frændi hafði stækkað og var orðin mannalegur :). Mamma og Pabbi áttu svo leið í bæinn, Haddó dúðaði litla krílið upp og við fórum með foreldrum okkar niður í Þorstein Bergmann sem er skranbúð ofan við slippinn. Mamma og pabbi voru að koma úr Garðinum á sumardekkjunum og sagði pabbi að það væri MARAUTT!. Þetta slapp nú allt saman en við systkinin stóðum á bremsunum í aftursætinu megnið af leiðinni skelfingu lostin hehe. Eftir skranbúðarferðina fórum við heim í Stangarholtið, þá var búið að aflýsa öllu flu...
Mynd
Mynd
..::Mér kemur ekkert í hug sem ætti heima hér::.. Hrikalega hefur maður verið eitthvað andlaus undanfarið, það er með herkjum að maður nær að klambra einhverri vitleysu á blað öðru hvoru :(. Það er búið að vera þíða alla vikuna og er megnið af snjónum á undanhaldi, allar götur færar og meira að segja hafa verið sumarframkvæmdir hérna í bænum, en það var verið að malbika á fullu niður við byggðarsafnið í vikunni, já alltaf verið að fíniséra :). Ég náði að hrista af mér mesta letislenið í gær og druslaðist í að þvo og bóna bílinn, þetta framkvæmdi ég inni í kjallara í hlýjunni og var langt fram á kvöld að nudda í þessu, bíllinn var bara nokkuð góður á eftir ;). Í dag reyndi ég líka að gera eitthvað af viti svo að ég fór í kjallarann og safnaði saman drasli sem átt frekar heima í gámunum en í kjallaranum, þar kenndi ýmissa grasa og þurfti ég tvær ferðir með góssið á haugana. Á morgun er svo stefnan sett á höfuðborgina en þar ætlum við að dvelja um helgina, ég verð eftir fyrir sunnan en þa...
Mynd
..::Ég ætlaði ekki að gera þetta!::.. Nú er megnið af snjónum farið og þessi líka fína færðin í Dalvíkurbyggð ;). Við vorum með næturgest í nótt en Bjarki Fannar gisti hjá okkur síðustu nótt, þeir frændur snéru á mig og voru báðir sofnaðir í minni holu þegar ég ætlaði að skríða uppí, en það gerði ekki mikið til því að mér tókst að finna mér rúmstæði til að kúra í. Í morgun keyrði ég svo grislingunum í skólann, Guðnýu í vinnuna og brunaði svo inn á Akureyri í þessari líka frábæru haustblíðunni eins og þær verða bestar. Á Akureyri hitti ég aðeins Hemma netagerðarséní en eftir það kíkti ég í morgunkaffi í bakaríinu við brúna þar sem ég maulaði nýbakað sötraði kókómjólk og las nýprentað málgagn sjálfstæðismanna. Klukkan var ekki orðin ellefu þegar morgunkaffinu(drekkutímanum) lauk og enn drjúg klukkustund í að bleikaGrísnum(Bónus) þóknaðist að opna sig fyrir almenningi. Einhvernvegin varð ég að eyða tímanum svo að ég keyrði upp í Kjarnaskóg og labbaði þar einn hring í skóginum, einstakleg...
..::Þar fann ég að það kom!!::.. Loksins skall hitabylgjan á okkur með öllum sínum þunga, það varð náttúrulega til þess að flestar götur í bænum urðu illfærar, en ekki var verið að puðra skattpeningunum í snjómokstur og hitinn látinn vinna á þessu í rólegheitunum. That´s it for to now........
Mynd
..::Púff allt horfið!!!::.. Nennti ekki að blogga í gær en ákvað að reyna að gera betur í dag, það tókst líka þetta dillandi vel, var búin að plokka niður ca 1/5 blaðsíðu og koma því fyrir á þessu blessaða bloggi þegar bloggsíðan fraus og púff allt horfið, en það þíðir lítið að gefast upp. Það er allt hvítt hérna ennþá og bið eftir hitabylgjunni sem er víst á leiðinni. Guttarnir eru samt ekki ósáttir við þetta og nota tíma til að brettast í fjallinu :). Ég skapp uppeftir og smellit af nokkrum myndum í dag. Það er komin upp ný myndasíða og það ætti að vera nóg að klikka hérna til að komast þangað. Læt þetta nægja í bili. Gangið á Guðsvegum........
Mynd
..::Ofankoma::.. Enn kyngir niður snjónum og er þetta að verða eins og um hávetur hérna á Dalvíkinni. Fyrir nokkrum árum reyndu Dalvíkingar að setja upp snjóframleiðsluvélar á skíðasvæðinu, það fyrsta sem snjóaði á kaf þann veturinn voru þessar snjóframleiðsluvélar :(, voru þessir vetur sem þessar græjur voru hérna einir mestu snjóavetur sem sögur fara af á Dalvík :):). Næstu árin var svo lítið talað um snjóframleiðslu hehe enda þurfti nánast ekkert að framleiða, það sáu máttarvöldin um. Í haust var svo aftur farið í framkvæmdir og uppsetningu á snjóframleiðslubúnaði á skíðasvæði Dalvíkinga og lesa má um framkvæmdirnar á heimasíðu skíðafélagsins , það tefur þó fyrir framkvæmdum veðurfarið en nú er mun meiri snjór en undanfarin haust. Ég ætla að vona að þetta fari ekki á sama veg og síðast þegar menn ætluðu að framleiða hér snjó. Og það gekk vel hjá Hjördísi í bílprófinu í dag og geri ég ráð fyrir að afnotatími heimilisbifreiðarinnar rýrni hjá okkur Guðnýu við þennan áfanga hjá krílinu ...