Færslur

Mynd
..::Útför Helgu ::.. Dagurinn heilsaði okkur með kafaldsbyl og fannkomu, ekki beint veðrið sem við hefðum óskað okkur á útfarardeginum hennar Helgu, en við því var lítið að gera. Við fórum upp í kirkju um hálfeittleitið og byrjaði athöfnin klukkan hálftvö. Athöfnin einkenndist af miklum söng og tónlist og var meðal annars þetta lag sungið. -Rósin- Undir háu hamrabelti Höfði drjúpir lítil rós, þráir lífsins vængja víddir, vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartarsláttin, rósin mín, er kristaltærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað. Krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. Mér hefur alltaf þótt jarðarfarir sorglegar athafnir, en þetta var mjög falleg athöfn. Og ekki vantaði blómin sem bárust, ég hugsa að Helga hefði kunnað að meta öll þessi blóm þót...
Mynd
..::Betra seint en aldrei::.. Ég hafði mig bara ekki í að klára bloggið sökum anna en betra er seint en aldrei!. Ég fór inn á Akureyri um tvöleitið með björgunarsveitarbílnum til að ná í kistuna og fara með hana út í kirkju, í framhaldi af því var lítil bænastund í kirkjunni. Í dag kom Jóna Lind systir Guðnýjar og maðurinn hennar keyrandi frá Ísafirði, þau kíktu aðeins í heimsókn í kvöld. Það er ekki sérstakt veðurútlit fyrir morgundaginn en við vonum það besta, það má ekki gefa upp vonina. Oft er hún vonin eina haldreipi okkar í lífinu. Megi friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveita hjarta ykkar og hugsanir. Þetta verða lokaorðin í dag.............
Mynd
..::Frummaður::.. Ég gleymdi alveg að minnast á að í gær blossaði upp í mér frummaðurinn og kafaði ég djúpt í iður frystikistunnar og gróf upp hákarlsbita sem mér áskotnaðist fyrir austan í haust þegar mamma og pabbi voru borin út ;). Já agalega langt síðan ég hef smakkað hákarl ummm namm, en ég var bara einn um þennan áhuga á fornmetinu á ægisgötu sex, þ.e.a.s fyrir utan Árna sem var í heimsókn ,). Hvað um það þar sem hákarlinn var frosin þá var ekkert annað í stöðunni en að skera hann niður í teninga setja í krukku og bíða morguns, hann er alveg bragðlaus frosin ;). Nú svo fórum við og leigðum okkur myndina “Nói albinói” sem mér fannst alveg frábær. Ef þið eruð ekki búin að sjá hana þá mæli ég með að þið verðið ykkur úti um hana.... Þegar ég svo vaknaði í morgun þá var mitt lán í óláninu að salernið var ekki upptekið. Ég var með svona líka agalega steinsmugu með tilheyrandi innantökum og vanlíðan. Heppnin í mér að vera ekki kvefaður, því ég er ekki viss um að ég hefði m...
Mynd
..::Auma::.. Nú er það aumt, haldið þið ekki að ég þurfi að blogga á gamla hólknum ;). Það er allt komið á kaf í snjó hjá okkur hérna á Dalvík, snjóruðningstækin eru búin að vera á fullu í allan dag, brúmm brúmm. Þetta er að vísu soltið jóló en maður er með í maganum yfir því að bílaplanið verði ófært, hugsið ykkur ef maður þyrfti að skafa snjó og klaka af bílnum á hverjum morgni. Moka tröppurnar tvisvar á dag ca eina smálest í hvort skipti ;). Oj oj það má bara ekki gerast, ég meika það ekki að hokra krókloppinn fyrir utan gaddfreðna blikkbeljuna með gluggasköfuna. Og eiga svo eftir að sitja helfrosin inni í henni áður en hún volgnar svo maður sjái út ;). En það þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu því að Siggi stormur var að spá hláku þegar líður á vikuna. Og ekki lýgur stormurinn ;). Læt þetta nægja núna. Megi englar guðs vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð.............
.::Frídagur::.. Sökum ytri aðstæðna þá fór bloggið mitt út um þúfur í gær, en þetta á nú kannski frekar að vera til gaman heldur en kvöð. Svo að frí og veikindadagar eru ótakmarkaðir ;). Gott að vera í vinnu hjá mér ;)............... Ég keypti mér netkort og nýja örgjafaviftu í gamla hólkinn seinnipartinn í gær, þegar heim kom var svo garmurinn hlutaður í sundur til að auðvelda aðgengi að innviðunum. Svo var netkortinu þjösnað í raufina (Passaði frekar illa) og viftan skrúfuð á kælinn. En djö maður nýja viftan var nærð með þremur endum en sú gamla hafði látið sér duga tvo enda, eftir smá pælingu var töngin og vasahnífurinn dregin fram endarnir afeinangraðir og snákarnir snúnir sama ,). Aukaendinn var látin lafa laus, svo var bara að hleypa straum á loka augunum og vona það besta. Viti menn viftukvikindið snérist svo að þessi aukaendi virðist hafa verið óþarfi ;) he he. Nú var bara að einangra endana og skrúfa lokið á. Svo setti ég gömlu tölvuna upp í tölvusetrinu okkar og te...
..:Stjörnuljósasería::.. Það er varla hægt að segja að ég hafi dregið á mér rassgatið út úr húsi í dag ;(. Þó drattaðist ég út í kvöld og hengdi upp stjörnuljósaseríu í öspina sem er norðan við húsið. Svo klístraði ég einni seríu í stofugluggann, einni af þrem ,) en þar sem sogskálarnar voru uppurnar þá verða hinar seríurnar að bíða morguns. Kippti ISDN kortinu og örgjafaviftunni úr gömlu tölvunni, en á morgun ætla ég að kaupa nýja viftu og netkort í gamla hólkinn og koma henni af stað. Nýi routerinn getur tekið fjórar vélar og þar sem alltaf er biðröð í nýju tölvuna þá verður að bregðast við aukinni eftirspurn og henda upp annarri vél ,). Í gærkvöldi las ég svo í gegn um dagbókina sem Einar afi hélt árið 1947 og hafði gaman af. Ég man ekkert eftir afa enda var ég bara grislingur þegar hann dó, en þessi lestur gaf mér aðeins innsýn í það líf sem hann lifði. Læt þetta duga í dag. Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur og vermda fyrir öllu vondu og ljótu, okkur veitir víst e...
..::Labbitúr::.. Kúrði fram að hádegi í dag ;). Eftir að vera búin að lepja ofan í sig nokkra bolla af tetley fékk ég mér labbitúr upp á dal. Ég pjakkaði upp að brúnklukkutjörn sem var ísi lögð, ég hafði samt ekki kjark í að prufa styrk íssins enda nokkuð langt að labba rassblautur heim ef illa tækist til ;). Eftir labbitúrinn fór ég að gramsa í bókakössunum sem pabbi og mamma sendu mér í sumar, þar kenndi ýmissa grasa. Gömul dagbók eftir Einar afa síðan 1947, þar sá ég að hann hafði haft 70krónur á dag í laun meðan hann var að gera M/S Lív klára á Akureyri en þangað fór hann sem 1.vélstjóri. Marz 1947. Fimmtudagurinn 13. Byrja að vinna við M/S Lív. Í skipið kemur ný aðalvjél 155-180 h.k Atlas Impesíal. 4.cílendra fjórgengis Dísel ljósavjél 7h.k Lister dísel 4k.v dínamó og loftþjappa. Nýjir 2. neysluvatnsgeimar ca 1 ½ tonn Vinna 8tímar. Þetta þykja ekki stórar tölur í dag þegar aðalvélar skipa eru komnar upp í 11.000h.k ljósavélar hlaupa á þúsundum kw sem svo er hægt...
..::Stjarna::.. Það var sorglegar fréttir sem biðu mín þegar ég lenti í Keflavík í morgun. Helga var farin. Sumar fréttir langar manni ekki til að heyra, maður vill bara grafa höfuðið ofan í sandinn eins og strúturinn og fela sig fyrir öllu. En maður verður víst að þurrka framan úr sér tárin bíta á jaxlinn og reina að standa sig og standa með sínum. Helga hefði ekki viljað að ég væri eitthvað að væla en oft hefur verið stutt í tárin í dag. Mér dettur í hug trú Indíánanna. Þeir trúðu því að þeir sem færu yrðu að stjörnum á himnunum, þetta var falleg og falslaus trú þeirra. Í kvöld þegar við horfum upp í himininn þá er einni stjörnu fleira á himninum. Stjarnan hennar Helgu. Mig langar til að biðja Guð almáttugan að passa Helgu fyrir okkur, styrkja þá sem eftir sitja og færa þeim kærleika og hlýju. Mig langar til að benda ykkur á kærleiksvefinn hans Júlla endilega lítið við á honum. Læt þetta duga í dag. Bið Guð almáttugan að vera með ykkur.
..::Landstím::.. Jæja þá er þessu stubbur á enda og við á fullu gasi áleiðis til Newfie. Við lögðum af stað klukkan níu í morgun í ágætisveðri en eftir því sem leið á daginn þá herti vindinn, en okkur til lukku þá hefur þessi gustur verið á eftir okkur svo dósin göslaðist upp á 12sml eitt augnablik í dag ;) annars lá hún í 11.5-11.7sml. Núna er þetta eitthvað að breytast og á ég von á því að hann fari að snúa sér í vestlæga átt. Þeir fara mikinn í lokal útvarpinu og eru að spá fyrsta stormi vetrarins á morgun með –1°C og tíu sentímetra snjó með þessu öllu saman. Já okkur finnst sjálfsagt ekki mikið til þessara snjókomu koma enda vön mun meira snjómagni, þ.e.a.s við norðanmenn ;). Það verður stutt stoppið hjá mér í Newfie í þetta skiptið, en ég fékk flugáætlunina í hendurnar í dag og á ég að fara í loftið klukkan 13:30 lokal tíma. Svo sýnist mér að ég þurfi að hanga í Halifax þrjá tíma svo verður stutt stopp i Boston og kem svo með FI632 til Keflavíkur og áætluð lending þar 06:...
..::Heimferð::.. Í fréttum er þetta helst! Það er búið er af finna mann til að leysa mig af svo ég komist heim eftir túrinn, Hrafn skipstjóri á Eyborg reddaði mér og ætlað að buffa í dósina næsta túr ;). Við erum að baksa á vesturbakkanum í dag og er það rétt að þetta lafi yfir hungurmörkum, en við vorum líka orðnir svangir. Við verðum að rembast á þessu eitthvað fram á morgun en þá tekur landstímið við. Arnarborg dósin sem við drógum i land í maí í vor var loksins að hafast af stað, mætti á þúfuna í gær. Það gekk illa gekk að ná henni af stað enda voru legusárin á henni gróin við kajan í Bay Roberts. Hvað um það hún hökti af stað fyrir rest með tukthúsliminn frá dubai við stjórnvölinn ;). Geystist dósina út á hattinn eins og belja sem sleppur út eftir vetrarsetu í dimmu og daunillu fjósi. En björninn var ekki unninn þótt á miðin væri komið. Togvindurnar neituðu að vinna enda komnar í hálfgerðan dvala eftir allt stoppið. Frostvarið vélagengið á Boggunni var búið að fara hön...
..::Rólegt::.. Það er rólegt yfir blessaðri veiðinni þennan daginn sem aðra í veiðiferðinni, þó eru tveir síðustu dagar búnir að vera afspyrnu lélegir. Ekki var nú á það bætandi en svona er lífið og lítið við þessu að gera annað en að bíta á jaxlinn og halda áfram að reina. Í kvöld yfirgefum við svo hattinn og ætlum að reina fyrir okkur á svæði sem opnaðist fyrsta des, vonandi svífa heilladísirnar yfir okkur þar því við þurfum svo sannarlega á því að halda. Þetta er það helsta af mér í dag. Bið Guðs engla að vera með ykkur í því sem þið eruð að bjástra við.
..::Fugl í búri::.. Mér bárust ákaflega sorglegar fréttir í gærkvöldi. Fréttir sem voru eins og að vera slegin með blautri tusku í andlitið. Maður verður ákaflega lítill og ósjálfbjarga þegar eitthvað bjátar á heima fyrir og maður getur ekki staðið með sínum nánustu. Eins og lítill fugl í búri, fugl sem getur ekkert gert nema að flögra um í búrinu sínu en finnur ekki leiðina út í frelsið. Já það fylja þessu starfi oft erfiðleikar sem venjulegt fólk gerir sér ekki svo glögga grein fyrir. Ég held að það skilji það engin nema sem sá sem reynt hefur hversu mikil einangrun sjómennskan er. Þetta litla innlegg mitt í bloggið verður að duga í dag. Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur.
..::Stutt::.. Það verður í styttra lagi bloggið í dag. Veiðin er svipuð og veðrið er ágætt allavega seinnipartinn. Lómur1 kom og sótti bing að keðjum sem hann átti hjá okkur og tók það tvær ferðir að ferja binginn yfir, þetta gekk rosalega vel hjá þeim strákunum á léttbátnum því aðstæður voru ekki upp á það besta. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Erum á Norðurhorninu og erum byrjaðir að pjakka vestur á bóginn. Annan des á að resta veiðiferðina á þremur ell. Vonandi verður rauða paddan í þykkum lögum þar ,). Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur öllum og færa ykkur kærleika hlýju og passa ykkur fyrir öllu ljótu og vondu. Munið eftir bænunum ykkar áður en þið farið að sofa ;).
..::Langhundar::.. Nú er ég búin að gefast upp á því að hífa þrisvar sinnum á sólarhring og hef ákveðið að taka bara tvo langhunda á sólarhring ;). Það er hvort sem er ekkert nema iðnaður og ekki má hirða nema stærstu suðuna vegna verðhruns á smærri suðu ;(. Já það er ekki að drepa menn vinnuálagið hérna um borð þessa dagana, nú liggja karlarnir niðri og bora í nefið á sér, hundsvekktir yfir ástandinu á miðunum. Engir peningar ef ekkert fiskast segja þeir ;(, en við ráðum ekki við þetta því að svona er ástandið hjá öllum flotanum. Að vísu er einhver slatti af Norðmönnunum og tveir Færeyingar að fiska þokkalega, en það er inni í lokaða hólfinu sem engin má vera í. Það er einkennilegur fjandi að þeir komist upp með þetta dag eftir dag og viku eftir viku án þess að NAFO eftirlitið hósti né stynji. En því miður sitja ekki allir við sama borð á þessum vettvangi. Það er einhver golukaldi að stríða okkur í dag og veðurkortin benda á að veðurbreyting geti verið í aðsigi, en það er svo...
..::Hvalreki::.. Það var aldeilis hvalreki á fjöru mína öll e-malin sem biðu mín í pósthólfinu í morgun ;). Guðný sendi mér nokkra brandara, Hanna Dóra sendir mér afrit af blogginu sínu og ættmóður blogginu ásamt fréttum af baggalút.is Nú veit ég allt sem hefur gerst í fjölskyldunni undanfarið ;);Þ;P........... Aflinn er frekar rýr þennan daginn en það þíðir sjálfsagt ekkert annað en að bíta á jaxlinn og vona það besta. Um miðjan daginn renndum við upp að Eyborginni hentum línu á milli og kipptum um borð til okkar pakka sem við tökum með okkur í land fyrir þá. Þetta gekk eins og í sögu og vorum við snöggir að redda þessu. Ansi fannst mér hann flottur gjörningurinn hjá Eskju. Losa sig við alla dragbítapakkann yfir á Húsavík og taka svo af þeim skásta skipið ;). Já þeir Eskfirðingar fá í hendurnar hörkufínt einstaklega velviðhaldið skip. Þeir gerast sjálfsagt ekki betri ísfisktogararnir á Íslandsmiðum;). Svo verður spennandi að sjá hvaða nafn nýja skipið fær? En þett...
..::Engla tár::.. Í morgun grétu englar himins flóðu tárin um allt, skoluðu burt fuglaskír og skildu allt skipið eftir tandurhreint ;). En sem betur fer þá stóð þetta ekki lengi yfir englarnir tóku þeir gleði sína á ný hættu að gráta og lægðu vindinn sem táraflóðinu fylgdi ;). Núna er nánast vindlaust og þokusuddi liggur yfir, skyggnið er hundrað metrar eða svo og maður er einn í heiminum(þokunni) sér bara næstu skip í blindflugstækinu ;). Veiðarnar ha hvar er eiginlega verið að spyrja um það? Ekki leiðinlegar spurningar takk! En fyrst þið endilega viljið vita það þá er þetta svona náskrap drullunag og rólegt yfir þessu en tussast. Svo mörg eru þau orð um veiðina á Flæmska hattinum. Loksins loksins er komið internetsamband við heimili mitt á ný ;) á endanum kom í ljós að þeir hjá símanum höfðu fuckað upp einhverju hjá sér sem olli því að ekki var hægt að fara á netið í viku ;(. Hvernig er það lumar ekki einhver á bröndurum handa mér hérna í útlegðinni? Og til að fullkomna...
25 Nov 2003 ..::Drulludd::.. Í gær dag var smá veiðivottur hérna á norðurhorninu, ekki mikið en samt það skásta sem við höfum séð í túrnum ;). Við vorum hérna ásamt Otto Atlas Napoleon og Hogifoss. Þegar ég vaknaði í morgun þá var þröngt á þingi, þetta var bara eins og í fótboltanum þegar einhver skorar, það hrúgast öll kjóran yfir ræfillinn ;). Í dag er svo flotinn búin að blóðrunka bleyðunni og á ég ekki von á stóru hér á morgun eða seinnipartsholið í dag ;(. Annað áhyggjuefni er að helv smárækjan virðist vera að flæða niður kanntinn og eru menn að fá 215stk/kg niður á 280fm dýpi sem er alveg nýmóðins hér á Hattinum, venjulega hefur mátt fá æta rækju neðan við 2000fm en svona er Hatturinn í dag ;(. Veðrið er alveg frábært svo ekki þarf að kvarta yfir því og kokkurinn galdrar fram eitthvað nýtt á hverjum degi. Hann var með eitthvað sniðsel klukkan hálf tólf og klukkan tvo galdraði hann fram pitsur í gríð og erg. Já maður safnar líklega ekki aurum þessa dagana en það verður...
24. Nov 2003 ..::Útrýming::.. Ég tók tvö kvöld í mæða myndina “Dansar við Úlfa” í gegn um DVD spilarann :). Þetta er alveg frábær mynd og boðskapurinn fallegur. Maður áttar sig á því að það hefur ekkert breyst hjá Bandaríkjamönnum síðan þeir murkuðu lífið úr vesalings Indíánunum forðum daga. Núna eru það bara Írakar er ekki Indíánar. Á undan Írökunum voru það Víetnamar, og sjálfsagt eru það miklu fleiri sem hafa orðið fyrir barðinu á þeim en ég kann ekki að nefna þá sögu....... En ef sagan er skoðuð þá hafa Bandaríkjamenn aldrei barist í eigin landi, fyrir utan stríðið milli Suður og Norðurríkjanna sem ég flokka frekar undir innbyrðis deilur. Þegar Bandarískir innflytjendur murkuðu lífið úr Indíánunum þá var tala fallina Indíána mun hærri en tala fallina Gyðinga hjá Þjóðverjum þegar þeir reyndu að útrýma Gyðingum í seinni heimstyrjöldinni. Þetta er sorgleg staðreynd, sem aldrei er minnst á....... Annars er lítið að frétta héðan af hattinum, veðrið er gott en veiðin hefur e...
22. Nov 2003 ..::Tenging & flöskuskeyti::. Hvenær skildi nú þessi vesalings internettenging komast í gagnið á ægisgötu 6 Dalvík? Bloggið hleðst upp í pósthólfinu og kemst hvorki lönd né strönd ;(. Hérna á Hattinum er allt við sama, lítil veiði en gott veður. Dagarnir eru lengi að líða og tíminn silast áfram, þetta er eins og að vaða í sírópi!............ Ég er búin að senda tvö flöskuskeyti í túrnum, eitt í gær og annað í dag og spennandi verður að heyra hvort þau nái einhvertímann landi. Þær eru svo hentugar í þessa póstflutninga vatnsflöskurnar frá perrier, alveg sniðnar fyrir flöskuskeytaflutning ;). That´s for to day. Bið himnaföðurinn að vaka yfir ykkur öllum hvar sem þið eruð niðurkomin.
21. Nov 2003 ..::Bankarán::.. Það er alltaf verið að tala um bankarán í fréttunum, einhverja dópista og vesalinga sem eru eitthvað að sprikla en hirtir jafnóðum. En var ekki stærsta bankaránið framið í gær? og það rán komast menn upp með enda voru bankaræningjarnir ekkert að reina að fela gjörðir sínar. Það er algjör hneisa að tveir yfirmenn í Búnaðarbankanum fái að kaupa hlutabréf á undirverði, einhverju gengi sem var á bréfunum í sumar. Það er ekki riðið við einteyming í Íslensku bankakerfi, það er víst ábyggilegt. Væri ekki nær að lækka vexti og kostnað sem hinn almenni neitandi þarf að punga út? Fyrstu níu mánuði ársins skiluðu Íslenskar bankastofnanir tólf miljarða hagnaði! Er ekki eitthvað orðið bogið við þetta kerfi? Ég segi nú eins og Ragnar Reykás ma ma ma ma skilur þetta ekki. Svo tala menn um spillinguna í Rússlandi ég held að við ættum að líta okkur nær í þeim efnum En nóg um spillinguna á Íslandi það er ekki hollt fyrir blóðþrýstingin að hugsa um hvernig þetta...