..::Litlujólin::..
Dagurinn byrjaði á að keyra Einar Má á litlujólin í skólanum, svo sótti ég pakkana frá Hönnu Dóru á pósthúsið, pakkarnir frá henni fá einhverja flýtimeðferð hjá Samskipum ;).
Kalli fékk svo bílinn lánaðan inn á Akureyri en við vorum bara að stússast heima.
Það er ekki hægt að kvarta yfir því að Jólasnjórinn sé ekki kominn því hér er bara ansi mikill snjór í augnablikinu.
Ég ætlaði að taka mynd af snjónum og húsinu í dag en ekki vildi betur til en svo að myndavélin var akkúrat batteríslaus þegar ég var komin með hana út á götu, en það er bara ég ;). Smellti batteríinu í hleðslu og það verður að bíða betri tíma.
Það er búið að vera ótrúleg leti í mér að setja inn myndir á síðuna mína, ég ætla alltaf að fara að vera duglegur og uppfæra að einhverju viti en svo verður aldrei neitt úr neinu ;(.
Ég spjallaði ansi lengi við Mömmu í dag, og ekki er annað að heyra en að þau blómstri i garðinum. Mér finnst að vísu vera fulllangur vinnudagurinn hjá pabba en það er ka...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Copy....Paste::..
Hvar er eiginlega frumleikinn í okkur ? Ég var að vafra á netinu þegar ég rakst á vísun á “tenglasíðuna mína”, þegar síðan poppaði upp þá kannaðist ég við ansi margt en fannst eitthvað hafa farið úrskeiðis og hugsaði Fuck!! hvað er að gerast er síðan mín komin í gráfíkjur. Þegar betur var að gáð þá var þetta bara alls ekki tengt á mig.
Com on!!!! Ekki dytti mér í hug að afrita þetta svona beint og bæta svo svona kauðalega inn aukatenglum eftir á................................dæmi hver fyrir sig ;).
..:: Mín tenglasíða ::..
..:: Sú Klónaða ::..
Ég er svo sem ekki hissa á því að heimurinn hafi verið hræddur við klónun ef þetta er útkoman ;). Þetta er hálfgert Chernobil afkvæmi ;).
En kannski á maður bara að hafa gaman af þessu og vera ánægður með þetta, en samt fannst mér þetta sorglega afskræmt og var ekki hlátur í huga...........yfirleitt á ég nú samt auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni :)
Úbbs komin miðnótt og ég ekki farin að sof...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hvað fékkstu í skóinn?::..
Vaknaði fyrir allar aldir til að kíkja í skóinn, en það var ekkert í honum ekki einu sinni kartafla. Það verður að segjast að ég var svolítið svekktur út í Bandaleysi jólasvein fyrir þessa yfirsjón, en það var betra að fá ekki neitt frekar en að fá Kartöflu ;)............
Fórum í bæinn(Akureyri) í morgun til að kaupa jólagjafir, en sá þáttur er búin að sitja á hakanum hjá okkur og nú varð að taka á þeim málum svo að við endum ekki í gini jólakattarins. Ég þurfti líka að hitta Hemma vin minn hjá HGV veiðarfærum ;) Hemmi er alltaf með eitthvað nýtt á takteinunum og tilbúin að spá í hlutina með manni.
Það teygðist aðeins úr bæjarferðinni og vorum við ekki komin út á Dallas fyrr en um fjögur. Þá var undirbúningur laufabrauðsgerðarinnar í algleymingi hjá Kalla svo við tæmdum bílinn og brunuðum í gleðina.
Þar var svo skorið og steikt á fullu og tóku allir laukar fjölskyldunnar þátt í gleðinni ;).
Ég svindlaði aðeins þegar ég lenti í hörku Ýsuveiði í...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Magaverkur og skita::..
Það ætlar aldeilis að hanga í þessari magakveisu minni, og ég sem hélt að ég væri komin á beinu brautina í gær.
Í gærkvöldi var belgurinn á mér eins og nuddpottur og ólgaði allur pakkinn með tilbehör ;).
Sem sagt ég er búin að vera tíður gestur hjá Gústafsberg í dag ,) en allt í góðu eins og Þórhallur miðill orðar það svo skemmtilega.
En ég hafði mig þó uppeftir til Gumma í morgun til að hjálpa honum að koma hillu niður í kjallara, fór báðar leiðir á þess að skíta á mig sem má flokka undir afrek miðað við maga og þarmastarfsemina. En galdurinn er að kjaga árfam með samanklemmdar rasskinnar og passa sig á því að hósta hvorki né hnerra ,).
Guðný brá sér í búðina og keypti LGG+ að beiðni sjúklingsins, þetta galdraseið á víst að virka vel við magaóþægindum og í einfeldni minni þá trúi ég því og vældi húsmóðurina af stað :).
Og jóla jóla . Pakkarnir úr Garðinum og Kópavoginum komu ídag, krakkarnir ljómuðu eins og sólir yfir öllum þessum pökkunum. Samk...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kertaveisla::..
Í morgun þegar ég opnaði glyrnurnar var þetta gaddgrindarfrost sem geisaði á Norðurlandi í gær gengið yfir og komin asahláka. Eftir morgunteið fór ég með ruslið sem gleymdist óvart i öskutunnunni hjá okkur þegar aðrir bæjarbúar voru þjónustaðir ;(. Að ruslaleiðangrinum loknum skrapp ég aðeins inn á Akureyri í smá stúss með Kalla en við stoppuðum stutt.
Þegar við komum til Dalvíkur aftur þá kom ég við uppí kirkjugarði og kippti heim útikerti sem ekki vildi loga í á laugardaginn, ég fór með kertið heim bræddi úr því mesta snjóinn og þurrkaði. Svo vætti ég aðeins kveikinn í tjöruhreinsi og svo var brunað með kertið upp í garð aftur. Það logaði núna en eitthvað hefur efnasamsetningin raskast við olíuhreinsiskveikinn því að það logaði full mikið, og ekki bætti úr skák þegar rigndi ofan í sjóðandi heitt vaxið. Hún Helga mín hefur örugglega skemmt sér konunglega yfir þessu kertabrasi mínu, en þetta var eins og með Emil í Kattholti “Þetta átti ekki að fara svona” þetta ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Snjór snjór snjór::..
Það er kalt á dalvíkinni í dag og frostið fór niður í -13°C.
Ég þurfti að moka planið í dag til að koma bílnum inn í hlýjuna en það var það kalt að ég tók bara mesta kúfinn af þessu og tók svo restina á ferðinni ;).
Ég er búin að vera að drepast í magakveisunni og var á tímabili síðastliðna nótt eins og ég hefði gleypt rjómasprautuhylki sem svo hefði tærst í sundur í belgnum á mér.
Já það var með ólíkindum gasmyndunin ,) þessu fylgdi náttúrulega bölvaðir verkir og var ég orðin ansi pirraður á þessu. En þetta hlýtur að ganga yfir eins og önnur óværa.
Í kvöld voru svo Ingunn Kalli Ninna Gummi Soffía Kalli Brynja og Bjarki i mat hjá okkur, ég ætlaði að fasta í dag samkvæmt sjálfshjálpsnarráði við iðrakvefi ú heimilislækninum. En gat ómögulega stillt mig og tók sénsinn á að gúffa í mig, ég vona að mér verði fyrirgefin yfirsjónin ;).
Bæn um fyrirgefningu
Góði Drottinn Guð, ég ætla að gera eins og þú vilt og fyrirgefa öllum eins og þú fyrirgefur mér.
...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Útför Helgu ::..
Dagurinn heilsaði okkur með kafaldsbyl og fannkomu, ekki beint veðrið sem við hefðum óskað okkur á útfarardeginum hennar Helgu, en við því var lítið að gera.
Við fórum upp í kirkju um hálfeittleitið og byrjaði athöfnin klukkan hálftvö.
Athöfnin einkenndist af miklum söng og tónlist og var meðal annars þetta lag sungið.
-Rósin-
Undir háu hamrabelti
Höfði drjúpir lítil rós,
þráir lífsins vængja víddir,
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan,
hjartarsláttin, rósin mín,
er kristaltærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað.
Krjúpa niður, kyssa blómið,
hversu dýrlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað,
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
Mér hefur alltaf þótt jarðarfarir sorglegar athafnir, en þetta var mjög falleg athöfn.
Og ekki vantaði blómin sem bárust, ég hugsa að Helga hefði kunnað að meta öll þessi blóm þót...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Betra seint en aldrei::..
Ég hafði mig bara ekki í að klára bloggið sökum anna en betra er seint en aldrei!.
Ég fór inn á Akureyri um tvöleitið með björgunarsveitarbílnum til að ná í kistuna og fara með hana út í kirkju, í framhaldi af því var lítil bænastund í kirkjunni.
Í dag kom Jóna Lind systir Guðnýjar og maðurinn hennar keyrandi frá Ísafirði, þau kíktu aðeins í heimsókn í kvöld.
Það er ekki sérstakt veðurútlit fyrir morgundaginn en við vonum það besta, það má ekki gefa upp vonina.
Oft er hún vonin eina haldreipi okkar í lífinu.
Megi friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveita hjarta ykkar og hugsanir.
Þetta verða lokaorðin í dag.............
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Frummaður::..
Ég gleymdi alveg að minnast á að í gær blossaði upp í mér frummaðurinn og kafaði ég djúpt í iður frystikistunnar og gróf upp hákarlsbita sem mér áskotnaðist fyrir austan í haust þegar mamma og pabbi voru borin út ;).
Já agalega langt síðan ég hef smakkað hákarl ummm namm, en ég var bara einn um þennan áhuga á fornmetinu á ægisgötu sex, þ.e.a.s fyrir utan Árna sem var í heimsókn ,).
Hvað um það þar sem hákarlinn var frosin þá var ekkert annað í stöðunni en að skera hann niður í teninga setja í krukku og bíða morguns, hann er alveg bragðlaus frosin ;).
Nú svo fórum við og leigðum okkur myndina “Nói albinói” sem mér fannst alveg frábær.
Ef þið eruð ekki búin að sjá hana þá mæli ég með að þið verðið ykkur úti um hana....
Þegar ég svo vaknaði í morgun þá var mitt lán í óláninu að salernið var ekki upptekið.
Ég var með svona líka agalega steinsmugu með tilheyrandi innantökum og vanlíðan.
Heppnin í mér að vera ekki kvefaður, því ég er ekki viss um að ég hefði m...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Auma::..
Nú er það aumt, haldið þið ekki að ég þurfi að blogga á gamla hólknum ;).
Það er allt komið á kaf í snjó hjá okkur hérna á Dalvík, snjóruðningstækin eru búin að vera á fullu í allan dag, brúmm brúmm.
Þetta er að vísu soltið jóló en maður er með í maganum yfir því að bílaplanið verði ófært, hugsið ykkur ef maður þyrfti að skafa snjó og klaka af bílnum á hverjum morgni. Moka tröppurnar tvisvar á dag ca eina smálest í hvort skipti ;).
Oj oj það má bara ekki gerast, ég meika það ekki að hokra krókloppinn fyrir utan gaddfreðna blikkbeljuna með gluggasköfuna.
Og eiga svo eftir að sitja helfrosin inni í henni áður en hún volgnar svo maður sjái út ;).
En það þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu því að Siggi stormur var að spá hláku þegar líður á vikuna. Og ekki lýgur stormurinn ;).
Læt þetta nægja núna.
Megi englar guðs vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð.............
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
.::Frídagur::..
Sökum ytri aðstæðna þá fór bloggið mitt út um þúfur í gær, en þetta á nú kannski frekar að vera til gaman heldur en kvöð. Svo að frí og veikindadagar eru ótakmarkaðir ;).
Gott að vera í vinnu hjá mér ;)...............
Ég keypti mér netkort og nýja örgjafaviftu í gamla hólkinn seinnipartinn í gær, þegar heim kom var svo garmurinn hlutaður í sundur til að auðvelda aðgengi að innviðunum.
Svo var netkortinu þjösnað í raufina (Passaði frekar illa) og viftan skrúfuð á kælinn.
En djö maður nýja viftan var nærð með þremur endum en sú gamla hafði látið sér duga tvo enda, eftir smá pælingu var töngin og vasahnífurinn dregin fram endarnir afeinangraðir og snákarnir snúnir sama ,). Aukaendinn var látin lafa laus, svo var bara að hleypa straum á loka augunum og vona það besta. Viti menn viftukvikindið snérist svo að þessi aukaendi virðist hafa verið óþarfi ;) he he.
Nú var bara að einangra endana og skrúfa lokið á.
Svo setti ég gömlu tölvuna upp í tölvusetrinu okkar og te...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..:Stjörnuljósasería::..
Það er varla hægt að segja að ég hafi dregið á mér rassgatið út úr húsi í dag ;(.
Þó drattaðist ég út í kvöld og hengdi upp stjörnuljósaseríu í öspina sem er norðan við húsið.
Svo klístraði ég einni seríu í stofugluggann, einni af þrem ,) en þar sem sogskálarnar voru uppurnar þá verða hinar seríurnar að bíða morguns.
Kippti ISDN kortinu og örgjafaviftunni úr gömlu tölvunni, en á morgun ætla ég að kaupa nýja viftu og netkort í gamla hólkinn og koma henni af stað.
Nýi routerinn getur tekið fjórar vélar og þar sem alltaf er biðröð í nýju tölvuna þá verður að bregðast við aukinni eftirspurn og henda upp annarri vél ,).
Í gærkvöldi las ég svo í gegn um dagbókina sem Einar afi hélt árið 1947 og hafði gaman af. Ég man ekkert eftir afa enda var ég bara grislingur þegar hann dó, en þessi lestur gaf mér aðeins innsýn í það líf sem hann lifði.
Læt þetta duga í dag.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur og vermda fyrir öllu vondu og ljótu, okkur veitir víst e...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Labbitúr::..
Kúrði fram að hádegi í dag ;).
Eftir að vera búin að lepja ofan í sig nokkra bolla af tetley fékk ég mér labbitúr upp á dal.
Ég pjakkaði upp að brúnklukkutjörn sem var ísi lögð, ég hafði samt ekki kjark í að prufa styrk íssins enda nokkuð langt að labba rassblautur heim ef illa tækist til ;).
Eftir labbitúrinn fór ég að gramsa í bókakössunum sem pabbi og mamma sendu mér í sumar, þar kenndi ýmissa grasa.
Gömul dagbók eftir Einar afa síðan 1947, þar sá ég að hann hafði haft 70krónur á dag í laun meðan hann var að gera M/S Lív klára á Akureyri en þangað fór hann sem 1.vélstjóri.
Marz 1947.
Fimmtudagurinn 13.
Byrja að vinna við M/S Lív. Í skipið kemur ný aðalvjél 155-180 h.k Atlas Impesíal. 4.cílendra fjórgengis Dísel ljósavjél 7h.k Lister dísel 4k.v dínamó og loftþjappa.
Nýjir 2. neysluvatnsgeimar ca 1 ½ tonn
Vinna 8tímar.
Þetta þykja ekki stórar tölur í dag þegar aðalvélar skipa eru komnar upp í 11.000h.k ljósavélar hlaupa á þúsundum kw sem svo er hægt...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Stjarna::..
Það var sorglegar fréttir sem biðu mín þegar ég lenti í Keflavík í morgun.
Helga var farin. Sumar fréttir langar manni ekki til að heyra, maður vill bara grafa höfuðið ofan í sandinn eins og strúturinn og fela sig fyrir öllu.
En maður verður víst að þurrka framan úr sér tárin bíta á jaxlinn og reina að standa sig og standa með sínum. Helga hefði ekki viljað að ég væri eitthvað að væla en oft hefur verið stutt í tárin í dag.
Mér dettur í hug trú Indíánanna. Þeir trúðu því að þeir sem færu yrðu að stjörnum á himnunum, þetta var falleg og falslaus trú þeirra. Í kvöld þegar við horfum upp í himininn þá er einni stjörnu fleira á himninum. Stjarnan hennar Helgu.
Mig langar til að biðja Guð almáttugan að passa Helgu fyrir okkur, styrkja þá sem eftir sitja og færa þeim kærleika og hlýju.
Mig langar til að benda ykkur á kærleiksvefinn hans Júlla endilega lítið við á honum.
Læt þetta duga í dag.
Bið Guð almáttugan að vera með ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Landstím::..
Jæja þá er þessu stubbur á enda og við á fullu gasi áleiðis til Newfie.
Við lögðum af stað klukkan níu í morgun í ágætisveðri en eftir því sem leið á daginn þá herti vindinn, en okkur til lukku þá hefur þessi gustur verið á eftir okkur svo dósin göslaðist upp á 12sml eitt augnablik í dag ;) annars lá hún í 11.5-11.7sml.
Núna er þetta eitthvað að breytast og á ég von á því að hann fari að snúa sér í vestlæga átt. Þeir fara mikinn í lokal útvarpinu og eru að spá fyrsta stormi vetrarins á morgun með –1°C og tíu sentímetra snjó með þessu öllu saman.
Já okkur finnst sjálfsagt ekki mikið til þessara snjókomu koma enda vön mun meira snjómagni, þ.e.a.s við norðanmenn ;).
Það verður stutt stoppið hjá mér í Newfie í þetta skiptið, en ég fékk flugáætlunina í hendurnar í dag og á ég að fara í loftið klukkan 13:30 lokal tíma.
Svo sýnist mér að ég þurfi að hanga í Halifax þrjá tíma svo verður stutt stopp i Boston og kem svo með FI632 til Keflavíkur og áætluð lending þar 06:...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Heimferð::..
Í fréttum er þetta helst! Það er búið er af finna mann til að leysa mig af svo ég komist heim eftir túrinn, Hrafn skipstjóri á Eyborg reddaði mér og ætlað að buffa í dósina næsta túr ;).
Við erum að baksa á vesturbakkanum í dag og er það rétt að þetta lafi yfir hungurmörkum, en við vorum líka orðnir svangir. Við verðum að rembast á þessu eitthvað fram á morgun en þá tekur landstímið við.
Arnarborg dósin sem við drógum i land í maí í vor var loksins að hafast af stað, mætti á þúfuna í gær. Það gekk illa gekk að ná henni af stað enda voru legusárin á henni gróin við kajan í Bay Roberts.
Hvað um það hún hökti af stað fyrir rest með tukthúsliminn frá dubai við stjórnvölinn ;). Geystist dósina út á hattinn eins og belja sem sleppur út eftir vetrarsetu í dimmu og daunillu fjósi. En björninn var ekki unninn þótt á miðin væri komið.
Togvindurnar neituðu að vinna enda komnar í hálfgerðan dvala eftir allt stoppið.
Frostvarið vélagengið á Boggunni var búið að fara hön...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rólegt::..
Það er rólegt yfir blessaðri veiðinni þennan daginn sem aðra í veiðiferðinni, þó eru tveir síðustu dagar búnir að vera afspyrnu lélegir.
Ekki var nú á það bætandi en svona er lífið og lítið við þessu að gera annað en að bíta á jaxlinn og halda áfram að reina.
Í kvöld yfirgefum við svo hattinn og ætlum að reina fyrir okkur á svæði sem opnaðist fyrsta des, vonandi svífa heilladísirnar yfir okkur þar því við þurfum svo sannarlega á því að halda.
Þetta er það helsta af mér í dag.
Bið Guðs engla að vera með ykkur í því sem þið eruð að bjástra við.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Fugl í búri::..
Mér bárust ákaflega sorglegar fréttir í gærkvöldi. Fréttir sem voru eins og að vera slegin með blautri tusku í andlitið.
Maður verður ákaflega lítill og ósjálfbjarga þegar eitthvað bjátar á heima fyrir og maður getur ekki staðið með sínum nánustu.
Eins og lítill fugl í búri, fugl sem getur ekkert gert nema að flögra um í búrinu sínu en finnur ekki leiðina út í frelsið.
Já það fylja þessu starfi oft erfiðleikar sem venjulegt fólk gerir sér ekki svo glögga grein fyrir. Ég held að það skilji það engin nema sem sá sem reynt hefur hversu mikil einangrun sjómennskan er.
Þetta litla innlegg mitt í bloggið verður að duga í dag.
Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Stutt::..
Það verður í styttra lagi bloggið í dag.
Veiðin er svipuð og veðrið er ágætt allavega seinnipartinn.
Lómur1 kom og sótti bing að keðjum sem hann átti hjá okkur og tók það tvær ferðir að ferja binginn yfir, þetta gekk rosalega vel hjá þeim strákunum á léttbátnum því aðstæður voru ekki upp á það besta. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Erum á Norðurhorninu og erum byrjaðir að pjakka vestur á bóginn. Annan des á að resta veiðiferðina á þremur ell. Vonandi verður rauða paddan í þykkum lögum þar ,).
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur öllum og færa ykkur kærleika hlýju og passa ykkur fyrir öllu ljótu og vondu. Munið eftir bænunum ykkar áður en þið farið að sofa ;).