Færslur

Mynd
..::Endur-Skoðun::.. Hvað er að frétta, jú ég er búin að fara nokkrar ferðir í bæinn í vikunni og tengjast þrjár þeirra skoðun á bílnum. En á þriðjudaginn tjöruþvoði ég bílinn og skipti svo um perurnar í númeraljósinu sem sett var út á í skoðuninni í fyrra, það átti að skipta um perur við fyrsta tækifæri. Ég var að vísu búin að reyna við þetta en helv... skrúfurnar í þessu voru svo fastar að ég sló þessu á ársfrest, en nú var ekki til setunnar boðið og varð ég að þjösna þessu í sundur og skipta um perurnar, og skrúfurnar, því þær voru ekki til stórræða eftir brottvikninguna. Svo var brunað á glansandi drossíunni í bæinn í skoðun, það gekk bara ágætlega nema að stillingin á öðru framljósinu var eitthvað úti í skurði og dillaði ljósgeislinn í takt við hreyfingar bílsins. En skoðarinn var til í að sleppa mér með það nema eitthvað annað kæmi í ljós, og þá þurftu bremsuklossarnir endilega að vera nánast uppurnir. Þetta kostaði endurskoðun og græna miða á skrásetningarplöturnar :(.
Út af því hvað margar gerðir eru í boði af bremsuklossum í Subaru Impreza af þessari árgerð þá varð ég að bruna heim þar sem ég átti einn gamlan klossa frá síðustu skiptum. Svo var brunað ég aftur inn á Akureyri og keypti klossa, um kvöldið skipti ég svo um klossana og kippti ljósinu í liðinn í orðsins fyllstu merkingu, en það var úr liði og því var reddað. Á miðvikudagsmorgun var svo enn og aftur brunað í bæinn, annar í skoðun og auðvitað rann drossían í gegn án athugasemda ;). Minn bara nokkuð lukkulegur með skoðunina. Ég kíkti svo aðeins á netaverkstæðið hjá Hemma og tók stöðuna í þeim geira áður en ég brunaði heim á nýskoðuðum frúarbílnum.
Dagurinn í dag hefur verið án nokkurra ferðalaga, en ég fór og synti í 40min og skipti svo um bensíntank á vélhestinum sem bíður eftir frosti á skaflaskeifunum í bílskúrnum. Í kvöld leit svo Svanur vinur minn við í heimsókn og náðum við að rifja upp nokkra gamlar góðar sögur. Einn góður vinur okkar var að leysa af sem kokkur fyrir mörgum árum, hann hefur alltaf verið dugnaðarforkur þessi drengur og sjálfsagt hefur hann haft eitthvað annað að gera en að læra þegar stafsetningarkennslan fór fram á hans uppvaxtarárum. Það var oft athyglisvert það litla sem hann skrifaði, í þessu umrædda tilfelli hafði hann verið að skrifa kostlistann og á honum stóð “einn hriggur”, það var náttúrulega strax sett út á þetta og einhver spurði ekki ætlarðu að láta þetta fara svona frá þér? Minn maður leit á listann, greip svo blýantinn og strokaði út eitt g, nú stóð “einn hrigur” og allir ánægðir :). Áður en ég hætti þá vil ég benda ykkur á frétt á baggalút sem mér finnst ómissandi framhald af klámumræðunni...
Mynd
..::Þar kom að því að ég fór niður úr ísnum ;);)::.. Smellti mér í Bjarmann í morgun og fyllti upp á heilunartankinn, kíkti svo á verkstæðið og höslaði Rúnar í að koma á ísinn á Hrísatjörninni eftir matinn. Eftir hádegið dró ég á mig dressið og startaði hjólinu, svo var rúllað niður á verkstæði, þar var Rúnar klár og ekkert að vanbúnaði að leggja í hann. Við stoppuðum örstutt í Olís þar sem eldsneyti var búnkerað og svo var geyst af stað. Það gerist ekki mikið flottara veðrið, sól og frostlaust ca 2°C hiti, ísinn var alveg dúndrandi fínn og þvílíkt grip. Við vorum búnir að taka úr okkur mesta hrollinn þegar Maggi bættist í hópinn og þandi um svellið með okkur meira og minna á afturhjólinu, hann er nokkuð lunkinn að halda hjólinu uppi á endanum.
Fljótlega þurfti svo Rúnar að fara svo við Maggi vorum eftir, við tókum smá sprett á ísnum á tjörninni og svo var stefnan sett á Svarfaðardalsána sem virtist vera nokkuð góð frá Árgerðisbrú og niður að hitaveiturörinu, en nýlega var búið að keyra þetta þvers og kruss á bíl. Við tókum nokkur rennsli þarna og það var þvílíkt gott að prjóna á ánni. En þetta var orðið ágætt og Maggi lagði af stað upp á flæðarnar en mér leist ekki nógu vel á það og ákvað að fara til baka. Ég var rétt komin af stað þegar ísinn gaf sig og ég lenti á svartakaf hehe, en sem betur fer var þetta ekki mjög djúpt kannski klofdjúpt. Þegar ég var búin að reisa hjólið upp þá kom Maggi og hjálpaði mér að koma hjólinu upp á ísinn, það gekk ágætlega en djö.... voru fæturnir á mér þungir þegar ég var að brölta upp á ísskörina. Nú var næst að koma hjólinu í gang, það var nú ekki alveg á því enda sjálfsagt búið að súpa örlítið af vatni inn á sig, en eftir að ég var búin að slíta lofthreinsarann af og ausa ísmolum og vatni ú...
En þetta fór nú allt ágætlega og sem betur fer var þetta ekki dýpra, en það fylgja öllu svona einhverjar fórnir, nýi fíni Samsung síminn minn drukknaði og hafa ítrekaðar lífgunartilraunir ekki borið árangur, það passaði ágætlega til því ég var nýlega búin að koma símaskránni inn og ekki búin að vista það á símkortið ;(. Sennilega hefur verndarengillinn minn passað upp á að fallið niður um ísinn var ekki hátt. Látum þetta nægja í bili. Munið svo að passa ykkur á ísnum hann er stundum þynnri en maður heldur ;).
Mynd
X-factor , í kvöld var náttúrulega horft á þann mæta þátt og sitt sýndist hverjum um ágæti keppendanna, persónulega fannst mér þetta rétt val hjá Einari að senda Gylfa heim, en fleira verður að gera en gott þykir. Mér fannst aftur á móti færeyingurinn vera langbestur í kvöld og fékk hann mitt atkvæði, en mér þykja þær líka góðar stelpurnar í Gis og skil ekki alveg hversvegna þær lenda aftur og aftur í þessari aðstöðu. En hvað sem því líður þá er eins dauði annars brauð og nú þegar Gylfi er farin út þá styrkir það þá gömlu ;). En þótt ég hafi gaman að þessu þáttum þá raska þeir ekki mikið tilfinningunum hjá mér og ég er ekki í neinum vandræðum með að halda aftur af tárunum, ég lít frekar á þetta sem skemmtun og eitthvað til að hafa gaman af. Það hefur örugglega glatt marga í Fjáreyjum að þeir skyldu fá að horfa á þetta beint í kvöld, enda er fulltrúi þeirra þeim til sóma og það vita þeir. Á net flakki mínu fyrir nokkrum dögum rakst ég á þessa líka fínu fréttina í Færeyskum netfréttamiðl...
Mynd
..:Klám hvað?::.. Er þetta ekki komið út í rugl? (sjá frétt á visir.is) Það virðist hægt að tengja orðið allan fjandann við klám, en að mínu mati finnst mér það nú frekar lýsa þeim best sjálfum sem mestu offari fara í þessu bulli. Hvað er það fólk að hugsa, og á hvað hefur fólk eiginlega verið að horfa. Ef ég hefði átt að vinna mér það til lífs að tengja barnið á forsíðu þessa bæklings við einhverja þekkta líkamstöðu, þá hefði ég sjálfsagt orðið að velja dauðann, því hvorki er þekking mín á klámmyndastellingum né hugmyndaflug er komið svo langt á þróunarbrautinni að mér hefði dottið þessi samlíking í hug. Mér hefur alltaf þótt það vera mannkostir ef fólk hefur séð lífið frá ýmsum sjónarhornum, og sem betur fer erum við ekki öll eins, en þegar fólk festist í gír, hvort sem það er nú klám umhverfisvermd trúarofstæki eða Guð má vita hvað, þá flokka ég það undir lesti sem fólk væri betur án komið.
Ég ætla að vona að þessi klámumræða fari að deyja út, því hún er komin út um læri og maga.............................. Ekki veit ég hvort það er þorandi að hengja einhverja mynd við þetta blogg, hún gæti verið misskilin :). Reynum svo að horfa á það jákvæða og góða í lífinu og sjá lífið sjálft í lit......................
Mynd
..::Einhvernvegin svona var þetta::.. Áttum frábæra helgi í bústað á Illugastöðum, að vísu var veðrið ekkert sérstakt á föstudag og laugardag en sunnudagurinn bætti það upp því þá var alveg yndislegt veður. Það er náttúrulega með þessa helgi eins og allt sem er skemmtilegt og gaman, hún leið allt of hratt. Hjördís var svo orðin bullandi lasin þegar við komum heim og er búin að liggja í flensu síðan, hún átti flug suður í dag en það verður eitthvað að fresta því meðan flensan gengur yfir, leitt að greyið þyrfti að fá þennan óþverra. Ég lenti fyrir þessum flensutrukk í vetur og hélt hreint út að ég væri að drepast. Ef ég mætti ráða þá setti ég flensur á bannlista, allar flensur nema kannski hvalskurðarhnífana sem kallaðir eru flensur ;).
Ég var búin að vera að berjast við vírus sem gróðursetti sig í tölvuna hjá okkur, það fór drjúgur tími í það seinnipartinn í gær og í gærkvöldi, var ég búin að reyna skönnun í save mode og allar hugsanlegar útgáfur af stillingum en ekkert gekk svo ég gafst bara upp á þessu, í morgun las ég svo leiðbeiningarnar með vírusvarnarforritinu og sá að ég gat engu bætt við mig þar svo það var ekki neitt annað að gera en að hringja í Frisk, þeir eru náttúrulega alveg frábærir og ég mæli með að við styðjum Íslenskt og notum heimavarnarliðið í vírusvörnum. En þarna fékk ég upplýsingar um að það væri komið nýtt og betra forrit sem leysir það gamla af, nú var bara að hala því niður, henda því gamla úr tölvuhjallinum og setja nýju græjuna upp, og þá fann ég að það kom! Eins og einhver orðaði það svo skemmtilega. Og nú ætti ég að vera laus við þessa óværu, annars er alveg ótrúlegt að þessir hæfileikaríku einstaklingar sem hafa getu til að útbúa þessa vírusa skuli ekki nýta þessa hæfileika í eitthvað a...
Mynd
..::Læt móðan mása :):)::... Hvað er eiginlega í gangi í þessu blessaða þjóðfélagi, maður sest niður og horfir á fréttirnar, og það sem maður sér og heyrir er alveg út úr kortinu. Undanfarið hefur nánast öll umræða í fjölmiðlum tengst þessari klámráðstefnu. Í kring um það skapaðist einhver múgæsings svo þessu fólki var hálfpartinn vísað burt þar sem hótelið neitaði að taka á móti því, þvílík vitleysa og tvískinnungur. Á þessu sama hóteli er boðið upp á klámefni í sjónvarpinu gegn gjaldi en svo má ekki tala um klám á hótelinu eða yfir höfuð á Íslandi án þess að allt verði vitlaust, af hverju var þessu fólki úthýst?, á ensku er oft dregið fram orðið "ignorance" við svona aðstæður og ég held hreint út sagt að það eigi ágætlega við þá mest höfðu á móti þessu fólki. Og svo ég haldi áfram með fréttirnar þá var Pétur Blöndal að reyna að benda á það hvað það væri út úr kú að sami maðurinn færi með fjármál stjórnarformennsku rekstur og allt sem við kemur rekstri SÁÁ, þ.e.a.s að þetta...
Þar með lenti skíturinn á viftunni og allt varð vitlaust á þinginu hehe. Þótt ég hafi ekki alltaf gaman af Pétri eins flaumósa og illskynjanlegur hann nú oft er, þá náði ég nú samhenginu í þessu hjá honum, en auðvitað lögðu sumir þetta upp sem karlanginn væri að líkja Þórarni Tyrfingssyni við Guðmund í Byrginu og hans afbrigðilegu kynhneigða, en þetta sýnir bara hvar hugur þessara manna liggur fyrst þessi ummæli urðu eins og bensín á eld. Pétur ræfillinn varð að ganga í pontu og biðjast afsökunar á þessari samlíkingu. Hvað er eiginlega verið að gera með allt þetta fólk á þingi? Þetta er bara eins og Sirkus Billy Smart og fer versnandi með hverju árinu sem líður. Og lokaatriðið úr fréttunum áður en ég gafst upp á að horfa á þær var 180° beygja í virkjanamálum síðan í haust hjá Steingrími J hehe, líklega hefur þetta verið vinstri beygja og þá þarf hann ekki nema 180° í viðbót og þá ætti hann að getað þefað af óæðri endanum á sér, svona eins og hundur sem eltir á sér skottið nema sá umhve...
En þá er komið að okkur, í dag hefur allt verið á fullu við að undirbúa helgarferðina en við erum að fara í sumar(vetrar)bústað á morgun og komum ekki aftur fyrr en á Sunnudag :). Það á að morra í pottinum og hafa það huggulegt alla helgina, ekkert smá næs. Í kvöld sótti ég Hjördísi inn á Akureyrarflugvöll en hún ætlar að vera hjá okkur fram á mánudag, alltaf jafn gott að fá grislingana sína heim ;). Já ég læt þetta duga í bili. Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur um skólastofur lífsins og vona að engum verði hent út eða lendi í skammakróknum, eigið góða helgi...............
Mynd
..::ÚtiInnikamína::.. alló, já ég veit að þetta hefur verið stopult en ég lít ekki á þetta sem kvöð og blogga bara þegar ég nenni, ég nenni því mun sjaldnar þegar ég er í fríi. En við erum búin að hafa það ágætt síðan síðast þegar ég páraði eitthvað inn á þetta blogg. Í gær komst ég loksins til Begga hnykkjara sem snéri ofan af hryggnum á mér, þar er einhver böggur því það snýst stundum einn af neðstu hryggjaliðunum og vill ekki til baka nema með hjálp Begga :(, en that is done svo að ég er bara nokkuð góður núna. Ég fór svo niður á verkstæði og tjöruþvoði dekkin á bílnum, ekki veitti af því það var þvílíki olíuvibbinn sem skolaðist af þeim, nú getur maður einbeitt sér enn betur að svifrykinu sem allt er víst að drepa.
Eftir hádegi fórum við í bæinn og fór ég þar búð úr búð með peruna úr framlósinu á hjólinu en lágaljósið var farið í henni, það er skemmst frá því að segja að hún fékkst hvergi og það var hálfgerð fýluferð þessi peruleit, en þeir lofuðu að eiga hana til á föstudag í Bílanaust, merkilegt að það skuli vera svona abnormal pera í nýju hjóli. Þar sem peran fannst hvergi var kúrsin settur í Bleika Svínið og lestað aðeins fyrir fyrirhugaða bústaðaferð um næstkomandi helgi, ekki ráð nema í tíma sé tekið. Á heimleiðinni keyptum við okkur svo útileirkamínu og gervieldgræju sem sett er inn í hann svo að það lítur út fyrir að það skíðlogi inni í kamínunni, þetta er þvílíkt flott hehe, og var græjan rauðkynnt í allt kvöld, en þetta hefur engin áhrif á hitan sem var áfram 71.6°F enda er þetta meira sjónrænt :):).. Já þá er þetta komið í dag.
Mynd
..::Vöflu bakstur og Innflutnings partý::.. Ekki mikið að segja um þennan laugardaginn, ég skutlaði guttanum á snjóbretti eftir hádegið en hann hringdi fljótlega og bað mig að sækja sig, færið var víst ferlegt og ekki gaman að brettast í því. Þegar ég kom til baka úr fjallinu var Guðný búin að hræra deig og fékk ég það hlutverk að búa til úr því vöflur með sérstöku járni sem ku vera sérútbúið í þetta verkefni, það gekk alveg glimrandi vel hjá mér og náði ég að baka stafla af vöflum áður en Brynja, Bjarki, Ninna, Kalli og Soffía mættu til að gera bakstrinum skil, nú svo var Guðný líka með einhverjar tertur til að toppa baksturinn ;). Seinnipartinn í dag fór svo að snjóa svo að sleða bretta og skíðafólk getur tekið gleði sína á ný, en ég hefði nú frekar viljað hafa þetta eins og það var en það er víst ekki á allt kosið. Í kvöld var svo innflutnings partý hjá Svani og Gabríellu og við brunuðum inneftir og kíktum á þau, þetta er alveg rosalega flott íbúð hjá þeim og ekki voru veitingarnar ...
Mynd
.::Ferer þeg en meg::.. Þetta er náttúrulega alltaf það sama hjá mér, sund í dag og 800m lágu í valnum. Þetta er allt að koma hjá mér og styttist í km, en ætli maður taki ekki helgarfrí í sundæfingunum ;). Í gærkvöldi fór ég að hjálpa Rúnari vini mínum að skrúfa dekk fyrir hjólið hans, það er smá tilraun í gangi með það en við smelltum í þetta borðaboltum, að vísu var framdekkið neglt með fólksbílanöglum en við bættum í það ca 50stk af borðaboltum svona til að gera þetta betra fyrir hjarnið. Seinnipartinn í dag var svo drifið í generalprufu á fínu dekkjunum og byrjuðum við á því að fara á Hrísatjörnina sem er alveg rosalega góð til Ísaksturs núna, ekki var annað að sjá og heyra en að þessi nýsmíði virkaði bara fínt á ísnum. Eftir dágóða stund við spól og skransæfingar á ísnum fórum við í fjallið á hjarnið, því miður virkuðu dekkin hjá Rúnari ekki eins vel á hjarninu og ég hafði vonað, en þó snarskánaði gripið hjá honum þegar búið var að hleypa vel úr afturdekkinu. Í kvöld var svo X-fak...
Þegar við stoppuðum hjá Pabba og Mömmu um daginn sagði Pabbi mér litla sögu, ég fékk eina setningu úr þessari sögu á heilann. Eins og við öll vitum þá var mikil flámælska áður fyrr fyrir austan og töluðu þá margir um sveð=svið ket=kjöt bleki=bliki o.s.f.v, en sagan fjallaði svo sem ekki um það heldur talaði aðalleikrinn í sögunni bara þannig, en þá er komið að sögunni: Reynir heitinn frændi og Pabbi þurftu að fara með mótorhjólið hans Reynis inn á Reyðafjörð í skoðun, skoðunarmaðurinn þar var víst frekar groddalegur og átti það til að þjösnast á græjunum sem hann var að skoða. Þarna vildi hann fá að prófa hjólið og leyst Reyni frænda ekkert of vel á það, og enn síður þegar skoðunarkarlinn vildi að hann væri aftan á hjólinu á meðan prufurúnturinn færi fram, þá segir karlinn þessa dillandi fínu setningu “þetta er ekkert hættulegra ferer þeg en meg!” sem var náttúrulega alveg rétt, prufurúnturinn gekk svo ágætlega og heilir komu þeir báðir til baka. Hjólið sem frændi átti hér Royal Enfie...
Mynd
..::Enn eitt sundmetið slegið::.. Í dag bætti ég sundafrekið síðan í gær og synti allavega 600m gæti hafa verið eitthvað meira en mér varð einhver fótaskortur á talningunni svo að ég missti líklegast úr einhverjar ferðir. Á eftir svona afreki var alveg dillandi að láta líða úr sér í heita pottinum dálitla stund. Í leiðinni heim náði ég mér svo í einn brúsa af eldsneyti á hjólið sem beið heima tilbúið til átaka við gaddfreðna harðfennisflákana í fjallinu. Svo var bara að galla sig setja í gang og lulla af stað, núna fór ég aðeins lengri inn dalinn og snéri ekki við fyrr en að það var orðið illfært vegna lausa snjós sem lá ofan á hjarninu, ég var samt komin inn í botn á dalnum svo að það var ekki langt eftir inn á Reykjaheiðina, en hún verður að bíða betra færis. Á bakaleiðinni tók ég nokkra útúrdúra og spretti fáknum upp brekkurnar eins og kjarkurinn leifði, annars eru vandræðin ekki að fara upp, NIÐUR er aftur á móti verra þar sem maður hefur ekki eins góða stjórn á hraðanum þá leiðina...