Færslur

Mynd
..::Nýr bíll og fl skúbb::.. Já það er alltaf eitthvað að gerast hjá okkur en ég er ekki mjög duglegur að uppfræða ykkur um það sem er í gangi. Fyrir viku síðan síðastliðin fimmtudag flugum við hjónin suður og sóttum nýjan bíl sem við vorum að kaupa, dillandi fínan Nissan Qashqai. Við notuðum tækifærið og skruppum suður í Garð og heimsóttum Pabba og Mömmu og vorum þar í mat á fimmtudagskvöldinu, þar hömsuðum við í okkur þessar líka fínu Hreindýrabollur ala mamma sem smökkuðust alveg svakalega vel, á eftir var svo terta sem toppaði bollurnar ;). Við kíktum í Lindarbergið til Haddó og Gunna um kvöldið. Föstudagsmorgun fórum við aðeins til Dóru ömmu á Vífilstöðum áður en haldið var norður yfir heiðar. Það gekk fínt norður, við stoppuðum aðeins á Þorfinnstöðum hjá Jobba, Kibbu og grislingunum í leiðinni. Klukkan var farin að ganga ellefu á föstudagskvöld þegar við loksins komum heim. Laugardag og Sunnudag tókum við Rúnar frá í hjólasportið og var farið vítt og breitt um fjöll og dali á hja...
Mynd
..::Út og suður::.. Ég átti yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar, að vísu svolítið seinn heim fyrir jólin en það hafðist allt enda nánast allt orðið klárt ;). Þetta jólahald hefur einkennst af áti og rólegheitum, svona eins og Jól eiga að vera. Milli jóla og nýárs brunuðum við suður til að eyða áramótunum með Hönnu Dóru og hennar fjölskyldu, það var gaman að kynnast Hauk og Örnu aðeins betur og áttum við góðan tíma saman, veðrið hefði mátt vera betra þennan tíma sem við stoppuðum fyrir sunnan en það er ekki á allt kosið. Á nýársdag var boðið í jólaboð hjá stóru systur og hennar fjölskyldu, þar komu saman við systkinin ásamt mökum börnum, mamma og pabbi voru mætt líka. Þetta var reglulega gaman því það er ekki oft sem við náum að hittast öll. Annan jan keyrðum við svo heim, vorum við komin upp í miðjan Borgarfjörð þegar það lægði og hætti að rigna svo við keyrðum í blíðuveðri það sem eftir var af leiðinni kærkomin veðurbreyting eftir rokið og rigninguna fyrir sunnan ;). Ég er búin að ver...
Mynd
..::Gleðileg jól öll sem eitt::.. Það var komið fram á kvöld nítjánda des þegar ég loksins komst heim fyrir þessi jól, mikið var gott að koma heim ;). Síðust jól hjá mér voru á hafinu en núna er komið að mér að vera heima ;). Það var náttúrulega búið að gera mest allt sem gera þarf fyrir jólin svo þetta hefur bara verið rólegt hjá mér, má segja að ég hafi komið heim af sjó í frið og ró. Annars fór 20 í að redda jólagjöfunum. 21 þá byrjaði ég á að setja nagladekkin á aukafelgurnar fyrir hjólið, svona ef það myndi frysta og gerði hjarn, svo var brunað í bæinn og keypt eitthvað að éta fyrir hátíðirnar, það fór dagurinn í það :). Í gær var svo mjög rólegt, ég þvoði bílinn og skipti svo um olíu á hjólinu, þurfti náttúrulega að fá mér smá rúnt til að velgja olíuna á mótornum áður en ég lét hana buna af. Guðný fékk einkunnirnar út úr fjarnáminu í gær, má ég til með að monta mig aðeins yfir frúnni því hún tók þetta upp á 10 eins og henni einni var lagið, hún er á réttri leið og ef hún heldur á...
Mynd
..::Loðberjaklipping::.. Oft eru það smáu atriðin í lífinu sem gefa því lit, atriði sem við gefum ekki gaum og leifum okkur ekki að sjá skondnu hliðarnar á. En eins og einn vinur minn orðar það þá hefur hver sérstakur maður sína sérstöku siði og misjafnt hvernig við sjáum lífið, sumir eru svarthvítir á meðan aðrir eru í lit ;). Loksins í nótt lauk þessari löndun sem við erum búnir að vera að pjakka í, að vísu erum við ekki bara búnir að landa því við dældum líka um borð einni miljón lírum af svartagulli. Í dag var það svo Yaiza "ex Sjóli", hún kom með umbúðir og vistir handa okkur og vorum við að basla við það fram á kvöld. Meðan við vorum að basla með Yaizu fékk ég þá frábæru hugdettu að skella mér í Jólaklippingu, þriðji stýrimaður klippti mig um daginn og það var svona assgoti fínt hjá honum, einhverjir myndu kalla svona klippingu loðberjaklippingu “kivi” en ég kalla þetta bara snoðun. En hvað um það ég talaði við þriðja stýrimann og spurði hann hvort hann væri til í að sn...
Mynd
..::Smá fréttaskot::.. Komum á leguna utan við Dakhla í blíðskaparveðri um miðjan dag í gær, byrjuðum á því að múra við Cool Girl, en það er fraktdallurinn sem tekur aflann af okkur núna. Þetta gengur allt sinn vanagang hérna og eru ekki miklar breytingar milli fraktskipa aðrar en bómuútbúnaður lúkur og þessháttar. Hérna í Marocco skiptir veðrið mun meira máli en í næsta lýðveldi sunnanvið, það er oft sláttur á þessu hérna og kemur fyrir að það er illmögulegt að eiga við þetta vegna veltings og tilheyrandi brasi með slitna enda og fl, en engin rós er án þyrna eins og hundurinn orðaði það svo vel þegar hann nauðgaði broddgeltinum ;). Í gærkvöldi grétu himnarnir yfir okkur, er það í eitt af fáum skiptum síðan ég fór að stunda sjómennsku hérna niðurfrá, rigning er ekki algeng og bera aðstæðurí landi þess glöggt merki að hér rignir nánast aldrei, ekkert að sjá nema sand og skrælnaðan gróður. Nú styttist úthaldið hjá okkur hratt ekki nema sex dagar eftir um borð. Mynd dagsins er af Vírusi, ...
Mynd
..::Komin tími til að skrifta::.. Fyrst á dagskrá er að minnast aðeins á gæludýrið okkar. Vírus hefur það eins og blóm í eggi, það er fjöldi mans tilbúin í að knúsa hann og klappa honum þegar hann vill. Hann getur étið eins og hann í sig getur látið hvenær sem hungrið kallar, og hefur ekkert annað að gera en kúra og láta sér líða vel. Sennilega hefur greyinu ekki órað fyrir þessu sældarlífi þegar þær mæðgur “Melkorka og Magný” sóttu hann á upptökuheimilið á Palmas fyrir rétt tæpu ári. Nú er það nýjasta að við breiðum alltaf yfir hann teppi þar sem hann kúrir, það finnst honum alveg rosalega gott ;). Það styttist óðfluga í fríið hjá okkur og nú ættu bara að vera tíu dagar eftir, annars líður þetta svo hratt að við verðum komnir heim áður en maður veit af. Það er samt ekki hægt að segja það að það sé komin nein jólastemming í okkur enda ekki mjög jólalegt um að litast hérna, helst að jólalögin í útvarpinu minni okkur á hvaða tími ársins er. En útvarp er á þessum síðustu og verstu tímum o...
Mynd
..::Lítill og stór::.. Þeir eru víða Íslendingarnir, og það virðist vera alveg sama hvar maður er að flækjast í veröldinni, alltaf rekst maður á mörlandann. Í gærmorgun mættum við Íslenskum togara hérna á miðunum, Rex HF-26 frá Hafnarfirði á fullu blússi. Við stjórnvölinn á þessu glæsifleyi situr Hallgrímur Hallgrímsson “Halli á stöðinni” eins og hann var alltaf kallaður heima á Eskifirði þegar ég var að alast þar upp. Annars er ekkert af viti í fréttum. Mynd dagsins er af REX og BETU þar sem við mætum þeim. Bið og vona að himnaföðurinn veiti ljósinu beint ofan í höfuð ykkar......og eigið svo góða helgi öll sem eitt........
Mynd
..::Hann spilaði út blessaður!::.. Í gær fór ég út með fína mp4 spilarann sem Gummi keypti fyrir mig uppi á Palmas, það var búið að vera þvílíkt bras með þessa græju. Eftir miklar pælingar kom í ljós að snúran sem átti að sjá um hleðslu og gagnaflutning var ekki í lagi, en sem betur fer var til önnur snúra með sömu plöggum sem gekk við. Ég gat hlaðið inn á hann tónlist sem er að mestu leiti forsendan fyrir notkun á þessu apperati. Apperatið lítur út ekki ósvipað og Ipod Nano en á ekkert annað sameiginlegt með þeirri græju, ég setti skilyrði að hægt væri að draga tónlistina yfir í græjuna án þess að vera þröngvaður til samræðis við forrit eins og epla-Itune. Þegar allt var klárt og græjan úttúttnuð af tónlist rölti ég með hana út á dekk og ætlaði að hlusta á tónlist mér til gleði og ánægju á meðan við Gummi unnum í gömlum trollpoka. Eftir allt brasið sem á undan var gengið þá kom það mér ekki á óvart þótt þessi Kínasmíðaði mp4 spilari gæfist upp eftir tvö lög og kvartaði undan næringars...
Mynd
..::Hann spilaði út blessaður!::.. Í gær fór ég út með fína mp4 spilarann sem Gummi keypti fyrir mig uppi á Palmas, það var búið að vera þvílíkt bras með þessa græju. Eftir miklar pælingar kom í ljós að snúran sem átti að sjá um hleðslu og gagnaflutning var ekki í lagi, en sem betur fer var til önnur snúra með sömu plöggum sem gekk við. Ég gat því hlaðið inn á hann tónlist sem er að mestu leiti forsendan fyrir notkun á þessu apperati. Apperatið lítur út ekki ósvipað og Ipod Nano en á ekkert annað sameiginlegt með þeirri græju, ég setti skilyrði að hægt væri að draga lögin yfir í græjuna án þess að vera þröngvaður til samræðis við eitthvert forrit eins og Itune og þetta var niðurstaðan, ég kann hvorki að skrifa né bera fram nafnið á þessu Kínverska hljómflutningstóli. Þegar allt var klárt og græjan úttúttnuð af tónlist tölti ég með hana út á dekk og ætlaði að hlusta á tónlist mér til gleði og yndisauka á meðan við Gummi unnum við trollpoka. Eftir allt brasið sem á undan var gengið þá ko...
Mynd
..::When the shit hits the fan::.. Oft hefur maður heyrt þennan enska frasa og datt mér hann í hug þegar loftskeytamaðurinn mætti á stjórnpall með þrífætta smáviftu, fæturna höfðu hann og rennismiðurinn smíðað í sameingu en tilgangnum með þessari fótaaðgerð náði ég ekki straks. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þessi vifta hafði gengt því hlutverki að kæla mótorinn á hlaupabrettinu í sportríminu. Nú var brettið komið með dánarvottorð og hafði hlotið útför að sjómannasið í hina votu gröf Ægis. Það er ekkert öðruvísi með þessi tól en mannfólkið, nú þegar lífffæragjafir eru í algleymingi, auðvitað hafði Loftur farið yfir rafbúnaðinn í líkinu og hirt það sem hann taldi að ætti sér framhaldslíf. Nú var þessi vifta að fá annað og merkara hlutverk en að kæla mótor á mörbrennslubretti áhafnarinnar. Nýja verkefnið var að kæla niður sjónvarpsmóttakarann sem sér um að miðla sjónvarpsefninu frá sjónvarpskúlunni og niður í sjónvörp áhafnarinnar, en þessu verkefni gengdu áður tvær litlar viftu...
Mynd
..::Sannir sjómenn!::.. Enn einn blíðviðrisdagurinn við vestur Sahara. Það gerðist ekki margt markvert þennann daginn, annað er að við vorum að basla við þetta sama, veiðar og vinnslu. Seinnipartinn vorum við að reina að fiska á sömu slóð og lítill Marocco línubátur, þessi grei eru oft að basla með línustubbana sína innan um togarana og því miður eru ekki mikil samskipti þarna á milli, aðallega vegna tungumálaerfiðleika. Sjálfsagt verða karlagreiin fyrir miklu veiðarfæratjóni en það virðist ekki plaga þá mikið og eru þeir bísna kaldir að spæna þessa spotta sína út innan um togarana. Maður reinir eftir fremsta megni að komast hjá því að lenda í þessu hjá þeim, en samt sem áður gerist það allt of oft að einhver hluti af línunni þvælist í veiðarfærin hjá okkur. Þetta eru sannir sjómenn sagði Litháenski stýrimaðurinn minn með stolti í dag þegar við toguðum fram hjá þessum litla bát, sjálfsagt er nokkuð til í því hjá honum. Það er örugglega ekkert spennandi að hokra á svona pung, sjálfsagt ...
Mynd
..::Nú jæja!::.. Það er greinilegt að eitthvað hreifði það við viðkvæmum sálum vonbrygðabloggið mitt um daginn, en þetta var mín leið til að blása út og það nær ekkert lengra. Ég á ekki von á að neinn botni nokkur tíman í þessu bloggi og það verður bara að vera svo. En auðvitað skilur fólk misjafnlega það sem skrifað er, sumir sjá djöfulinn í hverju skrefi meðan allt er jollígúdd hjá öðrum. Dagurinn í gær byrjaði og endaði á brauðbolluáti, milli þessara brauðbolla gerðist ýmislegt sem sumir hefðu séð í Íslensku sauðalitunum, en við erum ekki að stressa okkur yfir smámunum og reynum að sjá lífið í lit, enda ekki ástæða til neins annars. Trollharmleikurinn gekk yfir, og á endanum var þetta ekki svo slæmt, belgur og poki sluppu en trollkjafturinn laskaðist það mikið að Gummi bókaði það í aðgerð. Hann eyddi því sem eftir var af nóttinni til að slíta trollið af tromlunni og koma því á biðstofuna. Svo græjaði hann nýtt troll undir og var komin í koju upp úr sex í gærmorgun, langur dagur hjá ...
Mynd
..::Þar fauk fegrunarblundurinn::.. Síðastliðna nótt þegar ég var búin að troða blogginu mínu á veraldarvefinn þá datt í mig að kíkja á gömul blogg, fyrir valinu varð gamalt blogg síðan ég reið um hafflötinn á Erlunni sælla minninga. Ég hafði ansi gaman af því að rifja þetta upp og sjá hvað ég hafði verið að bardúsa, en þegar ég fer að lesa þetta þá kemst ég smátt og smátt betur að því að getan til að koma frá sér skrifuðu máli hefur nánast horfið, svona eins og kynkvöt sem yfirgefur gamlan graðhest ;) þá er ég smátt og smátt að verða skriftgeldur. En þá að máli málanna, deginum í dag. Gummi ræsti mig fyrir allar aldir og þá var kappinn að koma úr ræktinni, ég var búin að byðja hann að ræsa mig og ekki sveik hann mig á því. Ég tussaðist á fætur og fór upp í brú, þar var allt í góðum gír svo maður lagaði sér bara aumingjavatn(te) og spjallaði við strákana. Dagurinn leið á verulegra kvala og fyrr en varði var komið kvöld og farið að styttast í vaktinni, við hífðum rétt fyrir miðnætti svo...
Mynd
..::Fuglafár::.. Í allan dag hefur herjað á okkur skaðræðisblíða með sól og sumaryl, ekki amalegt svona rétt rúmum mánuði fyrir jól. Annars er ekkert af viti að frétta, dallurinn og næsta nágrenni er undirlagt af fugli, ég hef sjaldan séð annað eins, en þessi grey sitja út um allt. Togvírarnir og höfuðlínukapalinn eu meira að segja þéttsetnir af fugli á toginu, frá sjó og upp að blökkum. Þessu fylgir náttúrulega mikið garg og læti, en verst af öllur er þó sóðaskapurinn. Bátsmaðurinn stendur allan daginn með háþrýstidæluna og þvær burt fuglaskít, en það sér varla högg á vatni. Og ég er ekkert að fara of mikið út þessa daga, ég tel mig nokkuð heppinn ef ég slepp við skítkast eftir stutt ferðalög utandyra, best er bara að halda sig innandyra meðan þetta gengur yfir. Sá eini sem er virkilega ánægður með gargandi skítmaskínurnar er Vírus, hann hefur ákaflega gaman af því að fylgjast með fuglunum, ekki það að þetta fuglafár haldi fyrir honum vöku, nei nei, hann sefur sína tuttugu tíma í sóla...
Mynd
..::Vonbrigði::.. Sjálfsagt kemst engin í gegn um lífið án þess að verða fyrir vonbrigðum, en líklega verður fólk fyrir minni vonbrigðum með minni væntingum. Í dag var ég fyrir miklum vongbrigðum með mann sem ég hélt áður að væri meðalgreindur og þokkalega gefin, en mér til ólukku þá komst ég að hinu gagnstæða. Þessi niðurstaða særði mig verulega en gerði mér jafnframt ljóst að betra er að hafa engin samskipti við sumt fólk, maður er betur komin án þess. Ekki veit ég hvaða hvatir reka fólk til þess að göslast áfram í svikum og ósannsögli, eingöngu að því virðist til þess að upphefja brotna sjálfsmynd sína og traðka á öðrum. Vonandi hafa þeir einstaklingar sem þannig haga sér haldbæra skýringu á hátterni sínu, þó ekki væri til annars en að friða eigin samvisku, þ.e.a.s ef þeir hafa samvisku. En mér er fyrirmunað að skilja svona háttalag, kannski vegna þess að samviska mín segir að ég eigi að koma fram við annað fólk eins og við viljum að það komi fram við okkur. Allt sem þér viljið aðri...
Mynd
..::Fjárans ólukka!!!::.. Loksins fór ógæfuhjólið að snúast okkur í hag sagði maðurinn um árið, en þá var búið að vera óttalegt reiðuleysi á okkur í langan tíma og ekkert fiskaðist, loksins lentum við svo í veiði og þá mælti hann þessi ógeimanlegu orð. Það er ekki mikið hægt að segja núna annað en ógæfuhjólið snýst hjá okkur núna og það er okkur hreint ekki í hag þessa stundina, en vonandi dettum við í stuð fljótlega. Að öðru leiti er ekki mikið að frétta héðan, annað en að það er enn bongóblíða sem er ljós punktur í öllu svartnættinu. En það er víst til lítils að vera að einhverju væli, það hefur aldrei hjálpað neinum. Mynd dagsins er af Pavel loftskeytamranninum okkar og rafvirkjanum, þeir eru ekki að láta þetta óstuð slá sig út af laginu enda vanir menn á ferð og hafa séð það svartara. Bið svo heilladísirnar að strá yfir ykkur ráðlögðum dagskammti af hamingju og gleði.......................
Mynd
..::Það er nefnilega það::.. Ég var eiginlega búin að ákveða það að sleppa þessu bloggi í dag enda er ég yfirkeirður á sál og líkama eftir daginn, ekki minn dagur en kannski verður morgundagurinn minn dagur hver veit. Sagði ekki Jóhanna um árið "Minn dagur mun koma!" og hvað gerðist? hennar dagur kom. Já það þíðir ekki hætishót að vera með eitthvað væl og missa trúna á sér og sínum, þótt móti blási. Í dag var þriðji blíðviðrisdagurinn í röð, það þykir víst merkilegt hérna í Marocco, en samkvæmt sögusögnum er hér oftar en ekki skítviðri með tilheyrandi velting og sérstökum leiðindum í löndunum, endalausum endaslitum og veseni. Já svona einhvernvegin var lýsingin á veðrinu í Marocco sem við fengum. En enn sem komið er hefur þetta verið sama tuggan og í næsta sandkassa sunnan við, hvað sem verður svo seinna, en vonandi er þetta allt ofsögum sagt. Mynd dagsins tók ég í löndunninni og er hún af einhverjum nótapramma sem silgdi hjá. Þá verður þetta ekki lengra í bili, góða helgi......
Mynd
..:: Seyður yvirkoyrdur::.. Ekki mikið um þennan daginn að segja, frekar rólegt yfir öllu, veiðum veðri o.s.f.v. Jakob vinur minn og seyðaBóndi á Þorfinnstöðum sendi mér link sem bjargaði deginum. Linkurinn vísaði á síðu sem heitir http://www.bondi.fo/ og er vefsíða er Bóndafélag Færeyja heldur úti. Endilega gefið ykkur tíma til að renna yfir þessa síðu. Það sem bar síðuna uppi að mínu mati var “Seyður yvirkoyrdur” þar er talað um hvað skal gert skal ef svo óheppilega vill til að maður keiri á sauð. Hér er smá brot af því sem fyrir augu ber á þessari frábæru síðu. 4. Hvat kemur av skafti Tá nevndarlimir arbeiða við at rekruterað limir til felagið er ein av mest brúktu undanførðslunum fyri at gerast limur, at limirnir fáa einki fyri limagjaldið! Eg kann líka so gott verða uttanfyri tí felagið gerð einki fyri einstakar limir. Stórsti parturin av føroyingunum hava áhuga fyri seyðahaldi. Já það þarf ekki mikið til að gleðja mig :). Að öðru leiti er ekki mikið að frétta. Mynd dagsins er f...
Mynd
..::Silgdum í dag :)::.. Þá erum við loksins lausir frá Dakhla, en það var farið að styttast í legusár hjá okkur þarna á þessari Guðsvoluðu ytrihöfn ef nota má svo fínt orð yfir skipaleguna. Síðastliðna nótt kláruðum við að landa og þá var ekkert annað eftir en að bíða eftir nýjum eftirlitsmanni, en við máttum ekki skipta fyrr en eftir löndun, og og það gerist ekki nema á vinnutíma. Mér var tilkynnt það með viðhöfn í gærkvöldi að nýr eftirlitsmaður yrði ferjaður um borð klukkan tíu stundvíslega og sama ferð yrði notuð til að taka hinn í land. Ekki var til umræðu að gera þetta eitthvað fyrr. Um tíu í morgunn hringdi ég svo í umbann, hann var þá að mæta á höfnina og sagðist leggja af stað eftir 10mín, ekki slæmt miðað við hnattstöðu okkar, ég samgladdist umbanum og beið þægur og góður eftir því sem verða vildi. Um ellefu leitið var svo öll hersingin komin um borð og tók það ekki nema 40mín að afgreiða málin svo við gætum haldið til hafs. Korter í tólf silgdum við svo af stað í blíðunni, ...
Mynd
..::Still stuck here::.. Dakhla hvað annað, enn erum við fastir hér, en við erum búnir að pumpa svartagullinu og Agios Isidoras er farinn, þá er bara eftir að klára þessa fraktdós sem virðist vera að gróa föst á síðuna á okkur. En vonandi klárast þetta í nótt eða fyrramálið. Merkileg frétt sem ég las á Vísir í morgun, einhver Norðmaður vildi borga 3kúlur fyrir að fá að ríða hesti, það er svo sem ekki svo merkilegt, eru menn ekki að ríða hestum alla daga. En þessi einstaklingur vildi annarskonar ríðingar en flestir stunda opinberlega á hestum. Samkvæmt fréttinni þá er ekkert í Norskum lögum sem bannar mönnum að hafa mök við dýr svo framarlega sem dýrin hjóta ekki skaða af. Þetta er alltaf að koma betur og betur í ljós með frændur okkar Norðmenn eins og sumir vilja kalla þá. Líklega hefur forfeðrum okkar ofboðið þessi öfuuggaháttur í samlöndum sínum og ákveðið að hverfa burt frá þessum ósóma, í einhverjum hefur samt blundað eðli til dýraseringa og voru þeir settir af í Færeyjum, það gæt...