Færslur

Mynd
..::Tímareim::.. Gummi kom rétt fyrir hádegi með bílinn, við byrjuðum að rífa til að komast að tímareiminni. Það var ekki tekið út með sældinni að komast að þessari reim, bæði var þetta rosalega þröngt og svo þurfti að rífa mun meira en ég hefði talið til að komast að þessari tímareim. Þetta hafðist samt allt fyrir rest og klukkan 16:30 var allt komið saman og Guðmundur bakkaði þeim græna út, auðvitað malaði hann eins og köttur á nýju reiminni. Klukkan fimm í dag var svo árshátíð skólans með allskyns sniðugum uppákomum, ég tók myndavélina með og smellti af nokkrum myndum . Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri.. Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
..::Snjór og kuldi::.. Ég tryggði hjólið í gær og náði svo í númerin inn á Akureyri, það er búið að vera marautt og 8-12°C hiti síðan ég kom heim en loksins þegar ég ákvað að sækja númerið þá byrjaði að snjóa. Í dag er hvít jörð á Dalvík og hálka á götunum :(. Ég kíkti aðeins við hjá Krumma í gær, það var lítið fararsnið á honum en vonandi fer þetta að koma. Matti hringdi með glóðvolgar fréttir úr dollunni, rafalarnir eru báðir komnir um borð og búið að prufukeyra annan en hinn verður prufukeyrður í dag. Nonni er búin að vera á fullu í að laga og betrumbæta og dollan er alltaf að verða betri og betri. DNV er búið að vera í skoðunum og úttektum á öllum öryggisbúnaði og fjarskiptatækjum og hefur það allt komið vel út að því mér skilst. Nú þarf bara að koma dollunni út svo hún geti farið að fiska ;). Alveg var brennt fyrir að ég nennti að blogga í gærkvöldi, enda var ekkert í boði nema gamla tölvan, og hún er síðasta sort eins og krakkarnir segja. Við Hjördís vorum aðei...
..::Lúrí lúrí kúrí::.. Í gærkvöldi þegar ég ætlaði að skríða í kojuna heyrði ég eitthvað hringl frammi í stofu, ég fór fram og kveikti öll ljós og kíkti undir sófana. Viti menn þar kúrði kattarræfill skíthræddur, ég eiddi dágóðum tíma í að reina að lokka greyið til mín en ekkert gekk. Það varð að beita einhverri annarri tækni, svo ég opnaði út á hlað og fór svo og velti sófanum ofan af hringlandi ljóninu. Nú skildi ljónið hvað ég átti við og var fljót að pilla sig út :)........................... Eyddi morgninum frekar illa að mati morgunhananna, lá bara í bælinu og horfði innan á augnlokin ;). Ég hélt að Gummi ætlaði að koma og skipta um tímareim í þeim fagurgræna í morgun, en hann kom aldrei, svo þessi djúpa hugleiðsla mín truflaðist ekki af þeim sökum.
Mynd
..:: Sloth::.. Frekar latur í dag og lítið gert annað en slæpast í dag, ætli það sé ekki best að vera flatur þegar maður er svona latur ;). Viðburður dagsins var náttúruleg að Baldvin skyldi nást út, það var svo sem ekki spurning um að þeir næðu honum út, það var bara hvenær það gerðist. Fann þennan fína vef í morgun RUV.IS og festist í að horfa á innlenda frétta annálinn, auðvitað missti maður af því á gamlársdag því var þetta kærkomin hvalreki á netfjöru mína, það er af miklu að taka þarna og er ég bara rétt byrjaður að kanna kima og króka þessa vefs, sem sagt uppáhalds vefur dagsins í smíðaskúrnum. Einnig rakst ég inn á Blogg hjá Ingunni systur Guðnýar, auðvitað varð ég að linka á þetta nýja fórnarlamb bloggæðisins ógurlega sem tröllríður mörlandanum í þ.... Matti hringdi í mig í dag, það er víst byrjað að bera glansandi rafalana um borð, og reiknaði hann með að seinni rafalinn færi um borð á morgun. Þá á eftir að prufukeyra og taka dótið út af klassanum svo dol...
Mynd
..::Seinni partur::.. Brasaði aðeins í tölvunni í dag, setti t.d inn nokkrar myndir á linkinn minn. Seinnipartinn skruppum við í heimsókn til vinkonu Guðnýar, þar sem vinkonan er karlmannslaus var ég strax settur í verkefni. Læsingin á útihurðinni var eitthvað vangefin og varð ég að rífa allt í spað til að komast að meininu, það var brotið stykki inni í læsingunni. Ég tók læsinguna úr og fór með hana niður í húsasmiðju, þar var náttúrulega ekki til rétta læsingin. Sú sem næst komst var breiðar og það hefði þurft að fræsa úr hurðinni til að koma henni fyrir :(, ég varð að snauta með gömlu læsinguna til baka og setja hana í aftur. Vinkonan verður að hafa samband við leigusalan og fá hann til að kalla til trésmið til að leysa vandann. Svo fór ég í að laga flautuna á hjólinu, það voru gamlar syndir í rafkerfinu sem voru að hrekkja. Ég þurfti að strippa græjuna til að komast að snákasúpunni, það var allt vafið inn í teip og tók það sinn tíma að kroppa það utan af vírunum. Þega...
..::Eldsnöggt::.. Fór inn á Akureyri í morgun, við skötuhjú ætluðum að ákveða hvernig gler ætti að setja í nýju hurðina áður en hún færi í skólann. Ég klikkaði á þessu í gær enda úr vöndu áð ráða, viltu svona nú eða svona, kannski svona, sandblásið, munstrað, litað, álímd filma?. Djésuus af hverju þarf þetta að vera svona flókið, ég sagði pass í gær og sagðist mæta með betri helminginn í ákvörðunartöku á hvaða gler yrði valið. Sem sagt í morgun átti að afgreiða þetta með trukki og dýfu, en því miður lentum við í þvílíkri krísu að glervalinu var slegið á frest.......... Fyrir liggur að fara í útihurðarúnt og sjá hvað fer best í spjaldið ;), þetta verður ágætistilbreyting frá seríurúntinum í desember. Nýjasta nýtt: Haddó er komin til Kanarí og var áðan á flugvellinum að bíða eftir rútunni, hún hringdi áðan og talaði við Guðnýu og var lukkulegasta með að vera komin yfir. Meira seinna í dag.......................
..::Gleymska::.. Eitt sem ég gleymdi, nú er Matti komin í gang með blogg og byrjaður að þrusa yfir heimsbyggðina. Það verður vonandi gaman að fylgjast með lífinu í dollunni í gegn um hendur Matta.
Mynd
..::Frumhlaup stjórnvalda::.. Ég get ekki sagt annað en að ég hafi verið gramur yfir því frumhlaupi Íslenskar sjónvalda þegar þau ákváðu að styðja innrásina í Írak, þessi gremja mín hefur þróast út í reiði í ljósi þeirra aðstæðna sem þessi ákvörðun setur okkur Íslendinga í. “Einn af Marokkómönnunum þremur sem er í haldi lögreglu í Madríd á Spáni vegna hryðjuverkanna þar síðastliðinn fimmtudag, var stuðningsmaður grunaðs al-Qaeda liða sem fangelsaður var á Spáni vegna gruns um aðild að árásunum 11. september 2001 í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem AP fréttastofan hefur undir höndum.” Nú þegar ljóst er að liðsmenn al-Qaeda stóðu fyrir hryðjuverkunum á Spáni setur að mér óhug, ástæða hryðjuverkanna á Spáni er jú stuðningur Spánverja við innrásina í Írak. Hver verður næst fyrir barðinu á þessum brjálæðingum? Að mínu viti áttum við bara að sitja hjá og vera hlutlausir, en því miður var það ekki svo og nú erum við á þessu svarta stuðningslista, þar með gætum við al...
Mynd
..::Gisting::.. Ekki fékk Guðný inni á gistiheimilinu sem hún sendi tölvupóst á í gær, því miður allt fullt var svarið sem hún fékk í morgun. Argara þvargara nú varð að bretta upp ermar, Guðný var úrkula vonar um gistingu . Ekki fannst mér þetta geta staðist að ekki væri hægt að finna gistingu í Köben, svo nú var leitin sett á fullt og innan stundar voru tvö gistiheimili staðsett í skotskífunni. Bæði voru þau með þessar líka fínu heimasíðurnar þar sem boðið var upp á fyrirspurnir um gistingu með loforði um svar innan 24tíma. Fyrri síðan virkaði ekki og heimtaði alltaf að öll form yrðu fyllt út sem við vorum samviskulega búin að fylla út, arrg en það var ekki inni í myndinni að gefast upp svo nú var hringt í næsta fórnarlamb(gistiheimili) “bingó!” þar var laust og allt gekk upp eins og í lygasögu, fín staðsetn og allt í gúddý 6-11-14 knok knok...... Gott að þetta reddaðist, annars hefðu þær Guðný Brynja og Hjördís þurft að gista í fjárhúsinu eins og María og Jósep um árið...
Mynd
..::Fjölskyldudagur::.. Í gærkvöldi kom Gummi smiður að hjálpa mér að mæla fyrir nýju útihurðinni. Gummi var heillengi að brasa í þessu með mér því það þurfti að rífa gerretin af til að ná steinmálinu, þegar allt var klappað og klárt þá vildi Gummi ekki taka krónu fyrir ómakið. Já menn eru misjafnir og Gummi taldi það ekki eftir sér að eiða tíma sínum í mig og mína launalaust á föstudagskvöldi ;). Já það er alltaf eitthvað og útihurðin er það síðasta. Við vorum búin að fara á heimasíðuna hjá trésmíðaverkstæðinu Berki á Akureyri en þeir eru með hreint frábæra síðu, þar getur maður valið saman hurð og karm og séð hvernig þetta lítur út. Þegar þú ert ákveðin þá geturðu prentað út pöntunarblaðið þar sem allar upplýsingar liggja fyrir á. Það tók okkur smá tíma að ákveða hvernig hurð og karm við vildum, en tæknin hjálpaði aðeins. Ég fór bara og tók mynd af skúrnum klippti svo gömlu hurðina úr í photoshop og mátaði hugmyndirnar í. Fyrir valinu verð þessi hurð, en hún verður hvít ekki ...
Mynd
..::Kaktusinn káti::.. Byrjaði daginn á því að skutla grislingunum í skólann, svo fór ég með drossíuna í smurningu og pantaði í leiðinni tíma í skoðun. Ég rétt slepp fyrir horn með skoðunina því endinn á númerinu er 1. Guðný er ekki í skólanum á föstudögum svo hún var eins og stormsveipur í að skúra skrúbba og bóna, ég fylgdist áhugasamur með ;). Þegar búið var að taka stofuna sá ég að kaktus sem við eigum var farin að halla eitthvað undir flatt, ætlaði ég eitthvað að laga þetta gerpi til. Leikar fóru þannig að gerpið lagðist á hliðina og gusaði moldinni í allar áttir í fallinu, úbbs ég sá fyrir mér smíðaskemmuna í hillingum ;). En ég slapp við skemmuna með þeim skilmálum að ég kæmi þessari skaðræðisjurt í poka og fjarlægði hana úr húsinu, viðaði ég að mér búnaði í verkið og hafðist handa. Það var ekki nokkur leið að koma nálægt helvítinu nema brynjaður þykkum vettlingum, ég hlutaði svo jurtina niður í réttar lengdir með dúkahníf og kom honum í poka og út úr kofanum. Eftir ...
Mynd
..::Part two::.. Fór til hnykk-nuddarans eftir hádegi og lét hann braka og bresta í mér eins og gömlum skúr, en það var gott og greinilegt að það þurfti að hreifa við þessu drasli. Það er náttúrulega snilld að hafa aðgang að svona þjónustu hérna heima. Ég fór svo niður á verkstæði og fékk körfuna hans Einars viðgerða, hún kengbognaði öll undan snjónum í vetur og svo brotnuðu upp suður þegar ég var að rétta gripinn. Ég hafði keypt nýtt NBA net í körfuna úti í Kanada svo að það varð að koma þessu í stand, það var fljótlegt að sjóða þetta saman og koma henni upp aftur. Fékk fréttir úr dollunni í dag, rafalinn verður líklega ekki komin í fyrr en eftir helgi :(. En tíminn er vel notaður, hinn rafalinn er í upptekt ásamt því að ljósavélin sjálf verður yfirfarin. Þá ættu báðar ljósavélarnar og rafalar að verða eins og nýjar, svo er verið að kíkja eitthvað á höfuðmótorinn. Já Jón situr sjaldnast auðum höndum og hann er víst líka búin að taka frystikerfið í nefið síðan hann kom ú...
..::Skrautlegt::.. Fór á lappir með öllu genginu mínu, keyrði svo krökkunum í skólann, Guðný þarf ekki að vera komin inneftir fyrr en níu á morgnanna svo að hún þarf ekki að fara fyrr en korter yfir átta. Hellti mér upp á te og settist svo fyrir framan imbann, þegar morgunþátturinn var búin og þessi hrikalega sápuópera byrjaði þá flúði ég í tölvuna. Lagaði aðeins bloggið mitt til, setti þennan fína engil inn og spáði aðeins í HTML þetta stoppar stutt við í höfðinu á mér. Svo smellti ég nokkrum myndum inn, þetta kemur smátt og smátt og hér er af nógu að taka. Gaman að sjá að litla systir er byrjuð að blogga aftur, hún er greinilega að taka það út sem við sjómennirnir og okkar fjölskyldur þurfum að berjast við. Viðskilnaðurinn er ekki alltaf auðveldur, en með bjartsýni og réttu hugarfari verður þetta auðveldara. Bara að passa sig á því að hugga sig ekki um of á gúmmilaðinu :). Jæja það er best að fara gera kaffikönnuna klára og búa um bælið áður er daman kemur úr skólanum ...
Mynd
..::Nokkrar línur::.. Druslaðist á lappir klukkan átta í morgun og lét mér hundleiðast fram að hádegi, ekkert að gera nema góna á Ísland í bítið eða hanga í tölvunni. Ég verð eitthvað að endurskipuleggja mig og reina að rífa mig í gang aftur, þetta er ekki hægt, maður koðnar bara niður eins og sprungin blaðra loksins þegar maður er komin heim í frí ;). Fékk tíma hjá hnykkjara á morgun svo nú á að reina að berja úr mér þessa slæmsku sem hefur verið í öxlinni á mér, hann verður sjálfsagt fljótur að redda því drengurinn. Kiðlingurinn er komin til Íslands í frí, það er enn verið að bíða eftir varahlutum í rafalinn, þegar þeir mæta á eftir að vefja lakka baka og troða þessu saman og prufa. Það tekur einhvern tíma svo Kiðlingurinn fékk smá pásu. Er loksins búin að finna rétt tannhjól í vélhestinn, þ.e.a.s til að gíra gripinn aðeins niður, valið stóð um að minnka fremra tannhjólið eða stækka aftara tannhjólið. Ég gat bara minnkað um eina að framan(annað var ekki til) svo að það...
Mynd
..::Vor í lofti::.. Sumarblíða á Dalvík í dag og snjórinn á hröðu undanhaldi. Ég setti saman hillusamstæðu sem við keyptum Handa Einari, einnig fékk grislingurinn nýtt rúm svo að þetta er allt á uppleið hjá honum :). Svo varð að stappa gamla ruslinu í súbbann og bruna með það í gámana. Það voru rosalegar fréttirnar af Baldvin Þorsteins, ég er hræddur um að það verði ansi erfitt að ná skipinu út. En auðvitað er fyrir mestu að mannskapurinn slapp óskaddaður úr þessum hremmingum. Það hefur aðeins verið tekið til á heimasíðunni minni og er eitthvað af nýjum myndum komið inn ;). Annars er ekkert í fréttum.......... En einhverjir fimmaura hafa rekið á fjörur mínar: Gary og Erika voru að klæða sig eftir einn snöggan í aftursætinu. "Ég biðst afsökunar," sagði Gary. "Ef ég hefði vitað að þú værir hrein mey þá hefði ég gefið mér meiri tíma." "Það er ekki allt eins og það verður best á kosið," svaraði hún, "ef ég hefði vitað að þú hefðir me...
Mynd
..::Sundafrek vikunnar á Dalvík::.. Var að vafra á netinu til 03 síðastliðna nótt, ég lenti inn á svo skemmtilega síðu að ég gat bara ekki hætt fyrr en ég var búin að skoða allar myndirnar. " Helgi Garðars myndasafn " Já það eru ekki allir eins latir og ég að setja inn myndir, en ég ætla að fara að taka mig á :). Svo lenti ég í smá basli við að koma dóti inn á síðuna og gat ekki hætt fyrr en það var komið á hreint, þar kom Hólmara þverskan enn einu sinni í ljós. Guðný og krakkarnir fóru í skólann klukkan átta og ég dottaði yfir Ísland í bítið. Eftir hádegið fór ég svo í sund og ætlaði að vera þvílíkt duglegi að synda fékk lánuð sundgleraugu og alles, en en en ég komst aldrei lengra en í pottinn ;). Eftir sundið sparkaði ég vélhestinum í gang og spýttist á honum eina ferð eftir sandinum og upp í fjall, svona til að ná úr mér mesta bensínhrollinum ;). Nýjustu fréttir af dollunni eru þær að rafalinn verði ekki til fyrr en í næstu viku, og gera mestu svartsýnisr...
Mynd
..::Ekkert í fréttum::... Lítið að frétta af mér í dag, kom mér aldrei í að fara út að hjóla í dag þótt það hafi verið veðrið í það í dag. Ég gramsaði upp smá smurning á skemmtilegurnar handa ykkur: Lítil gömul kona kom í Hagkaup og setti 2 dósir af dýrasta kattarmatnum sem til var í innkaupakörfuna. Síðan fór hún að kassanum til að borga og sagði við kassadömuna "ekkert nema það besta handa litla kettlingnum mínum". Kassadaman sagði þá "því miður get ég ekki selt þér kattarmat nema að þú getir sannað það að þú eigir kettling, það er svo mikið af gömlu fólki sem kaupir kattarmat til að borða sjálft, verslunarstjórinn vill fá sönnun þess að þú eigir kött." Litla gamla konan fór heim og náði í kettlinginn sinn og sýndi kassadömunni og fékk þá kattarmatinn keyptan. Næsta dag fór litla gamla konan aftur í Hagkaup og í þetta skiptið setti hún pakka af hundakexi í innkaupakörfuna, sem hún ætlaði að gefa hundinum sínum yfir Jólin. Kassadaman sagði þá "þ...
Mynd
..::Skakkur og skældur::.. Svaf frekar illa í nótt, bölvuð öxlin var alveg að drepa mig og ég gat ómögulega fundið hvernig ég átti að liggja. Vaknaðu klukkan níu þegar Guðný fór í ræktina en náði að berja mig niður aftur :). Þegar Guðný kom úr ræktinni draslaðist ég skakkur og skældur fram úr. Við skötuhjú fórum svo í heilun í Bjarmanum, það var gott að koma þangað aftur eftir langa fjarveru. Einar Már fór á körfuboltaleik í dag, hann var búin að vinna í einhverri keppni og mátti því vera niðri hjá liðinu. Ég ætlaði nú að fara á leikinn en það verð ekkert úr því, í staðinn sparkaði ég hjólinu í gang og leifði því að malla aðeins. Ég var að spá í að skreppa rúnt fram í sveit en ákvað að geima það til morguns og fara þá ef veðrið verður gott. Spjallaði aðeins við foreldra mína á MSN í dag, ég keypti webcam úti svo að nú er hægt að hafa þetta allt live mynd hljóð og allan pakkann :). En ég fann einn ágætan brandara á netinu sem þið hafið sjálfsagt gaman af: Gamall kú...
Mynd
..::Hundlatur::.. Er búin að vera hundlatur í allan dag og varla nennt að gera nokkuð. Drullaðist samt út í sundlaug og fór í ljós og gufu. Keyrði Kalla fram í hesthús, og lagðist fyrir framan imbann og horfði á DVD “Piraates of the Caribbean” Jonny Deep fer ansi vel með skipstjórahlutverkið þar :). Þetta verður víst ekki lengra í dag. Bið og vona að englar Guðs vaki yfir ykkur öllum, og færi ykkur alla þá hamingju og gleði sem þið getið tekið móttekið.
Mynd
..::Ferðalok::.. Halifax Boston leggurinn gekk prýðilega og var stoppið hjá okkur örstutt í Boston áður en síðasti leggurinn til Íslands var tekin. Mér hefur þótt þjónustan hjá Flugleiðum vera ágæt hingað til, svona fyrir utan plássleysið í vélunum. En mér finnst nú fokið í flest skjól að þurfa að borga fyrir óáfenga drykki sem koma með matnum þ.e.a.s ef ekki er valið vatn, og verðlagningin er frekar skrautleg. T.d kostar ein svalaferna 100islkr eða 1usd eða 1 evru eða 10dkr og ekkert gert með gengi, já þetta dwarf airlines fékk stóran mínus hjá mér í nótt. Hingað til hefur maður sætt sig við að sitja allur í keng í naumt skömmtuðu sætisplássinu án þess að vera að væla mikið. Hvað um það þetta hafðist allt fyrir rest og á endanum lentum við í Keflavík . Við Antónío tókum flugrútuna inn í Rvik og þar pikkaði Mangi mig upp. Ég fór svo og hitti bossinn og áttum við ágætis spjall. Ég varð margs fróðari á því, t.d komst ég að því að ansi margir gera sér leið á blogg...