Færslur

Mynd
Mynd
..::Skötuveisla ALA Gunni og Dísa::.. Vaknaði snemma og hélt uppi uppteknum hætti í lækningarmeðferðinni, staulaðist eina ferð að heiman og niður á sand, var eitthvað betri í morgun því ég náði sjálfur að reima á mig skóna hehe, en ég var eiginlega ekkert betri á bakaleiðinni svo að ég hef sett spurningarmerki við þessa sandtherapy sem ég er í :). Í dag var Þorláksmessa! = Skökuveisla hjá Gunna og Dísu og vorum við öll mætt þar í hádeginu, ilmurinn mætti okkur út á hlað en húsbóndinn stóð sveittur við suðugræjurnar í bílskúrnum og sauð Skötu, ég leit aðeins við í skúrnum og fékk útlistun á vestfirskri Skötu ala Gunni. Skatan var fín og þetta var hin besta skemmtun eins og alltaf á Þorlák, þetta er eiginlega matarboð með magaæfingum því það er yfirleitt svo mikið hlegið að magavöðvarnir fá alveg sinn skammt. Skötuveislan er eiginlega sá viðburður sem heldur deginum uppi, svo er náttúrulega skreytingin á trénu ilmurinn af hangikjötinu og allt það en ég held það myndi vanta mikið ef sköt...
Mynd
..::Örugglega gott að vera hryggleysingi::.. O doh, ekkert markvert í dag annað en að ég vaknaði allur skakkur og skældur í morgun, eitthvað hafði aflagast í hrygglengjunni á mér svo að allir tilburðir mínir til gangs bentu til þess að ég væri nær áttræðu heldur en fjörutíu sem er víst nær sannleikanum. Að mínu viti var ekkert annað í stöðunni að gera en að reyna að ganga þessa slæmsku úr sér, og ákvað ég að ganga heiman frá okkur og niður á sand. Það var ógeðslega hált í bænum og var ég komin að því að snúa við niður við fjölrita og fara bara heim og leggjast fyrir, það var eins og hníf hefði verið stungið í bakið á mér og væri svo honum snúið í hverju skrefi. En ég hélt áfram ákveðin í að holl og góð hreyfing væri allra meina bót. Ferðin eftir sandinum sóttist hægt og bítandi og var tíðindalítil niður að ósnum, ég var það snemma á ferðinni að enn var svartamyrkur en tunglbjart og meðan ég staulaðist áfram náði ég tveim stjörnuhröpum, hvort ég óskaði mér man ég ekki en þetta var nokku...
Mynd
..::Prufurúntur á harðfenninu::.. Ekki mikið að frétta héðan, litlujólin voru í skólanum hjá Einar Má í morgun og þar með er hann komin í jólafrí. Ég sparkaði hjólinu í gang í dag og fékk mér smá hressingarrúnt í góða veðrinu, fór nokkuð víða en hjarnið var ekki alveg nógu gott, það var frekar lint og víða nokkur snjór ofan á því svo gripið var gloppótt, ég hafði mig samt upp á dal og sá þar spor eftir Jólasveininn, hann var semsagt á ferðinni í nótt þótt hann hafi ekki komið við hjá mér :(. Ísinn á Hrísatjörninni var heldur ekki góður, það lá snjóþekja yfir öllum ísnum og svo var drullublaut vatnssósa ofan á ísnum, þetta var misskellótt sem gerði ísreið óskemmtilega. En maður setti allavega í gang :). Þetta verður að duga í dag ;).
..::Leti leti leti, leti leti ley::.. Nuddaðist fram úr fyrir átta og skutlaði grislingnum í skólann, fór svo heim og gapti á NFS til níu. Þá fór frúin í vinnuna og ég veslingurinn einn heima, stóri grislingurinn okkar er að vinna og maður sér hana lítið þessa dagana. Fór í gegn um rútínuverkin, búa um rúmin fara í tölvuna o.s.f.v, nennti ekki að hanga í tölvunni svo að ég fór niður í bílskúr og smíðaði eitt gluggahús, var að brasa í því fram að hádegi. Eftir hádegi afgreiddi ég nokkur símtöl milli þess sem ég hékk í tölvunni í tilgangslausu flettiríi um hinar og þessar síður meira og minna rammvilltur í þessu blessaða neti, já það er ekki mikil kúnst að flækja sig í þessum VeraldarKóngulóarVef. Seinnipartinn ákvað ég svo að kíkja aðeins undir mælaborðið á bílnum í leit að rofa sem ku gera fjarstartið á bílnum virkt, en við vorum að frétta það fyrir nokkrum dögum að bifreiðin væri útbúin með fjarstarti. Og þar með kom skýring á START takkanum á fjarstýringunni, en með þessu fylgdi líka...
..::Guðný keypti ekki kápu en við fórum bæði í klippingu:)::.. Einhvertímann í fyrndinni var forsíðufrétt í DV, “Regína kaupir kápu og Kalli fer í klippingu” ekki man ég hvort þetta var jólaklippingin á Kalla en fyrirsögnin að greininni situr allaf í minningunni. Í gær fórum við hjónin í klippingu sem er svo sem ekki til frásögu færandi nema ef vera skyldi fyrir hármagnið sem var komið á okkur, það var byrjað á að klippa mig og tók það dágóða stund að hafa sig niður á fast, en að lokum hafðist þetta og varð dillandi fínt. Svo var hafist handa að klippa frúna en klipparinn var orðin svo þrekuð af viðureigninni við lubbann á mér að hún ákvað að klippa Guðnýu í tveim áföngum, seinni og fyrri hálfleik ;);). Já þetta var nú það helsta sem á daginn dreif hjá okkur, ég eyddi svo kvöldinu í sjónvarpsgláp meðan frúin fór á seinnihálfleik í klippingu. Fleira var það ekki þennan daginn. Munið svo að vera þæg og góð svo þið fáið ekki kartöflu í skóinn :):).
Mynd
..::Sambands hangikjöt::.. Það er ekki mikið að segja annað en að maður hefur það dillandi gott, frúin og grislingarnir voru búin að öllu nema skreyta jólatréð þegar ég mætti heim af sjónum, það er fastur liður að skreyta tréð á þorláksmessukvöld og það stendur ekki til að breyta þeim sið. Ég kom sem sagt heim af sjó í frið og ró eins og þeir syngja á Kleifaberginu. En það er ekki mikið að segja ég tjöruþvoði bílinn í gærmorgun en eftir tvær bæjarferðir í gær var hann aftur orðin eins og svínastía að utan :(, svo það liggur fyrir að þvo aftur ef maður hefur sig í það upp úr öllum rólegheitunum. Sambands hangikjöt! Hvað segir þetta ykkur? Hehe mér fannst þetta bara fyndið þegar ég fór að velta merkingunni fyrir mér. Annað var það ekki í dag ;);).
Mynd
..::Tveir túrar á Kolmunna::.. Jæja þá er maður komin heim í Jólafrí, en ég lenti austur á Eskifjörð og fór tvo túra á Jón Kjartansson á Kolmunnann, það var gaman að kynnast þessum veiðiskap og rifja upp kynnin við gömlu félagana fyrir austan. Fyrri túrinn gekk mjög vel og settum við í dolluna í fjórum holum 1525tonn eða rúmlega 380tonn í holi. Seinni túrinn var svo frekar lélegur og höfðum við ekki nema ca 6-700tonn. En þetta er gangur lífsins og það eru víst ekki alltaf Jólin þó þau séu á næsta leiti :). Við komum inn um hádegisbil í gær og notaði ég daginn til að heimsækja ættingjana áður en ég brunaði norður, stoppaði aðeins og fékk mér kaffisopa í Mývatnssveitinni hjá frænkum mínum. En brunaði svo áfram og var komin heim um ½ ellefu. That´s it for to now.
Mynd
..::Murphy's Law::.. Ég held stundum að það sem er á ensku kallað “Murphy´s Law” eigi samheiti á Íslensku “Hólms Lög”, en það vanalega er meint með þessu er: Það sem hugsanlega getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis!. Nei svona er þetta bara og maður verður að lifa með þessu lagasafni :):). Lögmál Murphy´s 1. Ef eitthvað getur farið úrskeiðis þá gerir það. 2. Ekkert er eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. 3. Allt tekur lengri tíma en þú bjóst við. 4. Ef sá möguleiki er fyrir hendi að eitthvað fari úrskeiðis, þá fer það úrskeiðis sem mestu tjóni veldur. 5. Sérhver lausn hefur ný vandamál í för með sér. 6. Brostu í dag, morgundagurinn verður verri. 7. Hlutirnir skemmast í réttu hlutfalli við verðmæti þeirra. 8. Ef þér sýnist hlutirnir ganga vel þá hefur þér yfirsést eitthvað. 9. Hafðu engar áhyggjur þótt þér líði vel, þú kemst yfir það. 10. Það er sama hvað þú leitar lengi að einhverjum hlut, þegar þú ert búin að kaupa hann finnur þú hann á útsölu einhverstaðar annarsstaðar. 11....
..::Brostnar vonir::.. Ekki eru allar ferðir til fjár, en að því komst ég hressilega í gær þegar ég mætti til skips í þennan bát sem ég ætlaði að ráða mig á. Greinilegt er að við mannfólkið lítum stundum ekki umhverfið sömu augum, það sem einhverjum sýnist fagurt og ómótstæðilegt er í augum annarra ljótt og fráhrindandi. En svona er lífið og til Guðslukku erum við ekki öll steypt í sama mótinu. Eftir stutt stopp í þessum svokallaða bát fór ég með skipstjóranum í mat, fiskibollur á Múlakaffi í boði útgerðarinnar, en eftir matinn afþakkaði ég plássið og bað hann að keyra mig upp á flugvöll. Þannig fór nú sjóferð sú. Ég tók myndavélina með suður en einhverra hluta þá var ég svo kjaftstopp að ég tók enga mynd í bátnum, kannski er bara best að eiga engar myndir hehe. Þegar ég var mættur á flugvöllinn var síðasta vél norður að fara í loftið og ég of seinn, ég hringdi í litlu systur sem sótti mig upp á völl, og gisti ég hjá henni Gunna og litla frænda í nótt, alltaf gott að koma í Stangarhol...
..::Nú held ég að það sé að koma::.. Jæja best að drulla einhverju á blað, en það hefur ekki gerst mikið hjá mér, setti upp nokkrar jólaseríur í gær og enn fleiri í dag. Svo núna er kofinn hægt og sígandi að breytast í glitrandi piparkökuhús hehe. Annars gerðust þau undur og stórmerki í gær að það var hringt í mig og mér boðið stýrimannspláss, þetta er einhver Grálúðunetabátur frá Rvík sem ætlar að taka þátt í að útríma Grálúðustofninum við Ísland, ég gat náttúrulega ekki sagt nei enda atvinnulaus, svo að það verður látið vaða á þetta með trukki og dýfu. Ég geri ráð fyrir að fljúga suður á morgun og fara á sjó fyrir helgi, svo verður bara að sjá hvernig þetta kemur út. Þessi djúpsynti gráslepjulegi flatfiskur verður bara kældur þarna um borð í þessum bát , öðru nafni ísaður. Ég vona að þetta verði aðeins léttara heldur en barningurinn á Tjaldinum þar sem allt var fryst “í höndunum” og burðast með allan aflann í höndunum fram og aftur um vinnsludekkið áður en hann komst í lestina. En sv...
Mynd
..::Chill og útskurður:)::.. Við frúin gerðum okkur dagamun og fórum inn á Akureyri í gær og fengum okkur flott að borða og gistum á svo á hóteli eina nótt, þetta var náttúrulega bara snilld og alveg frábært, svona síðbúinn hunangsmáni hjá okkur hjónum. Hjördís fór heim á bílnum og sótti okkur svo í morgun, það fylgja því vissulega kostir að Hjördís sé komin með bílpróf, því nú getur hún skottast með okkur gamlingjana út og suður. Þegar við komum heim þá fékk ég mér smá göngutúr í góðaveðrinu, labbaði upp í fjall og sá þar fjórar rjúpur. Á þeim tímapunkti var mér hugsað til foreldra minna sem þrá rjúpur í jólamatinn en það sér ekki vel út í þeim málum, en það hlýtur að reddast eins og allt annað ;). Svo var hinn árlegi laufabrauðsdagurinn hjá okkur í dag, þar sem öll fjölskyldan kemur saman hlustar á jólalög, sker og steikir laufabrauð, þetta var hjá Ninnu og Gumma og tókst hreint frábærlega eins og alltaf. Við vorum misjafnlega dugleg að skera en ég held samt að ég hafi verið lakastur...
Mynd
..::Netavertíðinni lokið í bili::.. Jæja þá er þessum túrnum lokið en við komum inn til Akureyrar í morgun klukkan 0600. Þetta var ágætistúr, en það þurfti að taka á því, bara helv.... púl megnið af túrnum. Maður var eiginlega búin að gleyma því hvernig það er að vera á netum enda hef ég ekki mikið stundað þann veiðiskap. Það gekk ágætlega að fiska og það var hálfgerð vertíðarstemming yfir þessu, menn stóðu frá 06 á morgnanna og langt fram á kvöld, frystingin er Akkelisarhællinn í þessu og fór mikill tími í hana, því miður var vinnslulínan ekki alveg í samræmi við restina af skipinu. En þetta hafðist nú allt fyrir rest og ég er komin heim aftur :). Læt þetta duga í bili. PS: Ég tók nokkrar myndir í túrnum og setti á myndasíðuna, þær eru undir myndum af sjónum, þær lentu aftast í albúminu svo þær eru á hérna og á næstu síðum , þær áttu að fara fremst en það klikkaði eitthvað og þarna eru þær núna hehe.
..::Vinna vinna::.. Í gær fékk ég símtal þar sem ég var beðin um að fara einn vikutúr á sjó, þótt það sé jú gott að liggja heima þá verður maður eitthvað að gera, þetta er það eina sem hefur dottið upp í hendurnar á mér svo það er ekkert annað að gera en að stinga sér til sunds og vona það besta. Mér skilst að það verði farið út í kvöld en fæ betri staðfestingu á því í á eftir. Hef ekki neinu við þetta að bæta.
Mynd
..::Sorgardagur::.. Sú sorgarfrétt barst mér í morgun að Bára frænka væri dáin, ég verð alltaf ósköp lítill og ráðalaus þegar mér berast svona fréttir, mig langar til að segja svo margt en kem engu frá mér. Ég ætla því að byrja á því að kveikja á kerti til minningar um Báru frænku, elsku frænka hvíldu í friði og ég vona að þér líði vel. Ég bið Guð að passa Kidda og börnin ykkar, alla daga.
Mynd
..::Ninna er orðin kettlingaamma!::.. Tjah ég held barasta að ég hafi komist í gegn um daginn skammastikalaust, annars hefur þeim nú fækkað skammastrika dögunum í seinni tíð þó þetta sé ekki alveg horfið. Einhvernvegin læðist að mér sá grunur að ef skammarstrikunum hefði verið safnað saman og dreift svo “eitt á dag” þá ætti ég enn inni skammt fyrir nokkur ár í viðbót, og gott ef maður yrði ekki að verða nokkur hundruð ára, þ.e.a.s ef það ætti að þynna skammastrikapakkann út í “eitt á dag” en nóg um það núna, ég var nefnilega að hugsa um að skreppa austur og þar eru ættingjar mínir duglegir að minna mig á fyrrnefnd afrek, afrek sem ég er yfirleitt fyrir löngu búin að gleyma hehehe. Já dagurinn leið sem sagt í ró og spekt, ég eyddi drjúgum tíma morgunsins fyrir framan tölvuna, svo keyrði ég gítarinn til Einars í skólann, en ég þurfti að ná í gítarinn og magnarann til Ninnu þar sem stífar hljómsveitaræfingar eru stundaðar í kjallaranum. Hjá Ninnu hafði fjölgað og voru komnir pínulitlir sæ...
Mynd
..::Þetta er alveg týpískur ÞÚ!!::.. Hún liggur yfir mér pestin en ég er samt skárri, t.d er flóðbylgjan gengin yfir hehe. Einar Már kom heim úr skólanum í morgun veikur, hann var að drepast í maganum og varð sjóveikur á þurru landi, það heitir víst ælupest hérna á fastalandinu, þetta gekk samt fljótt yfir hjá honum og var hann allur skárri seinnipartinn. Nú voru það snúrurnar sem áttu hug minn allan, og ég þurfti að kaupa nokkrar skrúfur og þá var ég tilbúin í framhaldsmeðferð á snúrunni, en vegna skrúfuleysis og flensu þá féll það verkefni niður um helgina, eitthvað þurfti að saga og bora áður en þær voru tilbúnar fyrir nýjar upphengilínur, en það var spanderað í það 4mm perlon stundum nefnt jólagarn hjá sjómönnum vegna útlitsins og mýktar :). Það fór mestur tíminn í að koma garninu á sinn stað en þetta hafðist samt allt fyrir rest, svo henti ég græjunni upp aftur. Nú erum við sem sagt komin með útisnúrur aftur, en ef þetta helv... drasl guggnar aftur þá fer þetta beina leið í gámana...
..::Verður ekki bara að virkja?::.. Vaknaði klukkan þrjú í nótt, og var allur að drepast, beinverkir hausverkur og allur pakkinn, sprangaði fram í eldhús og bruddi í mig einhverjar verkjatöflur svo aftur í bælið. Ekki vildi svefninn þýðast mig og svo var ég með þvílíkt nefrennsli að það hefði mátt sleppa Kárahnjúkavirkjun og bjarga eyjabökkum hehe, það hefði verið nóg að tengja túrbínurnar beint á nasirnar á mér, ég hef fulla trú á að Alcoa hefði getað sett af stað geimferðaáætlun því orkan sem hefði orðið til hefði nægt til að skjóta fína álverinu við Sómastaði út í geim. En það var hvorki virkjað né sett af stað geimferðaáætlun austur á fjörðum, ég varð bara að taka á móti flóðbylgjunni með eldhúspappír, og djö.. getur þetta verið pirrandi, ég gafst fljótlega upp og druslaðist á lappir. Það var ekki margt að gera í stöðunni svo að ég settist við tölvuna og fór að brasa eitthvað, milli þess sem ég reyndi að taka á móti mestu holskeflunum. Ég var að brasa við að gera hreyfimyndir sem é...
Mynd
..::Til hamingju með komuna frænka::.. Bjarminn í morgun og svo bleiki grísinn eftir hádegi. Hjördís kom með okkur í bæinn og við notuðum tækifærið og skruppum aðeins upp á fæðingardeild til að kíkja á litlu frænku, hún er agalegt krútt. Tók nokkrar myndir og setti tvær af pínulitlu frænku á myndasíðuna. Í kvöld var ég svo orðin drulluslappur af kvefdrullu :(, þetta var nú það helsta sem við gerðum í dag. Bið þann sem öllu ræður og stjórnar að senda ykkur aukaskammt af ljósi, er það ekki sem allir geta nýtt sér??
..::Guggnaði undan farginu::.. Þetta er náttúrulega ekki hægt, og ekki er hægt að segja að þetta sé hratt ;). Dagurinn í dag var svo sem ágætur ég var að mestu leiti heimavið, en um miðjan daginn skrapp ég í smá heimsókn í Bjarmann, það var alveg frábært og var ég ekki svikinn af þeirri heimsókn, höfum ekki fleiri orð um það hérna, frekari upplýsingar fást í beinlínusambandi við mig sjálfan ;);). Það var alveg rosalega fallegt veður í morgun og svignuðu trén undan snjónum sem sest hafði á þau í nótt og morgun, ég ætlaði nú að taka myndir af þessu en var ð of værukær því um hádegisbil hvessti og þá fauk þetta allt af. Því miður var einhver þvottur á útisnúrunni, þvottur sem var sligaður undan snjófarginu. Vesalings útsölu Álsnúrurnar hölluðu undir flatt þegar það vindaði, þetta var náttúrulega bölvað drasl sem kostaði lítið, en ég var nú samt að vona að þetta dygði lengur. Þessi niðurstaða var ekki til að auka álit mitt á þessum auma málmi sem kallast ÁL, en álið á að bjarga öllu á mínu...