Færslur

Mynd
..::Hver drekkur sjó??::.. Hann hefur marga fjöruna sopið!, þetta heyrir maður nokkuð oft í fjölmiðlum upp á síðkastið, eðlilega myndgerir maður það sem maður heyrir. Í mínu tilfelli tengdi ég þetta lífsreynslu eða einstakling með mikla reinslu, einhver sem er hokinn af reinslu eins og sagt er. En þar sem ég kunni ekki til hlítar skil á hugtaki þessu þá sá ég fyrir mér einhvern húkandi á hnjánum í fjöruborðinu drekkandi sjó, það er náttúrulega engin glóra í því. Allir vita að sjór er nánast ódrekkandi hehe ;). En við nánari eftirgrenslan í viskubrunn samferðamanna minna var ég leiddur í sannleikann, auðvitað er átt við lífsreyndan mann, það var rétt hjá mér. Þarna er vitnað í það þegar litlum árabátum var brimlent við misjafnar aðstæður, oft lentu þá skipverjar í sjónum og supu sjó í baráttunni við lífið sjálft. Sumir höfðu lent í þessu oft og víða, sem sagt marga fjöruna sopið :), ekki svo flókið þegar þetta er sett í rétt samhengi. En þetta vill nú oft fara út um læri og maga hvernig...
Mynd
..::Hjarðdýr::.. Ekki mikið að frétta af okkur annað en að slagurinn um þessa fáu fisktitti sem hér svamla er frekar snúinn, lítið hefur farið fyrir dreifingu og hanga flestir í afturendanum á þeim næsta, kannski af því að við erum svo mikil hjarðdýr eins einn félagi minn orðaði það þegar við fórum að spá í þessu. En ég held að það sé komin tími á að maður dreifi sér eitthvað ;), þefi út fyrir hópinn. Af dælumálum er það að frétta að einhver teikn eru á lofti um að þessi dæla sé kannski til einhverstaðar en meira veit ég svo sem ekki, en þetta fyllti okkur samt von, von sem nánast var horfin, og það er aldrei að vita nema þetta hafist á endanum ;). Mynd dagsins er af dæmigerðum hjarðdýrum. Þetta verður ekki lengra núna. Munið svo að fara varlega í hálkunni........................
Mynd
..::Allweiler my ass::. Nýjustu pumpufréttirnar voru ekki góðar. Fyrirtækið sem smíðar glussapumpurnar sem eru hérna um borð gefur sér fimm mánaða afgreiðslufrest á nýrri glussapumpu til okkar, maður getur lítið annað sagt annað en hvað er eiginlega í gangi? femm mánuðir. Þetta heimsþekkta fyrirtæki fær falleinkun hjá mér, og ég er ekki alveg að skilja þetta. þetta þarf samt ekki að þíða dauðadóm fyrir okkur því vonandi er einhverstaðar til ein svona dæla sem getur bjargað okkur, þangað til verðum við eins og halta Lotta og staulumst áfram í lífsins ólgusjó haltir og særðir. That´s all folks Mynd dagsins er af pumpu, hún er ekki samskonar og sú sem bilaði hjá okkur en mjög svipuð :). Vona svo heitt og innilega að Guð styðji við ykkur í hretvirði lífsins.
Mynd
..::Þorramatur::.. Frekar rólegur dagur á hafinu hjá okkur, en það sem lýsti upp annars daufdumbann dag var ísinn í hádeginu. Það er alltaf ís á sunnudögum, ekki það að ég hafi verið neitt sérstaklega hrifin af ís í gegn um tíðina en þetta er ágætis tilbreyting. Gummi spretti úr spori á tuðrunni og náði í kortin í nýju afruglarana yfir í Kristínu og svo Alexander Simrad sérfræðing yfir í Heineste. Að venju var Gummi fljórur í förum og dró ekkert af sér í hraðakstrinum, sumir vilja meina að það sé óþarfa bruðl að vera með stiglausa inngjöf á mótornum, Gumma myndi alveg duga fullt og stopp. Eins og flestir mörlandar eru uppvísir um hefur gengið yfir alda þorrablóta undanfarið og sitt sýnist hverjum um þau matföng sem þar eru fram borin, persónulega finnst mér þetta flest alveg ágætt, svona einu sinni á ári. Ég er ekki viss um að ég væri til í að éta þetta upp á hvern dag en auðvitað er það mín skoðun. Sonur minn segir t.d að hann skylji ekki af hverju það þurfi alltaf að hampa þessu óæti...
Mynd
..::Það er ekki öll vitleysan eins::.. Jæja þá eru við komnir suður, þetta fór ekki eins og í laginu með Bubba þar sem hann söng "aldrei fór ég suður", við silgdum suður í allan gærdag og stoppuðum ekki fyrr en við vorum komnir suður fyrir Nouakchott. Sjálfsagt sér einhver húmorinn í þessu og pundar á mig "aldrei fór ég austur", en ég er búin að ætla austur á Eskifjörð í hverju einasta fríi síðastliðin tvö ár en hef ekki enn komið því í verk ;), það er samt á teikniborðinu og stefnir í að verða að veruleika fyrr en seinna, ekki orð meira um það. Það virðist vera að okkur hafi tekist að hrista af okkur skemtikraftinn sem lagðist upp á okkur eins og hreppsómagi þegar við yfirgáfum Nouadhibou, gott að vera lausir við hann, enda var hann með endæmum leiðinlegur og með óskiljanlegan húmor. Skipin voru öll í einum hnapp í dag og gekk mönnum misjafnlega að lokka fiskkvikindin í veiðarfærin. Ég var á tímabili farin að trúa því að fína Sauðalitaspjaldið sem ég keypti á bondi...
Mynd
..::Nú skemmti skrattinn sér!::.. Seint í gær náðum við loksins að lalla af stað burt frá Nouadhibou við almennan fögnuð áhafnarinnar sem var satt best að segja búin að fá nóg af þessari bið. En Adam var ekki lengi í Paradís því það var sem sá svarti með klaufirnar og halann hefði slegist í för með okkur og ekki annað að sjá en hann ætlaði að skemmta sér. Við náðum ekki að koma trollinu í hafið áður en kapalinn á báðum kapalspilunum var slitinn og annað trollsónarinn komin í döðlur. Það var ekkert annað að gera en að spila trollið inn á dekk og bíða meðan við sleiktum sárin og reyndum að koma einhverju lagi á þetta dót. Á endanum hafðist svo trollið út og þá gekk ágætlega að ljúga einhver kvikindi í pokann, en það var sýnd veiði en ekki gefin því þegar við hífðum kom gat á pokann og megnið af aflanum bunaði aftur í hafið :(. Ofan á allt þetta bras er svo farin hjá okkur spildæla sem gerir það að verkum að við erum eins og hænan hans Emils í Kattholti sem kölluð var halta Lotta, það má ...
Mynd
..::Komin á hafið aftur::.. Jæja þá er fríið uppurið og ég er komin á hafið aftur, kom um borð í fyrradag eftir hundleiðinlegt og þreitandi ferðalag, flogið var Kef-Köben-Madrid-Las Palmas og svo áfram Las Palmas-Dakhla. Sirius beið eftir okkur í Dakhla nýbúin að landa og klár til brottfarar, en úthaldi í lögsögu Marocco var að ljúka og silgdum við beina leið niður til Nouadhibou í Máritaniu, þar tókum við mannskap og tilheyrandi leyfi. Einhvert basl var á spilkerfinu og var verið að skipta um rör og laga leka á spildælu, því var ekki lokið fyrr en seint í gærkvöldi og þá átti eftir að fylla á glussakerfið og loftæma það. Eftir miðnætti mætti svo olíudallur sem við spyrtum okkur við og erum í þessum töluðu orðum að ljúka við að sjúga úr honum eina miljón lítra af svartagullinu, vonandi sleppum við fljótlega af stað því þetta er orðið ágætt af töfum í bili. Annað er ekki í fréttum héðan í bili. Mynd dagsins var tekin í gær og skýrir sig sjálf. Bið svo Guð og gæfuna að vaka yfir sálum yk...
Mynd
..::Nýr bíll og fl skúbb::.. Já það er alltaf eitthvað að gerast hjá okkur en ég er ekki mjög duglegur að uppfræða ykkur um það sem er í gangi. Fyrir viku síðan síðastliðin fimmtudag flugum við hjónin suður og sóttum nýjan bíl sem við vorum að kaupa, dillandi fínan Nissan Qashqai. Við notuðum tækifærið og skruppum suður í Garð og heimsóttum Pabba og Mömmu og vorum þar í mat á fimmtudagskvöldinu, þar hömsuðum við í okkur þessar líka fínu Hreindýrabollur ala mamma sem smökkuðust alveg svakalega vel, á eftir var svo terta sem toppaði bollurnar ;). Við kíktum í Lindarbergið til Haddó og Gunna um kvöldið. Föstudagsmorgun fórum við aðeins til Dóru ömmu á Vífilstöðum áður en haldið var norður yfir heiðar. Það gekk fínt norður, við stoppuðum aðeins á Þorfinnstöðum hjá Jobba, Kibbu og grislingunum í leiðinni. Klukkan var farin að ganga ellefu á föstudagskvöld þegar við loksins komum heim. Laugardag og Sunnudag tókum við Rúnar frá í hjólasportið og var farið vítt og breitt um fjöll og dali á hja...
Mynd
..::Út og suður::.. Ég átti yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar, að vísu svolítið seinn heim fyrir jólin en það hafðist allt enda nánast allt orðið klárt ;). Þetta jólahald hefur einkennst af áti og rólegheitum, svona eins og Jól eiga að vera. Milli jóla og nýárs brunuðum við suður til að eyða áramótunum með Hönnu Dóru og hennar fjölskyldu, það var gaman að kynnast Hauk og Örnu aðeins betur og áttum við góðan tíma saman, veðrið hefði mátt vera betra þennan tíma sem við stoppuðum fyrir sunnan en það er ekki á allt kosið. Á nýársdag var boðið í jólaboð hjá stóru systur og hennar fjölskyldu, þar komu saman við systkinin ásamt mökum börnum, mamma og pabbi voru mætt líka. Þetta var reglulega gaman því það er ekki oft sem við náum að hittast öll. Annan jan keyrðum við svo heim, vorum við komin upp í miðjan Borgarfjörð þegar það lægði og hætti að rigna svo við keyrðum í blíðuveðri það sem eftir var af leiðinni kærkomin veðurbreyting eftir rokið og rigninguna fyrir sunnan ;). Ég er búin að ver...
Mynd
..::Gleðileg jól öll sem eitt::.. Það var komið fram á kvöld nítjánda des þegar ég loksins komst heim fyrir þessi jól, mikið var gott að koma heim ;). Síðust jól hjá mér voru á hafinu en núna er komið að mér að vera heima ;). Það var náttúrulega búið að gera mest allt sem gera þarf fyrir jólin svo þetta hefur bara verið rólegt hjá mér, má segja að ég hafi komið heim af sjó í frið og ró. Annars fór 20 í að redda jólagjöfunum. 21 þá byrjaði ég á að setja nagladekkin á aukafelgurnar fyrir hjólið, svona ef það myndi frysta og gerði hjarn, svo var brunað í bæinn og keypt eitthvað að éta fyrir hátíðirnar, það fór dagurinn í það :). Í gær var svo mjög rólegt, ég þvoði bílinn og skipti svo um olíu á hjólinu, þurfti náttúrulega að fá mér smá rúnt til að velgja olíuna á mótornum áður en ég lét hana buna af. Guðný fékk einkunnirnar út úr fjarnáminu í gær, má ég til með að monta mig aðeins yfir frúnni því hún tók þetta upp á 10 eins og henni einni var lagið, hún er á réttri leið og ef hún heldur á...
Mynd
..::Loðberjaklipping::.. Oft eru það smáu atriðin í lífinu sem gefa því lit, atriði sem við gefum ekki gaum og leifum okkur ekki að sjá skondnu hliðarnar á. En eins og einn vinur minn orðar það þá hefur hver sérstakur maður sína sérstöku siði og misjafnt hvernig við sjáum lífið, sumir eru svarthvítir á meðan aðrir eru í lit ;). Loksins í nótt lauk þessari löndun sem við erum búnir að vera að pjakka í, að vísu erum við ekki bara búnir að landa því við dældum líka um borð einni miljón lírum af svartagulli. Í dag var það svo Yaiza "ex Sjóli", hún kom með umbúðir og vistir handa okkur og vorum við að basla við það fram á kvöld. Meðan við vorum að basla með Yaizu fékk ég þá frábæru hugdettu að skella mér í Jólaklippingu, þriðji stýrimaður klippti mig um daginn og það var svona assgoti fínt hjá honum, einhverjir myndu kalla svona klippingu loðberjaklippingu “kivi” en ég kalla þetta bara snoðun. En hvað um það ég talaði við þriðja stýrimann og spurði hann hvort hann væri til í að sn...
Mynd
..::Smá fréttaskot::.. Komum á leguna utan við Dakhla í blíðskaparveðri um miðjan dag í gær, byrjuðum á því að múra við Cool Girl, en það er fraktdallurinn sem tekur aflann af okkur núna. Þetta gengur allt sinn vanagang hérna og eru ekki miklar breytingar milli fraktskipa aðrar en bómuútbúnaður lúkur og þessháttar. Hérna í Marocco skiptir veðrið mun meira máli en í næsta lýðveldi sunnanvið, það er oft sláttur á þessu hérna og kemur fyrir að það er illmögulegt að eiga við þetta vegna veltings og tilheyrandi brasi með slitna enda og fl, en engin rós er án þyrna eins og hundurinn orðaði það svo vel þegar hann nauðgaði broddgeltinum ;). Í gærkvöldi grétu himnarnir yfir okkur, er það í eitt af fáum skiptum síðan ég fór að stunda sjómennsku hérna niðurfrá, rigning er ekki algeng og bera aðstæðurí landi þess glöggt merki að hér rignir nánast aldrei, ekkert að sjá nema sand og skrælnaðan gróður. Nú styttist úthaldið hjá okkur hratt ekki nema sex dagar eftir um borð. Mynd dagsins er af Vírusi, ...
Mynd
..::Komin tími til að skrifta::.. Fyrst á dagskrá er að minnast aðeins á gæludýrið okkar. Vírus hefur það eins og blóm í eggi, það er fjöldi mans tilbúin í að knúsa hann og klappa honum þegar hann vill. Hann getur étið eins og hann í sig getur látið hvenær sem hungrið kallar, og hefur ekkert annað að gera en kúra og láta sér líða vel. Sennilega hefur greyinu ekki órað fyrir þessu sældarlífi þegar þær mæðgur “Melkorka og Magný” sóttu hann á upptökuheimilið á Palmas fyrir rétt tæpu ári. Nú er það nýjasta að við breiðum alltaf yfir hann teppi þar sem hann kúrir, það finnst honum alveg rosalega gott ;). Það styttist óðfluga í fríið hjá okkur og nú ættu bara að vera tíu dagar eftir, annars líður þetta svo hratt að við verðum komnir heim áður en maður veit af. Það er samt ekki hægt að segja það að það sé komin nein jólastemming í okkur enda ekki mjög jólalegt um að litast hérna, helst að jólalögin í útvarpinu minni okkur á hvaða tími ársins er. En útvarp er á þessum síðustu og verstu tímum o...
Mynd
..::Lítill og stór::.. Þeir eru víða Íslendingarnir, og það virðist vera alveg sama hvar maður er að flækjast í veröldinni, alltaf rekst maður á mörlandann. Í gærmorgun mættum við Íslenskum togara hérna á miðunum, Rex HF-26 frá Hafnarfirði á fullu blússi. Við stjórnvölinn á þessu glæsifleyi situr Hallgrímur Hallgrímsson “Halli á stöðinni” eins og hann var alltaf kallaður heima á Eskifirði þegar ég var að alast þar upp. Annars er ekkert af viti í fréttum. Mynd dagsins er af REX og BETU þar sem við mætum þeim. Bið og vona að himnaföðurinn veiti ljósinu beint ofan í höfuð ykkar......og eigið svo góða helgi öll sem eitt........
Mynd
..::Hann spilaði út blessaður!::.. Í gær fór ég út með fína mp4 spilarann sem Gummi keypti fyrir mig uppi á Palmas, það var búið að vera þvílíkt bras með þessa græju. Eftir miklar pælingar kom í ljós að snúran sem átti að sjá um hleðslu og gagnaflutning var ekki í lagi, en sem betur fer var til önnur snúra með sömu plöggum sem gekk við. Ég gat hlaðið inn á hann tónlist sem er að mestu leiti forsendan fyrir notkun á þessu apperati. Apperatið lítur út ekki ósvipað og Ipod Nano en á ekkert annað sameiginlegt með þeirri græju, ég setti skilyrði að hægt væri að draga tónlistina yfir í græjuna án þess að vera þröngvaður til samræðis við forrit eins og epla-Itune. Þegar allt var klárt og græjan úttúttnuð af tónlist rölti ég með hana út á dekk og ætlaði að hlusta á tónlist mér til gleði og ánægju á meðan við Gummi unnum í gömlum trollpoka. Eftir allt brasið sem á undan var gengið þá kom það mér ekki á óvart þótt þessi Kínasmíðaði mp4 spilari gæfist upp eftir tvö lög og kvartaði undan næringars...
Mynd
..::Hann spilaði út blessaður!::.. Í gær fór ég út með fína mp4 spilarann sem Gummi keypti fyrir mig uppi á Palmas, það var búið að vera þvílíkt bras með þessa græju. Eftir miklar pælingar kom í ljós að snúran sem átti að sjá um hleðslu og gagnaflutning var ekki í lagi, en sem betur fer var til önnur snúra með sömu plöggum sem gekk við. Ég gat því hlaðið inn á hann tónlist sem er að mestu leiti forsendan fyrir notkun á þessu apperati. Apperatið lítur út ekki ósvipað og Ipod Nano en á ekkert annað sameiginlegt með þeirri græju, ég setti skilyrði að hægt væri að draga lögin yfir í græjuna án þess að vera þröngvaður til samræðis við eitthvert forrit eins og Itune og þetta var niðurstaðan, ég kann hvorki að skrifa né bera fram nafnið á þessu Kínverska hljómflutningstóli. Þegar allt var klárt og græjan úttúttnuð af tónlist tölti ég með hana út á dekk og ætlaði að hlusta á tónlist mér til gleði og yndisauka á meðan við Gummi unnum við trollpoka. Eftir allt brasið sem á undan var gengið þá ko...
Mynd
..::When the shit hits the fan::.. Oft hefur maður heyrt þennan enska frasa og datt mér hann í hug þegar loftskeytamaðurinn mætti á stjórnpall með þrífætta smáviftu, fæturna höfðu hann og rennismiðurinn smíðað í sameingu en tilgangnum með þessari fótaaðgerð náði ég ekki straks. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þessi vifta hafði gengt því hlutverki að kæla mótorinn á hlaupabrettinu í sportríminu. Nú var brettið komið með dánarvottorð og hafði hlotið útför að sjómannasið í hina votu gröf Ægis. Það er ekkert öðruvísi með þessi tól en mannfólkið, nú þegar lífffæragjafir eru í algleymingi, auðvitað hafði Loftur farið yfir rafbúnaðinn í líkinu og hirt það sem hann taldi að ætti sér framhaldslíf. Nú var þessi vifta að fá annað og merkara hlutverk en að kæla mótor á mörbrennslubretti áhafnarinnar. Nýja verkefnið var að kæla niður sjónvarpsmóttakarann sem sér um að miðla sjónvarpsefninu frá sjónvarpskúlunni og niður í sjónvörp áhafnarinnar, en þessu verkefni gengdu áður tvær litlar viftu...
Mynd
..::Sannir sjómenn!::.. Enn einn blíðviðrisdagurinn við vestur Sahara. Það gerðist ekki margt markvert þennann daginn, annað er að við vorum að basla við þetta sama, veiðar og vinnslu. Seinnipartinn vorum við að reina að fiska á sömu slóð og lítill Marocco línubátur, þessi grei eru oft að basla með línustubbana sína innan um togarana og því miður eru ekki mikil samskipti þarna á milli, aðallega vegna tungumálaerfiðleika. Sjálfsagt verða karlagreiin fyrir miklu veiðarfæratjóni en það virðist ekki plaga þá mikið og eru þeir bísna kaldir að spæna þessa spotta sína út innan um togarana. Maður reinir eftir fremsta megni að komast hjá því að lenda í þessu hjá þeim, en samt sem áður gerist það allt of oft að einhver hluti af línunni þvælist í veiðarfærin hjá okkur. Þetta eru sannir sjómenn sagði Litháenski stýrimaðurinn minn með stolti í dag þegar við toguðum fram hjá þessum litla bát, sjálfsagt er nokkuð til í því hjá honum. Það er örugglega ekkert spennandi að hokra á svona pung, sjálfsagt ...
Mynd
..::Nú jæja!::.. Það er greinilegt að eitthvað hreifði það við viðkvæmum sálum vonbrygðabloggið mitt um daginn, en þetta var mín leið til að blása út og það nær ekkert lengra. Ég á ekki von á að neinn botni nokkur tíman í þessu bloggi og það verður bara að vera svo. En auðvitað skilur fólk misjafnlega það sem skrifað er, sumir sjá djöfulinn í hverju skrefi meðan allt er jollígúdd hjá öðrum. Dagurinn í gær byrjaði og endaði á brauðbolluáti, milli þessara brauðbolla gerðist ýmislegt sem sumir hefðu séð í Íslensku sauðalitunum, en við erum ekki að stressa okkur yfir smámunum og reynum að sjá lífið í lit, enda ekki ástæða til neins annars. Trollharmleikurinn gekk yfir, og á endanum var þetta ekki svo slæmt, belgur og poki sluppu en trollkjafturinn laskaðist það mikið að Gummi bókaði það í aðgerð. Hann eyddi því sem eftir var af nóttinni til að slíta trollið af tromlunni og koma því á biðstofuna. Svo græjaði hann nýtt troll undir og var komin í koju upp úr sex í gærmorgun, langur dagur hjá ...
Mynd
..::Þar fauk fegrunarblundurinn::.. Síðastliðna nótt þegar ég var búin að troða blogginu mínu á veraldarvefinn þá datt í mig að kíkja á gömul blogg, fyrir valinu varð gamalt blogg síðan ég reið um hafflötinn á Erlunni sælla minninga. Ég hafði ansi gaman af því að rifja þetta upp og sjá hvað ég hafði verið að bardúsa, en þegar ég fer að lesa þetta þá kemst ég smátt og smátt betur að því að getan til að koma frá sér skrifuðu máli hefur nánast horfið, svona eins og kynkvöt sem yfirgefur gamlan graðhest ;) þá er ég smátt og smátt að verða skriftgeldur. En þá að máli málanna, deginum í dag. Gummi ræsti mig fyrir allar aldir og þá var kappinn að koma úr ræktinni, ég var búin að byðja hann að ræsa mig og ekki sveik hann mig á því. Ég tussaðist á fætur og fór upp í brú, þar var allt í góðum gír svo maður lagaði sér bara aumingjavatn(te) og spjallaði við strákana. Dagurinn leið á verulegra kvala og fyrr en varði var komið kvöld og farið að styttast í vaktinni, við hífðum rétt fyrir miðnætti svo...