..::Viltu vinna milljón? ::..
 Það er alltaf það sama sem er á þessu blessaða bloggi mínu, veður og veiði! Ég var samt að hugsa um að minnast ekkert á það í dag til tilbreytingar ;).
 
 Í gærkvöldi féll ég út úr viltu vilja milljón keppninni sem Valgarður og Toni voru með á mig, Toni var salurinn og Valgarður spyrjandinn. Það var búið að ganga skítsæmilega ég fékk eina til tvær spurningar á dag og var komin upp í 250.000 og átti einn kost ónotaðan þegar ég var felldur úr á skítaspurningu að mínu mati ;). Hvar var fyrsta yfirbyggða sundlaugin á Íslandi? A:Hafnafjörður B:Reykjavík C:Eskifjörður D:Fáskrúðsfjörður Og samkvæmt þáttarstjórnanda var D rétt svar en ég hélt í fávisku minni að það væri A ;). Já það er með ýmsu móti sem menn stytta sér stundir á þessum skútum ;).
 
 Svo hef ég verið að kroppa upp úr blaðapokanum sem foreldrar mínir færðu mér upp að Leifsstöð þegar ég yfirgaf klakann, í einu blaðinu rakst ég á brandara sem ég var að vísu búin að sjá áður en finnst alltaf jafn góðu...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Lengi má manninn reina::..
 Það á að láta reina á mann í þessum túr þykir mér. Ég ákvað að kippa í gærkvöldi eftir að vera búin að fá öngulinn á kaf í rassgatið eina ferðina enn í þessum túr, það má eiginlega segja að öngullinn sé pikkfastur og vilji ekki losna hvaða vitleysu sem manni dettur í hug til að snúa dæminu við. Það var vestanfíla í gærkvöldi og gekk lítið en mjakaðist samt í rétta átt, auðvitað þurfti að gera snarvitlaust veður í nótt svo að dósin stóð á endum og komst ekkert áfram. Klukkan sjö í morgun lagaðist samt veðrið til muna svo að enn á ný vorum við komnir á ásættanlegan ferðahraða. Veðrið hélst skaplegt til tvö í dag en þá var byrjað að blása aftur, og klukkan þrjú í dag þegar trolldruslan var loksins komin í botn aftur þá var varla orðið veiðiveður. Auðvitað er engin dráttur á þessu og druslan flaksar aftan í dollunni eins og flagg í vindi og árangurinn er eftir því ;(. Já það er ekki tekið út með sældinni að reina að fá rækju hérna þessa síðustu og verstu tím...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Orgaðu ef þú þarft þess!::..
 Þetta er að verða argandi snilld hjá manni þessi túr sem þó varla er byrjaður, ef það er ekki kolvitlaust veður þá er svo mikill straumur að maður ræður ekki neitt við neitt. Meira að segja nýja fína stýrið á í erfiðleikum með að halda okkur á valdri stefnu. Ofan á þetta allt saman bætist lélegur afli sem ég hélt að gæti ekki versnað en það er líka á niðurleið. Nú hefði ég haldið að botninum væri náð í þessu pöddufiskiríi hérna á hattinum. Manni sárlangar til að orga af lífs og sálarkröftum yfir þessu ástandi,  ég er að hugsa um að láta það eftir mér, fara út á brúarvæng og orga eins og stungin Grís upp í veðrið. Maður ætti að verða nokkuð góður eftir það ;).
 
 Annars er sjálfsagt ekkert við þessu að gera annað en að mæða þetta áfram og vona það besta, sjálfsagt gæti þetta verið miklu verra. Og ekki þurfum við að kvarta yfir hungri eða vosbúð svo að þetta hlýtur að koma.
 
 Það er sól á hattinum í dag og vestan fimm sex eftir gamla Beufort skalanum og...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Lægðarhlussa::..
 Það er lítið að segja í dag, við erum búnir að snúna nefinu upp í veður og vind í tæpan sólarhring og það hægir rólega, að vísu hefur vindinn lægt það mikið að sá kjarkmesti á stóru skipunum lét drusluna gossa um miðjan daginn, en kveinaði svo og kvartaði um að það ætlaði allt sundur að ganga hjá sér. En ég ætla að fara eftir heilræði fyrrverandi Trabant eigenda "Skynsemin
 ræður" og   doka örlítið við enda komið kvöld í þetta og lítil veiðivon í
 myrkrinu ásamt því að enn er ekkert veiðiveður fyrir okkur.
 En það hefur svo sem verið nóg að gera í því að halda sér, það var fljótlega búið að ná upp miklum sjó og var hann illa grafinn eins og við orðum það.
 
 Það er meiri ógnarvíðáttan á þessari lægðarpussu, við Toni vorum að skoða veðurkortið eins og það á að vera í fyrramálið klukkan sex og þá liggur 990mb þrýstilínan steinsnar austan við okkur suðuraustur í stórum boga og upp með Bretlandi og sneiðir svo austur Ísland áður en hún sveigir vestur og suðv...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Læti::..
 Þetta eru hálfgerð læti hjá okkur núna og litill vinnufriður á svona skóhorni eins og Erlunni, en það verður að bíta á jaxlinn setja hausinn undir sig og fara aðeins lengra en maður hefur kjark í ef það á að ná einhverjum árangri í þessum látum;). Þetta myndi flokkast undir fínasta þurrk hérna núna en ég er ekki viss um að dulurnar héngu á snúrunum en það tækist að hengja þær á strenginn, já það gustar hressilega á okkur þennan daginn og útlit fyrir svipuðum gusti á morgun. Þetta verður ansi ódrjúgt þegar ekki er hægt að vera að nema öðru hvoru, en maður mátti svo sem búast við þessu á þessum árstíma, þetta hafsvæði hefur svo sem ekki verið kennt við lognpoll eða heiðatjörn hingað til.
 
 En það er við þessa dollu hérna að hún virðist aldrei betri í sjó en þegar það er orðið spænuvitlaust veður, en í logninu eftir brælurnar þá veltur hún eins og tvinnakefli. Svo þetta er hreint ekki svo snargalið, vantar bara 1000hp í viðbót og 3m skrúfu þá værum við nokkuð góðir i brælun...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rútína::..
 Þetta er alltaf sama rútínan hérna hjá okkur, sofa éta vinna sofa éta vinna. Eina tilbreytingin er þegar maður nennir að grípa niður í bók eða þá þegar eitthvað vesen er á græjunum, það seinna vill maður helst ekki sjá. Dagurinn í gær slapp fyrir horn en rækjan var léleg, en það er ekki sama útlit á þessu í dag og má segja að það sé aumt ástandið á okkur í dag.
 
 Maður fékk vægan fiðring þegar við hífðum síðast en þá leit út fyrir að hlerarnir væru saman en það druslaðist einhvernvegin klárt upp, ég ætla bara rétt að vona að við förum ekki að lenda í einhverju veseni með þessa hleragarma, en sjálfsagt má búast við einhverju veseni þegar maður hirðir upp það sem aðrir eru búnir að henda. En þetta var það eina sem var í boði og þá verður bara að reina að gera gott úr því meira er sjálfsagt ekki hægt að gera ,).
 
 Nú eru þeir félagar mínir á hinum skipunum farnir að spá á okkur einhverjum kaldaskít, ekkert slæmt segja þeir sjö átta vindstig sem er náttúrulega ekki svo sl...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Fló á skinni::...
 Skítabræla aftur í nótt en eitthvað skárra undir hádegi, verst hvað hann er búin að ná upp miklum sjó, dollan ólmast eins og fló á skinni ;).
 
 Þetta er napurleg vist að velkjast um í svona smáskóhorni en það yrði fljótt að gleymast ef svo ólíklega vildi nú til að maður fengi eitt af þessu nýju stóru skipum undir rassgatið, já það má alltaf láta sig dreyma. Segja ekki spekúlantarnir að dagdraumar séu nauðsynlegir öllum, líklega er það rétt hjá þeim. Ég hef alla vega ekki enn hitt neinn sem ekki á sér einhverja drauma ;).
 
 Það er alltaf nóg að hugsa um á þessum útflöggunardósum, maður verður að vera pabbi mamma og bróðir ef því er að skipta, það koma upp allskyns mál sem reynt er að leysa eða greiða úr eftir fremsta megni, oft eru þessir drengir búnir að fá alveg nóg enda er þeim oft nauðgað til að vera mun lengur um borð en þeir kjósa sjálfir. Já maður hélt nú að það væri flestum meir en nóg að vera sex mánuði að heiman en þessum prelátum sem sjá um mannaskipt...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Bræla::.
 Það er búin að vera drullubræla á okkur síðan í gærmorgun og agalegur veltingur, ég er viss um að ef ég hefði sett kartöflu í kojuna mína í gærkvöldi þá hefði hún verið skræluð í morgun ;). Aflinn ver engin í gærkvöldi svo við kipptum í austurkantinn í nótt og köstuðum þar um miðja nótt. Í morgun var svo ekkert veiðiveður lengur svo trollinu var kippt inn og haldið sjó fram yfir hádegi, þá fannst okkur veðrið aðeins skárra og gusuðum druslunni út og ætluðum að hjakka norðvestur en þá var fyrst trollið óklárt og svo bakstroffurnar á öðrum hleranum svo að við vorum búnir að snúa við þegar draslið var orðið klárt. Ég nennti nú ekki að reyna að ná dollunni upp í kvikuna svo við skutum þessu bara suðaustur upp á von og óvon, það er svo sem lítil veiðivon í þessum skakstri og ódrætti en við verðum að reyna ekki þýðir víst neitt annað. Við Toni erum búnir að liggja yfir veðurkortunum og okkur sýnist að það gæti farið að rætast úr þessu veðrahreti en það er ekkert í hendi með það...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Gleðilegt ár::..
 Jæja þá er gamla árið að baki og nýtt og vonandi betra ár í uppsiglingu, við þetta tækifæri ætla ég að óska ykkur öllum gleði og hamingju árs. Það fór ekki mikið fyrir Áramótastemmingunni hjá okkur hérna, við vorum samt staddir í borðsalnum þessir þrír Íslendingar sem hér eru og óskuðum við hver öðrum gleðilegs árs með handabandi. Hér var ekkert skálað og engum flugeldum skotið upp enda ekki til siðs að skjóta upp flugeldum til sjós ;). Við köstuðum trollinu í gærkvöldi um tíuleitið í gærkvöldi og kipptum upp restunum af kvótanum sem við áttum á vesturbakkanum áður en haldið var á þúfuna. Það eru fá skip á hattinum núna ætli þau séu ekki sjö með okkur og kannski mætti orða það að það væru sex skip og einn bátur ;). Nýja árið fagnar okkur með brælu en það eru átta vindstig og bræluskítur hérna núna, við erum komnir inn í hólfið sem opnaði á miðnætti en hér er því miður lítið af rækju og þeir sem hérna eru með okkur láta illa af sér svo að við eigum ekki von á miklu...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vesen::..
 Það kom aldrei til að flaggarinn minn þyrfti að færa Arnarborgu og segja má að það hafi verið miður. Arnarborg ákvað að færa sig sjálf og það með látum.
 Þegar hún loksins fór í gang þá héldu henni engin bönd og sleit hún af sér alla enda og þeyttist yfir höfnina á fullu gasi, endaði sú för með miklu BANG á hafnargarðinum hinu megin í höfninni. Svo driftaði hún rólega út í höfnina.
 Ég rak mína menn í að setja í gang og fór björgunaraðgerð tvö á fullan sving, það tók stuttan tíma að koma í gang og sleppa hjá okkur og vorum við fljótlega komnir að Arnarborgu þar sem við hengdum hana á síðuna til að koma henni upp að bryggju.
 Mölluðum við svo með hana upp að bryggjunni þar sem hún hafði keyrt á,þar var komið múgur og margmenni en þeir harðneituðu að taka við endunum og vildu greinilega ekki fá skipið á þennan kaja. Mér fannst þetta með endemum vitlaust enda var verið að bjarga skipinu frá því að reka upp i fjöru, en það var ekki möguleiki að fá þá til að taka viðendunum s...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ferðalag::..
 Jæja þá er maður loksins komin til Bay Roberts eftir frekar leiðinlegt ferðalag.
 Ég er búin að vera að drepast úr einhverri flensu svo að heilsan hefur ekki verið upp á marga fiska, en ég hef keyrt á verkjatöflum svo að þetta er ekki alslæmt.
 Ferðin suður gekk vel og var –10°C bæði á Akureyri og Reykjavík daginn sem ég fór en upp úr því fór að hitna.
 Ég hitti mömmu og pabba örlitla stund uppi á flugvelli áður en ég tékkaði mig inn, þau voru að nesta mig með lesefni og smella á mig einum áður en ég lagði upp í ferðalagið.
 Það var smá seinkun á Boston vélinni en ekkert til trafala, og vorum við lent upp úr fimm á staðartíma. Við Valli fórum beint upp á hótel en Toni fór með dóttur sinni hennar manni og þeirra börnum eitthvað upp í bæ, þau búa í USA og komu keyrandi til að hitta karlinn fyrst hann var á ferðinni.
 Við tékkuðum okkur inn og leist mér ágætlega á herbergið sem ég fékk, ég tók strax eftir smá lekabletti í loftinu en spáði ekki meira í það.
 Við Valli fór...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Last day::.. 
 Í gærkvöldi þegar við komum heim úr kvöldgöngunni voru Einar og Hilmar komnir niðgreftir til Hilmars, og þar sem við vorum komin í þetta ægilega göngustuð þá röltum við eftir guttanum. Ég tók að vísu sparksleðann og renndi mér á honum, við prufuðum bæði að sitja á honum á niðureftirleiðinni en færið var ekki nógu gott fyrir fullvaxna farþega.
 Við stoppuðum smástund hjá Svölu og Óla svo renndum við okkur heim, Einar naut góðs af sleðanum og sat á alla leiðina heim.
 Þegar ég var gutti heima á Eskifirði þá átti ég svona sleða, að vísu var hann allur úr járnrörum sem pabbi hafði soðið saman, sennilega hefur hann vitað sem var að það myndi duga lítið í höndunum á mér eitthvað spýtnabrak ;) en hvað um það þá renndi ég mér mikið á sleðanum þótt mér hafi nú fundist frekar stelpulegt að vera á sparkssleða. Aðal gaurarnir voru á stýrissleða en hann átti ég engan fyrr en löngu seinna svo á rammgerðum dömusleðanum spýttist ég út um allan bæ:).
 Í haust þegar ég fór austur í kv...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Annar í konfektáti::.. 
 Drattaðist á lappir klukkan tíu fimmtán í morgun nokkuð ánægður með það því að ég fór ekki í bælið fyrr en fimm í morgun ;).
 Fréttirnar af þessum hálfvita austur á Seyðisfirði voru svakalegar en sem betur fer tókst að afstýra því sem hann hafði í huga og loka fávitan inni.
 Það er alveg ótrúlegt að þessir menn skuli ganga lausir og að mínu viti ætti að reka þessa ræfla á fjöll og GEFA á þá veiðileifi. Þetta gæti orðið hið ágætasta sport fyrir þá sem ekki komust í Rjúpu fyrir utan hvað þetta mundi spara þjóðarbúinu.
 Ég er alveg viss um að það væru menn úti í heimi tilbúnir að borga stórfé fyrir að fá að lóga einum kynferðisglæpamanni, þetta yrði fín viðbót í ferðamannaflóruna ;).
 Ég er nokkuð viss um að Dabbi gæti hækkað launin sín umtalsvert fyrir sparnaðinn sem af þessu hlytist, það þarf bara að keyra þetta í gegn um þingið með trukki og dífu. 
 En þetta er víst ekki mjög Jólalegt spjall en þessi fáviti fyrir Austan var ekki heldur mjög Jólalegur síðast...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Gleðileg Jól::.. 
 Í gær var aðfangadagur en það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum ;), dagurinn hjá okkur var ósköp venjulegur Aðfangadagur, við fórum upp í kirkjugarð um fjögurleitið og kveiktum á nokkrum friðarkertum, það gekk svona upp og ofan að fá þau til að loga en alverst voru þó tólgarkertin. Það er sennilega ástæðan fyrir því að það var byrjað að nota vax í kerti en ekki tólg ;). 
 Eftir kirkjugarðsferðina var haldið áfram að stússa í mat taka jólabaðið og dressa sig upp fyrir matinn. Við vorum með Kalkún og Svín og tókst það bara nokkuð vel ;).......
 Eftir voru svo pakkarnir opnaðir og var mikið um fallegar gjafir. Um ellefuleitið var svo kíkt niður í Mímisveg til Kalla þar var allt á fullu og nóg að gera við að setja saman leikföng fyrir Bjarka Fannar ,).
 
 Í dag sváfu svo allir fram að hádegi, ég harkaði mér í að setja upp viftuna sem við fengum frá mömmu og pabba og var það akkúrat tilbúið þegar flautað var til jólaveislu í Mímisveginum, þar var öll fjölskyl...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skötuveisla::.. 
 Það má segja að dagurinn hjá mér hafi byrjað á skötuveislu, eða það var ekki langt frá því. Við vorum öll mætt niður til Gunna og Dísu í Þorláksmessuskötuna í hádeginu, ekki klikkuðu þau skötuhjú  á skötunni þetta árið frekar en áður, en hún var með sterkara móti núna og ekki hollt að vera mikið á innsoginu yfir skötufatinu.
 Eftir matarboðið fórum við heim og þá tók Jólaundirbúningurinn við, Guðný var náttúrulega að þrífa og þvo þvott og eitthvað fleira sem fylgir þessu jóla jóla ;).
 
 Um sexleitið skutlaði ég svo Óla inn á  Akureyri og sótti Árna Finns í leiðinni, við kíktum aðeins í Glerártorg og svo aðeins í göngugötuna en það var frekar kalt og fátt fólk á ferli, allavega miðað við dagsetninguna...............
 Svo var brunað út á Dalvík, það var hált en ekkert til að væla yfir og geystist súbbinn þetta eins og ekkert væri. Maður tók varla eftir því að það væri hált fyrr en þeir komu með einhverjar aðvaranir í útvarpinu en þá var ég komin heim.
 Það mætti mé...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Tiltekt::.. 
 Jedúddamía Guðný er búin að vera á fullu við tiltekt í allan dag og nú er búið að glans pússa kofann frá kjallara og upp úr, ég kom mér náttúrulega undan tiltektinni og heimsótti nágrannann ;). Hann átti líka að vera að taka til en í sameiningu tókum við til í tölvunni hans, eða réttara sagt fundum við forrit til að sjá um tiltektina fyrir okkur :).
 
 Það var komin svo mikill snjór í planið hjá okkur að ekki var annað ráð en að hringja á skurðgröfu til að sjá um það verk, þeir voru mættir eldsnemma í morgun og hreinsuðu planið svo nú er hægt að setja bílinn inn.
 
 
 
 
 
 
 Eftir kuldakast undanfarinna daga þá er komin hláka og var hitinn komin upp í 4°C í kvöld.
 
 Seinnipartinn fór ég niður í kjallara og náði í Jólatréð það tók smástund að setja það saman og nú biður það eftir skreytingunni, en samkvæmt hefðinni þá verður það gert annaðkvöld og eru það krakkarnir sem sjá um það. 
 Ég smellti inn mynd af trénu eins og það er núna og svo er aldrei að vita nema það k...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vake up::.. 
 Það var frídagur á blogginu í gær ;) en nú á að reina að bæta ykkur það upp.
 Gærdagurinn var svona melló, og var eins og mætti orða það rólegheitadagur.
 Óli kærastinn hennar Hjördísar kom seinnipartinn og svo kom Kalli aðeins í gærkvöldi. 
 Kalli hitt vel á því ég var á ferðalagi um Grænland í tölvunni og fórum við þorp úr þorpi frá Ittoqqortoormiit til Qaanaaq en þetta var hin fróðlegasta ferð og víða var mikið af myndum til að skoða, ég mæli með statgreen.gl  sem byrjunar tengil á Grænland og þá má ferðast þorp úr þorpi með því að smella á punktana á Grænlandskortinu......svo ég segi.......Góða ferð..:)
 
 
 Ég var lengi á fótum í gær og vaknaði seint í dag, mér virðis ákaflega auðvelt að snúa sólarhringnum við og er mikið næturdýr.
 Við Guðný fórum svo í bæinn í dag að versla inn fyrir jólin, við fórum bara tvö svo þetta tók fljótt af. En mikið rosalega var margt í Glerártorgi ,), við stoppuðum stutt þar kíktum aðeins í Rúmfatalagerinn og keyptum okkur kolla og e...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Litlujólin::.. 
 Dagurinn byrjaði á að keyra Einar Má á litlujólin í skólanum, svo sótti ég pakkana frá Hönnu Dóru á pósthúsið, pakkarnir frá henni fá einhverja flýtimeðferð hjá Samskipum ;).
 
 Kalli fékk svo bílinn lánaðan inn á Akureyri en við vorum bara að stússast heima.
 Það er ekki hægt að kvarta yfir því að Jólasnjórinn sé ekki kominn því hér er bara ansi mikill snjór í augnablikinu.
 Ég ætlaði að taka mynd af snjónum og húsinu í dag en ekki vildi betur til en svo að myndavélin var akkúrat batteríslaus þegar ég var komin með hana út á götu, en það er bara ég ;). Smellti batteríinu í hleðslu og það verður að bíða betri tíma.
 Það er búið að vera ótrúleg leti í mér að setja inn myndir á síðuna mína, ég ætla alltaf að fara að vera duglegur og uppfæra að einhverju viti en svo verður aldrei neitt úr neinu ;(.
 
 Ég spjallaði ansi lengi við Mömmu í dag, og ekki er annað að heyra en að þau blómstri i garðinum. Mér finnst að vísu vera fulllangur vinnudagurinn hjá pabba en það er ka...