..::Game over::..
Seinnipartur gærdagsins var annasamur hjá okkur Jóni, við tókum handsnúna spilið á léttbátskrananum og liðkuðum það allt upp og komum vírnum í réttan farveg.
Þegar birtu tók að þverra í gærkvöldi var trollið hífað inn það tæmt, því skotið aftur út og skolað og svo hífað inn í síðasta skipti í þessum túr.
Þegar þessu var lokið var stefnan sett á klakann og lullað af stað :).
Dagurinn í dag hefur farið í þrif þrif þrif og tiltektir, það er alveg ótrúlegt rusl og drasl sem safnast upp með tímanum í þessum dollum.
Það er búin að vera suðvestan golukaldi og sólin hefur bakað niður á okkur, og hún er viljug dollan og rennur ljúft áfram þótt lítið sé keyrt.
Það er létt yfir köllunum mínum enda eru margir þeirra búnir að vara allt of lengi að heiman og hlakkar mikið til að komast heim.
Þetta verður ekki lengra í dag.
Gangið á Guðsvegum................................................
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rólegt::..
Það er ró yfir okkur dollumönnum í dag, við dóluðum norður í vesturkantinn í nótt og erum búnir að draga norður í allan dag. Það var orðið full mikið af skipum suðurfrá og hætta á að dós eins og þessi lenti undir mergðinni ,) en eiginlega leist mér ekki á að það yrði neitt vit úr veiðinni þar í dag, og eftir fréttum frá mínum félögum virðist það hafa verið reyndin. Það er sumar á þúfunni í dag og sólin bakar niður, himininn er heiðskýr og maður á létt með að fylgjast með flugtraffíkinni frá Evrópu sem strikar heiðbláan himininn.
Það er orðið langt síðan ég hef splæst á ykkur brandara, en ég ætla að bæta ykkur það upp núna og henda einum inn: There was an American man that had an meeting in France. He met a woman and that night they had their own meeting. While they were where having sex, she was yelling, "TROU FAUX,TROU FAUX." He did not know what that meant, but assumed it to be some sort of praise. The next day, he went to play golf with the men he had th...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Berfættur í maraþoni::..
Þetta er nú meiri bardaginn hjá mér, mér finnst eins og að ég hafi verið sendur berfættur í maraþon. Möguleikarnir á að ná í endamark eru takmarkaðir, en það væri vissulega persónulegur sigur að ná í mark berfættur, toppsætunum gæti maður gleymt og sjálfsagt yrðu allir farnir og búið að rífa niður endamarkið áður en að maður kæmist þangað. Einhvernvegin þannig blasir þessi barningur við mér.
Europian fun show lá niðri í gærkvöldi, mér og embættismanni NAFO hér um borð til mikillar armæðu, en "shit happens!" eins og það er orðað á enskunni.
Það var dillandi fín veiði hjá skipunum hérna í gær, en þær pöddur voru greinilega ekki merktar okkur, ég hamaðist sem aldrei fyrr en ekkert gekk hjá okkur með brækurnar. Það var alls ekki nóg að vera klesstur ofan í þann sem fiskaði mest hér í gær og hringa sig ofan í þá bletti sem hann fékk mest upp úr, allt kom fyrir ekki. Og sama sagan er að gerast hjá okkur í dag, nema nú er enn meiri rækjuveisla hj...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ég veit að............::..
Europian fun show fór fram úr mínum villtustu væntingum í gærkvöldi, það verður nú bara að segjast að þetta er hin besta skemmtun að hlusta á þetta, þeir eru sumir svo stressaðir karlagreyin að þetta fer allt út um læri og maga hjá þeim þegar þeir eru að reina að koma frá sér dagskýrslunni, svo er enskukunnáttan ekki upp á marga fiska og mér finnst þáttarstjórnandinn vera einna verstur í þeim efnum. Ég veit að það er ljótt að vera að vera að gera grín að þessu, en það er ekki mikið um skemmtiefni hérna, þetta er eins og hvalreki á fjörur okkar fúlmennanna. Ég hlakka mikið til að hlusta á showið í kvöld en það er klukkan 20:30 UTC á 4146khz.
Ég er að vona að sumarið sé komið, það er brostin á þetta líka koppalognið hjá okkur ræflunum sem erum að skakast hérna. Ég ætla að vona að eitthvað af þessari blíðu og sumarveðri fylgi dollunni það sem eftir er af túrnum og alla leiðina heim til Íslands, það er nú allt og sumt sem við förum fram á :). Einhver smá...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Tilkynningarskylda embættisins::..
Í gærkvöldi klukkan 20:25 UTC mætti háttsettur eftirlitsmaður NAFO stífgreiddur og strokin á stjórnpall og sagði, "can I Europian Union?" Og benti á talstöðina. Ég hélt það nú og stillti á þá tíðni sem kappinn bað um. Ég hélt að hann væri að fara að hlusta á einhverjar fréttir sem væru ómissandi. Klukkan 20:30 heyri ég að það er byrjað að tjúna og svo kemur rödd inn sem tilkynnir að þetta sé eitthvert show frá Evrópska eftirlitsskipinu og bullar eitthvað meira á engilsaxlensku, smá þögn og svo er kallað á fyrsta skipið, það svarar "Good evening sir, there is nothing to report bla bla bla", svo eru skipin kölluð upp koll af kolli. Ég sé að minn maður reigist eins og bílfjöður og hækkaði um 2sentimetra af spenningi, það eru kallaðir upp allir félagarnir en aldrei er dollan kölluð upp :(. Andvari er kallaður upp, en þá er okkar maður orðin svo spenntur að hann er hættur að greina hvað sagt er í stöðinni, hann þrífur upp tólið og ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þetta er nú meiri kæfan!::..
Það þarf ekki að orðlengja þetta neitt meira, þetta er orðið tóm kæfa. Ég verð að játa mig sigraðan í þessu veiðarfæri, því er nú ver og miður en ég fæ ekki nokkra glóru í þetta. Það er eins gott að það var ekki einhver öskrandi taugaveikisræfillinn sendur út með þetta á bakinu, ég er hræddur um að hann hefði snappað á því :). Ef það er einhver tilgangur með þessum þætti lífs míns þá væri gaman að vita hver hann væri, ég er eiginlega orðin alveg standandi bit á þessum brekkum. En tilgangurinn með þessu bulli hlýtur að koma í ljós með tíð og tíma :).
Sem sagt ég segi: Pass!
Það gildir samt ekkert annað en að reyna að kreista fram einhverja brosgrettu, og vona svo að það skili sér í einhverju formi til baka :), sjálfsagt gætu hlutirnir verið mun verri en þeir eru og maður ætti að skammast sín fyrir þennan væl.
Læt þetta nægja í dag.
Megi Guðs englar flögra skríkjandi yfir ykkur ;)........
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þoka::..
Skítakaldi í nótt og fram undir hádegi í dag en þá fór þetta að lagast, skipin eru dreifð út um allan hatt. Flestir eru hættir að draga á nóttunni svo að sá tími er oftar en ekki nýttur til að færa sig til og freista gæfunnar á nýjum stað daginn eftir.
Ég var að glugga í gamlar heimildir sem ég átti þar sem ég hafði skráð skipafjölda á hattinum, í maí 1998 voru hérna 37skip að hjakka með 56troll og mörg þessara skipa voru lítil aflaus og með lítil aum veiðarfæri, í maí 2004 eru hér 17skip með 28troll og fæst þessara trolla eru undir 4000möskvum að ummáli, það eru bara þrjú skip eftir af þessum litlu afllausu en þau voru níu 1998.
Núna seinnipartinn er komið þokkalegasta veður og útlit fyrir ágætisveður á morgun :), hvað vilja menn hafa það betra?.
Fleira verður það ekki í dag.
Gangið á Guðsvegum............................
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Svefnlítil nótt::..
Hún var svefnlítil síðastliðin nótt, það var ekkert annað um að ræða en að keyra á móti veðrinu til að geta lensað suður í dag, þetta varð til þess að dollan ólmaðist eins og belja sem hleypt hefur verið út eftir vetursetu í fjósinu. Maður gerði lítið annað en að reina að halda sér á dýnunni og hanga upp í kojufjandanum, en þegar morgnaði fór að draga úr mesta blæstrinum og veðrið að skána :). Í dag er fyrsti dagurinn í marga daga þar sem við eigum möguleika á að draga annað en lens :). En hún þarf að hafa fyrir því dollan, nú glóir ölfuræfillinn eins og glóðarkerti í átökunum. Annað er svo sem ekki í fréttum af okkur. Vona að þið eigið öll góða og gleðiríka helgi :).......
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::1967-2004::..
Drullubræla, er eitt af því sem gerir þennan dag enn erfiðari en hann hefði þurft að vera, svo bætist ofan á skelfilegt aflaleysi svona til að hnykkja á skemmtilegheitunum. Ef það hefur einhvertímann riðið á að fá góðan afla á þessa dollu þá er það þennan túr og þá er þetta allt eins og sá svarti með klaufirnar og hornin hafi skapað þetta sér til skemmtunar. Nýtt troll sem ekkert vit fæst í og eilífar brælur á árstíma þar sem hafflöturinn hefur yfirleitt verið eins og spegill samkvæmt reynslu elstu manna. Mér finnst þetta ekkert fyndið lengur, þótt ég hafi nú verið að reyna að láta þetta ekki fara í taugarnar á mér, þá á ég samt bágt með að sætta mig við þennan mótbyr endalaust arrrrrrrrrrrrrrg :(:(:(. En það er ágætt að blása aðeins út yfir þessu til að hreinsa ergelsið úr sálinni, auðvitað er þetta eitthvað sem ég get ekki ráðið við og ástæðulaust að vera að pirra sig á þessu. Það endar með því að veðrið skánar og þá verður lífið í dollunni bærilegra, en því miður ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hitt og þetta::..
Þessi myndarlega herþyrla sveimaði yfir okkur eins og býfluga yfir túnfífli í fyrradag, það fer að verða meira af eftirlitsskipum og eftirlitsbúnaði á þessari guðsvoluðu þúfu en veiðiskipum. Nú eru þrjú eftirlitsskip á vakki hérna ásamt því að flugvélin orgast yfir okkur annan hvern dag. Við þurfum að senda staðsetningu á tveggja tíma fresti ásamt ógrynni af pappírum og skýrslum sem fylla þarf út í hverjum túr, plús að það er eftirlitsmaður í hverju skipi sem fyllir út enn meira af pappírum og sendir enn meira af skeytum í allar áttir. Hver borgar eiginlega alla þessa vitleysu?. En hvað sem því líður þá er þetta í fyrsta skipti sem við fáum þyrluheimsókn, þótt ekki hafi þeir sótt um heimsóknarleifi í þetta sinn, dollan var mynduð í bak og fyrir og hékk einn hálfur út úr þyrlunni til að ná nú örrugglega almennilegum myndum ;). Við gátum ekki verið minni en þeir og skutum á þá með gamla stafræna Kodak hlunknum.
Arrg, ansans vesen á vírastýrinu hjá okkur í gæ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kaldi::..
Fengum aðeins vott í brækurnar(trollið) í gær svo að það lyftist aðeins á manni brúnin, en svo var komin kaldafíla í morgun svo að vindáttin réði stefnunni. Og eitthvað á að blása á okkur á morgun eftir kortunum, 7-8vinstig eftir gamla Beufort skalanum. Og ég sem hélt að sumarið væri komið í öllu sínu veldi, ég var eiginlega búin að fá nóg af skítviðri í vetur. Annað er ekki að frétta af okkur ræflunum. Bið alla góða vætti að fylgja ykkur í amstri dagsins.........................
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Úrbræddur á þessu::..
Ósköp lítið að segja þennan daginn, veðrið gæti ekki verið betra glampandi sól og léttur suðvestan andvari. Veiðin ha humm, það lagast lítið og flestir lepja dauðan úr skel nema þeir sem liggja í hnerriduftinu þar er hægt að berja upp einhverjar verðlausar pöddur. Já það er ekki feitan gölt að flá sjómennskan á þessari þúfu þessa stundina, ég verð nú að segja að það læðist oftar og aftar að manni að nú sé nóg komið af þessu bulli og réttast væri að fara að reina að hasla sér völl í einhverju starfi í landi eins og venjulegt fólk. En það er ekki mikið sem er í boði fyrir uppgjafa skipstjórnarmenn, þessi réttindi eru ekki mikils metin í landi, við sitjum við sama borð og ólærður almúgamaðurinn um leið og við stígum upp á bryggjuna. En hvað sem því líður þá er þetta að komast á þann tímapunkt í mínu lífi, að komið sé að því að líta í kring um sig og sjá hvort lífið bjóði ekki upp á eitthvað betra fjölskylduvænna og öruggara starfsumhverfi en þessi útflöggunarsjó...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Það er ekki öll vitleysan eins::..
Náðum einu hali í gær í skítaveðri,það er sjálfsagt ekki hægt að búast við miklu þegar maður skakast undan veðri og vindum allan daginn eins og vitur sauður. En það gat verið verra :), eftir að brækurnar voru komnar inn í gærkvöldi, hóstuðumst við á stað vestur á bóginn mót veðri og vindum. Dollan stóð á endum stundi og hvæsti eins og útjaskaður dráttarhestur en komst ekki hratt yfir þrátt fyrir allar stunurnar. En allt tekur jú enda og vorum við búnir að berjast vestur yfir þúfuna klukkan 3 í nótt, Andvari var búin að vera að naga eitthvað upp í brælunni og við ákváðum að freista gæfunnar hjá honum, trollið var komið í botninn klukkan 3:30 og þá var byrjaði að tosa brækurnar eftir botninum. Veðrið fór smá skánandi og það var komið þokkalegasta veður upp úr 11 í morgun þegar við hysjuðum upp um okkur.
En Adam var ekki í paradís þennan daginn frekar en aðra daga þessarar Guðsvoluðu veiðiferðar, trollið var illa rifið, toppurinn var rifinn frá b...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sumarið tínt::..
Hvar er sumarið, hvar er góða veðrið? Það er bræla á okkur í dag og drulluskakstur, en maður reynir að draga úr þessu birtuna en vera skildist að manni tækist að hengja einhver kvikindi. En þetta er bara svona og lítið við þessu að gera, það hlýtur að skána aftur veðrið, og kannski hristir þetta eitthvað upp í pödduveiðinni hérna. Menn eru eitthvað leiðir yfir þessu aflaleysi hérna og voru dekkenglarnir mínir eitthvað niðurdregnir í gær, einn spurði: eigum við ekki að hætta þessu og sigla til Íslands?. Það varð nú eitthvað minna um svör og innst inni vonar maður að veiðin glæðist eitthvað svo að þetta standi undir sér, annars hefur Maí mánuður oft verið afspyrnu lélegur hérna á þessari hundaþúfu :(.
Það er eitthvað lítið til á skemmtilegurnar núna, en litla systir mín sendi mér þó einn sem ég ætla að deila með ykkur: A MAN IS LYING IN BED IN THE HOSPITAL WITH AN OXYGEN MASK OVER HIS MOUTH. YOUNG NURSE APPEARS TO SPONGE HIS HANDS AND FEET. "NURSE", H...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hellirigning::..
Eins og hellt væri úr fötu! Myndi lýsingin á veðrinu í dag vera, og aflinn neei minnist ekkert á það í dag :). Í hádeginu var þvílíkt ausandi vatnsveður að ég ákvað að sleppa úr einu hífoppi og draga bara til kvölds, það hefur ekki verið svo mikið að ég sé ekki ástæðu til að vera neitt að hysja upp um sig brækurnar oftar en nauðsynlegt er, svo er líka athugandi að sjá hvernig svona langhundur virkar. Það er frekar hljótt á bleyðunni og flestir þegja þunnu hljóði, vonast bara til að engin spyrji hvað var í hjá þeim síðast. Ég náði þó að snara æskufélaga mínum (Einari á Andvara) upp í smá kjaftatörn, fórum við um víðan völl og rifjaðist margt upp :). Til dæmis rifjaðist upp eins og spilað af myndbandi, þegar Jónas og fjölskylda ætluðu í sumarfríið á nýmálaða Taunusnum um árið, eitthvað var Jónas nú með hugann við annað þegar hann snaraði eldrauðum vagninum í átt að bensíndælunum á flugsjoppunni, Nilli Siggi kom brunandi út steypugötuna á skellinöðrunni og varð skynd...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Blíðuveður::..
Það er blíðuveður á okkur í dag en veiðin er algjör hörmung, ég fór eitthvað að krukka í veiðarfærið í gærkvöldi ef vera skildi að það lagaðist næturveiðin, það hefði ég betur látið ógert því aflinn var núll í nótt og lítið eftir hádegið. Ég bakkaði þeirri breytingu til baka og nú vonar maður bara það besta :) ekki annað hægt. Það var nefnilega smá vottur fyrra holið í gær sem fyllti mig bjartsýni um að nú væri þetta allt að koma, en svo gufaði það upp :(. Ekki varð hún merkileg sængin eftir stórþvottinn og þurrkunina, ég komst að því á endanum að þetta var eitthvert vattteppi sem ómögulegt var að fá dúnsængur líf í, hehe en það mátti reina :). Einhver af stóru döllunum fengu smá vott í gær en það stóð eitthvað stutt við. En allt lekur þetta áfram þótt hægt fari og vonandi verður maður búin að kroppa í magann á dósinni fyrir fiskidaginn :). Vona að þið eigið góða helgi og snjórinn fari að láta undan sumrinu fyrir norðan. Bið allar góðar vættir að fylgjast með ykkur....
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sólhattur::..
Það er búið að leika við okkur veðrið þessa fáu daga eftir að við komum út, en þá er það líka upptalið.
Illa gengur að temja vörpuna en þó er ögn líflegri árangurinn yfir daginn, en á nóttunni fæst ekki ofan á samloku :(. Ég er steinbit á þessu, samkvæmt öllum lögmálum netagerðar á þetta að virka en samt er eins og það sé einhver kengur í þessu. Það eru náttúrulega ekki bestu aðstæður til að finna út úr þessu meðan veiðin á svæðinu er ekki betri, og þetta veldur mér miklum hugarangri :(. Þetta troll er frábrugðið öðrum trollum að því leiti að á því eru tveir belgir en ekki einn eins og á normal trollum. Samkvæmt útreikningum og reynslu þeirra sem hafa prófað svona troll þá ættu þau að skila upp undir 20% meiri afla en venjulegt troll af sömu stærð vegna betra streymi í gegn. Það versta sem maður hefur heyrt um þetta er að þetta virki ekki verr en einna belgja troll, en því miður virðist sem að svo sé ekki raun hjá okkur. Þessi útgáfa af trolli gengur undir nafninu...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þokast í rétta átt í þokunni::..
Það væri sjálfsagt ekkert gaman af lífinu ef allt kæmi áreynslulaust upp í hendurnar á manni, eða hvað :)?. Það var aðeins skárra hjá okkur í gærkvöldi svo að við virðumst á réttri leið með breytingarnar á trollinu, en mér sýnist að það þurfi örlitla jústeringu enn þangað til ég verð sáttur, en þetta kemur örugglega með tíð og tíma :). Verst hvað er lítið magn af rækju á ferðinni hérna núna þótt einstaklingarnir séu margir, það væri líklega allt fullt af rækju hérna á hattinum ef þær væru allar orðnar 8.3gr, en ég heyrði því miður tölu upp í 520stk/kg í gær sem gerir hvern einstakling 1,9gr æææææææ ekki gott að lenda á þannig holum.
Jón lagðist yfir nýja þurrkarann sem kom nýr og bilaður um borð í stoppinu í vor, Lee fékk hann á afslætti út af einhverri beyglu og mér finnst að hann hafi keypt köttinn í sekknum, því þurrkarinn snérist aldrei, en þegar Jón var búi að klappa honum og strjúka og krukka aðeins í hann þá malar þetta eins og köttur :)...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Djúpur skítur::..
Oft hefur maður nú verið í djúpum skít en núna held ég að hann sé botnlaus, ég er búin að liggja yfir trollinu síðan við fórum út og finn lítið út úr því. Eina sem breyst hefur er að nú verður maður var við rækjuna í öllu trollinu nema pokunum, þar virðist vera skömmtun á afla og er sá skammtur ákaflega rýr að mínu mati, ég er viss um að okkur hefði gengið betur með antikið því miður. Ekki mátti maður nú við þessu áfalli ofan á allt sem á undan hefur gengið, en einhvern vegin virðist það nú svo að ógæfuhjólið vilji ekki hætta að snúast. Líklega væri maður búin að sjá út eilífðarvélina ef virkja mætti kraftinn í þessu bansetta ógæfuhjóli. En hvað sem því líður þá virðast manni allar bjargir bannaðar, og nú er að verða fátt um fín ráð, meira að segja þeir sem allt vita og geta eru hættir að ráðleggja mér úr viskubrunnum sínum hvað best sé að athuga eða gera næst. Einu sinni heyrði ég máltæki sem var eitthvað á þessa leið "Þegar hlutirnir eru orðnir svo slæ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ekki lýst mér á það!::..
Jæja þá er maður búin að gera eitt hol á þúfunni og var það í stíl við annað sem hér er í gangi. Eitthvað var varpan fiskilegri þegar hún var snöruð inn síðast þótt ekki aflinn aukist frá því sem var hjá þeim félögum mínum síðast, þó mátti sjá nokkur kvikindi lömuð hingað og þangað í netinu. Það er ekki að heyra annað en hér ríki hin versta ördeyða, og ef eitthvað fæst þá er það bara krill eða ónýtt :(. En það eru alltaf ljósir punktar í þessari baráttu, nýjustu fréttir bleyðunnar herma að nú séu fimmtán Norskir togarar búnir að tilkynna komu sína hingað og af þeim er bara einn sem ekki dregur þrjú troll, það verður því líklega fljótskannað hvort það séu einhver kvikindi hér á annað borð, og þá verða þeir orðnir sautján Norsku tortímendurnir. Ekki veit ég hvort ég á að vera eins harðorður og einn félagi minn, þegar hann sagði að það væri gott á Norðmennina að vera á leið hingað, en vissulega er þetta áhyggjuefni. Í þessum skrifuðu orðum var ég að afgreiða...