Færslur

Mynd
..::Gummi eignast vin :)::.. Það þarf svo sem ekki að fjölyrða mikið um þennan daginn, bara rólegheitadagur hjá okkur, svona í anda leiksins gegn Spanjólunum hjá landsliðinu okkar í fótboltanum. Vírus er allur að koma til, hann eyddi megninu af deginum úti í glugga og svaf, rétt kom og fékk sér nýjan fisk og lagði sig svo aftur. En þegar kvölda fór hann svo á stjá og spígsporaði um allt og naut þess að láta klóra sér og hafa það notalegt, auðvitað er alltaf einhver sem nennir að klappa honum. Í kvöld skreið hann svo upp í stólinn til mín og steinsofnaði í fanginu á mér svo að þetta er allt að koma hjá greyinu. Reynir er byrjaður á flísalögninni og byrjuðu þeir á að æfa sig á klefanum fyrir eftirlitsmanninn, ég fór og kíkti á þetta í kvöld og þær koma rosalega vel út flísarnar, það verður agalegur munur þegar það verða komnar nýjar flísar á alla ganga í skipinu eins og stendur til með að gera, en við fengum bara 60m2 á Palmas núna því það var ekki meira til, vonandi kemur svo meira með...
Mynd
..::Maður er alltaf að græða::.. Við vorum mættir að tvöbaujunni í Nouadhibou í birtingu í morgun og fljótlega tíndust blámennirnir okkar úr stóra sandkassanum um borð. Við þurftum svo aðeins að stoppa við og laga smá sem ég þjösnaði í sundur á suðurleiðinni en svo var spýtt í og Warsilan sléttstaðin “fullt rör ;)” í burt frá stóra sandkassanum. Við byrjuðum svo að berjast í veiðunum um fimmleitið og hefur það verið í lagi. Þegar við vorum að bisa við að kasta trollinu kom að okkur Spænskur línubátur, hann hefur örugglega hellt niður kaffi í siglingarreglu bókina sína eða ælt yfir hana því hann virtist ekki kunna neinar siglingarreglur. Á tímabili leit út fyrir að hann myndi flækjast í veiðarfærinu hjá okkur, en í einhverri ótrúlegri heppni náði skrúfan hjá honum ekki ofan í trollið hjá okkur, hvernig það slapp veit ég ekki en það bara slapp, hans vegna var það ágætt því ég var ekki að reyna að veiða spænskan línubát og hafði engan tíma til að fara að standa í einhverju brasi með hann ...
Mynd
..::Rescue 911::.. Það var ekki amalegt að komast af stað aftur og ég get ekki annað sagt en að öll áhöfnin hafi ljómað. Kisi kom um borð í gær og var hýstur í skipstjóraklefanum í gær og fyrstu nóttina honum þótti alls ekki slæmt að fá að kúra uppí hjá mér í nótt og varð ég ekki neitt var við hann fyrr en klukkan fimm í morgun þegar félaginn fór fram úr. Í morgun ákváðum við svo að byrja að venja kappann við og taka hann upp í brú en það verður hans heimavöllur í framtíðinni, það gekk ágætlega til að byrja með og ekki annað að sjá en hann kynni vel við sig í settinu en hann var samt smeykur við öll þessi framandi hljóð, svo fékk hann sér göngutúr sem varð í styttra lagi því hann fann eitthvað kaplagat og hvarf inn í innréttinguna. Við sáum í hann með því að lýsa þarna inn og vorum að spá í að sjá til hvort hann kæmi aftur út, en eftir hádegismatinn ákváðum við að opna inn í innréttinguna með því að fjarlægja tvær skúffur og freista þess að ná kauða, Reynir skreið svo inn en fann Kisa...
Mynd
..::Tú túúúú Tú túúúú::.. Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á.......................... Það gekk allt upp hjá okkur í dag og prufanir á Rafalanum voru í lagi samkvæmt sérfræðingum í rafmagnsfræðum. Klukkan 21:15 gusuðumst við af stað út úr höfninni á Las Palmas og héldum út á opið haf, svo var stefnan sett suður til Máritaníu og höfuðmótorinn var keyrður á fullu röri, þíðir ekkert minna enda allir komnir með upp í háls á þessari bilun og villtir í að komast aftur á veiðar og fá eitthvað í kassann. Kisi mætti til skips um miðjan dag og er núna niðri í klefa hjá mér, hann er ósköp óöruggur með sig svona fyrst en mér líst ágætlega á kauða, hann var bara nokkuð ánægður með upphituðu flísarnar á baðgólfinu hjá mér og fannst hreint ekkert að því að kúra þar :). Mynd dagsins er svo tekin í kvöld eftir brottför þar sem Íslendingarnir hvíla lúin bein eftir erfiða inniveru á Palmas. That´s it for to day. Vona að heilladísirnar vaki yfir okkur öllum.........
Mynd
..::Kóngur vill sigla en byr mun ráða::.. Ekki sigldum við í dag en það er nokkuð mikil bjartsýni í okkur að það gæti gerst á morgun, nú er bara að krossa alla útlimi og vona það besta :). Það hefur verið ágætisveður hjá okkur í dag svo að mínir menn hafa verið á fullu í málningarvinnu og annarri útivinnu, alltaf af nógu af taka og nóg að gera, þetta er bara eins og með húskofana viðhald og betrumbætur eru “endless story”. Ég er búin að fara tvær ferðir með afganga handa bestu vinum mínum á bryggjunni, þeir eru alltaf jafn ánægðir að sjá mig og það vantar lítið upp á að þeir hristi af sér skottið þegar ég kem, það er svo gaman hjá tíkinni þegar ég kem að hún ræður sér ekki fyrir kæti og hoppar í hringi af fögnuði. Manni líður eins og frelsaranum sjálfum þegar hann mettaði allan lýðinn, ég veit svo sem ekki hvernig honum leið en geri mér í hugarlund að það hafi verið eitthvað svipuð tilfinning og þegar ég fer að gefa hundunum. Mikið langar mér til að taka hvolpinn um borð, en ég held sa...
Mynd
..::Olíugusa::.. Það er svo sem ekki mikið að segja, rafalinn fór alla leið niður í mótorhús í dag og var komin á sinn stað í kvöld tengdur og fínn, þá á eftir að rétta hann af og sjóða plötuna í neðra millidekkið þar sem skrímslið for niður, ef vel gengur þá eygja menn von um að kannski hafist þetta annað kvöld. Í dag tókum við olíu þar sem að vonandi styttist í brottför, Spanjólarnir áttu að mæta klukkan eitt í þá afgreiðslu, en þeir komu ekki fyrr en þrjú og það tók þá þrjá tíma að tengja slöngutussurnar og byrja að dæla, en þetta er bara hraðinn á þessu hérna og það þíðir víst lítið að svekkja sig eitthvað á því, þetta bara er svona hérna. Janus kom til hafnar um miðjan dag og er að gera sig kláran í slipp. Svanur vélstjóri á Janusi kíkti á okkur í kvöld og endaði það með því að við fórum bæjarrölt þar sem við fjárfestum í nýjum símum Sharp GX29, kannski ekki það flottasta en ágætisgræjur til að láta stela af sér eða tína ;), svo ég þurfti líka að kaupa eitt stykki Ipod fyrir Valda...
Mynd
..::Vetur á Kanarí::.. Sunnudagur til sælu, ekki varð ég nú var við þá miklu sælu sem fylgir þessu spakmæli, hérna var skítaveður í allan dag, rok og rigning. Það var frekar rólegt í skipinu í dag, flestir voru í fríi en vélagengið var samt á fullu ásamt hóp af spanjólum, bilaði rafalinn fór upp og sá nýi mætti á bryggjuna og fór hann niður á neðra millidekk áður en kvöldaði, á morgun heldur hann vonandi áfram niður í vél ;). Matti vinur minn Skipper á Sjólanum kíkti aðeins á mig og fórum við aðeins í fartölvuna hans og betrumbættum hana aðeins, nú ætti hún að vera klár í heimsreisu ;). Kvöldinu eyddum við svo um borð, lágum í settinu og horfðum á vini, hvern þáttinn á fætur öðrum þangað til komin var tími á að koja sig aðeins. Mynd dagsins er tekin þegar sá bilaði var komin upp á bíl og sá nýi beið eftir flugferðinni um borð, eins og sjá má þá stytti upp seinnipartinn svona rétt á meðan þetta verk gekk yfir en svo byrjaði að rigna aftur. Þá verður þetta ekki lengra í dag, þetta var fr...
Mynd
..::Rok og rigning::.. Ekki átti ég nú von á því að lenda í Íslensku haustveðri hérna á Kanaríeyjum en það er því miður staðreynd sem ég verð að sætta mig við. Hávaðarok og ausandi rigning er veðurlýsing sem passar þessum drottins degi, ekki hundi út sigandi þó veslings flækingshundarnir okkar þurfi að vera úti í þessu skítviðri. Þeir voru blautir og ræfilslegir verslingarnir þegar ég færði þeim afgangana í dag, hvolpræfilinn titraði og skalf eins og hrísla og það passar ágætlega að segja að greyið hafi verið hundblautur. Ekki fór rafalinn upp í dag en í kvöld var samt allt að verða klárt fyrir hífingu svo að vonandi fer hann upp á morgun og hinn niður. Við skruppum aðeins í bæinn í kvöld, kíktum aðeins heim til Reynis og litum á kisa og fórum svo út að borða á einhverjum Frönskum veitingastað, þar lá eitt stykki piparsteik og súkkulaðikaka á eftir. Við röltum svo aðeins um á eftir en það var hvergi neitt fólk, flestir hafa vit á að halda sig inni í svona skítviðri. Mynd dagsins er tek...
Mynd
..::Allt í hund og kött:.. Dagurinn í gær var ekki merkilegur, það var allt á fullu í Rafalaviðgerðinni og okkar menn voru að vinna í málningu og öðru sem fellur til, ásamt því að trollgengið okkar er á fullu á netaverkstæðinu. Fram undir hádegi rigndi eins og sturtað væri úr fötu en svo stytti upp, ég lagði land undir fót og rölti yfir í slippinn og heimsótti Geysismenn, þetta var 20min labb hvora leið og ágætis heilsubótarganga. Þegar ég kom til baka heimsótti ég hundana í portinu og gaf þeim nokkrar gamla pylsur sem þeir hökkuðu í sig, annars eru greyin mjög kurteisir og góðir, sjálfsagt hefur lífið hjá þessum greyjum ekki alltaf verið auðvelt og ber einn þess merki að hafa þurft að berjast fyrir sínu, en hvolpurinn er algjör dúlla og stendur alveg upp úr. Konan hans Reynis hefur verið á fullu í að reyna að redda okkur kettling en það er þrautin þyngri og greinilegt að þetta gengur ekki fyrir sig eins og á Íslandi, kannski sem betur fer. En það fannst lausn á þessu og kisi er fundin...
Mynd
..::Týpikal PornoDog::.. Komum til Las Palmas í nótt og vorum komnir upp að bryggju um ½ 2. Klukkan sjö í morgun var svo her manna mættur til að byrja á rafalaviðgerðinni og fór það verk af stað með trukki og dýfu. Eftir morgun matinn stautaði ég upp í brú og horfði yfir hafnarsvæðið sem var að vakna upp af nóttinni, á bryggjunni voru þrír hundar að snöfla,stærðarhlutföllin á þeim voru lítill minni minnstur. Ég fór niður í eldhús og safnaði saman einhverjum kjötafskurði úr rusladallinum og grýtti því svo upp á bryggju til hundanna, þeir voru alveg dillandi ánægðir með morgunmatinn og voru fljótir að gleypa þetta góðgæti í sig. Strákarnir á Geysi komu að heimsækja okkur og var margt að spá og spekúlera, það er alltaf af nógu að taka þegar menn hittast ;). Eftir hádegismatinn fékk ég mér bryggjurölt en það kennir ýmissa grasa í þessari höfn, allskyns fleytur af öllum stærðum og gerðum og gaman að rölta um og fylgjast með. Víða var verið að ditta að þessum pungum og greinilega misjafnt hv...
Mynd
..::Hvað er að!!!::.. Er ekki komið að því að fara út um víðan völl í villu og svima?. Byrjum á Hillary Clinton, ég styð framboð hennar heilshugar það væri sennilega eitt það besta sem gæti komið fyrir heimsbyggðina ef hún kæmist í stól Bandaríkjaforseta, ég held að það ætti ekki að vera mjög flókið fyrst vanvitinn Bush komst í þennan eftirsótta stól á sínum tíma. Miðað við þann skandal sem hann er búin að sýna í þessu embætti mæli ég eindregið með því að heimsbyggðin verðlauni hann með ferðalagi út í geiminn aðra leiðina, sé heldur enga ástæðu til að vera neitt að bíða með brottförina senda hann af stað á morgun.. Mér dettur alltaf í hug Api þegar ég sé myndir af Bush, einhvertímann sá ég grínmynd af þróun mannsins þar sem ferlið frá Apa til manns var gert úr mynd af Apa og Bush. Apinn smá ummyndaðist þangað til hann var orðin eins og Bush, þetta festist á mynniskubbnum í mér hehe og ég sé þetta alltaf fyrir mér þegar þessi morðóði drottnunargræðgis mannapi birtist í fréttum ;). Og þ...
Mynd
..::Drauma þrifsveitin::.. Þessari eilífðarlöndun okkar lauk loksins í gærkvöldi, mikið agalega var ég fegin að losna úr þeirri endaleysu hehe. Og þegar við loksins vorum lausir var brunað á fullu gasi norður til Nouadhibou, við komum þangað um eittleitið í dag og þar settum við blámennina í land, þeir fá smá frí núna en við þurfum að skreppa aðeins norður á Kanarí og láta kíkja aðeins á rafmagnsframleiðslubúnaðinn :(, vonandi ekkert stórmál en þarf samt að vera í lagi. Í gærkvöldi bauð Gummi upp á tónleika, það var Máritaníufrumsýning á Sálinni hans Jóns míns og Gospelkórnum, ég hef aldrei þolað Stebba Hilmars en Gospelgengið var ágætt og hélt þessu upp að mínu mati. Megi Guð vera sálu minni náðugur vegna þessara neikvæðu hugsana í garð Stefáns sem eftir allt er sjálfsagt ágætisdrengur þótt ég hafi aldrei þolað hann hehe. Um þrjúleitið í dag var svo ekki lengur til setunnar boðið og við höluðum upp krókinn og héldum áfram ferðalagi okkar til Kanaríeyja. Dagurinn hefur svo að mestu lei...
Mynd
..::Til hamingju með daginn::.. Eitthvað misfórst dagsskýrslan hjá mér í gær en ég hef fulla trú á að mér verði fyrirgefin yfirsjónin þar sem ég er svo góður drengur hehe. Við vorum að vinna við löndun í allan gærdaginn, fyrri dollan kláraðist rétt fyrir hádegi og sveif svo burt seglum þöndum (svona næstum því). Svo var haldið áfram með hina dolluna. Gummi trollari skrapp á tuðrunni yfir í Betuna og horfði á leik með strákunum þar, til gleði fyrir Gumma þá tapaði liðið hans. Í gærkvöld mætti svo bróðir Janus og múraði við okkur, hann þurfti að létta aðeins á sér olíu áður en hann fer í slippinn svo að við tökum einhver sopa úr honum. Strákarnir á Janusi komu svo í heimsókn og sátu þeir og spjölluðu langt fram eftir kvöldi, á meðan bunaði svarta gullið í mallakútinn á Síriusi. Í dag er svo litli pjakkurinn minn 14ára, já tíminn líður ótrúlega hratt. Ég talaði aðeins við hann í morgun en þá voru þeir vinirnir að fara á snjóbretti inn í Hlíðarfjall, ég get vel ímyndað mér að það verði gam...
Mynd
..::Heimsreisa::.. Seint í gærkvöldi skriðum við inn á leguna utan við Nouakchott og múruðum við fyrri fraktarann sem ætlar að taka úr okkur aflann, þetta var ósköp venjuleg aðgerð og gekk vel fyrir sig, upp úr miðnætti byrjuðu svo drengirnir okkar að hífa fyrstu heysin á milli. Unnið var við löndun í alla nótt en um tíu í morgun mætti svo annar fraktari og tókum við hann á stb síðuna og græjuðum okkur til að landa einnig í hann. Nú vorum við eins og Önd sem tekur ungana sína undir vængina, en þessar fraktdollur eru frekar ræfilslegar utan á okkur, ekkert ósvipaðar litlum ungum ;).. Sjóli var mættur í dag færandi hendi eins og vanalega og í þetta skipti færði hann okkur nýjan eftirlitsmann og jólagjafirnar fá kompaníinu, alltaf gaman að fá pakka og ekki var annað að sjá en að allir ljómuðu yfir gjöfunum sínum þótt stund sé síðan jólin hurfu á vit gleymskunnar, allavega hér um borð. En þótt Jólin séu búin þá erum við samt alltaf tilbúnir fyrir síðbúnar jólagjafir og höfnum engu :). Dag...
Mynd
..::Grashopper::.. Hæhæ, veit ekki hvort ég nokkuð að vera að fjölyrða um þessa flensu sem lagði mig flatan ekki einu sinni heldur tvisvar :(, já mér sló þokkalega niður og er ég rétt að rísa upp úr öskustónni núna. Það hefur svo sem ekki mikið gerst hjá mér annað en að ég hef legið í kojunni og engst sundur og saman eins og ormur á krók þangað til seinnipartinn í gær en þá fór að rofa aðeins til í þessu veikindastússi mínu. Dagurinn í dag hefur svo verið þokkalegur, að vísu hafa verið aðeins magaverkir enda hef ég ekki getað étið neitt í einhverja daga, en það er víst ekki litið á það sem neitt vandamál á tímum offitu. T.d þykir bara fínt í dag að fá ælupest hehe. Mynd dagsins er af Grashoppara (Engisprettu) sem heimsótti okkur áðan. Já ég hef ekki miklu við þetta að bæta núna, bara rétt að láta vita af mér. Vona svo heitt og innilega að þið lendið ekki í þessari flensuholskeflu sem yfir mig gekk.
Mynd
..::Á ég að speyta hanum?::.. Þar sem ég sveik ykkur á bloggi sökum sjúkleika í gær, þá reyni ég bara að gera betur í dag ;). Já dagurinn hjá mér byrjaði klukkan 0600 en þá var skipslæknirinn mættur með töfluskammtinn hitamælinn og þessa líka fínu sprautu. Fyrst tók ég töflurnar svo mældi karlinn mig, tek það fram að ég var ekki rassamældur :), en handakrikamæling leiddi í ljós að ég væri bara með 4kommur. Nú og svo sprautaði karl mig með einhverju vítamíni sem lífgað getur hest upp frá dauðum skildist mér. Ég kúrði svo langleiðina fram undir hádegi enda var ég alveg að sálast í höfðinu, einkennilegt hvað kemst mikið fyrir af verkjum í ekki stærri líkamsparti. Ég staulaðist svo upp í brú um hádegisbil og ætlaði að líta yfir stöðuna en sá að fyrst ég væri komin upp og gæti staðið í lappirnar þá gæti ég alveg eins staðið vaktina ;). Mig langar að deila með ykkur brandara sem Vægi vinur minn skipstjóri á Maí sagði mér í fyrradag, hann er auðvitað neðanbeltis eins og flestir þeir brandarar...
Mynd
..::Inflúensa::.. Ég verð nú ekki oft veikur, en þegar ég lendi í því þá kemur það með trukki og dýfu. Aðfaranótt gærdagsins var ég frekar slappur og svaf lítið, en staulaðist samt á vaktina og var eitthvað að þráast við fram eftir degi, læknirinn var búin að gefa mér einhverjar pillur svo ég hélt að mér væru allir vegir færir, en þetta versnaði og versnaði þangað til ég gafst upp og fór í koju, ég hélt hreint út sagt að það myndi eitthvað springa í hausnum á mér í gærkvöldi og það slokknaði á perunni, en sem betur fer þá hélt ég þetta út en ég man ekki eftir að hafa liðið aðrar eins kvalir, ég var komin í síðbrók og búin eins og ég væri að fara á jökul en samt hríðskalf ég eins og hrísla undir sænginni. Ég svaf lítið í nótt en var samt skárri í morgun, samt enn með dúndrandi hausverk en hitalaus svo að þetta er vonandi að koma :). Mynd Bloggsins er tekin í fyrradag, þarna vorum við að mæta Betu Maí og einhverjum rússa. Jamm og jæ þetta er það helsta sem af mér er að frétta.
Mynd
..::Nammi namm!!::.. Nú verður að taka þetta með trukki og dýfu því ég nenni ekki að eyða miklum tíma í þetta blogg núna. Dagurinn hefur verið öðrum líkur nema að því leiti að það hefur verið mun meiri traffík í dag en undanfarið. Allt fullt af skipum í kring um okkur í morgun þegar ég stakk hausnum upp í brú, allar stærðir og gerðir af togskipum, sumir að draga tvö troll á bómum á meðan aðrir pungar bisuðust áfram á rólegri ferð. Við erum að draga á 5-6sml ferð og það hentar ekki alltaf að vera mikið innan um þessa smápunga sem ekkert komast áfram, en þeir eiga sinn tilverurétt eins og við svo það er ekki mikið við því að segja þótt þeir séu að reyna á sömu slóð og við, það hefur gengið blessunarlega að eiga samleið með þessum pungum hingað til, hvað sem svo framtíðin ber í skauti sér ;). Annars einkenndist dagurinn brasi, en það verður víst að taka þá daga líka og allt fer þetta í reynslubankann sem er nánast vaxtalaus eins og í bankakerfinu heima, þ.e.a.s innlögnin. En ég veit ekki ...
Mynd
..::Ný hitakanna::.. Það er víst ekki hægt að mótmæla því að allir áhafnarmeðlimir sem létu sig hafa það að fara út í dag urðu rykaðir, þvílíkt sandryk og drulla sem legið hefur í loftinu í gær og dag, þó var þetta verra í gær en í dag. það hefur örrugglega verið strekkingur í eyðimörkinni í gær og fyrradag miðað við allt rykið sem berst á haf út.. Það sér ekki högg á vatni hjá veslings bátsmanninum okkar sem berst við sandhaugana eins og DonKi Kode barðist við vindmillurnar um árið sem hann missti hárið og vitið ;), þ.e.a.s Donki Kode, við vonum að Bátsmaðurinn haldi sönsum þótt það kyngi niður sandi eins og snjó í lognmollu. Annars var dagurinn ágætur, við fengum t.d þessar fínu hraðsuðukönnur með Sjóla, en það var orðin verulegur skortur á þessháttar munaði hérna um borð, ég var búin að hösla aðra könnuna úr matsalnum en hún lifði því miður ekki fyrstu vikuna í vistinni hjá mér. Eftir andlát hitakönnunnar nálgaðist ég heitt vatn til telögunar með hálfgerðri hundsmigu sem hægt er að...
Mynd
..::Næstum orðlaus!!::.. Fussum svei, ég veit bara ekkert hvað ég á að bulla í dag, stend á gati eins og lappalausa konan orðaði það :):). Í nótt lauk ég við að lesa síðustu jólabókina mína, var hún ágætis afþreying og hreint ekki svo galin af Íslenskri bók að vera ;), ekki það að Íslenskar bækur séu neitt af verra tagi en aðrar bækur. En ég er sem sagt orðin uppiskroppa með lesefni, en það reddast nú væntanlega þar sem Gummi trollmaster var að koma um borð í gær og hann er yfirleitt fulllestaður af DVD myndum og tónlist, ekki amalegur kostur að róa með þannig manni. Við köllum það að fara á myndbandaleiguna þegar maður fer í heimsókn í klefann til Gumma ;). Nú að öðru leiti er svo sem ekki mikið að frétta af okkur, daglegt líf hérna um borð er að komast í réttar skorður eftir mannaskiptin en það tekur alltaf smá tíma að fá allt í gang eftir mannaskipti, einhverjir nýir koma og svo eru menn að koma úr löngu fríi og það þarf átök að rífa sig af stað eftir löng frí. Það er erfitt að kveð...