Færslur

Mynd
..::Leðurbaks Skjaldbaka::.. Það er margt merkilegt sem maður fær í þessi troll, í minningunni er þar ýmislegt sem ekki telst til fiska eða lífríkis jarðar. Alltaf virðist maður geta bætt á sig blómum í þessum efnum og vill Gummi netagerðarmeistari meina að ég sé sérfræðingur í að ná í eitthvað sem yfirleitt fæst ekki í þessi veiðarfæri, ekki ætla ég svo sem að þræta við hann um það ;). Í gær fékk ég t.d hálfan kartöflupoka sem einhvernvegin rataði í trollið hjá okkur, algjörlega ófyrirséður atburður sem kryddaði annars tilbreytingarlausa veru okkar hérna við Afríkustrendur. Í dag fengum við svo þessa líka fínu leatherback sea turtle sem ku vera sú tegund af sæskjaldbökum sem verður stæðst allra sæskjaldbakna, þessi var ekki í neinni yfirstærð en samt hef ég trú á að hún hafi verið ca 150-200kg blessunin, hún var lifandi og var henni sleppt eftir myndatöku. Greyið var örugglega frelsinu fegin og á vonandi langa æfi fyrir höndum. Samkvæmt heimildum af netinu var sú stæðsta sem veiðst he...
Mynd
..::Handfrjáls búnaður ;)::.. Já það fylgja starfinu ýmsar álögur ;), allur gærdagurinn fór t.d í að hjálpa vélstjóranum og rafvirkjaum í að koma Ulstein autotroll tölvunni af stað, en það er með hana eins og svo margt sem eldist hún bara gafst upp. En með einstaklega notendavænum húsráðum frá Steina þá náðist að nudda lífi í þessa útdauðu risaeðlu sem þetta autotroll er ;). Vonandi lifir þetta svo fram að næsta slipp en þá vona ég að það fari á safn sem minning og forna tíma og nýr og betri búnaður taki störfum Ulstein gamla. Já annars er staðan sú að við liggjum á legunni í Nouadhibou og löndum, vonandi líkur því í nótt og þá náum við nokkrum veiðidögum fyrir mannaskiptin. Við erum að fara heim í frí, og ég held að við yfirgefum Máritaníu þriðja sept og förum þá til Fuerteventura þar sem við stoppum til að frostverja okkur aðeins áður en við fljúgum heim á leið mót farfuglunum sem nú eru í óðaönn að yfirgefa klakann. Annars er ekki mikið annað að segja. Vona að Guðs englar vaki yfir ...
Mynd
..:: Nú er það Derex ekki Derrik ;)::.. Það er komið að því að blessaðir englarnir okkar komist í frí, en í dag eru áhafnarskipti hjá okkur á legunni í Nouadhibou, það er alltaf mikil spenna í köllunum í þessum skiptum enda eru margir búnir að vera lengi að heiman og spenntir fyrir því að komast heim, það er misjafnt hvort menn fara einn eða tvo samninga en flestir eru þó tvo. Hver samningur er 70dagar svo að það er langt komið á fimmta mánuð hjá mörgum, hver væri ekki búin að fá nóg eftir svoleiðis vinnutörn? Já ég segi vinnutörn því þessir karlar vinna sína 12klst á dag þessa 140daga, ekkert helgarfrí, ekkert nema vinna sofa og éta, en þetta er val og engin er neyddur í þetta, á móti kemur svo gott frí, en þetta er samt í lengri kanntinum. Það styttist í þessu úthaldi hjá okkur Íslendingunum en við vonumst til að komast af stað heim þriðja september, en það eru yfirleitt tvö styttri úthöld á haustin til að velta Jólunum, þannig að menn séu ekki á sjó nema önnur hver jól. Já það eru e...
Mynd
..::Vefmyndavél::.. Er ekki komin tími til að pikka inn nokkrar línur ;). Annars er ekki margt markvert að segja héðan annað en að við erum búnir að landa einu sinni á legunni í Nouadhibou, það gekk þokkalega en veðrið var hundleiðinlegt allan tímann, ég eyddi megninu af þessari löndun í bátaviðgerðir og var á endanum komin með fóbíu fyrir bensínlykt og velting, en tveir dagar fóru í að koma mótornum í starfhæft form, en það hafist fyrir rest og á endanum fannst bensínstífla sem orsakaði gangtruflanirnar. Fiskidagshelgin leið í ró og spekkt hjá mér, en ég hefði alveg verið til í að vera heima á Dalvík þessa helgi, auðvitað ætlaði ég að fylgjast með á nýju Dalvíkur vefmyndavélinni en einhverrahluta vegna náði ég aldrei sambandi við hana um helgina, skítt því þetta er búið að vera allt of lengi í bígerð, og svo er niðurstaðan óviðunandi. Ég var að vonast til að vélin yrði með meiri gæði og myndi horfa yfir (skanna) hafnarsvæðið og um miðbæin, en eihverra hluta vegna er þetta alls ekki nó...
Mynd
..::Útihátíð hvað???::. Það er ró yfir okkur félögunum þessa verslunarhelgi, og ekki hægt að segja annað en það fara bara ágætlega um okkur svona langt frá gleðinni sem þvengríður Íslandi þessa helgi. Við félagarnir óskum ykkur alls hins besta og vonum að þið eigið góða helgi, passið bara að frostverja ykkur ekki um of, allt er best í hófi, kannski ekki gott fyrir mig að vera að predika þetta því í minningunni var maður ekki alltaf til fyrirmyndar um þessa helgi hehe, en en maður slapp óskaddaður í gegn um nokkrar útihátíðir og ég vona að það verði sama hjá ykkur ;).
Mynd
..::Þá er komið að því::.. Það er að segja að skrifa einhverjar línur á þetta blogg. Það hefur verið ágætis nudd á okkur síðan við komum um borð svo að það er ástæðulaust að væla og skæla undan fiskiríinu. Auðvitað hafa ýmis merkiskvikindi þvælst í vörpuna, skepnur sem sjálfsagt myndu vekja lukku á fiskasýningunni á Fiskideginum heima á Dalvík, ég sé enga möguleika á að koma þessum skepnum þangað og bíð því bara upp á myndir. Annars er ekki gott að missa af þessum degi okkar Dalvíkinga, ég væri alveg til í að vera heima í Spærlingsgötu um næstu helgi en það verður víst ekki þetta árið ;). Nýi Kötlu forstjórinn heimsótti flotann um daginn og heiðraði okkur með nærveru sinni í tvo daga. Vírus byrjaði á að þefa af honum þegar hann mætti og skreið svo upp í fangið á honum svo að við gerum fastlega ráð fyrir að þetta allt verði í fínu lagi, annars leist okkur príðisvel á nýja stjórann og teljum að hann eigi eftir að rífa þetta batterí áfram. Verslunarmannahelgin framundan, er ekki flöskudag...
Mynd
..::Stutt og laggott::.. Jæja þá er sumarfríið búið og maður komin aftur af stað. Fríið okkar í Búlgaríu var alveg dillandi fínt og mæli ég eindregið með því að fólk prufi að fara þangað, Golden Sand er virkilega fínn staður til að fara með yngri krakka á og einstaklega fjölskylduvænn, ég ætla ekki að fara að úthluta stjörnum en þetta er í efri kantinum á mínum skala :). Þegar sólarferðinni var lokið átti ég fimm daga eftir heima á klakanum, ég reyndi að nýta tíman sem best til að sinna áhugamálinu og fór þrjá hjólatúra, tvo með Rúnari og einn alone. Svo setti ég upp jólaseríuna fyrir fiskidaginn og við Einar Már máluðum fiskinn, en það á að setja upp lítinn tréfisk við hvert hús í bænum á fiskidaginn, fisk sem málaður er eftir hugmyndum hvers og eins, það verður örugglega gaman að labba um bæinn og sjá alla þessu fínu fiska :). Sunnudaginn 22 var svo komin deadline á þetta og silgdi ég suður með Árna Þórðar og fjölsk á 14millu Bens jeppa, glimrandi farartæki sem ekki skorti afl, en þa...
Mynd
..::Tilkynningarskildan::.. Þetta er nú eiginlega ekki hægt hehe, ég er algjörlega geldur á þessu bloggi, kannski er þetta aldurinn ;), en ég vill nú samt frekar kenna góða veðrinu um, hver nennir að hanga inni í þessu góða veðri.. Ég hef svo sem ekki gert mikið síðan ég skrifaði síðast. Síðastliðið föstudagskvöld gerði ég atlögu að Heljardalsheiði, hún versnar alltaf þessi volæðisleið og var hún óvenjuerfið núna, ég fór langleiðina upp en það var mikill snjór efst og á endanum skorti mig þrek til að halda áfram, en þetta var ágætisæfing og nánast eina líkamsræktin sem ég stunda. Fórum um helgina vestur í Hóla í Hjaltadal og vorum þar á ættarmóti á laugardaginn, um kvöldið var veisla þar sem ég og mínir gerðum veitingunum góð skil :). Á sunnudaginn var svo brunað heim aftur. Við Guðný og Einar Már erum svo að fara til Búlgaríu á Mánudaginn með Hönnu Dóru Gunna og grislingunum. Ég fer ekki austur þetta fríið, ég ætla alltaf austur en svo fer þetta alltaf á þá lund að ég fer ekki, Valdi ...
Mynd
..::Lífið heldur áfram :)::.. Ha jú ég lifi enn hehe, en hef ekki verið í neinu stuði til að sitja yfir tölvunni og blogga svo hún hefur mestmegnis rykfallið það sem af er fríi. Við héldum upp á fertugsafmælið mitt á pallinum um daginn og varð hið ánægjulegasta kvöld, það mætti fullt af fólki og komu allir færandi hendi svo þetta var eins og á jólunum hjá mér, mikið af pökkum að opna og agalegt stuð. Um síðustu helgi var svo starfsmannagleði hjá vinnustað Guðnýar "Dalverk", en það brunaði allur hópurinn í Vaglaskóg þar sem helgin var tekin með trompi, við vorum með fellihýsi frá Sigga í Ásvídeó svo það væsti ekki um okkur. Á laugardeginum hjóluðum við Rúnar inn Hjaltadal eins langt og vegslóðinn leifði og var það mjög skemmtilegur túr, þarna á enda slóðans er þetta líka fína gangnamannahús sem var reist 2004 og er það bara eins og fínasti sumarbústaður. Á laugardagskvöld var svo grillað í skóginum og chillað fram á rauða nótt ;). Við rúlluðum heim um miðjan sunnudaginn og var...
Mynd
..::Tilkynningarskyldan::.. Kom heim á klakann 1júní og sótti Hjördís mig út á Kef og við keyrðum beina leið norður á Dalvík. Fyrir norðan voru foreldrar mínir, Hanna Dóra systir og hennar fjölskylda mætt til að vera í fermingarveislunni á Sjómannadeginum. Fermingarveislan var haldin í hátíðarsal Dalvíkurskóla og tókst virkilega vel, vil ég þakka öllum sem hjálpuðu okkur að gera þetta að veruleika fyrir. Einnig vil ég þakka fyrir, öllum sem sáu sér fært að koma og vera með okkur á þessum tímamótum í lífi Einars Más. “Fjótlega moka ég inn einhverjum myndum úr veislunni!” Annars er bara lítið að frétta, veðrið hefur leikið við hvern sinn fingur síðan ég kom heim og náði ég að bera í veggina á pallinum, klára ;), en á eftir að bera á dekkið. Við Rúnar fengum okkur þennan fína túr á miðvikudaginn og keyrðum 240km mikið á slóðum og troðningum. Alveg dillandi ferð í dillandi veðri. Ferðin er merkt inn á kortamyndirnar en ég náði ekki að hafa þær í einu korti svo þetta verður bara að vera í f...
Mynd
..::Tilkynningarskyldan::.. Sjálfsagt væri farið að leita að mér ef þetta blogg mitt ætti að vera tilkynningarskylda mín við umheiminn hehe en þið veðið bara að láta ykkur þetta nægja. Af okkur hérna er það að frétta að við erum nýkomnir úr löndun, enn einni slattalönduninni og núna settum við einhverja skítaslatta í tvo fraktdalla, þetta var fimmta slattalöndunin í þessu úthaldi og erum við Vírus búnir að fá upp í kok af löndunum, en því miður hangir yfir okkur enn ein löndun sem verður líklega 25-27 maí. Ég er búin að fá heimferðaplanið í hendurnar og flýg ég frá Nouakchott til París 31maí, þ.e.a.s fer frá Nouakchott 31 en lendi í París 1 júní, svo verður flogið samdægurs París Keflavík og lent í Keflavík 1545 1 júní. Mynd dagsins er tekin úr afturgálganum, í lönduninni gerði ég víðreist um skipið og klifraði upp á alla gálga og möstur og tók myndir, sjálfsagt kemur það þeim sem mig þekkja ekki á óvart að ég hafi prílað þetta mér til gamans ;);). Undanfarna daga hef ég verið að fylgj...
Mynd
..::Skjótt skipast veður í lofti::. Í gærmorgun þegar ég opnaði augun vann ég hjá Sjólaskipum en um miðjan dag var ég farin að vinna fyrir Samherja ;), já engin veit sína æfina fyrr en öll er hehe. Lífið um borð gengur sinn vanagang og alltaf eru einhverjar uppákomur, t.d tókst mér að slíta frá mér trollið í fyrrakvöld. Það var ekkert annað í stöðunni en að henda króknum út og húkka druslurnar upp aftur, það gekk ótrúlega vel og kræktum við í draslið í fyrstu ferð. Við nánari samtöl við skip á bleyðunni reyndist þetta vera þekktur óþverrablettur en einhverra hluta vegna hafði vitneskja um hann ekki ratað til okkar :(. Annars er ekki mikið að segja annað en að við erum að dunda við að kítta í síðustu holurnar í frystilestunum en fáum ekki löndun fyrr en á mánudag svo þetta er allt á rólegu nótunum núna. Mynd dagsins er af Vírusi, ekki er annað að sjá en að hann sé nokkuð slakur yfir eigendaskiptunum. Svo eru nokkrar fleiri nýjar myndir á myndasíðunni . Fleira verður það ekki í bili.
Mynd
..::Ætli þetta sé hálfnað????::.. Jæja þá er víst komið að því, X ár síðan ég kom organdi í heiminn. Eftir minni bestu vitneskju þá fæddist ég í Sjóborg á Eskifirði 14mai 1967 og vó 18merkur. Meira veit ég ekki um þennan merkisatburð, en ég geri fastlega ráð fyrir að það verði flaggað um allt land í tilefni dagsins. Og svo við snúum okkur að því sem máli skiptir, við erum staddir suður í rassgati ásamt bróður Janusi, bróður Geysir var hérna líka fram á miðjan dag í dag en þá yfirgaf hann okkur blindfullur og stefndi fullum seglum í norður til Nouakchott í löndun. Við komum hingað suður í gær og afrekaði ég það að splúndra tveim veiðarfærum þannig að Guðmundur trollgúrú skríkti eins og kát heimasæta eftir velheppnaðar mjaltir, förum ekki nánar út í mjaltirnar. Ég taldi vissara að vera ekkert að nálgast netaspekúlantinn meðan mestu fagnaðarlætin yfir afrekum mínum gengu yfir. Seint í gærkvöldi múruðum við svo saman við Geysi og hífðum nokkur bretti af umbúðum yfir til þeirra svo þeir gæt...
Mynd
..::Þetta er ekki Selur::.. Það er búið að vera tómt bras hjá okkur með þennan blessaða fraktara, og ég held barasta að vélstjórarnir á þessu Guðsvolaða fleyi hafi fundið réttindapappírana sína með morgunkorni, veslings mennirnir eru algjörlega ósjálfbjarga. Klukkan fjögur í gærdag fór hjá þeim tengi milli rafmagnsmótor og vökvadælu, þar með voru bómuspilin á einni lúku stopp, við gátum bara landað á einni lúku sem hægir á okkur um helming í löndunarhraða. Alltaf þegar spurt var hvort þetta væri ekki að komast í lag þá var svarið 2-3klst í viðbót, um ellefu í gærkvöldi var svo þolinmæði okkar þrotin og Halli vélstjóri fór yfir ásamt tveim vélstjórum frá okkur. Þegar þeir komu yfir kom í ljós að skáeygðu vélstjórarnir á fraktdósinni vissu ekkert hvað var að, það tók okkar menn augnablik að sjá að tengi var brotið, auðvitað var ekki til varatengi í fraktaranum. Við áttum aftur á móti tengi en það þurfti að renna til svo það passaði við dælukerfið þeirra. Einhvertímann seint í nótt var sv...
Mynd
..::Skruppum á ströndina::.. Þá erum við enn og aftur komnir á leguna í Nouakchott að landa, komum hingað inn um tvöleitið síðastliðna nótt. Um sexleitið í gærmorgun byrjuðum við að vinna með Oríon og vorum að vinna við hann megnið af deginum. Fraktarinn sem átti að vera mættur hingað í gærmorgun sveik okkur og mætti ekki fyrr en sjö í morgun svo við héngum og biðum eftir honum í fjórtán tíma, en það er nokkuð algengt hérna að klukkan gangi örlítið hægar en annarstaðar í veröldinni. Í morgun var austan gola og sandmistur yfir svo skyggni var afar takmarkað, þessum sandmekki fylgdi óþægilega mikill hiti. Það er ríkjandi norðanátt hérna og mjög sjalgæft að það séu aðrar áttir, austanátt er eiginlega sú sísta því þá kemur sanddrullan og hitinn beint ú Sahara. Í dag var svo kompanískipið Heineste mættur og múraði á hina hliðina á fraktaranum svo nú erum við með fraktdósina á milli okkar. Seinnipartinn í dag skruppum við Gummi svo á léttbátnum til hafnar að sækja pappíra og senda einn máran...
Mynd
..::Fjölgaði um einn í dag::.. Ok þá er komið að framhaldssögunni. Vírus ákvað að taka daginn snemma og sóla sig enda er veðrið með eindæmum gott í dag, tilvalið veður til afslöppunar. Um miðjan dag var ég farin að sakna kisa og prílaði upp á brú til að athuga hvort hann væri nokkuð staddur þar. Ég sá Vírus hvergi en í staðinn mætti ég einstaklega geðvondri eineygðri Súlu sem sat þarna uppi í eigin skít. Hún orgaði og æpti þegar ég reyndi að nálgast hana svo ég sá mér ekki fært annað en að halda mig í öruggri fjarlægð. Ekki veit ég hvort það er þessi tími mánaðarins sem gerir þessa Súlu svona geðvonda eða hvort hún er svona alla daga. Það var ekki á stefnuskránni hjá okkur að bæta við gæludýri svo að ég setti nefnd í að fjarlægja geðvonskupúkann og henda henni fyrir borð. Vírus er einstaklega góður og prúður og við tökum ekki áhættuna á því að hann læri einhverja ósiði af þessari útskitnu gargmaskínu sem er upp í brúarþaki í athugunaraugnabliki. Í dag fékk ég svar við fyrirspurn minni ...
Mynd
..::Kisi fer það sem hann ætlar sér::.. Jæja þá erum við búnir að ná myndum af sjókettinum okkar á leið upp á brúna. Það er eitthvað ólag á myndasíðunni svo ég kemst ekki inn á hana :(, en ég set myndirnar af Vírusi bara hérna inn á bloggið. Fyrir þá sem hafa gaman af því sem er að gerast hérna niðurfrá þá vil ég benda ykkur á síðu sem þeir á Janusi halda úti af miklum myndugleika, http://janusbru.wordpress.com/ Janus er systurskip Síriusar og Geysis ásamt nokkurra annarra af sömu gerð, ég veit ekki hvað þau voru mörg í upphafi þessi skip en því miður hafa þrjú þeirra orðið eldi að bráð. Annars er ekki mikið að frétta af okkur hér er allt við það sama.
Mynd
..::SeaCat::.. Í lönduninni núna síðast þá héldum við að kisi væri tíndur, hann fór út um morgunninn og var úti allan daginn, um kvöldið gerðum við Mörlandarnir allsherjarleit og skriðum á alla þá staði sem okkur datt í hug að hann hefði kannski troðið sér á en hvergi var Vírus. Rétt upp úr miðnætti skilaði svo félaginn sér, engin vissi hvar hann hafði verið og það var þangað til í morgun óráðin gáta. Þegar ég var búin að bjóða góðan daginn í morgun spurði ég stýrimennina hvar sá fjórfætti væri, þeir sögðu að hann væri uppi á brú og hefði líklegast verið það í lönduninni líka, ég átti nú bágt með að trúa því. Þangað upp er lóðréttur stigi og langt á milli þrepa. Jú hann fer þarna upp sögðu þeir og Alex lýsti því fyrir mér hvernig kisi hífði sig upp þrep fyrir þrep, ég átti enn bágt með að trúa þessu og sagði við stýrimennina að þeir væru að plata mig, þá segir Slava “no no this is right, this is SeaCat!!!!”. Ekki dugði þetta til þess að ég tæki trúna svo ég ákvað að fara upp á brú og s...
Mynd
..::Enn ein löndunin í Nouakchott::.. Liggjum á ankeri á legunni í Nouakchott og löndum, við komum hingað seinnipartinn í gær og byrjuðum að kroppa upp úr dallinum fljótlega. Við Gummi skutluðumst á tuðrunni í land með vegabréfin okkar en við vorum að fá nýjar vísa áritanir í þau ;), svo brunuðum við um borð í Geysi og pikkuðum upp þrjá hermenn sem ætla að hafa eftirlit með lönduninni, þetta þarf allt að vera undir control hehe. Um hádegisbilið í dag mætti tankskip með svartolíu handa okkur, hann klárar væntanlega að pumpa sopanum yfir seint í kvöld. Í framhaldinu mætir Sjóli og afgreiðir okkur með smá sopa af gasolíu. Þegar búið verður að afgreiða fraktdósina þá kemur Orion með pakkningar og vistir, vonandi náum við að klára hann seinnipartinn í nótt og þá verður okkur ekkert að vanbúnaði að halda til veiða. Í dag notuðum við tækifærið og skruppum aðeins í heimsókn í Geysi og svo í Sjóla, við erum engu betri en flækingar fyrri tíma sem þvældust bæ af bæ, en það er nauðsynlegt að brjót...
Mynd
..::Jörð kallar Sírius via orange box::.. Það hefur orðið býsna mikil þróun í fjarskiptum undanfarna áratugi, að því komumst við Halli í gær þegar Loftur(loftskeytamaðurinn) kom með einhvern appelsínugulan kassa og spurði hvort hann mætti ekki henda þessu. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var neyðartalstöð úr bjargbát sem var fjarlægður í síðasta slipp, auðvitað kom ekki annað til en að opna kassann og kynna sér græjuna. Í ljós kom þessi líka fína fjarskiptamiðstöð með hand/fótstignum orkugjafa og pilot hedsetti. Það þarf ekkert að virkja nema þann sem nota stöðina, og mengunin fer eftir því hvað viðkomandi er ákveðin í að snúa rafalanum, auðvitað væri hægt að fá sér þræl til að snúa en ég mæli frekar með að menn sjái um þetta sjálfir. Það mætti athuga þessa orkulausn fyrir hið almenna símkerfi, þá þyrftu sumir aldrei að fara í ræktina hehe . Alveg tilvalið fyrir vinstri aða hægri græna, 100% umhverfisvænt . En eftir að við höfðum prófað græjuna þá kom ekki til greina að henda he...